Morgunblaðið - 28.09.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.09.1997, Blaðsíða 8
I 8 B SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER1997 MORGUNBLAÐIÐ i Helmingur fólks hjá því opinbera það sé að færa sig til innan þess geira. Petta á m.a. við um lækna og kennara." Helst ykkur þá illa á þessu fólki? „Nei, í sjálfu sér hefur okkur ekki haldist illa á því. En það er ýmislegt sem kemur uppá. Fólk fer í fram- haldsmenntun, hækkar í stöðu eða eitthvað slíkt. Að öðru leyti helst okkur vel á þessu fólki, ekki síst læknum. Þeir hafa verið nokkuð stöðugh\“ Hvernig atvinnulíf er hér á Egils- stöðum? „Nú, eins og ég sagði áðan, þá bygg- ist það fyrst og fremst á opinberum stofnunum. Hér er sjúkrahús, grunn- skóli og menntaskóli og Skógrækt rflris- ins. Það var öllu mannlífi hér á Héraði mikil lyfti- stöng, þegar Skógræktin fluttist hingað. Svo má hvorki gleyma litl- um fyrirtækjum, sem iðnaðarmenn reka, né versluninni, sem hér er þó nokkur. Auk þess eru hér nokkur fyrirtæki, sem háskólagengið fólk rekur á sínu sviði, s.s. lögmanns- stofa og verkfræðistofa. Allt eru þetta fyrirtæki, sem ganga mjög vel.“ Þú nefndir menntaskólann; nú fara stúdentarnir væntanlega suður í framhaldsnám og jafnvel út fyrir landsteinana. Snúa þeir aftur heim? „Sumir koma aftur já. Það er hér þó nokkuð um háskólamenntað fólk, sem hefur tekið stúdentspróf héðan, farið því næst til framhaldsnáms og komið aftur. En kannske eigum við ekki alveg nógu mörg störf fyrir þetta fólk. Það mætti svo líka gjarn- an vera duglegra við að búa sér sjálft til störf. Þetta er svo sem skiljanlegt, mönnum fínnst örugg- ara að vera í vinnu hjá öðrum, sem það og er. Það er erfitt að vera sjálfs sín herra. En sem sagt, þau fyrirtæki, sem menntafólk hefur byggt hér upp, ganga mjög vel.“ Á Austfjörðum er næg stóriðja Hefur fjarlægðin frá Reykjavík mikil áhrif á mannlífið hér? „Það er nú bæði og. Sko, við erum mjög stutt frá Reykjavík, að okkur finnst, vegna þess að við höfum flugið, eins þótt við séu tíu tíma að keyra suður, ef við förum landveg- inn. En þetta á við um ferðir fólks. Ef við hins vegar erum að tala um flutningaleið fram- leiðslu, þá horfir málið öðruvísi við. Það er m.ö.o. stutt að fara til Reykjavíkur, en langt á markað.“ Þú nefndir áðan ýmsa atvinnustarf- semi sem hér er, en er einhver atvinna sérstaklega bundin við Egilsstaði og Fljótsdals- hérað? „Þessi mikla skógrækt og það stóra átak sem er í gangi í því sam- bandi, er sérstæð fyrir héraðið. Þó eru ýmis tækifæri í sambandi við skógrækt, sem liggja ónýtt, eins og t.d. víngerðin. Gróðasjónarmiðanna vegna vilja menn sjá hana í of mikl- um mæli. Þegar ég kom fram með þá hugmynd, að gera vín úr birkisafa, hugsaði ég þetta staðbundið. Ég vil að vínið sé selt hér íýrir austan, bæði í Á.T.V.R., þaðan sem menn geta svo sem pantað það hvert á land sem vera skal, en ekki síður á veitinga- og gistihúsum hér á Héraði. En það má nýta skóginn til fleiri hluta, s.s. til lyfja og olíugerðar. Þessu finnst mér hafa verið of lítill gaumur gef- inn. Auðvitað yi’ðu það h'til fyrirtæki, sem af slíku gætu sprottið og þau mundu ekki hafa marga i vinnu, hvert um sig. En þau mundu auka fjölbreytni atvinnulífsins og þannig styrkja byggðina. Það eru einmitt Með auknu frelsi mun land- búnaðurinn rísa til fyrri vegs. Þig bar hingað að Egilsstöðum frá Eskifirði. Er mikill munur á þessum stöðum? spyr undirritaður, að fengnum þessum ánægjulegu upplýsingum um flótta hunda úr höfuðborginni. „Já, það er mikill munur", svarar Edda. „Þetta eru tveir ólflrir heim- ar. Annars vegar er það gamla góða sjávarplássið, þar sem lífið snýst um sjávarútveg með öllum þeim sveiflum, sem honum fylgja, þótt vissulega hafi dregið úr þeim síðan í síldarævintýrinu. Hér uppi á Héraði snýst allt hins vegar um þjónustu við aðra. Ætli helmingur vinnu- færra manna hér starfi ekki á opin- berum stofnunum. Atvinnulífið er því stöðugt og laust við skorpurnar sem fylgja sjávarútveginum. Svo er hér mikil þjónusta við bændur. Sú atvinna, sem henni fylgir, er einnig nokkuð stöðug. En vitanlega er hún háð því, að landbúnaðurinn verði ekki drepinn niður. Menn gera sér oft ekki grein fyrir því, að minnsta kosti ekki fyrir sunnan, að Island er harðbýlt land og landbúnaður því nokkuð dýr. En þótt það geti fljótt á litið verið ódýrara að flytja inn allar landbúnaðarafurðir, þá lifir engin sú þjóð til lengdar, sem ekki getur framfleytt sér á eigin fæðu. Það er sem sagt óhætt að segja, að Eski- fjörður og Egilsstaðir séu mjög ólflrir staðir. En þótt meiri stöðu- leiki sé hér, þá á það þó ekki við að öllu leyti. Hér er meira um að fólk sé að koma og fara. Þetta á við um fólkið sem starfar hér á ríkisstofn- unum. Það er alltaf nokkuð um, að EDDA K. Björnsdóttir. Morgunblaðið/Golli EGIÐU“ er sagt höst- um rómi, þegar und- irritaður knýr dyra að Miðhúsum á Egilsstöðum og kall- ar auk þess inn um opnar dyrnar þá frómu spurn, hvort einhver sé heima. Erindið er að ræða við húsmóðurina á bænum, Eddu K. Björnsdóttur. Komumaður verður nokkuð hvumsa yfir þessum óvæntu móttökum, en veitir þá at- hygli hundspotti einu við fætur sér. í því kemur Edda hæjandi til dyra. Segir hún hvutta hafa þann leiða vana, að taka gestum með gelti og hávaða, og þótt hann hafi að þessu sinni brugðið út af þeirri venju, taldi hún vissara, að gera honum ljóst, hvað til hans friðar heyrði, þegar hún varð gestakomu vör. Er ekki að orðlengja það, að undirrit- aður hefur ekki heyrt bofs í Depli, en svo kallast hundurinn, og telur húsmóður hans því hafa hann fyrir rangri sök.“ Já, segir Edda, eigin- lega er þetta grey flóttahundur úr Reykjavík. Hann kom hingað sem hvolpur fyrir tólf árum. Hvert ár í lífi hunda jafngildir sjö árum í lífi manna, þannig að þetta er eftir- launahundur." ✓ I Miðhúsum á Egilsstöðum býr Edda K. Björnsdóttir skógarbóndi ásamt manni sín- um og saman reka þau að auki litla tré- smiðju og litla verslun með munum unnum úr viði. Pjetur Hafstein Lárusson heim- sótti Eddu og komst að því að þar fer kona sem liggur ekki á skoðunum sínum. / Eg er eins og refurinn, fer mínar eigin leiðir i \ ) > > \ \ L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.