Morgunblaðið - 28.09.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.09.1997, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ ÖRGUM mun hafa brugðið í brún er þeir lásu viðtal Elínar Pálmadóttur við aldr- aðan góðborgara, sem lengi hefir sett höfðingssvip á miðbæ Reykjavíkur. Hilmar Foss dómtúlkur lýsti í fáum en áhrifamiklum orðum ófremdarástandi því, sem ríkir næturlangt á helstu götum miðbæj- arins, lausung og lífshættu, óþrifum og ofbeldi. Svona er þá komið þjóðlífi í borg, sem sækist eftir sæmdarheitinu „menningarborg". í þann mund, sem frásögn Hilmars í samtali hans við Elínu var til umræðu í kunningjahópi bar fyrir augu ljósmynd, sem tekin var af ungum menntamönnum, nemendum Menntaskólans og háskólastúdentum um það leyti, sem leið að lok- um fyrri heimsstyijaldar. Þá var líka lifað hratt og teflt á tæpasta vað. Skólaskáldin sungu „Eit- ur, meira eitur, ör vil ég dansa og teitur“. En í hópi nemenda voru einnig þeir sem vildu beina hugum ungra manna inn á aðrar brautir. Brynleifur Tobíasson síðar stórtemplar og áfengisvamaráðunautur varð stúdent árið 1918. Hann var allmörgum árum eldri en bekkjarfélag- ar hans. Brynleifur var hugsjónamaður og kost- aði kapps um að leiða félaga sína inn á þær brautir er hann áleit þroskavænlegri en Leggja- bijót óreglu og ölvunar. Jóhann Jeremías Krist- jánsson læknir (bróðir Sigurliða kaupmanns) og Guðmundur G. Hagalín rithöfundur hafa báðir greint frá frumkvæði Biynleifs að stofnun stú- kunnar Minervu en það var félagsskapur nem- enda Menntaskólans og stúdenta, er forðast vildu drykkju, en leggja þess í stað stund á þroskandi félagslíf, bókmenntir og listir. Til þess að greiða fyrir stofnun félagsskapar er hefði það markmið leitaði Brynleifur ásjár góðtemplara. Þeir sem fúslega lögðu lið við stofnun stúkunnar voru ' Indriði Einarsson skáld og revisor, Guðmundur Guðmundsson „skólaskáld", Guðgeir Jónsson bókbindari, síðar forseti ASÍ, Carólína Siemsen forystukona verkakvenna og Þorvaldur Guð- mundsson fræðimaður. Stofnun Minervu Stofnfundur stúkunnar sem nefnd var Min- erva nr. 172 var laugardaginn 24. mars 1917. Stofnendur voru 28 talsins. 19 þeirra voru teknir inn „samkvæmt reglum og inntökusiðum siðbókar". Þeir voru: Ámi Pétursson, Ástþór Matthí- asson, Bjami Guðmundsson, Brynjólfur Bjamason, Einar Ástráðsson, Friðrik Einars- son, Gunnar Ámason Skúti, Ingólfur Jónsson, Jakob Gíslason, Jóhann Jeremías Kristjánsson, Karl Jónsson, Lárus Sigurbjömsson,_Magnús Kristinsson, Pétur Gíslason, Sigurður ívarsson, Sveinbjöm S. Ámason, Sveinbjöm S. Ámason, Sveinbjöm Siguijónsson, Sveinn A. Sigurðs- son, Stefán J. Stefánsson. Þegar félagar hinn- ar nýstofnuðu stúku áttu að velja sér æðsta- templar komst enginn efí að í huga þeirra. Þeir vom einhuga um að velja ungan Eyfirð- ing, Stefán Jóhann Stefánsson, í það heiðurs- og trúnaðarsæti. Sú upphefð var þó skamm- vinn. Daginn eftir spurðust þau tíðindi að „bróðir Stefán Jóhann“ nýkjörinn æðstitemplar menntamannastúkunnar hefði brotið bindindis- heit sitt og óskaði ekki endurreisnar. Þótt Stef- án Jóhann kæmist síðar til mikilla metorða < og settist í tignarsess skorti hann staðfestu Jóhanns Ögmundar Oddssonar, afgreiðslu- manns Æskunnar, er lét endurreisa sig 66 sinnum og tókst um síðir að sigrast á ofur- valdi Bakkusar. Sá sem gegndi trúnaðarstörfum hvað lengst í stúku menntamanna var Ingólfur Jónsson, lögfræðingur, bróðir Finns ráðherra. Guðmundur G. Hagalín rithöfundur greinir frá hlutdeild sinni og starfi „Minervu" í bók sinni „Hrævareldar og himinljómi". Hann seg- ir frá gönguför með stúkusystur. Áfangastað- urinn var kirkjugarðurinn við Suðurgötu. Svo er að sjá sem öldruð heiðurshjón er voru stödd skammt frá Hagalín og stúkusystur hans hafi dregið þá ályktun af fasi þeirra að þau hefðu eitthvað svipað í huga og Þórbergur og Sel- tjarnarnesfraukan. Svo var þó ekki. Hagalín , og stúkusystir hans létu sér nægja þá „lyft- ingu“ hugans að þylja ljóð við legstað Jóhanns Gunnars og Sigurðar Breiðfjörð. Þar hafði Ljósvíkingurinn staðið áður. Þorvaldur Guðmundsson, einn þeirra er studdu að stofnun stúkunnar var lengi starfs- maður bókaverslunar. Hann var fræðimaður og ritaði margt um fomsögur. Flutti fyrirlestra og gaf út fræðirit. Þeir Bogi Ólafsson menntaskólakennari voru góðvinir þótt þá greindi á um afstöðu til Bakk- usar. Bogi taldi vænan slurk af brennivíni vera hollustudrykk og lífselexír. Sú saga er sögð að Þorvaldur hafi eitt sinn boðið Boga að hlýða á fyrirlestur, sem hann átti að flytja . á opnum fundi stúku sinnar í Góðtemplarahús- inu. Að loknum fundarstörfum stúkunnar er utanfélagsmönnum boðið að ganga í salinn og hlýða á mál Þorvalds. Bogi settist í sæti all- nærri ræðupúlti. Þorvaldur tekur til máls, en fipast lesturinn. Sækir að svimi. Finnur að hann er ei fær um að flytja mál sitt. Segir: Góðir áheyrendur. Ég verð víst að fresta erind- inu. Bogi kallar: „Þetta sagði ég þér, Þorvald- u ur. Að þú ættir ekki að bæta á þig.“ Allir sem Ég vil ekki timbiumennina Ummæli aldins miðborgara um drykkjulæti, lausung, óþríf og ofbeldi í miðbænum svo og gömul mynd af ungum menntamönnum verða Pétri Péturssyni tilefni til að rífja upp þegar templarar blésu eldmóði í bijóst ungdómsins og segir frá stúku menntamanna áður fyrr. STÚKUFÉLAGAR „Mínervu" prúðbúnir að ræða menningarmál. Aftasta röð: Hend- rik Ottósson, síðar fréttamaður, Halldór Kolbeins, síðar prestur, Brynleifur Tobías- son, kennari í MA, síðar áfengismálaráðunautur, Ámi Sigurðsson, síðar Fríkirkju- prestur, Bjami V. Guðmundsson, síðar héraðslæknir, Sveinbjöm Siguijónsson, kennari, síðar skólastjóri Gagnfræðaskóla Austurbæjar, Magnús Guðmundsson, síð- ar prestur, Einar Ástráðsson, síðar héraðslæknir á Eskifirði, Jóhann Jeremías Kristjánsson, síðar héraðslæknir í Höfðahverfi og Ólafsfirði. Fremsta röð: Ríkarð- ur Kristmundsson, síðar læknir í Kristnesi, Guðmundur G. Hagalín, rithöfundur, Þorsteinn Ö. Stephensen, síðar leikari og útvarpsþulur. Af stúlkunum þekkjast þessar: Sigrún Bjarnar, síðar frú á Rauðará, Ásthildur Kolbeins, systir Halldórs, Karlotta Albertsdóttir frá Páfastöðum, Skag., Guðrún Sveinsdóttir, síðar lækn- isfrú, Guðlaug Kvaran, síðar kona Sigurðar Kristinssonar, SIS, Rósa Hjörvar, kona Helga Hjörvar, kennara og útvarpsmanns. til þekktu vissu að víndropi hafði aldrei komið inn fyrir varir Þorvalds. Bogi sá sér leik á borði að stríða góðvini sínum Þorvaldi fræði- manni með þessum hætti. Uppyómaður hugsjónamaður Halldór Kolbeins var um langt skeið einn helsti áhugamaður um útbreiðslu og eflingu stúkustarfs. Halldór Laxness kallar hann „upp- ljómaðan hugsjónamann" í Grikklandsárinu, minningabók sinni. Kolbeins vildi kenna Lax- ness esperantó. Sagði að sá sem kynni esper- antó hefði samband við allan heiminn. Skáldið unga mun hafa afþakkað kennsluna. Kolbeins segir: „En eitt er sem mig langar að kenna þér úr því þú vilt ekki verða esperantisti, og það skal ég kenna þér ókeypis: Þú ættir að ganga í stúku og verða bindindismaður." HKL sá að ekki þýddi að mótmæla. Kvaðst jafnan hafa orðið að „hlaupa út og hrækja og haldið áfram að hrækja þann dag allan" ef hann smakkaði brennivín. „Já, það eru einmitt þess háttar menn sem okkur vantar í gútemplara- regluna: stórskyrpara; og þá meina ég menn sem ekki láta duga að skyrpa brennivíni held- ur líka bjór. Ég er sannfærður um að þú átt eftir að verða stórtemplar." Á þessum árum var hart deilt um bannlögin og gildi þeirra. Svonefndir andbanningar sóttu hart að templurum og börðust af hörku fyrir afnámi bannlaganna og óheftum innflutningi áfengra drykkja. Einn helsti mælskumaður þeirra og stafnbúi var Árni Pálsson, bókavörð- ur. Starfaði hann í Landsbókasafni sem templ- arar nefndu gjaman „Rauðnefsstaði", sem átti að vísa til drykkjuhneigðar innanhússmanna þar. Ámi lét sér hvergi bregða en vitnaði til sagnfræði og menningarafreka. Spurði: „Hveiju það muni sæta að kákasiski þjóðbálk- urinn hefir verið frumheijinn á framsóknar- braut mannkynsins nálega í öllum efnum og hefir þó frá alda öðli drukkið vin og það í óhófi? Hvemig stendur á því að Kínveijar tóku ekki forystuna, - því að ekki drekka þeir vín ... Og hvemig mátti þá þetta verða að hvítu fyllisvínin tóku leiðsöguna, en ekki gulu templaramir í Peking?" Vínguðinn dýrkaður Ámi Pálsson kvartar sáran undan ofríki bindindismanna í hófi sem Matthíasi Jochums- syni þjóðskáldi er haldið skömmu áður en „Minerva" er stofnuð. „Við kunnum eigi að signa bragarfull þurrt," segir Árni. En hann eykur við orðum: „Við látum engan og ekkert komast upp á milli okkar og hans (Matthías- ar). Enda hefir hann það með sér, sem mest er meinabótin - spiritus sanctus er með hon- um, og spiritus concentratus býr í honum, þegar bezt gegnir." Ami Pálsson dýrkaði vínguðinn og kvað honum lofgjörðaróð. Frægar eru vísur þeirra Áma og Theodóru Thoroddsen er þau kváðust á um Bakkus. Ámi kvað: Ennþá gerist gaman nýtt: gnótt er í kjallaranum. Nú er geðið glatt og hlýtt hjá gamla svallaranum. Oft um marga ögurstund á andann fellur héla, en hitt er rart, hve hýmar lund, ef heyrist gutla á pela. Það er eins og leysist lönd úr læðing margra ára, þegar hnígur heim að strönd höfug vínsins bára. Theodóra svaraði: Bacchus kóngur kann það lag, þá köld og myrk er lundin, að breyta nótt í bjartan dag og brúa dýpstu sundin. Bjart er skúraskinið þá, og skjólin mjúk og fógur. En skelfíng vill oft skella á, er skroppinn er uppi lögur. Augun gerast vot og veik, vitinu sumir farga; svona eftir sælan leik svíkur Bacchus marga. Þá greip Ámi fram í: „Nei, hættu nú, hættu nú. Ég vil ekki timburmennina!" Örlygur Sigurðsson listmálari segir frá því 5 bók sinni „Prófílar og panfílar" að Brynleifur lærimeistari hans hafi spurt sig hvemig orðið timburmenn væri tilkomið. Örlygur taldi senni- legast að „það hræðilega orð væri myndað af því, að engu væri líkara en verið væri að reka 5 tommu nagla í gegnum heilabjálkann, sjálfan burðarbita vitsmunanna, daginn eftir og stund- um næsta dag og jafnvel daginn þar á eftir“. Þá sagði bróðir Brynleifur ofurhægt og hugsi: „Nah, en borgar þetta sig, góurinn?" Svo fylgdi skemmtileg rökræða bróður Brynleifs og Örlygs málara og var teflt fram vesælum veitingaþjón- um, tálguðum og tærðum er létust langt um aldur fram og urðu Bakkusi að bráð og háöldr- uðum hákarlaformönnum úr Hrísey og brenni- vínsberserkjum frá Þúfnavöllum. Kristján Albertsson brást hart við vegna ummæla Ólafs Friðrikssonar um Thor Jensen, er hann áleit niðrandi og ósæmileg. Urðu harð- ar umræður um afturköllun Kristjáns á boði Ólafi til handa. Brynleifur studdi Hendrik í deilunni við Kristján Albertsson. Vert er að veita röksemdum Brynleifs athygli. Hann lýsti yfir að hann væri á móti allri lýðstjóm og því ekki sósíalisti. Hann taldi hins vegar rangt að afturkalla boðið til Ólafs Friðrikssonar. Brynleifur Tobíasson vann ötullega að margs- konar fræðum. Hann tók saman fræðiritið Hver er maðurinn?, upplýsingabók með ævi- skrám samtíðarmanna. Þar voru skráðar heim- ildir um námsferil, ævistarf, félagsmálavafstur, hjónaband o.fl. Mjög þótti misjafnt hve ítarlega var skráð. Ýmsir urðu til þess að hafa í flimting- um hve orðmargur Brynleifur varð um félags- málastörf er hann sjálfur gegndi. Var þá vitnað til skrásetningar hans í fyrrgreindri bók: Boðinn á stórstúkuþing í Dorpat. Á tveggja ára afmælishátíð „Minervu" 23. mars 1919 er samkoma þar sem Jóhann skáld Jónsson stud.art. les upp kvæði. Var gerður mjög góður rómur að. Litli kvartettinn syngur. Hendrik Ottósson, Halldór Kolbeins og Magnús Guðmundsson flytja ræður. Auk þess er mælt fyrir minni Indriða Einarssonar fv. stórtemplars og þakkar hann með ræðu. Bjöm Magnússon prófessor hefir skráð sögu stúkunnar í grein er hann birti í afmælisriti Góðtemplarareglunnar. Hann nefnir þar ýmsa þjóðkunna menn, félaga Minervu, er tóku virk- an þátt í starfí. Meðal þeirra má nefna Sigfús Sigurhartarson, séra Jakob Jónsson og Mar- gréti Jónsdóttur, skáldkonu. Sr. Böðvar Bjama- son, afi Ragnars söngvara Bjamasonar, Bent bróðir hans og hjónin Laufey og Páll Kolbeins gengust fyrir endurvakningu „Minervu". Jóhann Jeremías læknir segir frá „Stofnun góðtemplarastúku" í lærdómsdeildinni (en svo voru 3 efri bekk- ir menntaskólans kallaðir) var stofnað annað félag, og var það góðtemplarastúka. Að þeirri félagsstofnun vann annar hugsjónamaður, og var það Brynleifur Tobíasson, sem settist í 4. bekk að loknu gagnfræðaprófí á Akureyri. Nú má spyija hvort þörf hafi verið á slíkum félags- skap, þar sem vínbann var í fullu gildi. Einnig var almenningsálitið algerlega á móti öllum drykkjuskap, og fyrirlitning mikil á vínneyzlu. Átti stúkustarfið undanfarna áratugi áreiðan- lega þátt í að svo var. Nokkrar stúkur voru starfandi í landinu, og fleiri en ein í Reykja- vík, sem störfuðu áfram þrátt fyrir bannið. Árangurinn af þessu starfi Brynleifs varð sú, að stúkan „Mínerva" nr. 172 var stofnuð. Tóku 12 skólapiltar þátt í stofnun stúkunnar, og 11 stúlkur utan skólans fengust i hópinn. Hafa þær sjálfsagt gerzt meðlimir vegna kunn- ingsskapar við skólapilta. Skólapiltamir voru þessir: Hendrik S. Ott- ósson, síðar fréttamaður, Halldór Kolbeins, síðar prestur, Brynleifur Tobíasson, kennari við MA, síðar áfengismálaráðunautur, Árni Sigurðsson, síðar Fríkirkjuprestur, Bjarni V. Guðmundsson, síðar héraðslæknir, Sveinbjöm Siguijónsson, kennari, síðar skólastjóri Gagn- fræðaskóla Austurbæjar, Magnús Guðmunds- son, síðar prestur, Einar Astráðsson, síðar héraðslæknir á Eskifirði, Jóh. J. Kristjánsson, síðar héraðsl. í Höfðahverfí og Ólafsfirði, Rík- harður Kristmundsson, síðar læknir, Guðmund- ur G. Hagalín, rithöfundur, Þorsteinn Ö. Steph- ensen, síðar leikari. Meðal stúlknanna 11, sem gengu í stúkuna, var ein, sem ég þekkti ofurlítið áður. En vera hennar í stúkunni varð til þess að þau litlu kynni urðu nánari. Stúlkan hét Inga Guð- mundsdóttir, og kunningsskapurinn endaði með hjónabandi, sem stóð í yfir 50 ár, svo segja má að ég hafí átt erindi í stúkuna. A mynd sem tekin var af stúkumeðlimum, eru stúlkurnar auðvitað með. Ég man ekki hvað 4 þeirra hétu, en nöfn hinna fara hér á eftir: Sigrún Bjarnar, síðar frú á Rauðará, Ásthildur Kolbeins, systir Halldórs, Karlotta Albertsdóttir frá Páfastöðum, Skag., Guðrún Sveinsdóttir, síðar læknisfrú, Guðlaug Kvaran, síðar kona Sigurðar Kristinssonar, SÍS, Rósa Hjörvar, kona Helga Hjörvar, kennara og út- varpsmanns. Stúkufélagar „Mínervu" héldu til ýmissa átta. Sigurður ívarsson, sem var einn stofn- enda, samdi margt skoplegt Ijóð í „Spegilinn" undir merkinu „Z“. Hundaskammturinn var spiritusinn sem margur saknaði sárt. Flesta hunda um dauðans dyr skal senda - nú dregur fýrir sól hjá margri tík -. Hundadagar hafa tekið enda, með heiðri og sóma fyrr, í Reykjavík. En umhyggjusöm yfirvöldin hafa undantekið marga hunda samt, því ýmsir hundar eiga að fá að lafa, ef apótekin vilja selja „skammt".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.