Morgunblaðið - 28.09.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.09.1997, Blaðsíða 22
' "*22 B SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ DÆGURTÓNLIST ROLLINGAR Suðið góða Fyrir fjórum árum kom út suður á Bretlandi plata sem átti eftir að hafa mikil áhrif á þróun breskrar danstón- listar. Sú hét Dummy og sveitin Portishead. Spurðist ekkert af sveit- inni lengi, en aðdáendur geta glaðst því ný breiðskífa kom út fyi'ir skemmstu. eftir Árno Matthíasson Portishead var og er hljómsveit þeirra Geoffs Barrows, Beth Gibbons, Adrians Utleys og Dave McDonalds og enn þannig skipuð. Mest ber reyndar á þeim Barrow og Gibbons, en Utley kemur viða við í lagasmíð- um og upptöku- stjórn. Dummy þótti mikið meistara- verk, en engum sögum fer af því hvað tafði uptökur því Barrow lýsti þvi yfir í við- tali í lok árs 1993 að vinna væri hafm við næstu skífu. Dummy markaði nýjar brautir í breskri tónlist, popp- og danstónlist; til vai’ð hljómur sem kenndur var við Bristol-borg og þró- aðist út í það sem menn kölluðu triphop. Barrow segir að hljómur sveitarinn- ar sé til kominn þannig að hann er mikill aðdáandi kvikmyndatónlistar og reyndar hefur sveitin samið nokkuð af tónlist fyrir kvik- myndir. Prátt fyrir það vill hann ekki spyrða saman Portishead og hreyfimynd- ir, segist reyndar vona að fólk eigi ekki eftir að horfa of mikið á myndböndin sem fylgja munu lögum hennar; myndirnar eigi að kvikna í hugum áheyrenda en ekki á tjaldi eða skjá. Aðal Portishead að flestra mati er söngkonan Beth Gibbons, sem dregur upp ókræsilegar myndir með sérkennilegri raddbeit- ingu sinni. Margur hefur og haft orð á því að textar hennar séu þrungnir þrá- hyggju og undarlegheitum og líkasttil tilbúningur og uppspuni, en Barrow segir að hún syngi bara um það sem hún hafi upplifað. „Hún er ekki að búa neitt til og sá heiðarleiki skiptir máli; ef þú ætlar að skila tilfinning- um verður þú að syngja frá hjartanu." A nýn-i plötu eru þau Barrow og Gibbons við sama heygarðshornið, suðið góða á sínum stað og ef eitt- hvað eru textar enn inn- hverfari og myrkari en forð- um. I viðtali fyrir skemmstu vildi Barrow kenna því um að hann semdi svo þung- lyndisleg lög, því Gibbons væri í eðli sínu glaðlynd og reif. Hann lætur þess reyndar getið líka að ekki sé líklegt að sveitin eigi eftir að halda mikið af tónleikum til að fylga skífunni eftir, fátt þyki honum veira en ferð- ast, aukinheldur sem hann er ekki gjarn á að gefa við- töl þannig að kynning á plötunni verður mjög í skötulíki. Ný plata Portishead er fyrirtak og stendur hinni fyrri plötu, Dummy, á sporði, en erfitt að segja hvaða viðtökur hún eigi eft- ir að fá. Víst hrinti Portis- head af stað tónlistarbylgju, en sú bylgja hefur löngu hjaðnað og margar nýjar risið og hnigið síðan Dum- my kom út. Lífseigir og lang- vinsælir ENGIN hljómsveit er lífseigari og langvinsælli en Stuðmenn sem enn eru að. Fyrir skemmstu komu út á einum diski tvær breiðskíf- ur sem ekki hafa áður verið gefnar út á disk og eitt nýtt lag í þokkabót. Þótt ekki hafi komið nýtt efni frá Stuðmönnum í fimm ár og reyndar lítið heyrst til sveitarinnar þann tíma er hún fráleitt hætt, eins og sannaðist á miklu stuðballi á Hótel íslandi fyrir skemmstu. Á Ærlegu sumarfríi, sem dregur nafn sitt af laginu nýja, er að finna breiðskíf- urnar Gráa fiðringinn og I góðu geimi, sem illfáanleg- ar hafa verið lengi og alls ekki á geisladisk. Lagið nýja, Ærlegt sumarfrí, er reyndar ekki eftir liðsmenn sveitarinnar utan að text- inn er eftir Þórð gítarleik- ara Árnason, en önnur lög á plötunni eru úr smiðju Stuðmanna sjálfra og þar á meðal mörg helstu laga sveitarinnar, til að mynda Það jafnast ekkert á við jazz, Búkalú, Segðu mér satt, íslenskir karlmenn, Blindfullur, Úti í eyjum og Taktu til við að tvista svo fátt eitt sé talið. Á FÁUM tónlistarmönnum hefur Bob Dylan meira dá- læti en Jimmy Rodgers, sem kallaður var bremsuvörður- inn syngjandi. Fyrir skemmstu kom út fyrsta skífan á nýju merki Dylans, Egyptian Records, sem einmitt er helguð Rodgers. Jimmy Rodgers fæddist í Mississippi 1897 og er al- mennt talinn faðir sveitatón- listarinnar vestan hafs. Hann tók þátt í fyrstu upp- BREMSU- VÖRÐURINN SYNGJANDI tökunum sem gerðar voru á sveitatónlist, svonefndum Bristol-upptökum, sem þótti ekki par fín á þeim tíma, og fléttaði saman evrópskri þjóðlagahefð og tónlistar- hefð blökkumanna. Tónlist- arferill hans varð ekki lang- ur, að minnsta kosti ekki sé litið til upptökusögu hans, því hann lést út berklum sex árum síðar. Á þessum sex ártum tók hann upp grúa laga sem teljast með helstu lögum sveitatónlistarinnar vestan hafs og áttu eftir að hafa áhrif á óteljandi tónlist- armenn, ekki síst Bob Dylan eins og Dylan rekur í inn- gangi að plötunni sem nefnd er að framan. Þar syngur Dylan lag eftir Rodgers og fleiri söngvarar koma reynd- ar við sögu: Bono, Jerry heitinn Garcia, Alison Rrauss, John Mellencamp, Willie Nelson, Van Morri- son, Steve Earle, Dwight Yoakam, Aaron Neville, Da- vid Ball, Dickey Betts, Iris Dement og Mary Chapin Carpenter. Þess má geta að upptaka Garcia á Blue Yodel #9 var það síðasta sem hann hljóðritaði. Þunglynd Beth Gibbons og Geoff Barrow brosa í gegnum tárin. verk sem þeir sem um hafa fjallað telja mjög til bóta. Reyndar vekur athygli að platan nýja fær almennt mun betri dóma en síðustu afurðir; ann- aðhvort hafa menn tekið Rollingana í sátt eða þá þeim hef- ur einfaldlega tekist betur upp en áður. Eins og getið er hófst tónleikaferð sveitarinnar um heiminn fyrir skemmstu og ef að líkum lætur á hún eftir að leika fyrir milljónatugi í þeirri reisu sem á víst að verða umfangsmeiri en nokkru sinni. Ber ekki á því að þeir þurfi að óttast að- sókn, því miðar selj- ast upp á alla tón- leika um leið og sölustaðir eru opn- aðir. Kannski hefur sitt að segja að flestir virð- ast telja að þetta verði síð- asta ferð sveitarinnar um heiminn, en þeir sem þekkja til segja ólíklegt að þeir geti sest í helgan stein eftir að hafa iðjað í tónlist frá því snemma á sjöunda áratugn- um. Lífseig Stuðmenn sletta úr klaufunum. SÖNNUN þess að rokkið þekkir ekki aldursmörk eru þeir félagar í Rolling Stones sem enn eru að og enn að gefa út. Skammt er síðan nýjasta skífa sveitarinnar, Bridges to Ba- bylon, kom út og enn ein tónleikaförin hafin um heiminn. Oamllngjar Rollingar í finu formi. Síðustu plötur sveitarinn- ar hafa selst prýðilega, þarsíðasta skífa í fimm millj- ónum eintaka og tónleika- skífan sem fylgdi í kjölfarið í þremur milljónum, og þó það sé ekki upp í nös á ketti fyrir aðra eins sveit verður því ekki neitað að Rolling Stones telst fremsta rokk- sveit heims og hefur skipað þann sess síðan á áttunda áratugnum. Á plötunni nýju njóta þeir félagar aðstoðar ýmissa tón- listarmanna og upptöku- stjóra og fyrir vikið er plat- an fjölbreyttari en síðustu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.