Morgunblaðið - 28.09.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.09.1997, Blaðsíða 16
'16 B SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ 4 MANNLÍFSSTRAUMAR „MATARLIST//W er makróbíótík ? Tyggjum vel og vandlega HINAR sönnu makróbíótísku matarhefðir eða venjur eru byggðar á hugmyndafræði zen-búddisma og upprunnar í Austurlöndum fjær. Mataræði skipar veigamikinn sess í heimspeki zen-búddismans, sem byggir á allsherjarlögmálinu um andstæða póla, sem þurfa að vera í góðu jafnvægi. Pólar þessir nefnast Yin og Yang og hef ég áður minnst á þá hér, en þá ekki beinlínis í tengslum við makróbíótík. Hin er miðflóttaaflið, en Yang er krafturinn sem hreyfíst inn að miðju. Þrátt fyrir að vera andstæður, eru þessi öfl óaðskiljanleg og bæta hvort annað upp, líkt og t.d. maður og kona, dagur og nótt, sætt og súrt. Þessi , öfl eru virk í eftir Alfheiði Hönnu okkur öllum, og sé Friðriksdóttur jafnvægi þeirra raskað geta veikindi fylgt í kjölfarið. En hvað er Yin og Yang? Yin er: kvenkyns, blátt, grænt, kalt, blautt, súrt, dimmt, passíft, neikvætt og lóðrétt. Yang er þá: karlkyns, rautt, gult og appelsínugult , heitt osfrv. Allar plöntur eru annaðhvort Yin eða Yang, en sem betur fer erum við ekki algerlega háð náttúrunni um að sjá okkur fyrir nægilegu Yin og Yang i fæðuna. Matreiðslan sjálf getur hækkað Yin- eða Yanghlutfall jurtarinnar sem um ræðir. Notkun mikils vatns við suðu og notkun ediks, sítrónu og sykurs í ofanálag hækkar Yinhlutfallið. Ofn- eða pönnusteiking í lítilli olíu og notkun salts og beiskra kryddjurta eykur hins vegar Yanghlutfallið. Sé makróbíótískt mataræði vel ígrundað er þess gætt að gott jafnvægi sé á milli Yin og Yang fæðu, án þess þó að matseðillinn verði leiðigjarn. Makróbíótískir matarkúrar eru misjafnir, þ.e. jafnvægi er fundið á mismunandi hátt með samsetningu ólíkra fæðutegunda, en þeir eiga allir sameiginlegt að innihalda í ríkum mæli staðbundið hráefni svo og að forðast allan mat sem inniheldur rotvamarefni. Grænmeti skal borða sem mest ferskt, en sé það eldað skal gæta þess að ofsjóða það ekki, best er að gufusjóða það. Sé maturinn ofsoðinn verður hann nánast að mauki sem hægt er að gleypa, en í makróbíótík er lögð mikil áhersla á það að fæðan sé tuggin vel, því það hjálpar meltingarkerfinu að fá sem mest út úr henni. Þeir allra hörðustu tyggja hvern bita um 50 sinnum. Salt er annar þáttur sem huga ber sérstaklega að og varast í of miklum mæli. Matarsalt er í raun hreint natríumklóríð og það er langt frá því að vera heilsu- samlegt. Þó svo að sjávarsalt innihaldi það líka, hefur það auk þess að geyma mörg efni sem era líkamanum nauðsynleg, t.d. potassium, kalsíum, magnesíum, sink, bróm ofl. Samt sem áður skal varast það að nota of mikið salt, reynum því að fara góðan milliveg með notkun sjávarsalts. Salt leynist víða í tilbúnum afurðum. Það skýtur t.a.m. dálítið skökku við að fyrir nokkram áram áram bannaði Heilbriðgiseftirlit Reykjavíkur notkun saltpéturs sem rotvarnaefnis í saltkjöt, en á sama tíma og enn í dag þykir sjálfsagt að nota hann í brauðosta landsins, reyndar er minnst af honum í Gouda og Búraostum. Erlendis er saltpétursnotkun víða bönnuð við matvælaframleiðslu. Þess má geta að saltpétur hefur verið notaður m.a. í flugelda og byssupúður og eins til áburðar og til litunar og rotvarnar á kjöti. I því sambandi langar mig að nefna að fyrir rúmum áratug fæddust að hausti börn á Akureyri með sykursýki sem rakin var til saltpétursmettaðs hangikjöts sem foreldrar þeirra höfðu snætt um jólin, sem sagt í kringum getnað barnanna. Saltpétur er nefnilega eitt þessara náttúralegu eiturefna sem verða skaðleg ef neyslan fer yfir ákveðið mark. Fleiri sjúkdóma er hægt að telja upp sem rekja má til salt- pétursneyslu s.s. krabbamein í maga, magabólgur, of lágar magasýrar, nú og svo geta menn orðið náttúralausir ef þeir innbyrða of mikið magn saltpéturs, enda var hann mikið notðaður í seinni heimsstyrjöldinni til að kyndeyfa hermenn þegar mikið lá við. Er nauðsynlegt að rotverja íslenska ostfjallið eins sköralega og gert er? Þetta virðist vera leiðinleg tilhneiging íslenskra matvæla; að rotverja þau í bak og fyrir, til að vernda okkur frá öllu illu eða hvað? Það stendur jú utan á ostpökkunum að í þeim sé saltpétur en ekki hve mikill og hver maður veit yfirleitt ekki hvað mikið hann þolir af honum. Hjá sauðfé er allt gert til að fyrirbyggja sjúkdóma og allt lagt í sölurnar til þess að búfénaðinum heilsist vel. Fóðurblanda hans er vandlega ígranduð með hliðsjón af næringu og samsetningu hennar. Innihaldið er nákvæmlega efna- greint utan á pokunum og vel ígrundaðar fóðurrannsóknir liggja til grandvallar því hvemig sé hægt að halda fénu hraustu. Við hins vegar fóram til læknis þegar eitthvað bjátar á og þá er oft um seinan, eða a.m.k. erfiðara að komast fyrir vandann. Heil- brigðisyfirvöld mættu taka sig á og setja sig í spor bóndans og spyrja sig hvað er í raun gott fyrir okkur. Það er ekki nóg að ostur sé boðaður sem (og sé) gjöful uppspretta kalks og vítamína fyrir manninn, ef hann er samtímis fullur af stórhættulegum saltpétri, og hann er náttúrlega í fleira en osti. Gerjunarostarnir era nær lausir við hann sem betur fer og gráðosturinn er alveg frír við þessar flugelda- og byssu- púðurjónir! Nú að uppskriftinni. Það þarf alls ekki að vera flókið að elda makróbíótíska rétti, sjáið bara þessa uppskrift t.d.: Sveppir í sýrðri rjómasósu 500 gr sveppir sítrónusafi 1 msk grænmetiskraftur 2 msk jurtasmjörlíki 3 msk hveiti 1 dl sýrður rjómi 2 msk sveppasoð 1 msk fínsöxuð steinselja Þvoið sveppina og leggið þá í vatn og hellið ögn af sítrónusafa yfir. Skerið þá í þunnar sneiðar og steikið þá við mikinn hita í grænmetiskraftinum í um 5 mín. Takið þá upp úr og þerrið þá. Búið til Hollandaisesósu úr smjörlíkinu, hveitinu, sýrða rjómanum og soðinu. Gætið þess að sósan verði ekki of þykk. Setjið sveppina út í og sáldrið steinselju ofan á. Berist fram heitt með kartöflum, hrísgrjónum eða núðlum. HJALPAR MEÐ HVERJUM BITA Myllan leggur 'kr. af nverju Heimiiisbrauði til hjálparstarfs. 'Wí/ <Gtr HJÁLPARSTOFNUN MYLLAN 'CLD/K'RKJUNNAR Merkingar Hillumerkingakerfi Verðmerkingaborðar Skiltarammar á fæti JbfOfnasmiðjan Verslun Háteigsvegi 7 • Sími 511 1100 Verksmiðja Flatahrauni 13 • Sími 555 6100 TÆKNI/Um þyrlur og endurbæturpeirra Er aðferð þyrl- unnar við að fljúga óheppileg? V22 Osprey. EFTIRFARANDI vangaveltur eru óháðar því sem kann að hafa gerst í þyrluflugi hér og annars staðar undanfarið. Aðeins er verið að gera því skóna að til kunni að vera heppilegri aðferð til flugs lóðrétt upp og setj- ast nánast í kyrrstöðu en nú er notuð með þyrlum. Þessa aðferð er ver- ið að þróa og ekki ólíklegt að við sitjum uppi með slíkar vélar innan skamms. Enska nafnið kennt við þennan eiginleika er „tiltrotor“, af „tilt“, þ.e. halla. Hugmyndin er gömul en erfið í framkvæmd verkfræði- lega, og hefur því ekki farið mikið fyrir flugvélum slíkrar gerðar enn sem komið er. Þetta er vitaskuld sú aðferð að snúa snúningsplani flug- vélarskrúfu úr láréttri stöðu við flugtak og lendingu í lóðrétta stöðu á aðalflugi. Aðeins hafa menn velt fyrir sér og þreifað sig áfram um það hvort snúa eigi öllum vængnum um þetta rétta horn eða skrúfu einungis. Flugeiginleikum þyrlunnar eru takmörk sett af grandvallaror- sökum. Flughraðinn hlýtur að tak- markast af því að aðal- og auka- skrúfa hreyfast í stefnu samsíða snúningsplani þeirra. M.ö.o.: skrúfu- blöðin fara ýmist í ferðastefnuna eða gegn henni, um fimm sinnum á sekúndu. Afleiðingin er sú að hvert skrúfublað verður á einni hring- ferð fyrir mjög mismunandi kraft- áhrifum, og um málminn í blaðinu fara högg sem hljóta að veikja hann með tímanum. I loftinu umhverfis þyrlu er mjög mikið af snörpum vindhögg- um. Blað sem er á leið fram verð- ur fyrir meira uppdrifi og meiri loftnúningi en blað á leið aftur á við miðað við flugstefnu. Þetta eru vitaskuld allt þekkt vanda- mál, og nútíma efnisfræði tekur á því hvað mikið og langvarandi álag má leggja á hverja og eina málmblöndu. Segja má að í heild geri þetta ekki annað en að tak- marka flughraðann við um það bil þrjú hundruð kílómetra á klukku- stund. Flugið á almennt í erfiðleikum með að laga sig að sívaxandi far- þegafjölda. Við risaflugvelli nútím- ans era að myndast biðraðir flug- véla sem bíða eftir lendingu. Afar mikið af ferðatíma farþega er far- inn að fara í ferðir að og frá flug- völlum. Mikið af umferðinni er innan- landsumferð á tiltölulega skömm- um leiðum. Margir þessara hnúta myndu leysast ef flugvellirnir sjálfir þyrftu ekki að vera sú risa- smíð sem raun ber vitni. Það stafar aftur af að farþegaþotur þurfa flugbrautir sem nema kíló- metram. Lausnin hvað varðar skemmri flugleiðimar gæti legið í hinni nýju flugvélagerð sem snýr hreyflinum úr stefnu þyrlu í stefnu vanalegrar skrúfuflugvélar, því að þær þurfa ekki nema opið svæði inni í stór- borg til að lenda á. Bandaríkjaher hefur byggt til reynslu fleiri en eina gerð slíkra véla, og nú hillir undir mjög not- hæfa gerð slíkrar vélar, V22 Osprey, smíðaða hjá Bell-Boeing verksmiðjunum. Flughraðinn er um 500 km/klst. og vélarnar draga um 1.800 km án þess að taka eldsneyti. Aðeins verður rými fyrir sjö til níu far- þega fyrsta kastið en það bætir vélin upp með aðlögunarhæfni sinni, að vera lent nánast jafn óvandlát á lendingarstaði og þyrla, en ná engu að síður hraða hægfara skrúfuvélar. Fáar gerðir véla væri fremur hægt að hugsa sér að kæmu að góðum notum hér á landi næstu áratugina. eftir Egil Eqilsson :: ( € í 1 í c < ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( I I I I I I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.