Morgunblaðið - 28.09.1997, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.09.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1997 B 11 MARY Pilgrim reyndist Eyjólfi betri en enginn á meðan á Astralíudvöl hans stóð. BRÚIN sem fangarnir í Port Arthur byggðu árið 1823 og er elsta brú sem enn er í notkun í Ástralíu. það var alger óþarfi að senda saka- menn á stað þar sem auðæfí voru innan seilingar og frjálsir Englend- ingar gætu nýtt sér þau og greitt konunginum það sem konungsins var. Þannig að fangarnir í Port Arth- ur fengu að deyja út eins og geirfugl- inn og fangabúðirnar voru, eins og fyrr segir, endanlega lagðar af árið 1877. Hörmungar nútímans Hörmungum Tasmaníu lauk ekki þegar fangabúðirnar voru lagðar niður. Það er ekki nema rúmt ár síðan rúmlega tvítugur maður gekk berserksgang í Port Arthur með alvæpni og hafði drepið 35 manns áður en lögreglu tókst að yfirbuga hann. Það er auðvelt að ímynda sér hversu mikil blóðtaka þetta er fyrir lítið samfélag, einkum og sér í lagi þegar það er „einn af oss“ sem verknaðinn fremur. Það var greini- legt að þessi atburður hafði sett sitt mark á íbúana, því minnismerki hafði verið komið upp þar sem morð- in voru framin og þar voru ávallt afskorin blóm sem ættingjar hinna látnu og aðrir bæjarbúar sáu um að endurnýja reglulega. Blómaborgir En tökum nú upp léttara hjal. Tasmaníubúar eru ákveðnir í að láta það í friði sem liðið er og leggja nú metnað sinn í að varðveita gróður og dýralíf eyjarinnar. Þeir hafa kom- ið sér upp afskaplega fallegum görð- um þar sem gróðurinn er látinn njóta sín til fullnustu. Hver borg á Tasmaníu hefur sinn garð þar sem sérstæður gróður, bæði blóm og tré, er í hávegum hafður og er hreinasta unun að ganga um þessi svæði og njóta bæði fegurðar gróðursins og ilmsins sem leggur frá honum og á engan sinn líka. Og það er ekki einungis gróðurinn sem gleður mannsins hjarta, heldur eru þar fallegar brýr, gosbrunnar og hljómskálar, þar sem reglulega eru haldnir tónleikar fær- ustu listamanna, þannig að ekkert skynfæri er skilið út undan. Til að mynda í borgargarði Launceton er að finna ótrúlegt úrval blóma, tjarn- ir með öndum þar sem má una sér lengi dags við að fóðra og dást að ótrúlega fjölbreyttu úrvali anda og þar er lengsti bekkur í heimi og ennfremur apaeyjan sem flestir ef ekki allir kunna vel að meta. Fiskveiðar og strandlíf Á austurhluta eyjarinnar er fjör- ugt atvinnulíf. Þar er smábátaútgerð í miklum blóma, þar eru auðug fiskimið sem hafa dregið til sín dugmikla sjómenn víðs vegar að úr veröldinni. Baðstrendur þar eru með þeim bestu í heiminum. Sjórinn er hreinn og sandurinn hvítur og mjúkur. Til marks um umfang þessara stranda eru nöfnin 7 mílna strönd og 9 mfina strönd. Innar i landinu er að.fínna Meet- us-fossa. Þeir eru vemdaðir þannig að aðgangur að þeim er einungis leyfður í fylgd fararstjóra um helg- ar. Umfang þeirra er slíkt að nær stöðugt er regnbogi yfir þeim. Feg- urð þeirra er ólýsanleg og því birti ég mynd af þeim ef hún skyldi gefa einhveija hugmynd um hvað mætir augum manns á þessum sérstæða stað. Of stutt ferð Ferðin sem ég fór til Tasmaníu var aðeins sex daga hópferð. Ég get frætt tilvonandi ferðalanga þangað um að það er ekki nándar nærri nóg. Ef ég hefði haft tækifæri á að skoða allt það sem þar er upp á að bjóða, væri ég þar eflaust enn og umfjöllunin hefði orðið bók í þremur bindum en ekki blaðagrein. Ástralía er stór og ég á enn eftir að skoða og upplifa sitt af hveiju og verður frá því skýrt síðar. ^pccjar cg var VLTL(0 átti écj dmum rner nm ac) verda arkilckl en écj lél aOrei verda ajj fiví (SÁli ordiðer écj jjarin aéhcrfp >æma niarcjl sei/i n/ér hejy)i jwU /'fl í hött aðrjera hér crc)//r ftjrr, ti/ ðcemis cjceti écj hacjsar) mér ac) bycfcjja kíththás fjijrir sjálfyi micj. Olga Sverrisdóttir, ritari Góð afkoma lífeyrissjóðanna - góðar fréttir fyrir þá sem ætla að lifa vel og lengi! Fjárhagsstaða almennu lífeyrissjóðanna er góð og eignirnar aukast stöðugt. Ávöxtun sjóðanna hefur batnað ár frá ári og stenst fyllilega samanburð við ávöxtun í séreignarsjóðum. Rekstrarkostnaður lífeyrissjóðanna er einnig mun lægri en hjá séreignarsjóðum og sameining lífeyrissjóða hefur aukið hagkvæmni lífeyriskerfisins í heild. Cóð ávöxtun lífeyrissjóðanna skilar sér til þín í auknum réttindum. Séreignarsjóðir Fjöldi Eignir (milljarðar) Hrein sjóðfélaga ávöxtun 4.076 11,7 8,1% 103.836 241,4 8,1% LÍFEYRISSjÓÐIRNIR lifðu vel og lengi Heimild: Bankaeftirlit Seðlabanka Islandt 1997. Greiðandi sjóðfólagar, eignir og ávöxtun 1996.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.