Morgunblaðið - 04.03.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.03.1998, Blaðsíða 24
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ 24 MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1998 YFIRLITSMYND úr Gryfj'u Nýlistasafnsins. Efnið talar MYNPLIST Nýlislasafnið, Vatnsstíg 3b HÖGGMYNDIR ANDREAS & MICHAEL NITSCHKE Opið alla daga kl. 14-18. Til 8. mars. TVIBURARNIR Andreas og Miehael Nitschke frá Hannover, sem sýna í forsal og gryfju Nýlista- safnsins eru um margt dæmigerðir fyrir þá strauma sem eru hvað fyrir- ferðarmestir í alþjóðlegri samtíma- list. Það er léttur Ieikur með fundna hluti og smellnar samsetningar sem fanga augnablikið og hrífa áhorfend- ur vegna einfaldleikans. Nitschke-bræðurnir eru ekki einu tvíburamir sem hafa ákveðið að snúa saman bökum í listinni. Það er skemmst að minnast Hohen- biichler-systranna sem sýndu á sama stað - forsal og gryfju Nýlistasafnsins - á síðustu Listahá- tíð í Reykjavík. Þær hafa notið dyggrar aðstoðar ýmissa hópa sem hingað til hafa átt undir högg að sækja í okkar skilyrta samfélagi. Engri slíkri fflantrópískri tilvísun er til að dreifa hjá þeim Nitschke- bræðrum nema ef vera kynni afar einfalt, skondið og óþvingað verk gert úr einangrunarplasti, með litl- um heyrnartækjum stungnum í yf- irborðið. Við íýrstu sýn er sem plastkubburinn sé maðksmoginn og lirfurnar að reyna að komast upp á yfirborðið, burt undan kæfandi fargi einangrunarinnar. Er það ekki einmitt þannig sem þeim líður sem búa við fötlun á borð við skerta skynjun? Reyndar tekst Nitschke-bræðr- unum best upp þegar efnistökin eru hvað einföldust. Þeim tekst til dæm- is að búa til sannfærandi veggverk úr plasttöppum sem reknir eru í boraðar holur eftir endilöngum for- salnum. Þá er verkið Skógur gert úr fernum rúllum af sjálflímandi viðarlíki. Þær eru látnar standa upp á endann, ekki ósvipað viðarbolum í skóglendi. Mest fer þó fyrir hrúgum af svörtum ólum sem mynda sitt eigið umhverfi í gryfjunni. Hið einfalda, grafíska áreiti sem beltin vekja með endalausum hringjum sínum minna á teikningar þar sem undirstaðan er rýmið sjálft. Áhrif óformlegra vinnubragða eni hvarvetna augljós. Það er efnið í öllu sínu hráa veldi sem ræður ríkjum og minnir okkur á þau fleygu orð bandaríska lista- mannsins Carls André, að betra sé að láta efniviðinn sjálfan í friði en nota hann frekar sem hvata í raun- venilegu rými. í bestu verkum sínum leyfa Nitschke-bræður efninu sjálfu að tala. Það er ekki minni list en hitt; að brjóta það freklega undir vilja sinn. Halldór Björn Runólfsson Hver er hræddur við hatt? Nýjar bækur Jón L. Þorgeir Arnalds Örlygsson • EINKALEYFARÉTTUR er eftir Jón L. Arnalds hæstaréttarlög- manns og Þorgeir Örlygsson, pró- fessor við lagadeild Háskóla ís- lands. í bókinni er fjallað um einkaleyfi, þ.e. þau réttindi sem veitt eru til hagnýtingar uppfinninga í atvinnu- skyni, hvemig öðlast megi slík rétt- indi og tryggja þau, og þá vemd sem einkaleyfarétturinn nýtur. Markmið einkaleyfaréttar er að auka tæknisköpun og er hann fall- inn til þess að laða að fjármagn til rannsókna og þróunarverkefna. Bókin er ætluð til nota við kennslu í einkaleyfarétti. Henni er einnig ætlað að mæta brýnni og al- mennri þörf fyrir bók um einka- leyfarétt og ætti að koma að notum fyrir lögmenn, uppfínningamenn, verkfræðinga og raungreinamenn, svo og stofnanir og aðra aðila er fást við uppfinningar og einkaleyfis- umsóknir. Útgefandi er Bókaútgáfa Orat- ors. Bókin er 466 bls. Verð 6.125 kr. Blað allra landsmanna! -kjarnimálsins! LEIKLIST Aristofanes leikfélag FB LITLI PRINSINN eftir sögu Antonie de Saint-ExupAry. Leikstjóri: Vala Þórsddttir. Leikend- ur: Hildigunnur Birgisdóttir, Sara Bjarney Jónsdóttir, Elín Heiða Hjart- ardóttir, Unnur Karen Guðmunds- dóttir, Nanna Björk Rúnarsdóttir, Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, Elín Sigríður Birgisdóttir, Jens Ivar Al- bertsson, Ólafur Helgi Ólafsson, Kol- brún Agnes Guðlaugsdóttir, Erna Lóa Guðmundsdóttir, Sonja Gísla- dóttir, Þórey Mjallhvit Ómarsdóttir, Ása Baldursdóttir, Anna Jóna Heim- isdóttir, Lína Aradóttir, íris Angeia Jóhanncsdóttir. Frumsýnt 27. febrú- ar ‘98 í Möguleikhúsinu. LITLI prinsinn, eftir Antonie de Saint-ExupAry, hefur á margan hátt hlotið sömu örlög og Ferðir Gúllivers, þ.e. henni hefur verið tek- ið sem barnasögu. Margar leikgerð- ir eru til eftir sögunni, allar meira og minna skrifaðar sem bamaleik- rit. Leikfélagið Aristófanes sýnir nú eigin leikgerð sögunnar og getur sú tæpast fallið undir skilgreiningu bamaleikrita. Allir litir í sýningunni era mjög dökkir, nema einna helzt smekkbuxur prinsins sjálfs. Eins var örlítill hrollvekjubragur yfir íyrsta atriðinu (einhverjar hálf- spasmakenndar hreyfingar skiln- ingsrýrra, svartklæddra foreldra yf- ir barni sínu). Litli prinsinn fjallar um flugmann sem brotlendir flugvél sinni í Sa- hara-eyðimörkinni. Til hans kemur lítill drengur sem biður hann um að teikna mynd af kind. Þessi litli drengur segir honum sögu sína: Hann er frá plánetunni B612 og bú- inn að ferðast viða um geiminn. A því ferðalagi hefur hann hitt mikið af fullorðnu fólki, sem hann á erfitt með að skilja. Hlutverk flugmannsins vora þrjú; í einu var hann bam, í öðru var hann sá sem brotlenti í eyðimörk- inni og því þriðja orðinn gamall þar sem hann segir söguna. Með því var farin heldur ódýr leið frá sögu til leikrits; sögumaður utan leikritsins sjálfs, einsog í bók. Af þeim sökum virkaði þessi leikgerð einna helzt sem leikinn lestm’. Hildigunnur Birgisdóttir var ein- staklega öragg í hlutverki prinsins. Hún lék hann skemmtilega auðtrúa og saklausan án þess þó að gera hann að einhverjum bjána. Frammi- staða annarra leikenda var einnig góð, ss. drykkjumannsins (Ólafur Helgi Ólafsson), ljósamannsins (Jens ívar Albertsson) og konungs- ins (Sandra Guðrún Guðmundsdótt- ir). Litli prinsinn er saga sem mun halda nafni de Saint-ExupArys á lofti, ekki flugmannsferill hans, þó þetta tvennt skarist í sögu hans. Heimir Viðarsson Einkalíf til sölu ERLENDAR BÆKUR Robert Ferrigno: Dauðaþögn „Dead Silent". Berkley 1998. 307 síður. BANDARÍSKI metsöluhöf- undurinn Robert Ferrigno hefur skrifað fjórar spennusögur eftir að hann lét af störfum sem atvinnumaður í póker (allt er nú til) og háskólaprófessor. Bækur hans hafa notið talsverðra vin- sælda og fengið lofsamlegar um- sagnir. Sú fyrsta var „The Horse Latitudes", sem vikuritið Time sagði að væri besta framraun ársins. Síðan skrifaði hann „The Cheshire Moon“ og „Dead Man’s Dance“ og loks heitir nýjasta bókin hans Dauðaþögn eða „Dead Silent“, en hún var gefin út fyrir skemmstu í vasabroti. Þar er á ferðinni ágætlega skemmtilegur tryllir sem gerist í Los Angeles og lýsir þeirri borg á svolítið athyglisverðan hátt og fólkinu sem býr þar. Fylgir sög- unni að kvikmyndaverið 20th Century Fox ætli að kvikmynd- mynda Dauðaþögn. Morð í heita pottinum Aðalpersónan er Nick Car- bonne, fyrram rokkstjama sem átti vinsælt lag fyrir mörgum ár- um en er flestum gleymdur. Hann vinnur sem upptökumaður og lifir rólegu lífi rrieð eiginkonu sinni í fallegu húsi með potti úti í garði. Og það er einmitt við þann pott sem Nick kemur að eigin- konu sinni og vini myrtum og þau era bæði nakin. Vinurinn þessi, gamall félagi úr hljóm- sveitinni sem aldrei náði hátind- inum, hafði bankaði uppá hjá honum tveimur dögum áður ásamt kærastunni sinni en á meðan eiginkonan og félaginn era myrt era Nick og kærastan að eyðileggja Porsche-bifreið Nicks með því að fara út af veg- inum og velta henni útí á; algjör tilviljun að slysið gerist á sama tíma. Svo þetta er viðburðaríkt kvöld að öllu leyti fyrir Nick. Hann skilur hvorki upp né niður en telur að svara sé að leita í at- ferli vinar hans og kærastu, AIi- son að nafni. Þau áttu það til að gera símaat, sumhver nokkuð dónaleg, og taka uppá segulband og hver veit nema einhver hafi reiðst slíkri innrás í einkalífið og ákveðið að stúta þeim. Svo Nick og Alison fara á stúfana í leit að morðingjanum. Ef sagan verður kvikmynduð verður sjálfsagt um fílm noir að ræða. Robert Ferrigno skrifar hana í þeim stílnum, hefur ágæta hugmynd að vinna úr og gerir það oft skemmtilega. Sagan er drungaleg og myrk en líka kímin og kaldhæðin, ofbeldisfull með andstyggilegum persónum að gera andstyggilega hluti, eggj- andi líka og stundum talsvert yf- irkeyrð. Það er t.d. leigumorð- ingi í sögunni sem klæðist bláum jakkafötum og kallast Engillinn og gengur til verks með spaugs- yrði á vör. Þegar hann lítur til baka minnist hann þess þegar hann stal F-15 orastuþotu frá Jórdönum í Persaflóastríðinu, sem hann flýgur stundum sér til gamans! Ehmm. Gat hann ekki bara stolið Hummer? V ídeóterroristarnir Persónugalleríið í sögunni er litskrúðugt en enginn nær með tærnar þar sem Engillinn hefur hælana. Aðrar persónur eru jarðbundnari eins og Alison, sem er að reyna að koma sér áfram í kvikmyndunum verandi búsett á svæðinu. Er alltaf að bíða eftir hringingunni sem aldrei kemur. Dauðaþögn fjallar um sölu á einkalífi, nýjustu söluvöranni í borg skemmtanaiðnaðarins. Þegar allt annað er orðið óspennandi er raunveraleikinn einn eftir til þess að svala gægjufíkninni. Hljóðupptökur og myndbandsupptökur ganga kaupum og sölum. Þú veist ekki nema fyrir utan gluggann hjá þér sé maður með myndavél og þú ert í sjónvarpinu í annarra manna húsum með þinni heittelskuðu á stofugólfinu. Víd- eóterroristar er orðið sem þeir nota um sig. Robert Ferrigno heldur góð- um hraða í frásögninni, býr til athyglisverðar og mestanpart trúverðugar persónur, þótt hann fari kannski stundum yfir strik- ið, og gerir Dauðaþögn að prýði- legri afþreyingu. Arnaldur Indriðason Nýjar geislaplötur • DÝRÐ Krists - sjö hugleiðingar úr guðspjöllunum er eftir Jónas Tómasson tónskáld á Isafirði í flutningi Harðar Askelssonar, org- anista Hallgrímskirkju. Hann leik- ur á Klais-orgelið í Hallgríms- kirkju í Reykjavík. Sóknamefnd ísafjarðarkirkju pantaði verk frá tónskáldinu í til- efni af vígslu og helgun nýs pípu- orgels í Isafjarðarkirkju og fram- flutti Hörður verkið þar í janúar 1996. Nokkram dögum síðar flutti hann verkið í Hallgrímskirkju og hefur síðan leikið verkið í heild eða hluta þess á nokkram stöðum er- lendis, m.a. í Svíþjóð og Sviss. Dýrð Krists er í sjö þáttum og fjallar hver þeirra um ákveðinn þátt úr guðspjöllum Matteusar og Jóhannesar. Kaflar verksins era: Minn elskaði sonur, Vínviðurinn og greinamar, Andi sannleikans, Salt og ljós, nær þú biðst fyrir, Jesú fagna og Guðs lamb. I bæklingi með plötunni fjallar Douglas Brotchie organisti og séra Kristján Valur Ingólfsson um verkið og er textinn bæði á ís- lensku og ensku. Segir þar að verldð sé stærsta einleiksverk fyr- Jónas Hörður Tómasson Áskelsson ir orgel, sem fram til þessa hafí verið samið af íslensku tónskáldi og hafi það þegar tryggt sér sess í íslenskri tónlistarsögu. Þá era í ritinu birtar tilvitnanir í viðeigandi ritningarstaði. Þar er einnig að finna upplýsingar um tónskáldið og organistann. Útgefandi er Tónlistarfélag ísa- fjarðar. Hljóðmeistari við upptöku var Vigfús Ingvarsson og um klippingu sá Páll Sveinn Guð- mundsson. Ingvar Víkingsson hannaði kápu og rit en forsíðu- mynd þess prýðir mynd af Kristslíkneski Thorvaldsens sem er í Isafjarðarkh'kju. Verkið var tekið upp í Hallgrímskirkju. Verð: 1.999 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.