Morgunblaðið - 04.03.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.03.1998, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Formaður Félags löggiltra endurskoðenda um málshöfðun Nathans & Olsens hf. Fyrirséð að slíkt mál gæti komið upp hér á landi ÞORVARÐUR Gunnarsson, for- maður Félags löggilti-a endurskoð- enda, segir að það hafí verið séð fyrir að skaðabótamál á hendur endurskoðendum gætu komið upp hér á landi, en málshöfðanir af þessu tagi hafí færst í vöxt erlendis síðastliðin ár. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær hefur Nath- an & Olsen hf. stefnt endurskoðun- arstofu og kjörnum endurskoðanda fyrirtækisins vegna tjóns sem það varð fyrir vegna fjárdráttar gjald- kera þess, og að sögn Þorvarðar er þetta líklega fyrsta mál af þessu tagi sem upp kemur hér á landi. Þorvarður sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki geta tjáð sig um þetta tiltekna mál þar sem hann tengdist því lítillega. Bótakrafa af þessu tagi væri hins vegar hlutur sem menn hafí séð AÐALFUNDUR Sölumistöðvar hraðfrystihúsanna í gær sam- þykkti tillögu stjórnar SH um að greiða út 7% arð til félagsmanna vegna ársins 1997. Heildartekjur Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hf. 1997 námu 29,5 milljörðum króna á móti 26,2 milljörðum árið áður sem er tæp 13% hækkun milli ára. Hagnaður af rekstri félagsins eftir skatta nam 277 milljónum króna á árinu 1997 á móti 716 millj- ónum árið áður. Áætlað er að hagnaður SH á árinu 1998 nemi um 267 milljónum króna. Heildareignir 18,8 milljarðar Jón Ingvarsson, stjómarformað- ur SH, sagði á aðalfundi félagsins í gær að þessi mikli munur skýrðist einkum af því að á árinu 1996 hafi komið til óreglulegar tekjur, aðal- lega söluhagnaður upp á 350 millj- ónir króna, en aðeins 94 milljónir á sl. ári. Þá hafi vaxtagreiðsla af langtímaskuld vegna útgreiðslu á tæplega 600 milljónum til félags- manna gamla félagsins numið við stofnun hlutafélagsins um 60 millj- ónum króna árið 1997. Loks væri til að taka að reikningsskilaaðferð- ir í breyttu félagsformi móðurfé- lagsins væru um margt frábrugðn- fyrir að gæti komið upp hér á landi eins og annars staðar. Hann sagði að það væri þekkt erlendis að hagsmunaaðilar færu í mál við end- urskoðendur félaga og yfirleitt væri þá um að ræða einhvem þriðja aðila sem t.d. teldi sig hafa tekið ákvörðun um fjárfestingu út frá ársreikningum eða öðrum upp- lýsingum sem hann hafi haft undir höndum. ar þeim, sem notaðar vora við gerð ársreikninga gamla félagsins. Heildareignir samstæðunnar námu 18,8 milljörðum króna í árs- lok 1997 og höfðu vaxið um 2,7 milljarða frá árinu á undan. Er það einkum vegna aukinna umsvifa í sölu sem leiðir af sér aukið birgða- hald og meiri fjárbindingu í við- skiptakröfum. Eigið fé var 3,2 milljarðai' í árslok og hefur það minnkað vegna útborgunar á tæp- um 600 milljónum króna til félags- manna gamla félagsins. Fjöldi starfa hjá móður- og dótt- urfélögum var um 1.430, þar af 105 hérlendis. Rakel Olsen kjörin í sijórn Jón Ingvarsson var samhljóða endurkjörinn formaður SH á aðal- fundinum í gær. Aðeins ein breyt- ing varð á kjöri annarra stjómar- manna. Kristján G. Jóakimsson írá Hraðfrystihúsinu hf. gaf ekki kost á sér til endurkjörs, en í staðinn var Rakel Olsen frá Stykkishólmi samhljóða endurkjörin. Aðrir í stjóm era: Brynjólfur Bjamason, Finnbogi Jónsson, Guðbrandur Sigurðsson, Kristján G. Jóhanns- son, Magnús Bjamason, Olafur B. Olafsson og Róbert Guðfinnsson. „Þetta er þróun sem hefur verið í þessa átt erlendis síðastliðin 10-15 ár og ég held að íslenskir endur- skoðendur hefðu mátt búast við að þetta kæmi líka upp á borðið hér,“ sagði Þorvarður. Skylt að vera með starfs- ábyrgðartryggingu Hann sagði að samkvæmt nýjum lögum um endurskoðendur beri VATNSROR sprakk í risi Höfða í gær og lak heitt vatn niður í borð- stofuna. Að sögn Hildar Kjartans- dóttur móttökustjóra borgarinn- ar, hafði vatnið ekki legið lengi á gólfunum þegar vart varð við lek- þeim að vera með starfsábyrgðar- tryggingu sem tryggi þá fyrir tjóni sem þeir kunna að valda umbjóð- endum sínum eða þriðja aðila. Þetta væri sambærilegt við trygg- ingar sem lögmenn væra með. „Félag löggiltra endurskoðenda hefur gegnum árin alltaf beitt sér fyrir að vinnubrögð endurskoð- enda væra í samræmi við lög og staðla sem í gildi era hverju sinni. Við höldum þvi að sjálfsögðu áfram og hjá okkur er í gangi vinna í sambandi við gæðaeftirlit sem sett var af stað á síðasta ári, en á síðustu áram hefur raunar verið viðhaft ákveðið gæðaeftirlit af hálfu félagsins. Við fylgjumst því með þessu og vinnum að því að vinnubrögð endurskoðenda séu ávallt eins og best verður á kosið,“ sagði Þorvarður. ann og er ekki talið að skaðinn sé mikill. Brugðist var skjótt við og vatninu dælt út en síðan tekur við rakatæming með sérstökum tækj- um. Ljóst er að mála þarf ein- hveija veggi þegar því er lokið. Grafarvogur Þing’- menn gagn- rýndir FRIÐRIK Hansen Guð- mundsson, formaður íbúa- samtakanna í Grafarvogi, var harðorður í garð þingmanna á fundi samtakanna í Fjörgyn í gærkvöldi. Sagði hann að þingmenn Reykjavíkur ættu að sinna málefnum Reykvík- inga og minnti á að 14 þús. manns byggju í Grafarvogi og færi fjölgandi. Ástandið í hverfinu væri óásættanlegt, bæði hvað varðaði þjónustu- stig og samgöngur. Friðrik sagði að fyrir 15 ár- um hafi Grafarvogur verið óskabam Reykjavíkur. Ibúða- verð hafi verið hæst í hverfínu miðað við önnur en það færi nú lækkandi vegna lélegrar þjónustu við hverfið. Sagði hann óafsakanlegt að íbúar mættu ítrekað of seint til vinrtu og í skóla vegna lélegra samgangna og bar saman hvemig tekið væri á sam- göngum á landsbyggðinni, jafnvel á afar fámennum stöð- um. I þeim samanburði kæmi Grafarvogur afar illa út. Frið- rik sagði að ekki væri hægt að sætta sig við að ekki væri til fé í Sundabraut fyrr en árið 2010. Hann vék að breikkun Gullinbrúar og sagði að kot- ungsháttur væri á þeirri framkvæmd. Flöskuháls kæmi til með að myndast við brúnna þar sem fjórar akrein- ar yrðu að tveimur. Unnið samkvæmt bestu sannfæringu í svari þingmanna kom fram að ekki stæði á þeim hvað samgöngur varðaði og ástæðulaust væri að ætla mönnum annað en að þeir ynnu samkvæmt bestu sann- færingu. Þeir sögðu einnig að ekki yrði hægt að flýta breikkun Gullinbrúar enda væri að ýmsu að huga í því sambandi. Sundabraut myndi rísa innan tíðar og valda bylt- ingu í samgöngumálum Graf- arvogsbúa sem og annarra á þessu svæði. Aðalfundur SH Aætlaður hagn aður þessa árs 267 milljónir Morgunblaðið/Golli Vatnsrör sprakk í Höfða ! » i Sérfræðilæknar og Tryggingastofnun ríkisins undirríta átta sérgreinasamninga Einingaverð fyrir lækn- isverk hækkar um 10% SAMNINGANEFNDIR sérfræði- lækna og Tryggingastofnunar und- irrituðu átta samninga fyrir hóp lækna í ýmsum sérgreinum síðdeg- is í gær. Enn er þó ósamið við mikinn meirihluta sérfræðilækna, þ.á m. flesta þá sérfræðinga sem sögðu upp samningum sínum við Trygg- ingastofnun og starfa utan trygg- ingakerfisins. Guðmundur I. Eyjólfsson, for- maður samninganefndar sérfræð- inga, gerir ráð fyrir að gengið verði frá fleiri samningum á næstu dög- um. Kristján Guðjónsson, deildar- stjóri í sjúkratryggingadeild Tiyggingastofnunar, sagði að samningamir hefðu legið fyrir um nokkurt skeið, en beðið hefði verið með undirritun í þeirri von að allir hópar sérfræðinga gætu skrifað undir í einu. Ósamið fyrir stóra hópa sérfræðinga Var m.a. gengið frá samningi fyrir fjölda lækna í undirgreinum lyflækninga s.s. vegna nýrnasjúk- dóma og ofnæmis- og lungnasjúk- dóma. Einnig var samið fyrir geð- lækna, endurhæfíngarlækna og öldranarlækna, samkvæmt upplýs- ingum Guðmundar. Samningurinn gildir frá 1. febrú- ar og er að sögn Kristjáns í fyrsta lagi hægt að segja honum upp ára- mótin 1999 og 2000. Ósamið er fyrir stóra hópa sér- fræðinga, s.s. hjartalækna, melt- ingarlækna og augnlækna, auk þeiraa sérfræðinga, sem gengið hafa út. Mest ber þó á milli í deilu skurðlækna og Tryggingastofnun- ar og er enn langt í land með að samningar náist milli þeirra. „Menn verða að reyna að koma betur að samningaborðinu," sagði Guðmundur. Samkvæmt samningnum hækk- ar einingaverð fyrir læknisverk um 10,3% og aftur um rúm 3% 1. janú- ar 1999. Guðmundur benti á að í verðinu fælist einnig kostnaður vegna rekstrar læknastofa. Áætlun um hámarkskostnað Auk þessa era í samningnum gerðar lagfæringar á gjaldskrám, sem gilda að sögn Kristjáns frá 1. mars, auk annarrar breytingar frá 1. september næstkomandi. Sagði Guðmundur að mikil vinna hefði farið í að semja um þessar lagfær- ingar. Kristján sagði að meðal lagfær- inga væri að breyta vægi viðtala og einstakra rannsókna og aðgerða. Þetta væra verktakasamningar, en ekki kjarasamningar. Þá er sett fram í samningunum áætlun um hámarkskostnað sjúkratrygginga vegna samning- anna næstu tvö árin, en Guðmund- ur sagði upplýsingar um fjárhæðir ekki liggja fyrir fyrr en gengið hefði verið frá öllum samningun- um. Kristján sagði að hér væri um að ræða ákveðnar forsendur fyrir þró- un á gjaldskránni og þök, sem yrðu miðuð við fólksfjölgun á íslandi milli ára og aukna þörf fyrir lækn- ishjálp í samræmi við það. Eins væri fjallað um fjölgun innan ein- | staki’a læknisgreina og fylgdi k hverjum nýjum lækni ákveðinn einingafjöldi. Ekki væri hægt að I nefna neinar tölur, en miðað væri við árið á undan. Á þessu ári bætt- ust til dæmis við 3% og væri þar miðað bæði við fólksfjölgun og breytingar á gjaldskrá. Miklar kröfur um þjónustu Kristján sagði að í samningunum t væra gerðar miklar kröfur um þjónustu við sjúklinga og væri það j nýtt: „Þetta er í samræmi við lög ■ um réttindi við sjúklinga og eru meðal annars ákvæði um hvenær eigi að vera opið og fleira, sem á að tryggja góðan aðgang fólks að sér- fræðiþjónustu. í hverjum einasta samningi er síðan kveðið á um samráðsnefnd, sem verður skipuð tveimur aðilum frá Trygginga- . stofnun, einum frá Læknafélagi Reykjavíkur og einum frá viðkom- ! andi sérgreinafélagi, og sér hún um eftirlit.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.