Morgunblaðið - 04.03.1998, Page 17

Morgunblaðið - 04.03.1998, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1998 17 KÞ kaupir 44% hlut Landsbankans í Kjötumboðinu Rætt um að aðrir hluthafar gangi inn í kaupin KAUPFÉLAG Pingeyinga á Húsa- vík hefur keypt eignarhlut Lands- banka íslands í Kjötumboðinu hf. í Reykjavík. Hlutur bankans var 44% og fyrir átti KÞ 5% þannig að félag- ið á nú 49% hlutafjár en rætt er um fleiri hluthafar gerist aðilar að þess- um hlutabréfakaupum. Landsbankinn eignaðist stóran hlut í Kjötumboðinu eftir erfiðleika Sambandsins og gjaldþrot Mikla- garðs hf. Að sögn Þorgeirs B. Hlöðvers- sonar, kaupfélagsstjóra KÞ, sýna þessi kaup Kaupfélags Þingeyinga hvort tveggja í senn, hversu mikla hagsmuni KÞ á í áframhaldandi öfl- ugum rekstri Kjötumboðsins hf. og hversu mikla trú það hefur á fram- tíðarmöguleikum fyrirtækisins. Rætt um aukningu hlutaQár „Með kaupum á hlut Landsbank- ans hefur skapast skýr grunnur fyr- ir þá sem vilja starfa saman innan Kjötumboðsins, til að taka ákvarð- anir um uppbyggingu á framtíðar- rekstri þess,“ segir í fréttatilkynn- ingu frá KÞ um kaupin. Forkaups- réttarákvæði eru í samþykktum Kjötumboðsins og eru viðræður í gangi á meðal hluthafa um dreif- ingu eignaraðildar í félaginu, annað- hvort með nýtingu forkaupsréttar eða það sem að sögn Þorgeirs er of- ar í umræðunni að auka hlutafé fé- lagsins og styrkja fyrirtækið þannig ennfrekar. Þörf á öflugu sölufyrirtæki Kjötumboðið er sölu- og mark- aðsfyrirtæki á annan tug sláturleyf- ishafa um allt land, aðallega kaupfé- laga. Það er einnig með mikla kjöt- vinnslu í Reykjavík. Á síðastliðnu ári lauk greiningar- vinnu á vegum þeirra sem hafa starfað saman innan Kjötumboðs- ins, þar sem mótaðar voru tillögur um framtíðarskipan félagsins. Leit- ast var við að svara þeirri spum- ingu hvemig fyrirkomulag skilaði mestum árangri í að selja kjötafurð- ir, bæði innanlands og utan, og tryggja kaupendum öfluga og góða þjónustu, samræmd gæði og hag- kvæma dreiflngu. Niðurstaða þessa hóps var að menn yrðu að hafa áfram öflugt markaðs- og sölufyrir- tæki, á höfuðborgarsvæðinu, sem verði leiðandi í markaðssetningu, vöruþróun og kjötiðnaði og í góðum tengslum við söluaðila. Á grundvelli þessara niðurstaðna hefur stjóm unnið síðan, segir í tilkynningunni. Kjötumboðið er stærsti útflytj- andinn á landbúnaðarvörum og seg- ir Þorgeir mikilvægt í þeirri við- leitni að byggja upp framtíðarmark- að fyrir innlendar kjötvörur, á grundvelli gæða. Starfsmenn Kjöt- umboðsins era einmitt þessa dag- ana úti í Bandaríkjunum að rækta tengsl við aðila sem hófu viðskipti á síðastliðnu ári, grandvelli gæða. Kaupþing Norðurlands hf. Hagnaðurinn nam 15,2 milljónum REKSTUR Kaupþings Norðurlands hf. skiiaði 15,2 milljóna króna hagn- aði á árinu 1997 samanborið við 25,9 milljónir króna árið 1996. Heildar- velta félagsins nam um 20 miiljörð- um króna og jókst um 2 milljarða króna á milli ára. Þá jókst eigið fé félagsins um 27 milljónir króna á milli ára og arðsemi eigin fjár nam 16,4%. Heildartekjur Kaupþings Norður- lands námu 81 milljón króna saman- borið við 77,9 miHjónir króna árið áð- ur. Hreinar rekstrartekjur vora 70,4 milljónir króna samanborið við 70,1 milljón króna árið 1996. Arðsemi eigin fjár nam 16,4% Niðurstaða efnahagsreiknings var 586.6 milljónir króna samanborið við 260.7 mÚljónir króna árið áður. Aukningin nemur tæpum 326 milij- ónum króna eða 125%. Eigið fé jókst úr 92,8 milljónum króna í árslok 1996 í 119,6 milljónir króna í árslok 1997, sem er aukning um 29,2%. Arðsemi eigin fjár nam 16,4%. Kaupþing Norðurlands er eina löggilta verðbréfafyrirtækið á lands- byggðinni og býður upp á almenna verðbréfaþjónustu, fjárvörslu og ráðgjöf á sviði fjármála. Svo sem fram hefur komið hélt félagið upp á 10 ára afmæli sitt á liðnu ári. I des- embermánuði var starfsemin flutt í nýtt og glæsilegt húsnæði á Skipa- götu 9 og við það gerbreyttist öll að- staða til hins betra. Starfsmönnum fjölgaði um tvo á árinu og voru þeir tíu talsins í árslok. Framkvæmdastjóri félagsins er Tryggvi Tryggvason. Stjórnin endurkjörin Aðalfundur Kaupþings Norður- lands var haldinn fóstudaginn 27. febrúar. Þar var fráfarandi stjóm fé- lagsins endurkjörin. Hana skipa: Sigurður Einarsson, forstjóri Kaup- þings hf., stjómarformaður, Gunnar Sverrisson, forstöðumaður stjómun- arsviðs Kaupþings hf., varaformað- ur; Ámi Magnússon, fjármálastjóri KEA: Guðrún Guðmannsdóttir, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Vestflrðinga og Friðrik Friðriksson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Svarf- dæla. Hús verslunarinnar Islandsbanki lokar útibúi ÍSLANDSBANKI hefur ákveðið að loka útibúi sínu í Húsi verslunar- innar í Kringlunni um páskana og sameina útibúinu á Kirkjusandi. Hagræðing er ástæðan. Svokölluð bakvinnsla sem fram fór í útibúinu í Húsi verslunarinnar hefur nánast öll verið flutt niður í Bankastræti. Sigurveig Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi Islandsbanka, segir að húsnæði útíbúsins hafi eft- ir það verið orðið allt of stórt og óhagkvæmt og ekki hægt að minnka það. Því hafi verið ákveðið að sameina útibúin. Gert er ráð fyr- ir því að húsnæði útibúsins sem er á íyrstu hæð hússins og hæðinni fyrir neðan verði selt í framhaldinu. íslandsbanki verður áfram með hraðbanka í anddyri Húss verslun- arinnar og útibú í Suður-Kringlu. Að sögn Sigurveigar gefst við- skiptavinum kostur á að velja ann- að útibú en hún býst við að það henti flestum að flytja sig á Kirkju- sand. TX220 24.900 Sjónvarpsmiðstöðin Umboðsmenn um land ðllu VESTURLAND: Hljómsýn. Akranesi. Kaupfélag Borgfirðinga. Borgarnesi. Blómsturvellir. Hellissandi. Guðni Hallgrfmsson. Grundaríiröi. VESTFIRÐIR: Rafbúð Jónasar Mrs, Patreksfirði. Póllinn, (safirði. NORÐURLAND:KF Steingrímsfjarðar. Hólmavík. KF V-Húnvetninga, Hvammstanga. KF Hónvetninga, Blönduósi. Skagfirðíngabóð, Sauðárkróki. KEA, Dalvík. Bókval, Akureyri. Ljósgjafinn, Akureyri. KF Þingeyinga, Húsavík. Urö, Raufarhofn. AUSTURLAND: KF Héraðsbúa. Egilsstóöum. Verslunin Vík, Neskaupsstað. Kauptún. Vopnafirði. KF Vopnfirðinga.Vopnafirði. KF Héraðsbúa. Seyðisfirði. Turnbræður, Seyðisfirði.KF Fáskrúðsljarðar, Fáskrúðsfirði. KASK. Djúpavogi. KASK. Höfn Hornafirðí. SUDURLAND: Rafmagnsverkstæði KR. Hvolsvelli. Mosfell. Hellu. Heimstækni, Selfossi. KÁ, Sellossi. Hás, Þorlákshóln. Brimnes. Veslmannaeyjum. REYKJANES: Hafborg, Gríndavik. Raflagnavínnusl. Sig. Ingvarssonar, Garði. Balmætti, Haínarfirði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.