Morgunblaðið - 04.03.1998, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.03.1998, Blaðsíða 36
-<36 MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞORARINN B. ÓLAFSSON + Þórarinn Böðvar Ólafsson fæddist í Reykjavík 20. mars 1935. Hann lést á Landspítalanum að kvöldi 23. febrúar síðastliðins. Foreldr- ar hans voru Erla Þórarinsdóttir Egil- son, f. 24.1. 1912, d. 3.6. 1997, og Ólafur Geirsson, aðstoðar- yfirlæknir á Vífils- stöðum, f. 27.5. 1909, d. 22.7. 1965. Systkini Þórarins eru: 1) Skúli, f. 12.4. 1940, framkvæmdastjóri í Reykjavík, kona hans er Sigrún Margrét Ragnarsdóttir, f. 22.7. 1942. 2) Elísabet Erla, f. 7.12. 1942, gift Olaf Bjarne Paulsen, f. 22.7. 1942, prófessor og yfir- lækni í Kaupmannahöfn. Þórarinn kvæntist 5.1. 1974 Björgu Ólafsson, f. 25.1. 1946 í Noregi. hjúkrunarframkvæmda- sljóra í Blóðbankanum. Þórarinn og Björg eignuðust tvö börn: Oddrúnu Kristínu, f. 20.2. 1974, nema í hjúkrunarfræði við HI, og Geir Þórarin, f. 6.5. 1978, nema í MR. Áður átti Þórarinn fjögur börn: Erlu, f. 22.9. 1955, myndlistarmann, og Þóru, f. 6.7. 1960, kennara, gifta Oddi Þ. Hermannssyni, f. 27.6. 1960, móðir: Guðrún K. Þorbergsdótt- ir. Þórodd, f. 7.8. 1959, þroska- þjálfa, og Guðmund Helga, f. 7.8. 1959, vélstjóra, kvæntan Lauf- eyju Sveinbjörnsdóttur, f. 2.7. 1959, móðir: Ragnheiður Ó. Guð- mundsdóttir. Þórarinn átti fjög- ur barnabörn. Þórarinn ólst upp í Hafnarfirði, Kaup- mannahöfn og á Víf- ilsstöðum. Hann út- skrifaðist úr MR 1954 og varð cand.med.chir. frá HÍ 1961 og tók ECFMG (Ed- ucational Council for Foreign Medical Graduates) í Banda- ríkjunum 1961. Hann hlaut lækn- ingaleyfi á Islandi 1963, í Danmörku 1966, Svíþjóð 1969 og Noregi 1972. Hann stundaði nám við Nordiska Hálsovárdsskolan í Gautaborg 1971 og 1972 í sjúkrahússljórnun. Árið 1973 hlaut hann sérfræðiviðurkenn- ingu í svæfinga- og gjörgæslu- læknisfræði í Svíþjóð og á fs- Iandi. Hann hlaut Evrópu- diplóma European Academy of Anaesthesiologists 1977 og var gerður heiðursfélagi í Svæfinga- læknafélagi Islands í október 1997. Hann starfaði á Islandi, í Dan- mörku, Noregi og Svíþjóð. 1. jan. 1975 var hann skipaður yfir- læknir við svæfinga- og gjör- gæsludeild Landspítalans, þeirri stöðu gegndi hann til dauðadags. Þórarinn sat í fjölmörgum nefndum og stjórnum fyrir hin ýmsu félagasamtök hérlendis og erlendis. Útfór Þórarins fer fram frá Hallgrímskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku pabbi okkar. Okkur langar að kveðja þig með ljóði: Hér við skiljumst, og hittast munum á feginsdegi fira. Drottinn minn gefi dauðum ró, en hinum líkn er lifa. (Úr Sólarljóðum) Það er erfitt að koma orðum að því hvað þú hefur verið okkur mikils virði. Þú varst gull af manni, besti pabbi sem nokkur getur hugsað sér að eiga. Þú gafst okkur svo ómetan- lega mikið. Fyrir það verðum við ævinlega þakklát. - Þú fékkst að „sofna inn“ eins og *þú kallaðir það en við vitum í hjört- um okkar að þú verður alltaf með okkur í huganum og að einhvern daginn munum við hittast á ný. Þannig leist þú á það og það gerum við líka. Kristín og Geir. Skjótt hefur guð brugðið gleði góð- vina þinna. Svo orti Jónas Hall- grímsson þegar skáldbróðir hans fór af þessum heimi fyrir aldur fram. Og þannig getum við sagt nú, vinir Þórarins B. Ólafssonar, þegar hann ér fallinn í valinn. Þórarinn var vandaður maður, greindur og ósérhlífinn, enda hlóð- '~*ust vandasöm störf á hendur hans. Hann var síðast yfirlæknir á svæf- inga- og gjörgæzludeild Landspítal- ans og gegndi því starfi af kost- gæfni. Auk þess kenndi hann stúd- entum fræði sín, þæði hér heima og erlendis. Hann var einnig í forsvari fyrir stétt sína, bæði hér heima og í samstarfi utan lands. Að slíkum manni gengnum er sjónarsviptir, en þó er missir þeirra mestur sem stóðu honum næst, bama og eigin- konu. Ég kynntist Þórarni bezt á bökk- um Laxár í Aðaldal. Við vorum þar í veiðiferð, en Þórarinn tók þar við merki fóður síns, Ólafs Geirssonar, yfiriæknis á Vífilsstöðum. Hann ásamt öðrum ágætum mönnum átti drjúgan þátt í að móta Laxárfélagið. Þeir sem einu sinni byrja að veiða í Laxá halda því áfram meðan þrek leyfir. Við vorum saman í veiðihóp, og ár hvert fórum við norður, dvöld- umst þar við ána, þessa nátt- úruperlu, hvernig sem viðraði og köstuðum flugu fyrir lax. Auðvitað var oftast sólskin, að minnsta kosti hið innra. Við veiðifélagar nutum þess að eiga hver annan að. I þess- um hópi bundust menn trúnaðar- böndum sem ávallt hafa haldið og ég hef búið að. Þórarinn var hógvær maður, en hann var fastur fyrir og studdi félaga sína í bh'ðu og stríðu. Hann gegndi trúnaðarstörfum fyrir Laxárfélagið og lét sér einkar annt um ána og umhverfi hennar. Mér er ekki grunlaust um að bændur í Að- aldal hafi átt hauk í homi þar sem Þórarinn var. Hópurinn okkar hefur smám sam- an breytzt og er sífellt að breytast, böm fylgja föður og taka við. Maður kemur í manns stað. Svo hefur það löngum verið. Þórarinn kemur ekki með okkur í sumar. Þar er skarð fyrir skildi. En allar ferðir taka enda. Við kvöddumst með virktum í lok hverrar veiðiferðar. Nú kveð ég traustan vin síðasta sinni og þakka honum að leiðarlokum hjartahlýju og efthTninnilega og lærdómsríka samfylgd. Fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim, sagði Jónas um vin sinn látinn. Ég geri þau orð að mínum um leið og ég sendi Björgu og börn- um þeirra innilegar samúðarkveðjur fyrir mína hönd og okkar allra í veiðiflokknum og Laxárfélaginu. Orri Vigfússon. Góður drengur er genginn. Þórar- inn Ólafsson gekk til liðs við okkur í Lionsklúbbnum Ægi á árinu 1983. Hann hreifst fjótt af aðalverkefni Ægis, sem er umhyggja fyrir heim- ilisfólkinu á Sólheimum í Grímsnesi; og lagði þar drjúga hönd á plóginn. I þjónustuklúbbum fer ekki hjá því að félagar standi í ýmiskonar fjáröflun- um, gangi í hús, selji smámuni svo eitthvað sé nefnt. Þórarinn tók þátt í starfi okkar af áhuga og hvatti fé- lagana til dáða með ljúfmennsku sinni og hógværð. Hann var formað- ur klúbbsins starfsárið 1993-94 og sat einnig í mörgum nefndum hans. Á vegum Lionshreyfingarinnar á Is- landi sat Þórarinn í læknanefnd um Medic-Alert-kerfið, sem er öryggis- kerfi fyrir sjúklinga stutt af Alþjóða Lionshreyfingunni. Þórarinn sinnti öllum störfum fyrir Lions af alúð og framsýni. Þegar félagar úr klúbbnum voru lagðir inn á Landspítalann þar sem Þórarinn starfaði heimsótti hann fé- laga sína, fylgdist vel með þeim og færði okkur fréttir af líðan þeirra. Umhyggja hans og hjálpsemi í okk- ar garð var einstök. Margir félagar okkar eiga Ijúfar og góðar minning- ar úr hópferðum sem farnar voru til útlanda með þeim hjónum Þórarni og Björgu. Við í Lionsklúbbnum Ægi fylgjum traustum félaga síðasta spölinn með fána okkar, honum til heiðurs. Við sendum eiginkonu hans, börn- um og fjölskyldu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Þórarins Ólafs- sonar. Viðar Waage, formaður Ægis, Tómas Grétar Ólason. Eg kynntist Þórarni B. Ólafssyni fyrst á námskeiði í skurðlækningum á Landspítalanum. Hinn hávaxni og myndarlegi læknissonur frá Vífils- stöðum hafði markað framtíðar- stefnuna og vissi glöggt hvað hann vildi. Hann var þá þegar vel að sér í fræðunum og sýndi óvenjulegan þroska og samviskusemi í þeim störfum sem honum voru falin. Tillitssemi hans og alúð við sjúk- linga var við brugðið. Dugnaður og harðfylgi við námið skilaði góðum námsárangri. Eftir lokapróf, 1961, starfaði hann nokkur ár hér heima, en hélt síðan til Norðurlandanna í sérfræðinám í svæfingum og gjör- gæslu. Að námi loknu starfaði hann um tíma í Svíþjóð sem yfirlæknir á svæfinga- og gjörgæsludeildum. Hann fluttist heim 1975 og var þá skipaður yfirlæknir á svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítalans og gegndi því starfi til dauðadags. Það var mikill happadagur fyrir Land- spítalann þegar Þórarinn ákvað að helga honum krafta sína. Þá voi-u fáir svæfingalæknar starfandi á Islandi, en þörfin fyrir góða svæfingalækna varð æ brýnni samfara miklum og örum nýjungum í skurðlækningum. Það kom brátt í ljós að Þórarinn var mjög fær svæfinga- og gjör- gæslulæknir. Hann kunni sína sérgrein til hlítar og hafði þá þegar öðlast mikla reynslu. Þau góðu kynni sem skapast höfðu milli okkar þegar hann var í námi áttu eftir að breytast í ævi- langa vináttu, sem aldrei bar skugga á. Þórarinn hóf strax að bæta að- stöðuna fyrir svæfingar og gjör- gæslu og barðist fyrir áframhald- andi þróun þessara greina alla sína starfsævi. Þetta skilaði góðum ár- angri og eru nú báðar þessar grein- ar vel skipulagðar, hafa á að skipa úrvals starfsfólki og hafa skilað góð- um árangri. Ekkert sjúkrahús getur talist há- tæknivætt, ef þessar greinar verða útundan. Hann hlýtur að teljast einn af brautryðjendunum á þessu sviði hér á landi. Þórarinn fylgdist vel með öllum nýjungum. Hann sat fjölmörg læknaþing erlendis og var ólatur að fara í námsferðir. Félag svæfinga- lækna mat þessi störf hans að verð- leikum og gerði hann að heiðursfé- laga á síðasta ári. Hann var um skeið formaður þess félags var auk þess forseti Félags norrænna svæf- ingalækna og í stjórn evrópskra svæfingalækna. Hann naut því mik- ils álits meðal starfsbræðra sinna. Þórarinn kenndi við Háskóla Is- lands og heilbrigðisstéttum við aðra skóla. Hann ritaði fjölda fræðigreina í innlend og erlend fræðirit og stundaði vísindarannsóknir. Á ní- unda áratugnum voru deildir Þórar- ins sameinaðar öllum handlækn- ingadeildunum í svokallað Hand- lækningasvið. Stjórnuðum við Þór- arinn þessu stóra sviði til skiptis næstu árin. Samvinna okkar varð því meiri en áður. I sameiningu reyndum við að þoka áleiðis málefnum deilda okkar og börðumst gegn skertri þjónustu við sjúklinga og lokun deilda. I þessu starfi sýndi hann samn- ingalipurð, traust og festu. Árið 1983 gerðist Þórarinn félagi í Lions- hreyfingunni. Hann varð strax mjög virkur félagi og axlaði fljótt ábyrgð- arstörf, m.a. formennsku í klúbbn- um. I þessum félagsskap naut sín vel hans létta lund og kímni. Þórarinn var dagfarspniður maður, mjög vel gefinn, virtur og vel metinn af sam- starfsfólkinu. I langvinnum og erfiðum veikind- um sýndi hann ótrúlegt þrek og karlmennsku. Þórarinn hafði þegar skilað miklu og heillaríku ævistarfi. Hann brást aldrei skyldu sinni og vildi ekki vamm sitt vita í neinu. Að leiðarlokum þakka ég áratuga samstarf og fölskvalausa vináttu. Við hjónin vottum frú Björgu, börn- um þeirra og aðstandendum öllum innilega samúð og biðjum þeim Guðs blessunar í þeirra miídu sorg. Minn- ingin lifir um mætan mann, góðan dreng og tryggan félaga. Hjalti Þórarinsson. Þórarinn Ólafsson, forstöðulæknir á svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítalans, er látinn. Ég kynntist Þórami þegar ég var nýútskrifaður, ómótaður læknir og byrjaði að vinna undir handleiðslu hans. Jafnvel þótt margir ætluðu sér eingöngu að vinna hjá honum í skamman tíma til þess að fylla upp í námstímann, hafði það oft þær ör- lagaríku afleiðingar að þeir enduðu sem svæfinga- og gjörgæslulæknar. Þórarinn hafði þá sérstöku eigin- leika að láta okkur yngri læknunum líða vel við vinnuna, vekja áhuga okkar á henni og finnast við vera mikilvægir starfsmenn strax frá byrjun. Þórarinn var alltaf tilbúinn að ræða málin, hjálpa til ef eitthvað bjátaði á og aldrei var neitt hik á honum þegar kom að því að ákvarða framhaldsnám og þá í hvaða landi. Þórarinn þekkti alls staðar ein- hvern og áður en við vissum af var hann búinn að ná símasambandi og ganga frá málunum. Þórarinn hafði víðtæk sambönd erlendis og miðlaði gjarnan af reynslu sinni. Hann var fulltrúi Islands í mörgum alþjóðleg- um félögum tengdum svæfingum og gjörgæslu. Þar vil ég sérstaklega nefna Evrópufélag barnasvæfinga- lækna. Þórarinn ásamt fleiri vís- indamönnum vann mikið starf við greiningu hérlendis á svokölluðum illkynja háhita. Hann tók virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi við greiningu og meðferð þessa sjúk- dóms og skrifaði og flutti erindi um rannsókir sínar bæði hérlendis og erlendis. Þórarinn var árum saman í for- svari fyrir sérgrein sína, svæfinga- og gjörgæslulækningar. Hann var í stjórn Félags íslenskra svæfinga- lækna 1975-77. í stjórn Norræna svæfingalæknafélagsins var Þórar- inn 1977-85, þar af varaformaður 1981-83 og formaður 1983-85. Þórar- inn varð heiðursmeðlimur í Svaef- inga- og gjörgæslulæknafélagi Is- lands síðastliðið ár. Ég vil fyrir hönd Svæfinga- og gjörgæslulæknafélags íslands og Norræna svæfingalæknafélagsins þakka Þórarni fyrir störf hans. Hans verður sárt saknað af öllum sem þekktu hann. Við minnumst hans sem frábærs félaga. Kímnis- glampinn í augum hans og bros ásamt öllum ánægjulegu stundun- um munu lifa áfram í minningu okk- ar. Eftirlifandi eiginkonu hans, Björgu, og börnunum hans vottum við samúð okkar. Aðalbjörn Þorsteinsson, formaður Svæfinga- og gjörgæslulæknafélags íslands. í dag kveðjum við Þórarin Ólafs- son forstöðulækni svæfinga- og gjörgæsludeildar Landspítalans. Við samstarfsmenn hans sjáum á eftir yfirmanni okkar og vini á besta aldri aðeins tæplega 63 ára gömlum. Eftir nokkurra ára vanheilsu þar sem hvert áfallið rak annað hafði hann komist aftur til sæmilegrar heilsu og átti um tíma ánægjulegar samveru- stundir í faðmi fjölskyldu og vina. Hafði hann margsinnis mátað læknavísindin undanfarin ár með baráttu sinni og jákvæðu hugarfari, sem fleytti honum yfir hvert skerið á fætur öðru. En enn eitt áfallið reið þá yfir og eftir það varð ekki aftur snúið. Bæði hann og umhverfi hans höfðu á þessum erfiða tíma öðlast þá ró og þann skilning sem þurfti til að brottför hans úr þessum heimi varð falleg stund í faðmi fjölskyldunnar. Það varð mitt hlutskipti að beiðni Þórarins að létta undir-með honum í störfum hans síðustu misserin og aðstoða hann þegar veikindin voru farin að segja til sín. Starf hans fylgdu oft erfðleikar, deilur og samningar, sigrar og ósigrar. Það tilheyrir nútímanum, ekki síst i heil- brigðisgeiranum. Á milli okkar var alltaf góður vinskapur og gagn- kvæmur skilningur. Vil ég þakka honum fyrir heiðarleika og traust í minn garð. Þórarinn lauk embættisprófi í læknisfræði árið 1961. Sérfræðinám í svæfingum og deyfingum stundaði hann við háskólasjúkrahúsið í Gautaborg og fékk réttindi í þeirri grein árið 1971. Eftir að námi lauk dvaldist Þórarinn áfram um tíma í Svíþjóð og var m.a. yfirlæknir við svæfinga- og gjörgæsludeild sjúkra- hússins í Vánersborg-Trollháttan. Árið 1975 var Þórarinn skipaður yf- irlæknir svæfinga- og gjörgæslu- deildar Landspítalans og síðar for- stöðulæknir þeirrar deildar. Á starfstíma sínum gegndi Þórarinn einnig fjölda stjómunar- og trúnað- arstarfa innan Landspítalans og var m.a. í stjórn læknaráðs og vísinda- sjóðs spítalans um tíma. Ekki er hægt að fjalla um sögu svæfinga á Islandi, án þess að tengja hana Iífi og starf Þórarins. Hann var einn af frumkvöðlum nú- tímasvæfinga hér á landi og á hans starfsferli urðu miklar framfarir og breytingar innan þessarar sérgi-ein- ar og átti hann stóran þátt í að hefja hana til vegs og virðingar. Félagsmálin voru Þórarni hug- leikin og líklega munu fáir leika eftir atorku hans á því sviði. Þórarinn var sérfræðingur í mannlegum sam- skiptum og kom það vel fram á þess- um vettvangi. Hann sat í stjórn fjölda fagsamtaka bæði hérlendis og erlendis og var m.a. formaður í Svæfingalæknafélagi íslands og Norræna svæfingalæknafélaginu. Hann var forseti á þingi norrænna svæfingalækna í Reykjavík árið 1985. Þá sat hann í ýmsum stjórnum innan læknasamtakanna og ýmissa almannasamtaka. Þórarinn var heið- ursfélagi í Svæfíngalæknafélagi Is- lands. Af rannsóknarstörfum hafði Þór- arinn sérstakan áhuga á illkynja há- hita en þessi sjaldgæfa illvíga sjúk- dómsmynd, sem getur leyst úr læð- ingi við svæfingar átti hug hans allan síðustu árin. Var hann meðlimur í Evrópusamtökum um þennan sjúk- dóm og vann hann ásamt öðrum brautryðjendastarf hér á landi í skimun og rannsóknum á honum. Þórarinn var óvenju greiðvikinn, vel- viljaður og einstaklega vinsæll mað- ur, enda hópaðist alls staðar fólk að honum. Það var aldrei lognmolla þar sem hann fór. Hann var ræðinn, sagði oft skemmtilega frá og vildi helst hafa mikið af fólki kringum sig. Þannig leið honum best. Á læknaþingum erlendis var hann venjulega hrókur alls fagnað- ar. Fjöldi manna úr öllum heims- hornum var honum kunnugur. Þannig var einstaklega gaman að vera nálægt honum á mannamótum. Þá var hann snjall tungumálamað- ur. Oft töluðum við vinnufélagarnir um þessa hæfileika hans. Ungum læknum kom hann til náms gegnum persónuleg sambönd bæði austan hafs og vestan. Það var með ólíkind- um hvað hann þekkti marga og hvað hann var fljótur að koma málum áfram. Við unga lækna, sem höfðu starfað hjá honum og voru farnir til náms erlendis, hélt hann alltaf góðu sambandi, fylgdist með hvernig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.