Morgunblaðið - 04.03.1998, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 04.03.1998, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1998 39 MINNINGAR JÓN HJÖRTUR STEFÁNSSON + Jón Hjörtur Stef- ánsson fæddist í Reykjavík 20. júní 1905. Hann lést í Reykjavík 3. janúar síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Stefán Daníelsson, skip- stjóri, f. 17. febrúar 1871 á Oddsstöðum, Húnavatnssýslu, fórst með Kútter Ge- org 1907, og kona hans Anna Jakobína Gunnarsdóttir, fædd í Hafnarfirði 16. mars 1874, dáin 7. janúar 1963. Systkini Jóns voru Salome, Gunnar og Daníel, öll látin. Jón kvæntist 29. desember 1946 Jónu Vigdísi Guðlaugsdótt- ur, f. í Hafnarfirði 16. mars 1912, d. 9. okt. 1978. Foreldrar hennar voru Guðlaugur Jónsson og Guð- rún Jónsdóttir. Börn: 1) Guðlaug- ur Rúnar, vélstjóri, fæddur 2. ágúst 1937. K.h. Rose Jónsson, fædd Dahlke. Börn þeirra: Marta, Jenný, Tómas og Rúdolf. 2) Anna Jakobína, f. 23. ágúst 1951, maki Þröstur Eggertsson, múrarameistari. Börn þeirra: Jóna Björk og Jón Hjört- ur. Jón lauk prófi frá Stýrimannaskóla Is- lands 1930. Hann var togarasjómaður, lengst af stýrimaður og skipstjóri á togur- unum Sindra, Júní og Óla Garða, síðast skipstjóri hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur. Gerðist starfsmaður Reykjavík- urhafnar sem vigtarmaður 1961. Lét af störfum vegna aldurs 1976. Hann var einn af stofnend- um Hrafnaflóka hf. og Akurgerð- is hf., sem gerðu út togarana Óla Garða og Bjarna riddara. Bálför Jóns fór fram í kyrrþey frá Fossvogskapellu 16. janúar. Við viljum minnast heiðurs- mannsins Jóns H. Stefánssonar nokkrum orðum. Jón fæddist að Laugavegi 60 í Reykjavík og bjó hér alla ævi, sem var orðin löng. Þeim fækkar óðum togarasjómönn- unum sem fiskuðu og sigldu síðan með aflann til Englands öll stríðsár- in. Það var áhættuvinna en Jón var gæfusamur og kom heim með heilt skip. Kynni okkar af Jóni hófust, þegar þau gengu í hjónaband Jóna fóðursystir okkar og hann. Jóna hafði búið með afa okkar Guðlaugi Jónssyni í sama húsi og við til margra ára og var eins og hálfgerð uppeldissystir okkar. Þegar hún giftist Jóni, fluttist afi ásamt Rúnari syni Jónu með henni á sameiginlegt heimili þeirra. Rúnar varð kjörson- ur Jóns og reyndist honum sem besti sonur. Jón hafði byggt húsið að Reykjahlíð 14 ásamt Gunnari bróður sínum og konu hans Láru um þetta leyti. Reykjahlíð 14 var fjölskylduhús þar sem samkomulag- ið var gott og fólki leið vel. Nú stofnuðu þau Jón og Jóna sitt heim- ili þarna þar sem allir voru vel- komnir. Það var mikið happ fyrir afa að fá þennan góða tengdason sem tók hann strax glaður inn á heimilið og bjó hann þar til dauða- dags nærri 100 ára. Það hefði aldrei hvarflað að þeim að setja hann á stofnun, enda hélt hann fullri and- legri og líkamlegri heilsu alla tíð. Þetta ber að þakka. Nokkru seinna bættist fimmti meðlimurinn í hóp- inn, sólargeislinn Anna Jakobína. Við héldum að henni yrði gjörspillt af eftirlæti, en það var öðru nær. Hún og eiginmaður hennar Þröstur reyndust þeim hjónum afbragðs vel. Jón var hjá þeim til dauðadags. Hann þurfti aldrei að fara frá þeim og var innilega þakklátur fyrir það. Jón var góðgjarn og glaður mað- ur og átti því láni að fagna að vera heilsuhraustur alla ævi. Jón hafði mikla ánægju af að renna fyrir lax og einnig var knattspyrna hans áhugamál og KR hans félag. Minn- ingin um þau hjón er okkur afar kær. Heimsóknir á þeirra gestrisna heimili voru mai'gar og allar jafn ánægjulegar. Við kveðjum þennan góða mann með þakklæti frá okkar fjölskyldu. Guð blessi hann. Margrét og Sigurveig Ragnarsdætur. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kr- inglunni 1, Reykjavík, og á skrifstofú blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið grein- ina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðalh'nubil og hæfilega hnulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða Ijóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skímamöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. ATVIISIIMU- AUGLÝ5INGAR ® Barnagæsla — fyrir mikilvægasta fólk í heimi Óskum eftir aö ráöa starfskraft í boltaland IKEA í eftirfarandi starf. Starfslýsing: • Barnagæsla í boltalandi • Vinnutími erfrá 14.00 sex daga í viku, aöra hverja viku. Hæfniskröfur: • Hafa reynslu við gæslu barna. • Hafa gaman af því að umgangast börn. • Vera áreiðanlegur, stundvís og reglusamur. • Eiga auðvelt með að vinna með fólki. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Starfsmaður í smurbrauð Óskum eftir að ráða starfskraft á veitingastað IKEA í eftirfarandi starf. Starfslýsing: • Umsjón með smurðu brauði og köldum mat. • Afgreiðsla á veitingastað. Hæfniskröfur: • Hafa reynslu við smurbrauð eða sambæri- legt starf. • Vera áreiðanlegur, stundvís og reglusamur. • Eiga auðvelt með að vinna með fólki. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. IKEA er eitt stærsta fyrirtæki í heimi á sviði húsbúnaðar. Markmið IKEA er að gera daglegt líf fólks þægilegra. Það gerum við með því að bjóða upp á breitt vöruúrval af vel hönnuðum og hagnýttum hús- búnaði, á það góðu verði að þorri fólks hefur efni á að kaupa hann. Nánari upplýsingar varðandi starfið veitir rekstrarstjóri í síma 896 4409 fyrir hádegi. Umsóknir og umsóknareyðublöð eru í upplýs- ingum í verslun IKEA við Holtagarða. Iðntæknistofnun vinnur að tækniþróun og aukinni framleiðni í íslensku atvinnulifi. Á stofnuninni eru stundaðar hagnýtar rannsóknir, þróun, ráðgjöf, gæðaeftirlit, þjónusta, fræðsla og stöðlun. Áhersla er lögð á hæft starfsfólk til að tryggja gæði þeirrar þjónustu sem veitt er. Sérfræðingur á sviði málmrannsókna Iðntæknistofnun óskar eftir að ráða sérfræðing á sviði málmrannsókna. Óskað er eftir einstakl- ingi með Ph.d eða MSc menntun á sviði efnis- fræði eða verkfræði. Hvatt er til umsókna frá konum jafnt og körlum. Upplýsingar veitir Ingólfur Þorbjörnsson deild- arstjóri efnistæknideildar. Umsóknir berist Iðntæknistofnun fyrir 15. mars nk. Öllum umsóknum verður svarað. Iðntæknistof nun I ■ IÐNTÆKNISTOFNUN ÍSLANDS Keldnahoiti, 112 Reykjavík Sími 570 7100 SAMSKIP Vélstjórar Óskum eftir að ráða vélstjóra á skip félags- ins sem eru í millilandasiglingum. Leitum að duglegum og áhugasömum vélstjór- um með full réttindi og reynslu. Umsóknir sendist til starfsmannastjóra Sam- skipa, Holtagörðum/Holtaveg, 104 Reykjavík fyrir 16. mars nk. Upplýsingar gefur Ragnar Pálsson í síma 569 8388. Afgreiðslustarf í Virku í boði 1/2 daginn í bútasaums- og fataefna- deild. Framtíðarstarf. Reyklaus vinnustaður. VIRKA Sími 568 7477. TILKYNNINGAR Hafnarfjörður Athafnasvæði hesta- manna við Kaldárselsveg Breytt deiliskipulag fyrir hestamennsku í samræmi við skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997 er hér auglýst til kynningar að nýju tillaga Sigurþórs Aðalsteinssonar dags. 11. febrúar 1997, að breyttu deiliskipulagi á svæði hestamanna við Kaldárselsveg ásamt greinar- gerð. Tillaga þessi var auglýst og kynnt í árslok 1996 og byrjun árs 1997 á lögformlega ófull- nægjandi hátt. Tillögunni var þá breytt með tilliti til athugasemda sem þá bárust og var samþykkt af bæjarstjórn Hafnarfjarðar 11. febrúar 1997. Vegna fyrri formgalla ertillagan því nú auglýst skv. nýjum skipulags- og byggingarlögum. Við þetta fellur úr gildi deiliskipulag sem stað- fest var af félagsmálaráðherra 30. nóvember 1990. í breyttri tillögu er gert ráð fyrir að falla frá frekari áformum um uppbyggingu hesthúsa og félagsaðstöðu í Hlíðarþúfum. Öll uppbygg- ing hesthúsa ásamt félags- og keppnisaðstöðu hestamanna er flutt suður fyrir skógræktar- svæðið við Kaldárselsveg. Tillagan liggurframmi í afgreiðslu Fram- kvæmda- og tæknisviðs á Strandgötu 6, þriðju hæð, frá 4. mars til 15. apríl nk. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta geta komið að skriflegum athugasemdumtil bæjar- stjórans í Hafnarfirði fyrir 29. apríl nk. Þeir sem ekki gera athugsemd við tillöguna innan framangreinds frests, teljast samþykkir henni. 27. febrúar 1998. Bæjarskipulag Hafnarfjarðar. Vestmannaeyjar Vestur- Skaftfellingar Þingmennirnir Guðni Ágústsson og Isólfur Gylfi Pálmason verða með viðtalstíma og rabbfundi fimmtudaginn 5. mars sem hér segir: Kl. 12.00-13.30 Hótel Bræðra- borg, Vestmannaeyjum Kl. 18.00—19.30 Ströndinni, Vík í Mýrdal. Vonumst til að sjá sem flesta. Fundarboðendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.