Morgunblaðið - 28.09.1997, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.09.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1997 B 21«-- maður Presleys síðla árs 1955 og var við stjómvölinn upp frá því. Líkt og Elvis Presley er mesti rokksöngvari sög- unnar er Parker fremstur meðal umboðsmanna; risinn sem gerði Elvis Presley að stærri stjömu en dæmi era um. Aðdáendur Presleys hafa látið þung orð falla um Park- er og hvemig hann hagaði seglum sífellt eftir vindi, en hann hafði hag umbjóðanda síns, og sinn vissulega um leið, í huga í einu og öllu og víst er það einstakt hve lengi Presley hélst í sviðsljósinu, allt frá því 1955 og þar til hann féll frá. 75 óútgefín lög Til að minnast dánarafmælis Presleys gaf RCA út fjögurra diska safn 100 laga Presleys, þar á meðal 75 sem ekki hafa heyrst áður eða þá í annarri mynd. Fyrir vikið gefst fá- gætt færi á að skoða tónlist- arsögu Elvis Presleys frá því hann breytti gangi sögunnar í Sun hljóðverinu fyrir rúmu fjörutíu árum og þá frá annarri hlið en ef rótað er í plötusafninu, því að hlusta á safnið er eins og vera fluga á vegg í hljóðveri. Onnur prafuupptaka Presl- eys er í safninu, I’ll Never St- and in Your Way, gömul lumma sem dugði til að kom'- Sam Phillips á bragðið, og síðan rekur hver perlan aðra, frumgerð That’s AU Right, Blue Moon, sem breytist úr mærðarpoppi í magnaðan blús. Good Rockin’ Tonight varð vinsælt í meðfóram blúshróparans Wynonie Harris og annar blúshrópari, Roy Brown, samdi það. Þótt þeir hefðu báðir tekið það upp með krafmiklum horna- flokki og fjölskipaðri hljóm- sveit náðu þeir ekki sömu spennu og sama krafti og Presley. Síðasta lagið sem Peresley tók upp fyrir Sun var kannski það besta, af- bragðsútgáfa á blúsnum Mystery Train eftir Junior Parker og Sam Phillips. Upp- runaleg útgáfa, sem Junior Parker söng inn á plast, var fyrirtaks blús um lestina sem bar unnustuna á brott, söng- urinn þrunginn eftirsjá og sektarkennd; það var söngv- aranum að kenna að hún fór, hann gerði eitthvað eða sagði sem hann hefði betur látið eiga sig. Presley gefur lítið fyrir tregann, hann iðrast enskis og þó lestin beri stúlk- una á brott skín í gegn að hann hyggst gera eitthvað í málinu, ekkert vol og víl; í stað þess að harma hlutskipti sitt ætlar Prelsey að gera eitthvað í málinu, hann er glaðbeittur og ákveðinn. Upphafsár söngferils Elvis Presley era tónlistaráhuga- mönnum sérstakt hnossgæti og plötumar með upptökun- um úr Sun-hljóðveri Sam Phillips eru með bestu og merkustu upptökum rokk- sögunnar. Reyndar má halda því fram að þó Presley ætti eftir að syngja inn á band lög sem nutu margfalt meiri hylli hafi hann ekki náð öðram eins hæðum aftur fyrr en hann sneri aftur til Memphis tólf áram síðar. Þar lék með honum hússveit Americal hljóðversins, sem Chips Moman stýrði, besta hljóð- verssveit þeirra tíma og goð- sögn í rokksögunni. Chips hélt um stjómvölinn en í sveitinni vora Reggie Young á gítar, Bobby Wood á píanó, Bobby Emmons á orgel, Tommy Cogbill og Mike Leech á bassa og Gene Chrisman á trommur. Þessi sveit hafði leikið inn á 60 smá- skífur sem komist höfðu inn á vinsældalista á hálfu öðra ári og fyrir þeim var Elvis Presley bara eitt verkefni til. Alls tók Presley upp 21 lag á viku og mánuði síðar fjórtán lög á sex dögum, ótrúleg af- köst, ekki síst í Ijósi þess að fimm smáskífúr úr upptöku- lotunum fóru inn á topp tutt- ugu, þar af eitt lag á toppinn, Suspicious Minds, sem Presley hafði ekki tekist síðan 1962, og tvær breiðskífur sem náðu gullsölu. Varla dæmi um upptökur sem hafa borgað sig eins vel og þessi hálfi mánuð- ur í ársbyrjun 1969. Klassísk popplög og eftirminnileg Presley-vinir halda mikið upp á þessar upptökur, sem gefnar vora út á tveimur breiðskífum From Elvis in Memphis og Back to Memph- is, sem var hluti af pakkanum From Memphis to Vegas / From Vegas to Memphis, og víst era þær með því besta sem Elvis Presley tók upp ef ekki það besta. Hvers vegna er ekki gott að segja, vissu- ' lega fékk hann betri lög i hendumar því hann áttaði sig á því að lagasmiðir sættu sig ekki lengur við það að láta af hendi útgáfuréttinn til fyrir- tækis Presleys, eins og Par- ker gerði að skilyrði ef menn vildu að Presley tæki þau upp. Vendipunkturinn var þegar Presley vildi syngja Suspicious Minds eftir Mark James sem Moman átti út- gáfuréttinn á. Moman lét sig ekki og hótaði á endanum að henda öllu genginu út, sem varð til þess að hann hélt réttinum og Parker og félag- ar létu af siðleysinu. Frægustu lögin frá vetrar- upptökunum í Memphis eru áðurnefnt Suspicious Minds og In the Ghetto, sem naut og mikillar hylli, bæði klass- ísk popplög og eftirminnileg. Enn eftiminnilegri era þó blúsarnir sem Presley söng, Stranger in My Home Town, Don’t Cry Daddy og perlan Long Black Limousine, lag sem jafnast á við Mystery Train sem getið er að fram- an. Elvis Presley átti aldrei eftir að ná viðlíka snilld á plast, enda hvarf hann til Las Vegas í kjölfarið. Hann átti þó eftir að taka upp grú- ann allan af tónlist fram til þess að skrokkurinn gafst upp á offitunni og lyfjaátinu í ágúst fyrir tuttugu áram. Þar er margt gott lagið að finna, eins og heyra má á safninu sem er kveikjan að þessu vangaveltum og gefur reyndar merkilega mynd af* merkilegum tónlistarmanni. Einna merkilegast er kannski að í kassanum er mikið safn trúarsöngva, sem Presley söng inn á plast reglulega allan sinn tónlist- arferil. Trúin var snar þátt- ur í lífi hans, þótt hann hafi misst sjónar á henni mitt í öllum íburðinum og prjálinu, en hjartnæmustu upptök- urnar era trúarsöngvamir, þar sem hann söng inn á plast lögin sem litað höfðu æsku hans, lög sem hann hafði sungið í kirkju eða hlustað á í útvarpi. í þeim fæst kannski besta myndin^ af ungmenninu sem aldrei náði að verða fullorðið, en eftirminnilegasta lagið í lagasafninu er kannski síð- asta lagið á disknum, gamli slagarinn My Way, sem Presley vildi ekki syngja af hjátrú, trúði því að það yrði það síðasta sem hann syngi inn á band. Gekk og eftir því þremur mánuðum síðar var hann allur. Auglýslng þcssi er elngöngu blrt (upplýsingaskynl. Skuldabréf Útgerðarfélags Akureyringa hf.___________ 1. flokkur 1997 á Verðbréfaþing íslands Verðbréfaþing íslands hefur ákveðið að taka skuldabréf ÚtgerðaifélagsAkureyringahf, l.flokk 1997 á skrá. Bréfin verða skráðfimmtudaginn 2. október nk. Skráningarlýsingu og þau gögn sem vitnað er til í henni s.s. samþykktir og síðasta ársreikning er hægt aðfá hjá Kaupþingi hf. umsjónaraðila skráningarinnar. KAUPÞING HF Ármúla 13A • 108 Reykjavík • Sími 515 1500 • Fax 515 1509

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.