Morgunblaðið - 04.03.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.03.1998, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Hagkaup og Bónus íhuga kaup á brauðverksmiðju „Markaðurinn mjög virkur“ FORSVARSMENN Myllunnar segja fréttir af því að Hagkaup og Bónus hyggist kaupa brauðverk- smiðju vera sönnun þess að þessi markaður sé mjög virkur hér á landi. Kolbeinn Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Myllunnar, segir for- svarsmenn fyrirtækisins hafa komið þessari skoðun á framfæri við Sam- keppnistofnun áður en það dæmdi kaup Myllunnar á Samsölubrauðum ólögmæt. Samkeppnistofnun hafi hins vegar komist að annarri niður- stöðu eins og fram hafi komið í úr- skurði þess. „Petta eru aðilar sem hafa reynslu af því að reka fram- leiðslufyrirtæki," segir Kolbeinn. „Þeir hafa rekið gosverksmiðju, saumastofu og kjötvinnslu og þetta sannar bara að þessi markaður get- ur séð um sig sjálfur.“ Málið á frumstigi Jóhannes Jónsson, framkvæmda- stjóri Bónus, staðfestir að verið sé að skoða þetta mál þó það sé enn á frumstigi. „Við viljum vita hvernig markaðurinn er og hvað svona fyr- irtæki kosta þar sem við reiknum allt eins með því að Samsölubakarí fari aftur í sölu,“ segir hann. „Þetta er bara frumathugun en það er ekki útilokað að við förum út í eitthvað slíkt í samstarfí við Hagkaup. Það yrði þó aldrei gert nema í samvinnu við fagmenn." Jóhannes segir að til séu margar útgáfur af slíkum tækjum og það fari eftir því hversu flókin fram- leiðslan sé hversu mikið þau kosti. Fari menn aðeins út í fáar tegundir þurfí það ekki að verða mjög dýrt. Jóhannes segist ekki hafa sterkar tilfinningar til Myllumanna en Kol- beinn hefur haldið því fram að af- sláttur brauðframleiðenda til stór- markaða hafi ekki nýst neytendum. „Ég get alveg sagt það að þessi stóru orð hafa farið í taugarnar á mönnum,“ segir Jóhannes. „Ég skil ekki að menn ætli sér að halda áfram viðskiptum við fyrirtæki ef þeir úthúða þeim opinberlega og væna þau um alls konar aðferðir í viðskiptum.“ Formannsskipti í Neytendasamtökunum Drífa hættir DRÍFA Sigfúsdóttir, formaður Neytendasamtakanna, lét bóka á framkvæmdastjórnarfundi í gær að hún myndi ekki sækjast eftir áfram- haldandi formennsku í samtökun- um. Jón Magnússon, varaformaður samtakanna, ætlar að bjóða sig fram, en tekur fram að ef frambæri- legum maður sem almenn sátt er um býður sig fram muni hann ekki standa í vegi fyrir kjöri hans. Drífa sagði að þrýst hefði verið fast á sig fyrir tveimur árum að taka þetta starf að sér og hún hefði ekki hugsað sér að gegna því lengi. Aðspurð neitaði hún því ekki að þær deilur sem verið hefðu innan Neyt- endasamtakanna ættu hér einhvern hlut að máli. Það væri ekki eins skemmtilegt að starfa í félagsmál- um þegar allur krafturinn færi í að deila við samstarfsmennina. Það gæti eins verið rétt að hleypa nýjum mönnum að þegar deilur væru milli manna. Það sem væri þó meginat- riðið væri að hún hefði sjálf áhuga á að verja tíma sínum í aðra hluti. Segir rnargl hafa áunnist Drífa sagðist telja að margt hefði áunnist í neytendamálum á síðustu tveimur árum. Neytendasamtökin störfuðu núna eftir nýjum lögum, sem byrjað hefði verið að starfa eft- ir fyrir tveimur árum og hún sagðist telja að gera þyrfti vissar breyting- ar á þeim í ljósi reynslunnar. Verið væri að skoða þessi mál þessa dag- ana með það í huga að leggja fram breytingatillögur á þingi samtak- anna í næsta mánuði. Jón Magnússon, sem lýst hefur yfir framboði, var formaður Neyt- endasamtakanna í tvö ár fyrir all- mörgum árum. Hann er nú varafor- maður. FRETTIR Morgunblaðið/Jón Svavarsson ELNA K. Jónsdóttir formaður Hins íslenska kennarafélags, Björn Bjarnason menntamálaráðherra, Guð- mundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambands íslands, og Jón Árni Rúnarsson, skólastjóri Rafiðnaðar- skólans og Viðskipta- og tölvuskólans, við undirritun samnings um tölvunám fyrir framhaldsskólakennara. Samið um tölvunám fyrir framhaldsskólakennara MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ, Hið íslenska kennarafélag, Kenn- arasamband íslands, Rafiðnaðar- skólinn og Viðskipta- og tölvuskól- inn hafa gert með sér samning um tölvunám fyiir framhaldsskóla- kennara, sem ætlað er að tryggja þeim er námið sækja undirstöðu- þekkingu á sviði tölvu- og upplýs- ingatækni. Rafiðnaðarskólinn mun annast kennsluna og verður 36 kennurum boðið að taka þátt í náminu. Kostnaður er 2,8 milljónir sem menntamálaráðuneytið mun leggja fram. Samningurinn er tilraunaverk- efni og liður í framkvæmd stefnu menntamálaráðuneytisins um upp- lýsingasamfélagið sem sett var fram í ritinu I krafti upplýsinga. Boðið er upp á tvær námsbrautir og er önnur tölvu- og kennsluum- hverfið, þar sem öll verkefnin eru tengd kennsluumhverfinu og dag- legum verkefnum kennara, og hin brautin er tölvukennarinn, netum- sjón og rekstur tölvustofu. Skilyrði fyrir þátttöku kennara í náminu era að viðkomandi hafi próf í kennslu- og uppeldisfræði og að kennarar séu tilbúnir að stunda námið í frítíma sínum en námið er metið sem endurmenntun fyrir kennara og metið til launa sam- kvæmt því. Kennarafélögin munu sjá um að koma upplýsingum til félagsmanna sinna og mun valnefnd fara yfir umsóknir og velja kennara til þátt- töku að uppfylltum ákveðnum skil- yrðum. Upphaf að frekari samskiptum Björn Bjarnason menntamála- ráðherra sagði að kennarasamtök- in hefðu þegar sýnt áhuga á þess- ari nýju menntun i upplýsinga- tækni sem er í boði þegar ráðu- neytið kynnti þeim hugmyndina. „Vonandi verður þetta upphafið að frekari samskiptum ráðuneytisins, kennarasamtakanna og einkaað- ila,“ sagði Björn. „Hér er verið að stíga nýtt skref í samvinnu við Raf- iðnaðarskólann og Viðskipta- og tölvuskólann sem ráðuneytið hefur átt góð samskipti við. Að okkar mati er þetta liður í að innleiða nýja kennsluhætti með tölvur sem kennslutæki.“ Einnig brýnt í grunnskólum Jón Árni Rúnarsson, skólastjóri Rafiðnaðarskólans og Viðskipta- og tölvuskólans, sagði að samning- urinn hefði sérstöðu sem fælist í að yfirvöld menntamála hefðu tekið upp forgangsröðun með því að kenna fólki að nota verkfærin áður en þau eru keypt. Sagði hann að sérstaðan væri einnig sú að fyrsti fundurinn hefði verið haldinn 12. janúar og nú væri verið að undir- rita samning. „Það er virkilega ánægjulegt að samtök kennara og menntamálayfíivöld og rafiðnað- urinn ætla að leggja af stað í fram- tíðargöngu," sagði hann. „Ef til vill erum við að gefa boltann upp fyrir sveitarfélögin með samningnum fyi’ir framhaldsskólana en þetta er einnig brýnt verkefni fyrir gi-unn- skólana sem era í umsjá sveitarfé- laganna." Elna Katrín Jónsdóttir, formað- ur Hins íslenska kennarafélags, benti á að námið væri mjög vel skipulagt, sérstaklega fyrir starf- andi kennara, miðað við þarfir þeirra og skólanna. „Þarna er mið- að að því að hjálpa kennuram að gera tölvuheiminn að ríkari þætti í skólastarfinu," sagði hún. „Hér er 36 kennuram boðin þátttaka og ég spái því að það hrökkvi ekki langt. Þörfin er miklu meiri.“ Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Islands, sagðist vonast til að sveitarfélögin kæmu auga á mikilvægi tölvunámsins og að í framtíðinni yrði hægt að bjóða grannskólakennurum upp á sama nám. í 1 I t I I Samkomulag um Norðurskautsráðið sagt marka þáttaskil EINNI helstu fyrirstöðu samstarfs innan Norðurskautsráðsins var rutt úr vegi á embættismannafundi, sem haldinn var í Ottawa í Kanada í upphafi febrúar. „Með samkomu- laginu hafa orðið viss þáttaskil og brautin virðist vera greiðari til þess að Norðurskautsráðið geti hafið öfl- ugt starf,“ sagði Ólafur Egilsson sendiherra í samtali við Morgun- blaðið. Á embættismannafundinum í Ottawb 4. og 5. febrúar var að sögn Ólafs fjallað um tvö höfuðmál, sem utanríkisráðherrar aðildarríkja Norðurskautsráðsins fólu hópnum að undirbúa; annars vegar starfs- reglur fyrir ráðið og hins vegar reglur fyrir starf þess á sviði sjálf- bærrar þróunar. Strandaði á Bandaríkjamönnum „Það hafði gengið mjög erfiðlega að ná samkomulagi um starfsregl- urnar um margra mánaða skeið,“ sagði Ólafur. „Sérstaklega strand- aði á því hve Bandaríkin vildu veita áhugamannasamtökum sterka stöðu sem áheyrnarfulltrúar hjá ráðinu og horfði óvænlega um þró- un mála innan ráðsins um skeið af Leyst úr deilu um aðild áhugamannasamtaka þessum ástæðum. Fyrir fundinn höfðu átt sér stað aðgerðir til þess að reyna að fá Bandaríkin til að draga í land og á fundinum náðist loks samkomulag, sem felur í sér að áheyrnarréttindi áhugamannasam- taka, sem í starfsemi sinni snúast gegn markmiðum ráðsins, verði felld niður þegar í stað.“ I samræmi við stefnu íslendinga Hann sagði einnig að á tveggja ára fresti gæti hvert einstakt aðild- arríki ráðsins komið í veg fyrir end- urnýjun áheyrnarréttinda áhuga- mannasamtaka eða frjálsra félaga- samtaka jafnframt þvi sem aðildar- ríkin, hvert um sig, hefðu fullan rétt til að hafna umsóknum n.ýrra áheyrnaraðila. Þeir fengju ekki inn- göngu nema um algera samstöðu ríkjanna væri að ræða. „Þessi niðurstaða er mjög á þá lund sem íslensku fulltrúarnir höfðu beitt sér lyi-ir í ljósi bágrar reynslu sem íslendingar hafa haft af athöfn- um sumra alþjóðlegra áhugamanna- samtaka, er hafa beitt sér af lítilli þekkingu, en stundum töluverðu of- forsi, gegn mikilvægum hagsmun- um okkar á sviði nýtingar sjávar- auðlinda," sagði Ólafur. „Banda- ríkjamenn vildu að nánast yrði ómögulegt að fella niður áheyrnar- réttindi áhugamannasamtaka án samstöðu.“ Á fundinum náðist, að sögn Ólafs, einnig fullt samkomulag um reglur fyrir starf ráðsins að sjálfbærri nýt- ingu og þróun og þar er kveðið á um hvernig standa skuli að gerð til- lagna um verkefni á þessu sviði og meðferð þeirra áður en þær verða teknar upp í starfsáætlun ráðsins. Niðurstöður embættismanna- fundarins koma fyrir ráðherra að- ildarríkjanna og þurfa þeir að stað- festa þær. Þar er hins vegar um formsatriði að ræða þar sem emb- ættismennirnir störfuðu í umboði ráðherranna. Næsta skref undirbúið Ólafur sagði að nú þegar þessi tvö höfuðmál væru leyst lægi næst fyiár að aðildarríkin undirbyggju tillögur um verkefni Norðurskautsráðsins fyrir tveggja ára starfstímabil sem hæfist á utanríkisráðherrafundi ráðsins, sem ráðgerður er í Iqaluit í Norðaustur-Kanada í september. Þetta verður fyi'sti ráðherrafundur ráðsins frá stofnun þess í septem- ber 1996. Nú era starfandi fjórir vísinda- hópar á vegum ráðsins og má gera ráð fyrir að ákvarðanir um verkefni muni að töluverðu leyti byggjast á starfi þeirra og tillögum sem af því munu leiða, en samkvæmt stofnyfir- lýsingu ráðsins geta öll svið sem varða norðurslóðir, nema hernaðar- málefni, komið til kasta þess. Skrifstofa fyrir vísindahópinn sem vinnur að vernd lífríkis norður- slóða er á Akureyri undir stjórn Snorra Baldurssonar líffræðings. Islendingar hafa verið hvatamenn að því að sett verði á fót fastaskrif- stofa fyrir ráðið þar sem öll aðal- starfsemin verði til húsa. Að sögn Ólafs eru uppi hugmyndir um að velja slíkri sta'ifstofu stað á íslandi. Magnús Magnússon prófessor var með Ólafi á fundinum í Kanada. Hann var formaður í alþjóðavís- indanefndinni um norðurskauts- rannsóknir og er ráðunautur utan- ríkisráðuneytisins um málefni norð- urslóða. Norðurskautsráðið er ekki milli- ríkjastofnun þannig að starfsemin byggist á frjálsum fjárframlögum. Ráðið hefur ekki fasta skrifstofu heldur flyst aðalskrifstofa ráðsins til með formennskunni á tveggja ára fresti. Kanadamenn gegna for- mennsku fram að fundinum í sept- ember og er óráðið hverjir taka við af þeim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.