Morgunblaðið - 04.03.1998, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 04.03.1998, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1998 33 + Stefán Guðna- son var fæddur á Vopnafirði 22. ágúst 1904. Hann andaðist á Drop- laugarstöðuni í Reykjavík 22. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ólöf Þórðardóttir, f. 8.12. 1879, d. 14.6. 1963, frá Brunnhóli á Mýrum eystra, lengstum húsfreyja og veitingakona á Höfn í Hornafírði, og Guðni Jónsson, f. 19.4. 1878, d. 15.9. 1959, frá Sævarhólum í Suðursveit, skósmiður og veit- ingamaður á Höfn, jafnan kall- aður Guðni „vert“. Þau nefndu hús sitt Heklu og ráku þar gist- ingu og veitingasölu. Ólöf og Guðni eignuðust fjóra syni. Stefán var þeirra elstur en lifði alla bræður sína. Þeir voru: Óskar, f. 1908, d. 1992, frysti- liússtjóri á Höfn; Svavar, f. 1909, d. 1988, listmálari í Reylq'avík, og Garðar, f. 1913, d. 1996, rafveitusljóri á Fá- skrúðsfirði. Stefán kvæntist 16.6. 1928 Elsu Krisljánsdóttur hjúkrunar- konu, f. 26.7. 1898, d. 28.3.1992. Börn þeirra: 1) Ólöf, f. 13.7. 1928, hjúkrunarfræðingur í Reykjavík, gift Karli Ómari Jónssyni verkfræðingi, f. 5.7. 1927. Börn þeirra: Stefán, f. 31.5. 1950, dr. med., prófessor í Lundi í Svíþjóð; Kristín, f. 8.5. 1954, leikskólakennari og kenn- ari í Kennaraháskóla Islands; Björn, f. 10.4. 1959, doktor í verkfræði, lektor í Tæknihá- skólanum í Lundi í Svíþjóð; Jón Hallur, f. 26.3. 1960, d. 4.1. 1978, menntaskólanemi. 2) Guð- rún, f. 1.7. 1930, fjölmiðlafræð- ingur í Reykjavík, gift Baldri Jónssyni prófessor, f. 20.1. 1930. Börn þeirra: Jón, f. 28.10. 1956, yfirlæknir á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur; Stef- án, f. 7.12. 1960, d. 6.3. 1979, menntaskólanemi; Ólafur, f. 13.7. 1964, lyflæknir á háskóla- sjúkrahúsinu í Iowa City, Bandaríkjunum. 3) Svava, f. 16.8. 1935, yfirfélagsráðgjafi á Kvennadeild Landspítala. Árin 1958-1981 gift Erlendi Lárus- syni, forstöðumanni Vátrygg- ingaeftirlitsins, f. 1.7. 1934. Börn þeirra: Lárus, f. 11.4. 1962, tölvunarfræðingur hjá Tengdafaðir minn og vinur, Stefán Guðnason læknir, andaðist á Droplaugarstöðum 22. febrúar sl. á 94. aldursári. Þar átti hann heimili nærri fjögur ár og var blindur og heilsuveill síðustu miss- erin. Elsa, kona Stefáns, lést vorið 1992 og eftir lát hennar bjó Stefán einn í íbúð sinni í Alfheimum með aðstoð dætra sinna og húshjálpar. Það er í raun ótrúlegt að blindur maður hátt á níræðisaldri geti búið einn við þessar aðstæður, sem er mikið þrekvirki. Það tók Stefán mörg ár að sætta sig við sjónleysið sem skiljanlegt er því hann var bæði bókhneigður og ágætlega rit- fær. Foreldrar Stefáns, Guðni og Olöf, reistu sér hús á Höfn árið 1907, sem þau nefndu Heklu. Þá voru þar fá hús og Hekla talin eitt reisulegasta íbúðarhúsið í kaup- túninu. Guðni stundaði skósmíðar og viðgerðir ásamt því að reka greiðasölu og gistingu með Olöfu konu sinni. Þá var hann einnig með smábúskap og veiddi lúru og silung í firðinum til þess að brauð- fæða sig og sína. Við þessar að- stæður ólust bræðumir fjórir upp og er ég viss um að þarna hófst áhugi Stefáns á veiðiskap. Kerfi hf. í Reykja- vík; Stefán, f. 29.7. 1965, forstöðumað- ur lögfræði- og starfsmannadeildar Vegagerðarinnar; Pálmi, f. 17.5. 1967, jarðfræðingur á Veðurstofu íslands. Barnabarnabörn Stefáns og Elsu eru orðin 17. Stefán Guðnason ólst upp á Höfn í Hornafirði. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um í Reykjavík 1924 og prófi í læknisfræði frá Háskóla Islands 1930. Læknir í Búðardal og á sjúkrahúsum í Danmörku 1930- 1932, héraðslæknir í Búðardal 1932-37 og á Dalvfk 1938-1944. Heimilislæknir á Akureyri 1944-1960. Tryggingalæknir á Tryggingastofnun ríkisins í Reykjavík 1960-1970 og trygg- ingayfirlæknir 1970-1974, er hann lét af embætti fyrir aldurs sakir. Eftir Stefán liggur merk rannsókn sem birt er í bók hans, Örorka á íslandi, Disabil- ity in Iceland (Prentsm. Jóns Helgasonar, 1969). Hann ritaði einnig greinar í íslensk og er- lend tímarit um orsakir og mat á örorku, svo og um önnur heil- brigðismál. Auk þess að kynna sér örorkumál með námsdvöl- um erlendis hafði Stefán áður kynnt sér sérstaklega barna- lækningar á Norðurlöndum og í Bretlandi. Hann þýddi og stað- færði Mæðrabók Alfred Sundals prófessors (1957). Hann sat í Læknaráði 1970-1974 og var kosinn formaður siðamáladeild- ar þess 1971. Hann var trúnað- arlæknir ýmissa stofnana og lagði stund á kennslu fyrir ýms- ar stéttir. Stefán gegndi um ævina fjöl- mörgum trúnaðarstörfum á sviði félags- og heilbrigðismála. Sem héraðslæknir var hann oft staðgöngumaður annarra emb- ættismanna. Hann sat í hrepps- nefnd Svarfaðardalshrepps 1942-1944 og var formaður Berklavarnafélags Svarfdæla, í stjórn Krabbameinsfélags Akureyrar og Læknafélags Norðausturlands og formaður Læknafélags Akureyrar um skejð. títför Stefáns fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þegar Stefán var læknir í Búð- ardal kynntist hann nokkrum ís- lenskum og enskum stangveiði- mönnum og lærði ýmislegt í íþrótt- inni af þeim. Hann fékk oft að renna í Laxána en örstutt var frá læknisbústaðnum að brúnni yfir ána. Tengdafaðir minn skrifaði nokkrar greinar í „Veiðimanninn", sennilega að áeggjan vinar síns, Víglundar Möller ritstjóra. í einni greininni segir hann frá veiði síð- degi nokkurt árið 1936. Hann fór á gamla Chevrolet-bílnum ásamt dætrum sínum tveimur, 7 og 5 ára, sem sóttust mjög eftir bílferðum á þeim tíma. Þarna tók á skömmum tíma hver laxinn á fætur öðrum og beitan var að ganga til þurrðar. Og nú gef ég Stefáni orðið: „Spurði ég nú eldri telpuna, hvort hún treysti sér til að hlaupa heim og sækja maðkinn, og hélt hún það nú. Bað ég hana þá að vera fljóta, og tók hún þegar til fótanna og dró ekki af sér. Settist nú sú yngri á þúfu og fylgdist með ferðum systur sinnar. Hugsa ég að gamli bíllinn hefði orðið lítið fljótari í ferðum en sú stutta, því eftir ótrúlega stutta stund kom hljóð frá þúfunni: „Hún er að koma, hún er að koma.“ Leit ég upp og sá hvar Ijósleitur hnoðri kom þjótandi, sem kólfi væri skot- ið, niður næstu brekku á veginum og nálgaðist óðfluga. Er hún kom í kallfæri hrópaði hún: „Hvað er hann búinn að fá marga?“ „Sex“, svaraði sú litla á þúfunni." Þegar ég kvæntist Olöfu, elstu dóttur Elsu og Stefáns, bjuggu þau í Oddagötu 15 á Akureyri. Þar höfðu tengdaforeldrar mínir byggt sér nýtt og glæsilegt hús í móun- um rétt fyrir ofan hús foreldra minna. Þama áttum við Olöf at- hvarf á sumrin á háskólaárum okk- ar og þar fæddist elsti sonur okk- ar, Stefán, og fyrsta barnabarn Elsu og Stefáns. Þetta voru yndis- leg sumur og tengdaforeldrar mín- ir báru okkur á höndum sér og studdu okkur með ráðum og dáð, eins og þau gerðu allar götur með- an heilsa þeirra leyfði. Stefán tók mig með sér til veiða í Laxá í Aðal- dal og var það í fyrsta sinn sem ég hafði séð áhöld og aðfarir við lax- veiðar. Tengdasonurinn virtist lítið efni í laxveiðimann, en hægt var að nota hann sem ræðara. Eg hafði aldrei róið fýrr í straumvatni, en ekki var hægt að hugsa sér betri kennara en tengdaföður minn, þrautreyndan við glímuna í straumum Hornafjarðarfljóta. Árin liðu hratt, Elsa og Stefán fluttu suður árið 1960 og hann fékk starf sem tryggingalæknir hjá Tryggingastofnun ríkisins. Nokkru síðar fórum við Olöf að fikta við veiðiskap með vinum okk- ar. Eg held að Stefáni hafi þótt vænt um þetta nýja frístundagam- an okkar og það leið ekki á löngu uns tengdaforeldrar mínir buðu okkur Ólöfu með sér í veiðiferð í Laxá í Aðal- dal. Þetta varð síðan árviss viðburður meðan heilsa þeirra leyfði. Stefán var afar nat- inn við að kenna og bæta veiðiað- ferðir okkar og leiðbeina okkur um duttlunga stórfljótsins. Hann vildi alltaf að við byrjuðum á bestu veiðistöðunum og það voru sannar- lega dýrðardagar að vera við þessa perlu íslenskra laxveiðiáa, náttúru- fegurðin einstök, gróður, fuglalíf og sjálf áin með sína frægu stór- laxa. En mestu skiptir að vera með góðum veiðifélögum og ekki var vafi á því að þar var gagnkvæm til- litssemi, virðing og kærleikur. Síðustu æviár Stefáns voru hon- um á ýmsan hátt erfið, en þannig vill oft verða þegar menn ná háum aldri. Einkum var sjónleysið hon- um þungbært. Með árunum var erfitt að halda uppi samræðum og því las ég oft fyrir hann, sérstak- lega það sem hann hafði sjálfur skrifað. Hér að framan sagði ég veiðisögu frá Laxá í Dölum. Eg las hana margsinnis og honum þótti alltaf jafn-gaman að hlusta á frá- sögnina. Sérstaklega var hann ánægður þegar ég las kaflann, sem tilgreindur er hér að framan, um litlu dætur hans tvær. Þá færðist yfir andlit hans bros og friður. Þannig vil ég sjá hann í huga mér um ókomin ár. Á Akureyrarárum sínum gekk Stefán í Frímúrarastúkuna Rún. Eftir að hann flutti suður starfaði hann af áhuga í reglunni hér. Enda þótt hann hefði ekki getað sótt fundi vegna veikinda síðasta ára- tuginn var hann allt til hins síðasta staðfastur frímúrari. Aðstandendur Stefáns þakka starfsfólki Droplaugarstaða, sem léttu honum erfiðan tíma og langvarandi veikindi. Fjölskylda mín kveður ástkæran föður, tengdafóður og afa með djúpu þakklæti, virðingu og kær- leika. Ég enda þessa fátæklegu kveðju með tilvitnun í 13. kafla fyrra Kor- intubréfs sem ég las oft fyrir Stef- án, 13. vers: „En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur.“ Karl Ómar Jónsson. Fyrsta andlitið sem ég sá í ver- öldinni var andlit afa míns, Stefáns Guðnasonar læknis, en hann tók á móti mér þegar ég fæddist í hús- inu hans á Oddagötu 15 á Akur- eyri. Við vorum bestu vinir og fé- lagar alla tíð síðan. Ég erfði nafnið hans, rauða hárið og síðar starfs- heiti, en því miður aðeins takmark- aðan hluta af hæfileikum hans og góðum eiginleikum. Á árunum 1956-1960 eyddi ég fjórum eða fimm sumrum hjá Stefáni afa og Elsu ömmu minni. Þessar sumar- dvalir á Akureyri hafa skapað ljúf- ustu endurminningar bernskunn- ar. Afi var á þessum árum heimil- islæknir á Akureyri og fór á stof- una sína í Hafnarstræti á morgn- ana og eyddi eftirmiðdögunum í vitjanir til sjúklinga sinna eins og siður var í þá daga. I dag fara læknar því miður ekki mikið í heimsóknir til sjúklinga. Afi átti alltaf stóra ameríska bíla, sem hann notaði til að fara í vitjanir. Hann átti jafnan stærsta einkabílinn á Akureyri, helst með vængjum. Við nafnarnir flugum saman í vitjanimar. Meðan afi skrapp inn í húsin, sat ég þolin- móður og beið hans og hugsaði um hvað væri best að spyrja hann um næst. Hann hafði mikinn áhuga á börnum og það var unun að hlusta á svör hans og útskýringar á leyndardómum lífsins. Svör hans voru jafnan greinargóð og þaul- hugsuð og krydduð kímni jafn- framt, til að vekja frekari áhuga barnshugans. Uppeldisaðferðir afa byggðust ekki á predikunum, held- ur sýndi hann gott fordæmi. Afi var sterkur persónuleiki með þroskaða lífsfilosofiu og ákveðnar skoðanir, en maður tók ekki alltaf eftir ákveðni hans, vegna þess að hann var afar hlý persóna, kurteis og lipurmenni í almennum sam- skiptum. Eitt sinn þegar ég var á ferð með afa í bíl á milli Akureyrar og Reykjavíkur ók jeppi fram úr okkur á ofsahraða og tók síðan beygju heim að næsta bæ og valt í beygjunni. Afí stoppaði bílinn og snaraðist út með læknatöskuna sína. Ut úr jeppanum skreið mið- aldra bóndi, óskaddaður, og afi spurði hvort það væru einhverjir slasaðir í jeppanum. Svo var ekki. Bóndi spurði afa þá hvort það væru nokkrir sterkir menn í bíln- um, en hann virti manninn ekki svars, settist upp í bílinn sinn og ók af stað. Afi gaf engar skýringar á hegðun sinni, en ég reiknaði með að honum hefði ofboðið glanna- skapurinn. Það var einn þáttur í lífi afa sem ég fékk aldrei góða skýringu á. Frá baklóðinni í Oddagötu 15 blasti við stórt og vandað hvítt hús við næstu götu. Énginn virtist búa í þessu húsi og þar voru engin börn. Á kvöldin komu þangað eldri herramenn í kjólfötum. Ég þekkti marga þessa menn í sjón. Flestir þeirra voru í gráum jakkafötum á daginn og unnu í Kaupfélaginu. Á kvöldin fóru þeir í kjólföt og voru í stóra hvíta húsinu. Afi var ekki í venjulega Kaupfélaginu, bara í Kjólfatakaupfélaginu. Ég spurði afa endurtekið að því hvað hann væri að gera með öllum þessum kjólfatamönnum. „Það er nú ekk- ert sem þú hefur áhuga á, nafni minn,“ sagði afi og ég skildi brátt, að þetta var eitthvað sem mér kom ekki við. Árið 1960, um sumarið, fluttu afi og amma til Reykjavíkur. Afi gerð- ist tryggingalæknir hjá Trygg- ingastofnun ríkisins. Þetta var um tíma sorgaratburður í mínu lífi, því nú voru Akureyrarheimsóknirnar á enda. Þær sorgir gleymdust fljótt, því nú hafði ég afa og ömmu í Reykjavík og gat heimsótt þau eins oft og mér sýndist. Þær voru margar ferðirnar inn í Álfheima til þess að ræða við afa um lífið og til- veruna og fá góð ráð í alls konar málum. Þótt afi væri læknir að starfi þá gaf hann sér tíma til alls konar áhugamála utan starfsins. Hann hafði mikinn áhuga á fagur- bókmenntum, var vel að sér í ís- lensku máli og sérlega lipur penni. Afi skrifaði skemmtilegar ritgerð- ir, oft í tímaritið Veiðimanninn, því hann hafði gaman af að „renna fyr- ir lax“ eins og hann og Svavar bróðir hans voru vanir að kalla lax- veiðar. Mér er sérlega eftirminni- leg ferð sem ég fór með þeim bræðrum, afa og Svavari, norður í Laxá í Aðaldal. Þeir buðu mér, 12 *- ára stráknum, að koma með í vængjabílnum norður til Akureyr- ar. Þeir bræður voru bestu vinir og skemmtilegir ferðafélagar, báð- ir gæddir ríkri sköpunargáfu sem kom best fram í gamansemi og kímnigáfu þeirra. Stoppað varAvið Bifröst til að fá hádegismat og þar hittum við skemmtilegan klerk, sem þeir þekktu báðir. Prestur var vel við skál og vildi gjaman fá far til næsta bæjar. Afi og Svavar sátu fram í og ég og klerkurinn vorum í aftursætinu. Prestur var í gríðar- (■> • góðu skapi og sagði sögur, sem ég skildi nú ekki alltaf, en dró þá ályktun að þær hlytu að vera áhugaverðar, því hlátrasköllin dundu úr framsætinu. Þessi ágæti sómaklerkur gleymdi svo auðvitað að fara úr bflnum og var með alla leið til Akureyrar. Þegar ég fór að fullorðnast hélt ég áfram nánu sambandi við afa og ömmu. Heimili þeirra var eins konar griðastaður þar sem var gott að koma til að lesa fyrir próf, bæði í menntaskóla og eftir að ég hóf nám í læknadeild. Það var sér- lega áhugavert að ræða við afa um ritgerðarverkefni því hann var vel lesinn og hugmyndaríkur og hafði þess utan mjög gott vald á ís-“ lensku máli. Hann átti gott bóka-' safn, uppsláttarbækur og fína lex- icona, sem skólasystkini mín þurftu að finna á Landsbókasafn- inu. Það var þægilegt að koma í. smiðju hans, því auk bókanna var hann sjálfur lifandi fróðleiks- brunnur, sem hafði gaman af að ræða málin og miðla af þekkingu sinni. Grúsk og fræðistörf voru afa eiginleg, en hann stundaði þau í hjáverkum með fullu starfi sínu sem læknir og síðar trygginga- læknir. Meðal annars skrifaði hann fræðiritið „Disability in Iceland“, tvö hundruð tuttugu og fimm blaðsíðna bók, með tilvitnan- ir í 143 heimildarrit. Bókin var gef- in út 1969 eftir margra ára starf í kvöld- og helgarvinnu. Margir hvöttu afa til að verja þetta rit sem doktorsritgerð við Háskóla Is- lands, en hann hafnaði þeirri hug- mynd. Þótt afi væri ávallt metnað- argjarn í sínu starfi og þyldi ekki fúsk, þá var hann ekki metorða- gjarn á veraldlega vísu. Eftir að ég eignaðist eigin fjöl- skyldu komum við Sigurborg oft í t heimsókn til afa og ömmu með * drengina þótt heimsóknirnar yrðu færri að vonum, eftir að við sett- umst að eriendis. Þau voru jafnan höfðingjar heim að sækja, meira að segja eftir að þau voru bæði komin yfir áttrætt. Eitt sinn þegar við vorum í heimsókn frá Bandaríkjun- um sýndu synir okkar afa mynd af nýja húsinu okkar í úthverfii Wash- ington. Hann sagði: „Mikið er þetta snoturt hús, en má ég spyrja, hvar eru fjöllin og hvar er hafið?“ Þetta var aðferð afa til að spyrja okkur Sigurborgu hvenær í ósköp- unum við ætluðum að flytja heim til Islands aftur. Ljóst er að afi átti farsæla og t' - hamingjusama ævi í starfi og einkalífi, ef frá eru talin tvö slys í fjölskyldunni, þegar hann missti tvo dóttursyni sína, tæplega tví- tuga, af slysförum, med stuttu millibili. Stefán afi var læknir, mannvinur og fræðimaður, en fyrst og fremst skemmtilegur félagi, sem opnaði augu mín og annarra fyrir þeim k'fsgildum, sem er mikil- vægt að hafa í hávegum á lífsins leið. Líklega hefur mér ekki þótt vænna um nokkurn mann en Stef- án afa minn. Við fráfall hans vakn- ^ ar hin eigingjarna spurning: Hvers vegna fær gamla fólkið ekki að lifa lengur við góða heilsu, okkur öllum til ánægju? Stefán Karlsson. • Fleirí mianingargreinar um Stefán Guðnason bfða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. < STEFAN GUÐNASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.