Morgunblaðið - 28.09.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.09.1997, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ ÞEIR sem_ reynt hafa vita að tilfinningin sem fylgir því að verða íslandsmeistari í knattspyrnu er einstök. „Já,“ öskraði Jóhannes Ólafsson, formaður knattspyrnudeild- ar ÍBV-íþróttafélags, þegar Sigurvin Ólafsson gerði glæsilegt mark á móti Keflavík í Eyjum skömmu fyrir miðjan fyrri hálf- leik um liðna helgi. Jafntefli nægði Eyjamönnum til að tryggja sér Islandsmeistaratitilinn í annað sinn - IBV varð einnig meistari 1979 - en þegar Jóhann B. Guðmundsson jafnaði mínútu síðar stirðnaði formaðurinn. Hann stökk í loft upp þeg- ar Steingrímur Jóhannesson kom heimamönnum í 2:1 rétt fyr- ir hlé og brosti breitt þegar Tryggvi Guðmundsson bætti þriðja markinu við áður en flautað var til hálfleiks. Tryggvi ró- aði formanninn enn með marki í byrjun seinni hálfleiks og Jó- hannesi leiddist ekki þegar Tryggvi gerði fimmta mark ÍBV og fullkomnaði þrennu sína undir lokin. „Þetta er æðislegt. Þetta er ótrúlegt," sagði hann við Morg- unblaðið. Dyggir stuðningsmenn í Eyjum tóku undir, sungu baráttusöng IBV, kveiktu á blysum og fánar voru dregnir að húni. Konurnar í eldhúsinu í félagsheimilinu báru kræsingar í gesti eins og ávallt á heimaleikjum og glatt var á hjalla. „Sterk kvennadeild er eitt það mikilvægasta sem félag getur átt,“ sagði Jóhannes. „Þessar konur sjá til þess að alltaf er tekið veglega á móti aðkomuliðum, þær reka mót yngri flokkanna, Shellmótið og Pepsímótið, og þær skipuleggja alla rukkun á þjóðhátíð." Þó gera hafi mátt því skóna í nokkurn tíma að ÍBV yrði ís- landsmeistari var gífurlega mikil spenna í Eyjum fyrir leik. Messutíma var flýtt frá kl. 14 til 13 til að kirkjugestir kæmust örugglega á síðasta heimaleik ársins. Fyrrum þjálfarar Eyja- manna voru mættir á völlinn ásamt landsliðsþjálfaranum og fulltrúar KSÍ, fonnaður og framkvæmdastjóri, vora til taks og afhentu sigurlaunin í leikslok. Fljótlega eftir að titillinn var í höfn fóra að berast hamingju- kveðjur og skeyti, m.a. eftirfarandi frá Andvara VE-100. „Staddir á 4804N 4502V, Flæmingjagrunni. Okkur bárust góð- ar fréttir á öldum ljósvakans af árangri ykkar í dag. Til ham- ingju með íslandsmeistarabikarinn og þennan frábæra árang- ur hjá ykkur í sumar. Svo er að taka hinn bikarinn líka. Sigur- kveðjur, Pétur Sv. skipstjóri og áhöfn.“ Þolinmæði i öndvegi EKKI blés byrlega íyrir Eyjamönnum þegar Jó- hannes kom inn í stjórn knattspyrnudeildarinnar fyrir áratug, en hann hefur verið formaður undanfarin átta ár. Félagið, sem fagnaði bikarmeistaratitli 1968,1972 og 1981 og íslandsmeist- aratitli 1979, hafði verið í ákveðinni lægð og bamingurinn hélt áfram. Liðið slapp naumlega við fall úr 2. deild 1988 en reif sig upp árið eftir og kom mest á óvart í 1. deild 1990, gerði 39 mörk og endaði í þriðja sæti stigi á eftir Fram og KR. í ár hafa Eyjamenn átt samfelldri sigurgöngu að fagna, hófu tíma- bilið með því að verða deildameistarar, tryggðu sér íslands- meistaratitilinn um helgina, hafa staðið sig frábærlega í Evr- ópukeppni bikarhafa og leika seinni leikinn við Stuttgart í Þýskalandi á fimmtudag, mæta í „annan“ í bikar á sunnudag og spila síðan í meistarakeppninni annan miðvikudag. „Þessi árangur byggist á margra ára vinnu, mikilli þolin- mæði,“ sagði Jóhannes. „Kjarninn innan sem utan vallar hefur verið lengi saman en markviss uppbygging hófst þegar við réðum Sigurlás Þorleifsson þjálfara liðsins haustið 1988. Hann breytti hugarfarinu, kom því inn að knattspyrna væri fyrst og fremst vinna. Menn yrðu að leggja virkilega mikið á sig til að ná árangri. Sigurlás gerði mjög góða hluti hjá okkur og ruddi brautina, kom með nýja vídd og nýjar hugmyndir. Menn fóru að æfa markvisst flesta daga í viku.“ Sigurlás tók undir orð formannsins. „Við byrjuðum að æfa af meiri krafti en áður og byrjuðum fyrr. Baráttan hefur skilað sér í betri knattspyrnu og ánægjulegt er að sjá árangur starfs- ins í verki. Meistaralið á ávallt á hættu að missa leikmenn en staðan hér er það sterk að við eigum að hafa alla burði til að vera í toppbaráttu um ókomin ár.“ MÖRGUM er í fersku minni þegar ÍBV bjargaði Malli bjargvættur sér á ævintýralegan hátt frá falli 1992 og 1993 en bæði árin tryggði Martin Eyjólfsson liðinu áframhaldandi veru í 1. deild með mörkum í síðasta leik. Fyrra árið gerði varamaðurinn bæði mörkin undir lokin í 2:1 sigri á KA en seinna árið endur- tók hann afrekið með marki á 89. mínútu í botnslag við Fylki. „Malli var bjargvætturinn tvö ár í röð,“ sagði Jóhannes. „Við lentum í basli árið sem Lási hætti og þá stefndi í óefni. Margir fóru frá okkur en þá fengum við Jóhannes Atlason til að taka við liðinu og hann var rétti maðurinn til þess. í hópnum vora ungir strákar og hann hafði ekki annað að vinna úr. Jóhannes stillti upp þremur ungum og óreyndum strákum í vöm og það var kraftaverk að halda liðinu uppi. Hins vegar vildi hann ekki vera lengur með liðið og því réðum við heimamanninn Snorra Rútsson. Hugmyndin var að hann byggði upp lið til næstu ára en hann gaf ekki kost á sér í starfið nema í eitt ár. Þá varð okkar lán að fá Atla Eðvaldsson til starfans. Hann agaði liðið mjög vel og gerði góða hluti í tvö ár. Bjarni Jóhannsson tók við af honum og hefur staðið fagmannlega að verki, gert frábæra hluti. Uppbygging hans var mjög markviss allan síðastliðinn vetur svo og skipulag og hann hefur fengið strákana til að leggja á sig það sem þarf.“ Lárusar saknað ÞEGAR litið er af hæsta tindi yfir farinn veg er margs að minnast. Lið frá Vestmannaeyjum tók þátt í fyrsta íslandsmótinu í knattspymu 1912 og í grein Hermanns Kr. Jónssonar um sögu knattspymunnar í Eyjum kemur fram að leikmenn hafi verið tvo daga á leiðinni til Reykjavíkur. Siglt var til Stokkseyrar og gengið þaðan til Selfoss en daginn eftir farið með tveimur póstvögnum til Reykjavíkur - þó gengið upp Kambana. íþróttafélagið Þór var stofnað 1913, knatt- spymufélagið Týr 1921 og ÍBV 1945. Knattspyma átti erfitt uppdráttar í Eyjum fyrst og fremst vegna þess að flestir knattspymumennimir voru sjómenn eða störfuðu við fisk- vinnslu eða þjónustu tengda henni. 1955 var ÍBV fyrst með í 2. deild og 1967 tryggði liðið sér sæti í 1. deild í fyrsta sinn. Því era um þrír áratugir síðan Guðmundur Þórarinsson, Týssi, gerði fyrsta mark IBV í 1. deild, en hann varð bráðkvaddur í fyrradag. Síðan hefur félagið átt þrjá markakónga í deildinni, þar af einn tvö ár í röð. Tómas Pálsson var með 15 mörk 1972, Sigurlás Þorleifsson var markahæstur ásamt Lárusi Guð- Morgunblaðið/Golli JÓHANNES Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV og lögregluvarðstjóri í Eyjum, hefur haft lítinn tíma til að sinna fjölskyldunni að undanförnu en hann og 10 ára sonurinn Ólafur Björgvin voru stoltir með uppskeruna. GUÐJÓN HJÖRLEIFSSON BÆJARSTJÓRI Góð og jákvæð áhrif á bæjarfélagið uðjón Hjörleifsson, bæjarstjðri í Vest- mannaeyjum, leyndi ekki gleði sinni þegar ís- landsmeistaratitillinn var í höfn eftir 18 ára fjarveru. „Strákar, þið eruð frábærir," sagði hann eftir að Hlynur Stefánsson, fyrirliði ÍBV, hafði tekið við bikarnum sem nafnbðtinni fylgir „og erfitt verður að fá bikarinn frá Eyjum.“ Hann sagði við Morgunblaðið að árangurinn hefði mjög mikið að segja fyrir Vest- mannaeyjar og Vestmannaey- inga. „Auk þess hefur þessi sigur mjög mikla þýð- ingu fyrir íþrótt- ir og æskulýðs- starf í bænum. Ákveðið jákvæði fylgir og það er hluti af því sem hefur verið að gerast í samein- ingarmálunum. Strákarnir hafa sýnt að sam- staða, leikgleði og „karakter“ sem eru í fé- laginu skila sér þegar á þarf að halda. Með þessum sigri hafa Eyjamenn enn einu sinni sannað að þeir geta rif- ið sig upp þegar á reynir og fyrmefnd atriði hafa skilað meiri háttar árangri. Þegar haidið er rétt á spilunum næst árangur og ég hef þá trú að Eyjamenn eigi eftir að berjast um efstu sæti á næstu ámm, sem hefur mikið að segja fyrir okkur.“ Knattspymudeild ÍBV- íþróttafélags hefur gagnrýnt bæjarfélagið fyrir aðstöðu- leysi og formaður deildarinn- ar hefur líkt aðstöðunni við það sem þekkist hjá meðal 3. deildarliði en Guðjón sagði að markvisst væri unnið að uppbyggingu. „Þegar sam- einingin átti sér stað keypti bærinn eignir félaganna og síðan styður hann félagið með beinum styrkjum. Knattspymuráðið rekur vell- ina fyrir okkur og ÍBV- iþróttafélag rekur félags- heimilin en bærinn kemur á beinan og óbeinan hátt að starfinu. Við ætlum að halda áfram að byggja upp og af nógu er að taka en spurning- in er um forgangsröð. Á fjár- hagsáætlun em 10 milljónir króna f framkvæmdir og verður byrjað á íþróttamið- stöðinni en næsta ár er gert ráð fyrir að bæta búningsað- stöðu.“ Guðjón sagði að nefnd væri komin í fyrr- nefnt mál og Uóst væri að uppbygging kæmi öllum til góða. „Forystu- menn knatt- spymudeildar- innar em kraftaverka- menn, sem hafa fómað sér fyrir málstaðinn og eiga heiður skil- inn. Þeir hafa ávallt haldið sér réttum megin í peningamálum, aldrei eytt um efni fram og haft mikla og ömgga stjóm á hlutunum. Otrúlegt er hvað mennimir hafa mikið úthald til að standa f svo miklu sjálf- boðaliðastarfi sem raun ber vitni en það er svona sigur- stimd, sem gefur starfinu gildi.“ Eyjamenn hafa fengið mikla og jákvæða unifjöllun heima og erlendis vegna ár- angurs innanlands sem utan og sagði Guðjón hana hafa mikið gildi fyrir bæinn. „Við höfúm lagrt áherslu á að skapa jákvæð viðhorf til knattspymunnar og ég hef fúndið á ferðum mfnum um landið að við höfum mjög góða fmynd. Fyrir vikið fjölg- ar stuðningsmönnum og auð- veldara er að fá styrktarað- ila. Þetta er stærsta stundin í sögu knattspymunnar í Eyj- um og þetta er stórkostlegt fyrir bæjarfélagið því árang- ur knattspymumannanna hefur góð og jákvæð áhrif á það.“ GUÐJÓN Hjörleifsson, bæjarstjóri (Vestmannaeyj- um, var ánægður með lífið og tilveruna í Eyjum þegar Islandsmeistaratitillinn var í höfn. / fv M mM M §jjA_ Morgunblaðið/Sigfús G. Guðmundsson STJÓRNARMENNIRNIR Jón Óskar Þórhallsson og Tryggvi Kr. Ólafsson sjá um miðasöluna ásamt öðrum stjórnar- mönnum og missa því af fyrri hálfleik. Morgunblaðið/Sigfús G. Guðmundsson BJARNI Jóhannsson og Viktor Helgason eiga þaö sameiginlegt að hafa stýrt ÍBV til ísiandsmeistaratitils í knattspyrnu. mundssyni með 12 mörk 1981 og með 10 mörk eins og Heimir Karlsson árið eftir. Tryggvi Guðmundsson stendur í sporum markakóngsins í ár. Gleðin var mikil í Eyjum þegar ÍBV varð fyrst íslands- meistari 1979 og ánægja skein á ný úr hverju andliti í Eyjum sl. sunnudag - á fyrsta starfsári nýs félags, IBV-íþróttafélags. ,Ávallt hefur verið stemmning í kringum þetta,“ sagði Viktor Helgason, þjálfari meistaraliðs ÍBV1979, „en miklar framfarir hafa verið í knattspyrnunni. 1979 héldum við að framtíðin væri björt en botninn datt úr þessu hjá okkur. Vonandi höldum við dampi lengur núna og ég á von á því með nýju félagi og góðri umgjörð." „Margir hafa komið við sögu á löngum tíma en á þessum tímamótum sakna ég innilega eins úr hópnum, Lárusar heitins Jakobssonar, framkvæmdastjóra okkar,“ sagði Jóhannes og bætti við að fyrir fyrsta leik á hverju tímabili færi liðið og legði blómsveig á leiði hans. „Við voram jafnaldrar, saman í skóla og byrjuðum saman í ráðinu á sama tíma en hann markaði ákveðnar línur í rekstri og öðru sem við höfum fylgt eftir, var kraftaverkamaður í rekstri. Fyrir bragðið höfum við alltaf rek- ið þessa deild hallalaust og án skulda.“ Spilað með h|artanu FLESTA dreymir um að verða íslandsmeistari en Jóhannes sagði að Eyjamenn hefðu fyrst alavarlega stefnt á toppinn fyrir þremur árum. „Þegar strákar eins og Rútur Snorrason, Tryggvi Guðmundsson, Steingrímur Jóhannesson og Ingi Sigurðsson áttu þátt í að halda liðinu uppi sáum við að þeir gætu meira og hugmyndin var að byggja á þeim, halda vel utan um hópinn með þá von í huga að með þolinmæði tækist þetta. Þegar Atli tók við liðinu sagði hann að það tæki þrjú ár að verða meistari og nú eru þrjú ár liðin. Þetta hafðist undir stjórn Bjama og verk hans tala sínu máli.“ SJÁ BLS 4 Þ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.