Morgunblaðið - 04.03.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.03.1998, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Arásarmað- ur kærir farbanns- úrskurð TUTTUGU og sex ára Bandaríkja- maður, sem játað hefur líkamsárás á sofandi jafnaldra sinn að morgni síðasta laugardags með þeim afleið- ingum að sá sem fyrir árásinni varð höfuðkúpubrotnaði meðal annars, hefur kært farbannsúrskurð þann sem Héraðsdómur Reykjaness kvað upp eftir atburðinn. Bandaríkjamaðurinn kærði far- bannsúrskurðinn til Hæstaréttar í gær. Ekki þótti ástæða til að krefj- ast varðhalds yfir honum sam- kvæmt upplýsingum frá lögreglu, þar sem hann gekkst við árásinni og málið er talið upplýst. Hæstiréttur hefúr þriggja daga frest til að taka afstöðu til málsins. Talinn á batavegi Maðurinn sem fyrir árásinni varð er á batavegi samkvæmt upplýsing- um lögreglu í Hafnarfirði. Árás- armaðurinn hafði til skamms tíma búið með íslenskri stúlku og þau leigt saman húsnæði í Garðabæ. Arásarmaðurinn kom að morgni laugardags að stúlkunni og árásar- þolanum í fyrmefndu húsnæði. Afbrýðisemi er samkvæmt upp- lýsingum lögreglunnar talin hafa átt hlut að máli, sem breyti þó litlu um eðli árásarinnar og afleiðingar hennar. --------------- Þríðji áfangí Rimaskóla Rúmlega 206,2 milljóna tilboði tekið BORGARRÁÐ hefur samþykkt að taka 206.226.607 króna tilboði næst- lægstbjóðanda, Framkvæmdar ehf., í byggingu þriðja áfanga Rimaskóla. Tilboðið er 87,27% af kostnaðaráætl- un, sem er 236.313.000 krónur. Tólf buðu í veririð og átti íbyggð ehf. lægst boð, bauð 81,24% af kostn- aðaráætlun. Aðrir sem buðu í verkið voru Friðjón og Víðir ehf., Byggða- verk ehf., Blámi ehf., Byrgi ehf., Olaf- ur og Gunnar ehf., Fjarðarmót ehf., Eykt ehf., Öm Úlfar Andrésson, Smiðsverk ehf., og ístak hf. Forsetahjónin kynna sér forvarnir og meðferð Vandinn djúpstæðari en almennt er viðurkennt FORSETI íslands, Ólafur Ragn- ar Grímsson, og frú Guðrún Katrín Þorbergsdóttir heim- sóttu í gær samtök og stofnanir sem annast meðferð og fást við forvamir í baráttu við fíkni- efnavandann og munu þau halda áfram slíkum heimsókn- um í dag. Forsetinn sagði í samtali við Morgunblaðið síðdegis í gær að heimsókniraar hefðu verið mjög fróðlegár. „Þær hafa því miður fært okkur margvíslega vit- neskju um að eiturlyijavandinn í okkar litla samfélagi vex mjög ört og hann er greinilega djúp- stæðari en almennt hefur verið viðurkennt í opinberri umræðu," sagði Ólafur Ragnar. Forsetinn sagði ljóst að vand- inn tæki til sífellt fleiri ung- menna. Hann sagði það hafa snert þau hjón illa að sjá tölur um að nokkur hundmð ung- menni, allt niður í fjórtán ára að aldri, komi í meðferð á ári hveiju og að sérstaklega virtist aukningin meðal ungra stúlkna mikil. Víðtæk samstaða nauðsynleg „Jafnframt er greinilegt að breytingamar em mjög hraðar og eiturlyfjaveröld, sem áður fyrr var svo framandi íslending- um að við kynntumst henni fyrst og fremst í frásögnum af erlend- um samfélögum, hefur brotið sér brautir inn í okkar land. Það má nefna sem dæmi að fyrir um fimmtán ámm var það nánast óþekkt hér á landi að fólk sem sprautaði sig með eiturlyfjum í æð kæmi til meðferðar. Nú koma nokkur hundmð slíkra sprautu- fíkla árlega og á allra síðustu ár- um hefur eiturlyfja- og áfengis- neysla ungs fólks vaxið svo að af árgangi 24 ára gamalla karl- manna hafa um 7% komið í með- ferð hjá SÁÁ.“ Ólafúr Ragnar segir nauðsyn- legt að mjög víðtæk samstaða myndist í þjóðfélaginu um að við- urkenna hversu alvarlegur vand- inn sé orðinn og hve nauðsynlegt sé að á honum verði tekið. I gær- kvöld hugðist hann ásamt Guð- rúnu Katrínu ræða við fulltrúa grasrótarinnar, sérstaklega ungt fólk sem starfar að forvömunij á viðræðufundi á Bessastöðum. í dag heimsækja forsetahjónin barna- og unglingageðdeild og síðdegis verður athöfn í Laugar- dal, þar sem ÍSÍ, UMFÍ og fleiri hefja sérstakt forvamaátak. í kvöld verða þau svo gestir Fé- lags óvirkra fíkla á kaffihúsinu Kjarki. Morgunblaðið/Árni Sæberg FORSETAHJÓNIN Ólafúr Ragnar Grímsson og Guðrún Katrín Þorbergsdóttir heimsóttu í gær Rauðakross- húsið við Tjarnargötu, þar sem veitt er neyðarathvarf og ráðgjöf. Til vinstri á myndinni er Ólöf Hejga Þór, forstöðumaður Rauðakrosshússins, og til hægri Sigrún Ámadóttir, framkvæmdasljóri Rauða kross íslands. Afrýjunarnefnd samkeppnismála staðfestir ákvörðun um greiðslukortaviðskipti Gildistöku frestað til 1. október næstkomandi MEIRIHLUTI áfrýjunamefndar samkeppnis- mála hefur staðfest ákvörðun samkeppnisráðs frá 12. janúar síðastliðnum um viðskiptahætti í greiðslukortastarfsemi þar sem greiðslukorta- fyrirtækjum var gert að nema úr gildi skilmála í samstarfssamningum við greiðsluviðtakendur um að þeim sé óheimilt að hækka verð til þeirra sem greiða með greiðslukorti. Ákvörðunin er staðfest með þeirri breytingu að hún komi ekki til framkvæmda íyrr en 1. október næstkomandi, en í ákvörðun samkeppn- isráðs var miðað við að hún tæki gildi við birt- ingu. Meirihluta áfrýjunamefndarinnar skipuðu Páll Sigurðsson prófessor og Þórunn Guð- mundsdóttir Iögmaður. Greiðslumiðlun hf. - Visa ísland áfrýjaði ákvörðun samkeppnisráðs til áfiýjunamefndar samkeppnismála, og í úrskurði nefndarinnar eru vinnubrögð Samkeppnisstofnunar og samkeppn- isráðs í máli þessu átalin. Fram kemur í úrskurðinum að málið hafi fyrst komið til kasta Samkeppnisstofnunar í júní 1994 og niðurstaða verið tilkynnt málsaðilum í maí 1995. Samkeppnisstofnun hafi síðan borist nýtt erindi í september 1995 og hafi Greiðslu- Vinnubrögð Samkeppnis- stofnunar og samkeppnis- ráðs átalin miðlun hf. svarað því erindi með bréfi í nóvem- ber sama ár. Málið hafi síðan verið til umfjöllun- ar hjá Samkeppnisstofnun, en Greiðslumiðlun hf. ekki verið tílkynnt með formlegum hætti að svo væri fyrr en í júlí 1997 þegar frumniðurstöð- ur lágu fyrir. Samkvæmt stjórnsýslulögum hefði hins vegar átt að gera það, og hafi þetta orðið til þess að Greiðslumiðlun hf. fékk ekki sem skyldi notið þess andmælaréttar sem tiyggður sé í stjómsýslulögum. „Er óhjákvæmilegt að átelja þessi vinnubrögð Samkeppnisstofnunar og samkeppnisráðs," seg- ir í úrskurði áfrýjunameftidarinnar. Hætta á að neytendur verði látnir bera kostnaðinn Inga Jóna Þórðardóttir, einn þriggja nefnd- armanna í áfrýjunamefnd samkeppnismála, skilaði séráliti um að sú ákvörðun samkeppnis- ráðs að banna umrædda grein í samstarfssamn- ingi Greiðslumiðlunar hf. við greiðsluviðtakend- ur yrði felld úr gildi. Telur hún m.a. að kostnaðurinn sem fylgir notkun greiðslukorta sé þegar kominn út í verðlagið og hann því í raun greiddur af neyt- endum, og þeir sem ekki nota greiðslukort ættu að njóta þess í staðgreiðsluafslætti í sam- ræmi við þann hag sem greiðsluviðtakendur telji sig hafa af slíkum viðskiptum. Verði grein- in afnumin sé sú hætta fyrir hendi að neytend- ur verði látnir bera kostnaðinn á nýjan leik í hækkuðu verði og jafnframt gæti núverandi staðgreiðsluafsláttur horfið. Segir Inga Jóna að mikill vafí leiki á að hagsmunir neytenda hafi verið hafðir nægilega að leiðarljósi í þessu máli og ekki gerð skýr grein fyrir því með hvaða hætti svo sé. Einar S. Einarsson, forstjóri Greiðslumiðlun- ar hf. - Visa ísland, sagði í samtali við Morgun- blaðið að hann gæti ekki að svo stöddu tjáð sig um úrskurð áfrýjunamefndar samkeppnismála þar sem hann hefði ekki getað kynnt sér hann nægilega, en Einar er staddur erlendis og fékk hann úrskurðinn í hendur síðdegis í gær. BiÉCÍEESI Yfirbyggð sund- laug í Laugardal Samkeppni um hönnun BORGARRÁÐ heíúr samþykkt að heimila undirbúning að hönn- un 50 metra yfirbyggðrar sund- laugar í Laugardal. Áætlaður kostnaður við undirbúninginn er 3,7 milljónir og er gert ráð fyrir að dómneftid ljúki störíúm um miðjan september nk. í tillögu borgarverkfræðings er gert ráð fyrir að samkeppni um hönnun verði samkvæmt skipulagsreglum Ariritektafé- lags íslands og að dómnefndar- menn verði fimm. Miðað er við að haldin verði opin samkeppni, þar sem leitað er eftir hug- myndum um útlit og fyrirkomu- lag og að tekið verði fram í gögnum að hluti mannvirkisins fari í alútboð. Að öðru leyti verði forsögnin bindandi. Jökulsá ógnar þjóðveginum Grímsstödum á Fjöllum. Morgunblaðið. MIKIL klakastífla hefur mynd- ast skammt neðan við brúna á Jökulsá á Fjöllum, við Gríms- staði. Ef áin nær sér ekki fram fljótlega er hætta á að hún renni yfir þjóðveginn vestan við brúna og gæti þá vegurinn lokast. Við aðstæður undanfarinna daga, mikið frost og skafrenn- ing, verður mikil krapamyndun í ánni sem stundum nær að hlaðast upp og stífla ána á þess- um stað. Afram kalt í veðri EKKI sér fyrir endann á kulda- kastinu sem gengið hefur yfir ísland undanfama daga. Áfram verður kalt í veðri og Björn Einarsson, veðurfi-æðingur á Veðurstofunni, spáir frostí um allt land fram á sunnudag. Á fimmtudag tekur breytileg átt við af norðanáttinni og má bú- ast við allt að fimmtán gráða frosti norðanlands. Það er fyrst á sunnudag sem gæti farið að hlýna. Þá breytir í austanátt suðvestanlands og má jafnvel búast við frostleysi í kjöl- farið. Að sögn Bjöms gæti hita- stigið síðan skriðið yfir frost- mark á mánudag eða þriðjudag. Hclgi Birgir Ástmundsson Nafn manns- ins sem lést MAÐURINN sem lést þegar hann féll útbyrðis af Júpíter ÞH á mánudag hét Helgi Birgir Ástmundsson. Helgi fæddist 12. apríl 1969 og hefði því orðið 29 ára á þessu ári. Hann var til heimilis að Suðurgötu í Keflavík. Helgi var ógiftur og bamlaus.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.