Morgunblaðið - 28.09.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.09.1997, Blaðsíða 20
 20 B SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER1997 MORGUNBLAÐIÐ > ► I EKKI ER gott að segja hvað ungu fólki hefur fundist um lætin í ki-ingum 20 ára dánarafmæli Elvis Presley. Myndin sem birst hefur af Presley undanfarin ár er af feitri ófreskju, sveittum dópista og fréttir helst verið af einhverjum furðufuglum og sérvitringum; fólki sem hefur atvinnu af því að herma eftir Elvis Presley og láta eins og fífl, eða þá að firrtar húsmæður hafa séð honum bregða íyrir í stórmörkuðum, séð styttu af honum á Mars eða hann hefur vitrast þeim í draumi. Goðsögnin hefur löngu sagt skilið við raun- veruleikann og í hennar stað er kominn grunnur að trúarbrögðum; líklega er ekki langt í að átrúnaður verður almennur á Elvis Presley vestur í Banda- ríkjunum. I öllu havaríinu og allri markaðs- setningunni hefur gleymst að Elvis Presley var slík- ur snilldar- söngvari að enginn komst með tæmar þar sem hann hafði hæl- ana á sín- um tíma og varla enn; hann hrinti af stað því sem við þekkjum í dag sem rokk og ról, brúaði litan blús og ” hvíta sveita- söngva. Myndirnar af Elvis eru margar; fyrst myndin af vörubílstjór- anum hjartahreina sem uppgötvar rokkið fyrir algjöra tilviljun, þegar hann ætl- I haust minrit- ust menn tutt- ugustu ártíðar Elvis Presleys. Árni Matthías- son giuggaði í gamlar upptök ur og segir að menn minnist fígúrunnar en gleymi söngvai anum. aði bara að synga lag fyrir mömmu sína, þá unga kyn- tröllið með mjaðmasveifluna, síðan sakleysinginn sem vélaður var af umboðsmann- inum illa í b-myndaleik, næst leðurtöffarinn sem söng þroskaðar popp- og rokkperl- ur af þrótti, undir lokin átta- villti milljónarinn sem vissi ekki aura sinna tal og loks svínfeitur dóphaus sem skjögraði um sviðið í Las Vegas. Þegar rýnt er í sögu Presleys sést að líkt og allar einfaldanir markaðshyggj- unnar og þjóðsagnanna eru fæstar myndirnar réttar; Presley ætlaði sér að verða frægur og lagði á sig mikla vinnu til þess, þegar hann fór í hljóðverið til Sam Phillips þá var það til að komast á samning, en ekki til að gleðja i mömmu sína, og þegar Phillips beit ekki á agnið í fyrstu ferðinni fór hann aft- ur og náði loks í gegn. Tónlist djöfulsins Margur hefur rýnt í það hvað gerðist í Sun hljóðver- inu sumarið 1954 þegar El- vis var að reyna að finna sér stíl. Sagan hemir að þeir Presley, Scotty Moore og Bill Black hafi verið að fíflast í hljóðverinu eftir nokkar tilraunir til að taka upp eitthvað af viti. Einhver sagði sögu af Arthur „Big Boy“ Cruddup, vinsælum blús- hundi, og Presley fór að raula That’s All Right eftir Cruddup, hinir fóru að spila með og Sam Phllips, sem hef- ur líklega næmasta rokkeyra sögunnar, hrópaði á þá að byrja aftur og setti upptöku- græjumar í gang. Þegar hlustað er á þessar fyrstu hljóðversupptökur Presleys er ekki hægt annað en undr- ast framhleypnina í piltinum að spreyta sig á annarri eins tónlist, litum blús, tónlist sem Presley var alinn upp til að forsmá og fýrirlíta sem tón- list djöfulsins, en var allt í kring. Trúin var snar þáttur í uppeldi Presleys, tónlistar- uppeldi ekki síst, því í Fíla- defíukirkjunni sem hann til- heyrði var tónlist í hávegum og fjölskyldan safnaðist sam- an við viðtækin á kvöldin og hlustaði á trúarsöngva og hjartahreina sveitasöngvara. Trúarsöngvarnir áttu margir eftir að komast á plast í flutn- ingi Presleys síðar; í hvert sinn sem hann var hlaðinn angri og trega leitaði hann sér huggunar í trúnni og þá á þann hátt sem var honum eðlilegur. Margir hafa og orðið til að benda á það hversu kalvínskur grunnur túrasannfæringar Presleys hafi gefið honum gott vegar- nesti; að hann myndi njóta ávaxta erfiðis síns í þessu lífi. Þegar við bættist að móðir hans lagði ævinlega áherslu á að hann væri jafn þeim sem betur stóðu í lífinu, þó fjöl- skyldan hafí verið það sem kallaðist „White Trash“ eða hvítt sorp, fátækir bleiknefj- ar í Suðurríkjunum. Stelpurnar orga af bældri þrá og löngun Memphis var tónlistahöf- Suðurríkjanna á upp- eldisárum Presleys og hafði verið um árabil. Þaðan komu margir fremstu sveitasöngv- arar og blúsmenn sögunnar, ýmist að þeir voru fágaðir og háttprúðir líkt og Riley „Blu- es Boy“ King eða villtir og ruddalegir eins og Chester „Howling Wolf’ Burnett. That’s All Right, sem er klassískt í roksögunni, náði ekki ýkja miklum vinsældum, fór reyndar ekki inn á lista nema í Memphis, en dugði til að koma piltinum af stað því í kjölfarð bauðst honum að spila hvai-vetna, sem, var það sem þurfti til að slípa rokkið og sviðsframkomuna; á göml- um kvikmyndum má sjá hvað feiminn sveitapiltur breytist í beislað villidýr sem smám saman áttar sig á áhrifunum sem hann hafði á áheyrendur sína, aðallega ungar stúlkur og fer að njóta þess, brosið ógleymanlegt þegar hann sveiflar mjöðmunum og stelpurnar orga af bældri þrá og löngun. I sumar minntust menn tutt- ártíðar Elvis Presley kannski viðeigandi að í sumar lést sá maður sem Presley aðdáendur hafa hatað og fyrirlitið meira en aðra menn síðustu fjörutíu eða svo, Tom Parker, sem kallaðist Parker ofursti. Parker tók við sem umboðs- Sérvörur fyrir byggingariðaðinn Fbschal Við erum að selja þessa dagana 1.400 fm af notaðri Paschal GE stórveggja- (GE 2 x 275) og rasta-klæðningu (í ýmsum stærðum) beint af lager. Biðjið um vörulista og við reiknum út gott tilboð. Við eigum einnig aðrar byggingavörur Hringið eða sendið símbréf til Jan Haugaard. Molbakvej 13, 8520 Lystrup, Danmðrk. Sími:00 45 86 22 93 93 Fax: 00 45 86 22 93 96 rngnrm Produkter til byggemdustrien Auglýsing þessi er eingöngu birt í upplýsingaskyni. Skuldabréf Sölumiðstöðvar Iiraðfrystihúsanna hf. 1. flokkur 1997 á Verðbréfaþing íslands Verðbréfaþing íslands hefur ákveðið að taka skuldabréf Sölumiðstöðvar Hraðfrystihúsanna hf, l.flokk 1997 á skrá. Bréfin verða skráðfimmtudaginn 2. október nk. Skráningarlýsingu og þau gögn sem vitnað er til í henni s.s. samþykktir og síðasta ársreikning er hægt aðfá lijá Kaupþingi hf, umsjónaraðila skráningarinnar. KAUPÞING HF Ármúla 13A • 108 Reykjavík • Sími 515 1500 • Fax 515 1509

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.