Morgunblaðið - 28.09.1997, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.09.1997, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1997 B 5 Betra andrúmsloft og aukin afköst Sighvatur Bjarnason, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum, hefur lagt íþróttalífi í Eyjum lið á margvísiegan hátt og var ma. einn af helstu forvígis- mönnum í sameiningarmál- inu fyrr á árinu. Hann sagði við Morgunblaðið að Islands- meistaratitillinn í knatt- spyrnu hefði mjög mikla þýðingu fyrir bæjarfélagið. „I fyrsta lagi skilar árang- ur í íþróttum betra og já- kvæðara andrúmslofti á vinnustað sem aftur skilar sér í betri afköstum," sagði hann spurður um ástæður afskiptanna af íþróttum. „I öðru lagi sýnir reynslan að þar sem er öfl- ugt íþróttastarf er minna um vandamál hjá börnum og ung- lingum og því er gott fyrir starfs- fólk okkar að vita af öflugu íþróttastarfi á svæðinu. Auk þess er mikil- vægt fyrir Eyj- arnar að við sé- um framarlega í íþróttum sem öðru og því styðjum við við bakið á íþróttun- um eins og við getum. Þetta er eins og í atvinnulífinu. Þegar ég kom aftur til Eyja fyrir fimm árum stóð atvinnulífið á brauðfótum og íþróttalífið gekk illa. Eiginlega hafði fólk ekkert jákvætt til að tala um en nú hefur orðið mikil breyting til batnaðar.“ Margvíslegur stuðningur Vinnslustöðin liefur verið einn helsti styrktaraðili IBV undaufarin ár og Sighvatur er fyrrverandi leikmaður. „Hópurinn núna er mjög skemmtilegur, skynsamir og góðir strákar, tvímælalaust besta Eyjalið sem við höfum átt og mjög gaman er að taka þátt í því að standa við bakið á svona öflugu liði.“ Stuðningur Sighvats og Vinnslustöðvarinnar hefur verið á ýmsan hátt. „Við höf- um veitt ákveðna fjármuni í starfið og reynt að leysa vandamál þegar til okkar hefur verið leitað, meðal annars með því að taka leik- menn £ vinnu. Við höfum ildrei orðið fyrir vonbrigð- um með þessa starfskrafta sem hafa skilað mjög góðu starfi. Þess ber að geta að í íþróttahreyfingunni vinna margir mjög gott starf og uauðsynlegt er að þeir fái róðan stuðning til að hægt sé að halda starfinu áfram. Hreyfingin er ekki rekin sannig að allt sé að fara á lausinn heldur er fjármun- um sem til eru skynsamlega i'arið í uppbyggingu til 'ramtíðar sem er mjög gott nál.“ Þór og Týr voru lögð nið- ir á árinu og stofnað nýtt fé- ag en Sighvatur beitti sér njög í því máli. „Sameining- n var mjög nauðsynleg og íom íþróttalífinu á fastari frunn. Nú sjáum við gríðar- ega öfluga íþróttahreyfingu ’ Vestmannaeyjum, sem við )yggjum á til framtíðar. Ég /ar sjálfur mikill Þórari og nér var mjög annt, um Þór ;n ég taldi best fyrir félagið ið við ættum eitt öflugt IBV. rjárhagslega gekk ekki að reka félögin í sitthvoru lagi.“ Sumir í Eyjum hafa áhyggjur af því að erfitt geti reynst að halda úti öflugu starfi í knattspyrnu og hand- knattleik í ekki fjölmennara bæjarfélagi en Sighvatur er á öðru máli. „Fótboltinn er mjög öflugur á sumrin og svo erum við að reyna að byggja upp handbolta á vet- uma. Meistaraflokkarnir í handboltanum hafa átt í erf- iðleikum vegna þess að leik- mennirnir fara yfirleitt í framhaldsnám í Reykjavík, sem hefur gert okkur erfitt fyrir, en fyrir vikið þurfum við að leggja enn meiri rækt við unglingastarfsemina í handboltanum en hingað til.“ Sighvatur kom að sölunni á Her- manni Hreiðars- syni til enska úr- valsdeildarliðs- ins Crystal Palace síðsum- ars og sagði brýnt að ala upp leikmenn sem gætu siðan skil- að fjármunum aftur til félags- ins. „Ég hef ákveðna reynslu af viðskiptum erlendis og var því meira en fús til að hjálpa klúbbnum sem hægt var £ nefndu samningamáli. Hins vegar er mjög brýnt fyrir okkur í Eyjum að halda úti mjög öflugu unglingastarfi með góðum þjálfurum, ná í unga leikmenn og gera við þá starfssamninga til lengri tíma. Þannig getum við byggt upp til framtíðar og komið strákum áfram í at- vinnumennsku, sem hafa áhuga á því, en um leið styrkt félagið. Því eigum við að vera opnir fyrir því að fá til okkar unga stráka sem við teljum að geti komist áfram.“ Unglingastarfið mikilvægt Ilaim sagði að margt hefði hjálpað til við að koma ÍBV á toppinn en mikilvægt væri að menn sofnuðu ekki á verðinum. „Arangurinn í knattspyrnunni er mörgu að þakka. Stjórnin er mjög öfl- ug og stjórnarmenn leggja sig einstaklega fram fyrir fé- lagið. Atli Eðvaldsson, þjálf- ari, lagði góðan grunn og í kjölfarið vorum við heppnir að fá Bjarna Jóhannsson, sem kom með nýja vídd inn í það sem fyrir var. Leik- mennirnir eru mjög góðir drengir, sem eru yfir höfuð skynsamir, flestir í námi og á svipuðum aldri, ná mjög vel saman. Með öðrum orð- um hefur allt smollið saman. Hins vegar mega menn ekki sofna á verðinum. Ekki má fara út í það að eyða miklum fjármunum í leikmenn held- ur verður að byggja framtíð- ina upp af skynsemi með því að leggja aukna rækt við unglingastarfið. Þar er vaxt- arbroddurinn. Samt sem áð- ur veltur allt á þvf hvað Ieik- mennirnir gera. Þegar er farið að tæta f liðið sem kemur ef til vill ekki á óvart því árangurinn er mikill og leikmennirnir góðir. Hins vegar er sárt að horfa uppá þjálfara annarra innlendra liða sækja í okkar leikmenn fyrir erlend lið. Það er óþol- andi.“ Sighvatur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Vinnslustöðv- arinnar í Vestmannaeyjum , Morgunblaðið/Golli LEIKMENN IBV nutu þess að slappa af í heitu pottunum við sundlaugina eftir að titlinum var landað. Stjórnarmenn og leikmenn leggja blómsveig á leiði Lárusar Jakobssonar fyrir fyrsta leik hvers tímabils. NÁMSAÐSTOÐ við fá sem viíja ná vaCdi á námi sínu í s(@tá - grunnstjóCa - framfiaííssfcóla - háskóía Fyrir hverja? Námsaðstoð er t.d. fyrir: • Þá sem þurfa að ná sér á strik í skólanámi • Þá sem hafa skipt um skóla og þurfa að ná upp yfirferð í nýja skólanum • Þá sem vilja rifja upp námsefni fyrir frekari skólagöngu eða til að nota í daglega lifinu 10. bekkingar athugið! Undirbúningur fyrir samræmd próf í ÍSLENSKU, STÆRÐFRÆÐI, ENSKU OG DÖNSKU • Stutt námskeið - misserisnámskeið • Litiir hópar - einstaklingskennsla • Reyndir kennarar með kennsluréttindi • Mikið ítarefni - mikil áhersla lögð á námstækni Og hvað segja nemendurnir um þjónustuna? - „Ég vildi að ég hefði byrjað fyrr“ - „Besta kennsla sem ég hef fengið" - „Allt skýrt út fyrir mér á einfaldan hátt" - „Góður undirbúningur undir próf" - „Mjög góðir kennarar" - „Ég hækkaði mig um fimm heila í einkunn" - „Ég lærði þriggja ára námsefni á einu ári" - „Mjög vingjarnlegt andrúmsloft" Skólanemar athugið! Námsaðstoð í byrjun vetrar nýtist ykkur allan veturinn. Geymið ekki að undirbyggja nám ykkar þar til það er orðið of seint. Munið að nám tekur tima. Upplýsingar og innritun kl. 17-19 virka daga i sima 557 9233 og i símsvara allan sólarhringinn. Fax 557 9458. 9{emendapjónustan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.