Morgunblaðið - 28.09.1997, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.09.1997, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1997 B 17 I i 5 I I I I 9 i I . i I 3 I Andlegri heilsu Reagans hrakar Los Angeles. Daily Telegraph. ANDLEGRI heilsu Ronalds Reag- ans, fyrrverandi Bandaríkjafor- seta, hrakar ört og er hann það þungt haldinn af Alzheimer-veiki, að hann getur ekki haldið uppi samræðum og þekkir sjaldnast nána ættingja sína, að sögn sonar hans Michaels Reagan. „Það er hægt að tala til hans, en úr því verða engar samræður," sagði forsetasonurinn, sem er á ferðalagi um Bandaríkin að kynna nýjustu bók sína sem ber nafnið „Borgin á hæðinni: að uppfylla framtíðarsýn Ronalds Reagans fyrir Ameríku.“ „Nú orðið man hann ekki alltaf hvað ég heiti er ég heimsæki hann. En hann veit hver ég er. Ér er náunginn sem faðmar hann alltaf að sér,“ sagði Michael Reagan um föður sinn. Hann sagði að forsetinn fyrrverandi, sem orðinn er 86 ára, væri að öðru leyti við hestaheilsu líkamlega. Fer hann í gönguferð daglega í fylgd leyniþjónustu- manna og leikur öðru hverju golf með lækni sínum. Trúboðinn Billy Graham, gamall vinur Reagans, lýsti nýlegri heim- sókn sinni til Ronalds og Nancy Reagan á heimili þeirra í Bel-Air í Los Angeles. Kvaðst hann hafa orðið fyrir áfalli er honum varð ljóst hversu illa Alzheimer-sjúkdómurinn væri búinn að leika Reagan. Hann sagði að þeir hefðu setið að spjalli í hálftíma þegar forsetinn fyrrver- andi sneri sér að konu sinni og sagði: „Heyrðu, ég á að hitta Billy Graham klukkan tvö.“ Hún svar- aði: „Þú hefur verið að tala við hann síðasta hálftímann." Sagði Graham að hann hefði þá horft á sig, staðið upp og gengið út að glugga, komið aftur og sest í stól og haldið áfram að spjalla. Þrátt fyrir þverrandi andlega heilsu dafnar arfleifð Reagans. Hag- sældin í Bandaríkjunum er að sögn margra leiðtoga repúblikana afleið- ing umsköpunar í efnahagslífmu sem hann beitti sér fyrir í forsetatíð sinni. Þá er stutt í að Ronald Reag- an-byggingunni, utanríkisviðskipta- stofnun í Washington, verði lokið. Þar munu 7.000 ríkisstarfsmenn hafa vinnu og er L-laga byggingin sú næststærsta í Bandaríkjunum. Einungis bygging varnarmálaráðu- neytisins, Pentagon, verður stærri. Japanska þingið Skipan Koko Soto harðlega gagnrýnd Tókýó. Reuter RYUTARO Hashimoto, forsætis- ráðherra Japans, hefur þurft að verja þá ákvörðun sína að skipa Koko Soto í embætti yfirmanns rekstrar- og samhæfingarstofn- unar japanska þingsins. Skipan hans fyrir rúmri viku hafði verið harðlega gagnrýnd. Soto, sem var dæmdur fyrir mútuþægni árið 1976, er fyrsti maðurinn, sem skipaður hefur verið í embætti á japanska þing- inu eftir að hafa hlotið dóm. Hann var einn af höfuðpaurun- um í svokölluðu Loekheed- hneyksli sem upp komst í kjölfar rannsóknar á vegum Bandaríkja- þings á mútugreiðslum banda- rísks flugvélaframleiðanda. Soto, sem á þeim tíma var aðstoð- arflutningamálaráðherra, hlaut tveggja ára skilorðsbundinn dóm auk þess sem honum var gert að greiða sekt upp á tæpar 600 þús- und krónur. Hashimoto réttlætti skipan Sotos með því að hann verðskuld- aði annað tækifæri enda hefðu kjósendur sýnt traust sitt til hans í kosningum. Soto hefur 11 sinn- um verið kjörinn á japanska þingið, þar af fjórum sinnum eftir umræddan dóm. Þrýstingur eldri áhrifamanna Hashimoto tilkynnti skipun Sotos er hann kynnti nýjar breyt- ingar á stjórn sinni á fimmtudag. Þetta var í annað skipti sem hann gerir breytingar á stjórninni, sem mynduð var árið 1996, og eru þær taldar miða að því að styrkja stöðu hans innan flokks- ins. Skipan Sotos, sem nýtur stuðnings eldri áhrifamanna í flokknum, var harðlega mótmælt í japönskum dagblöðum og á heimasíðu forsætisráðherrans á alnetinu. Meðal annars var varp- að fram spurningum um stöðu Hashimotos innan flokksins en hann hefur hingað til þótt hafa þar sterka stöðu. Á blaðamanna- fundinum tók Hashimoto á sig alla ábyrgð á skipan Sotos. Cjarðpíön tustöðin Viö veg ||nr 3741 Hvammur)f í Ölfusi CiarÖyrkjufólk ! Sterkar víöiplöntur ipottum fyrir hau stgróÖu rsetn in gar. Hagstætt verö. Sími 483 4840' I lu^Icióii bjóóu öóru siimi lieimsborgaræv SCIll .) /,'J,'í 1,1 hkn Qo slo í gcgn 1 Vcr'l)a \ -* -rr-- 1 yi 0 v| ■ á ótrúlegu verði 26 • 30. nóveml)er • Gisting • íslcnsk fararstjóm • Hátíðarkvöldverður • Verslunarferð til Worcester Factory Outlet • Frímiðar á 2 skemmtistaði Adoins 3Q.Q60 kr.* ámann i tuíbýli i 4 nætur fyriraðeins 39.960 kr* á mann í tvfbýli í 4 nætur á Tremont Hotel, góðu hóteli með veitingastað og tveimur næturklúhbum í leikhúshverfinu í Boston og nálægt helstu verslunargötum í miðborginni. íslenskur fararstjóri: Einar Bollason hefur með höndum almenna ■ Innlfallð í veröi: Flug, flugvallarskattar, ferðir til og frá flugvelli erlendis, gisting, fararstjóm, þakkargjörðarkvöldverður, verslunarferð til Worcestcr Factory Outlet og frímiði á 2 skemmöstaði. Hafið samband við söluskrifstofur Flugleiða eða símsöludeild Flugleiða í síma 50 50 100 (svarað mánud. - föstud. kl. 8 -19 og á laugard. kl. 8 -16.) fararstjóm og leiðbeinir hátíðargestum um einstæðan verslunar- menningar- og íþróttaheim borgarinnar. Vefur Flugleiða á Intemeönu: www.icelandair.is Netfang fyrir almennar upplýsingar: info@icelandair.is FLUGLEIÐIR Traustur tslenskur ferðafélagi Y

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.