Morgunblaðið - 28.09.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.09.1997, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER1997 MORGUNBLAÐIÐ \BV BJARNI Jóhannsson sagði eftir sigurinn á Keflavík að margir þættir hefðu áhrif, ekki síst uppeldið - hvað sagt er við strákana í æsku og hvað þeir fá að borða. „Án þess að ég sé að gera lítið úr öðrum held ég að svona stað- ir séu með miklu meiri sál en þéttbýlustu svæð- in. Hver hefur sinn stíl og hér einkennist líf fólks af dugnaði og mikilli vinnu.“ Jóhannes sagði að þetta skipti máli. „Hjartað í leikmönnum er mjög sterkt - þeir spila mikið með hjartanu. Gleðin er mik- il og strákarnir hafa ofboðslega gaman af þessu, hafa metnað fyrir því að standa sig fyrir hönd félagsins og ekld síst fyrir hönd Vestmannaeyja. Við erum ekki það sterkir að leikmenn geti leyft sér að spila fyrir sjálfa sig og peninga heldur verður Eyjahjartað og liðshjartað alltaf að vera númer eitt, tvö og þrjú. Þessi styrkleiki er fyrir hendi og samstaðan í hópnum sést vel á því sem strákamir hafa verið að gera í frítíma sínum á kvöldin fyrir félagið. í sumar tóku þeir sig til dæmis til og bættu aðstöðuna fyrir leikmenn, bjuggu til litla setustofu, smíðuðu þvottaaðstöðu og svo má lengi telja.“ í FYRRA tóku Eyjamenn upp á því að fagna hverju Gleðin í fyrirrúnti marki á sérstakan hátt og mæltist þessi nýbreytni almennt vel fyrir. „Fögnin“ vöktu athygli og gleðin smitaði út frá sér. „Leifur Geir Hafsteinsson og Malli eiga heiðurinn af þessum fögnum en Snorri Rútsson vakti menn til umhugsunar varð- andi mikilvægi háttvísi og prúðmannlegs leiks. Atli hélt upp- teknum hætti og agaði liðið mjög vel en undanfarin tvö ár höf- um við fengið Dragostyttuna fyrir að vera prúðasta liðið og allt bendir til þess að við fáum hana einnig í ár. Léttleiki og hraði eru greinilega vænlegir þættir til árangurs en ekki er endalaust hægt að vera með „fögn“ - gleðin getur verið með ýmsu móti.“ Hann sagði að leikgleði Eyjamanna væri ekki aðeins sigur fyrir þá heldur íslenska knattspyrnu því hún smitaði út frá sér. „Við höfum skapað ánægjulega ímynd sem hefur fallið vel í kramið um allt land. Þess vegna er þessi gleði sigur fyr- ir fótboltann, góð fyrirmynd fyrir knattspyrnuna í framtíð; inni. í þessu sambandi má líka nefna að einkunnarorð KSI eru „reyklaus knattspyrna til sigurs,“ og við erum með reyk- laust lið.“ ÍBÚAR í Eyjum eru tæp- lega 4.700 og hefur vakið BæjarféKagid á eftir athygli að lið Eyjamanna hefur að mestu leyti verið skipað heimamönnum sem margir hverjir hafa stundað nám í Reykja- vík á veturna. „Okkur hefur reynst happadrjúgt að hafa þenn- an hátt á varðandi mannskapinn og verið mjög lánsamir með aðkomumenn," sagði Jóhannes. „Zoran Milkovic hefur til dæmis reynst algjör gullmoli og aðrir hafa fallið vel inn í hóp- inn. Hins vegar hafa flestir talið að ómögulegt væri að halda úti liði með svona tvöföldu kerfl. Ferðakostnaðurinn er gífur- lega mikill, um þrjár milljónir á ári fyrir meistaraflokkinn en ekki nema um ein milljón fyrir alla flokka hjá félögum á Reykjavíkursvæðinu. Þá verðum við að vera með tvo þjálfara í starfi yfir vetrartímann, einn í Eyjum og annan í Reykjavík auk þess sem við þurfum að greiða fyrir alla aðstöðu fyrir sunnan. En við höfum haldið að okkur höndum eins og unnt er. Fyrst og fremst vegna tvískiptingarinnar höfum við farið í æf- ingaferðir til útlanda á vorin. Við höfum fengið að heyra að þessar ferðir séu bara skemmtiferðir en það er af og frá. Nauðsynlegt er að hópurinn komi saman og búi sig undir átök tímabilsins og ég held að árangurinn 1 Evrópukeppninni sé að- allega því að þakka að menn hafa leikið við lið erlendis, sem eru í ámóta styrkleikaflokki og til dæmis Hibemians frá Möltu, sem við slógum út í sumar. Þessar ferðir hafa þjappað hópnum mjög vel saman og þess ber að geta að strákamir hafa sjálfir safnað fyrir ferðakostnaðinum. Þessar ferðir hafa sannað ágæti sitt og með bættan árangur í huga held ég að við þyrftum að fara að minnsta kosti tvisvar út í æfingabúðir á veturna." Atli Eðvaldsson sagðist aldrei hafa kynnst eins atorkumiklum mönnum og stjómarmönnum knattspymudeildar IBV en með Jóhannesi í stjóm em Eggert Garðarsson, Jóhann Freyr Ragn- arsson, Jón Óskar Þórhallsson, Tryggvi Kr. Ólafsson, Siguijón Birgisson og Guðni Hjörleifsson. „Mennimir hugsa aðeins um hvað sé félaginu fyrir bestu. Þeir börðust á móti straumnum en höfðu erindi sem erfiði og ÍBV-íþróttafélag varð að veruleika í ár. Þeir snúa bökum saman og gera bókstaflega allt.“ Jóhannes sagði að vissulega hefði starfið verið á fárra hönd- um og nauðsynlegt væri að fá meiri stuðning frá bæjarfélag- inu. „Við höfum reynt að hlúa að öllu eins vel og hægt er en því miður höfum við orðið fyrir miklum vonbrigðum með bæjarfé- lagið öll þessi ár. í langan tíma höfum við hamrað á því að bæta þurfi aðstöðu fyrir leikmenn eins og öll bæjarfélög, jafn- vel mun minni en okkar, hafa gert fyrir löngu. Þegar Týr og Þór vom var meistaraflokkur IBV eins og aukahjól í kerfinu, hjól sem fámennur hópur reyndi að rúlla. Um sjö til átta EYJAMENN fögnuðu gífurlega og hlupu sigurhring á Hásteinsvelli þegar titillinn var í höfn. Morgunblaðið/Golli Komum fagnandi E: f I inar Gylfi Jónsson, sál- fræðingur, hefur verið I formaður stuðnings- mannaféiags ÍBV á Reykja- v/kursvæðinu frá byrjun, tek- ið virkan þátt í starfinu utan vallar og liðsinnt leikmönn- um. „Þetta byijaði allt í kjölfar gossins 1973,“ sagði Einar Gylfi við Morgunblaðið spurður um stuðningsmanna- félagið. „ÍBV neyddist til að leika heimaleikina í Njarðvík og landflótta Eyjamenn í landi litu á leikina sem nokk- urs konar átthagamót. ÍBV var „spútniklið" deildarinnar 1990 og vegna árangurs- ins var mikil stemmning fyrir liðinu í bænum. Þá ákváðum við að mynda formlegan félagsskap en samt fór þetta ekki al- mennilega í gang fyrr en 1994.“ Eyjamenn hafi vakið mikla athygli fyrir skemmtileg tilþrif, glens og gaman. Þeir áttu Tryggvagötuna fyrir bik- arúrslitaleikinn í fyrra, troðfylltu flugskýii á Reykjavíkurflugvelli fyrir „fyrsta“ f bikar í ár og eru að huga að enn einum samverustað fyrir bikar- úrslitin 5. október. Þeir hafa verið áberandi á pöllunum, jákvæðir og drffandi, og fyrir vikið heiðraði Háttvísinefnd KSÍ stuðningsmennina á fasta- landinu 1995, en einkennis- orð þeirra eru „komum fagnandi“. „Það er rétt, okkur hefur tekist að skapa jákvæða stemmningu," sagði Einar Gylfi. „Ekki er mikil hefð fyr- ir starfsemi svona klúbba í landinu og því höfum við nán- ast getað gert það sem við viljum. Fyrir vikið höfum við átt auðvelt með að yfirgnæfa stuðningsmenn flestra heima- manna á útileikjum ÍBV nema helst á Skaganum. Okkur hef- ur tekist að skapa skemmti- lega umgjörð á útileikjunum og viljum þakka okkur pínu- lítið fýrir árangur liðsins. Fyrsta árið okkar vannst eng- inn leikur á útivelli en í sum- ar er liðið taplaust á útivelli. Auðvitað ráða strákarnir úr- slitum inni á vellinum en Morgunblaðið/sigtas U. Uuðmuntísson KAFFIDÖMURNAR og þær sem sjá um að rukka. Frá vinstri: Svava Björk Johnsen, Svanhildur Guðlaugsdóttir, Paloma Ruiz Martinez, Rósa Sveinsdóttir, Þórunn Ingvarsdóttir, Katrín Freys- dóttir, Guðríður Þorvaldsdóttir, Inga Hjálmarsdóttir, Hanna Þórðardóttir, Jóna Björgvinsdóttir, Ragnheiður Ástvaldsdóttir, Ragnheiður Víglundsdóttir, Laufey Grétarsdóttir, Tamara Miljkovic með Slavicu Miljkovic í fanginu, Júlía Bergmann, Kristný Tryggvadóttir, Ingibjörg Bjarnadótti, Ása Björk Hansdóttir og Nína Björk Gísladóttir fyrir framan. Morgunblaðið/Steinþór HEIMIR Hallgrimsson, nýkjörinn for- maður stuðningsmannafélagsins í Eyj- um, í ræðustól og Einar Gylfi Jónsson, formaður stuðningsmannafélagsins á Reykjavíkursvæðinu. kannski eigum við eitthvað í sigrunum.“ Félag stofnað í Eyjum ÍBV-íþróttafélag var stofnað snemma árs og eitt fyrsta verk knattspymudeildar var að koma á stuðningsmanna- félagi í Eyjum með því mark- miði að auka samskipti stjómar og áhangenda. Að sögn Jóhanns Freys Ragnarssonar, stjórnarmamis í knattspymudeild, ýtti stjómin málinu úr vör og em 110 skráðir félagar en form- Iegur stofhfundur klúbbsins var sl. laugardag. Heimir Hallgrfmsson, fyrrum leik- maður og fyrirliði ÍBV, var kjörinn formaður, Gísli Hjarf- arson varaformaður og ívar Atlason gjaldkeri en Jón Ósk- ar Þórhallsson verður tengiliður stjómar við klúbb- inn. „Allir vita hvað stuðn- ingsmannaklúbbar geta verið öflugir og okkar klúbbur er í göðum farvegi," sagði Jóhann Freyr. STUÐNINGSMENN ÍBV troðfylltu flugskýli á Reykjavíkur- flugvelli fyrir „fyrsta" í bikar í ár, bikarúrslitaleikinn við Kefla- vík, en liðin verða aö leika annan úrslitaleik 5. október. manna kjarni hefur rekið þetta, sömu menn hafa séð um allt. Helmingur stjórnarmanna sér ekki fyrri hálfleik vegna þess að mennirnir eru að rukka aðgangseyri. Bæjarfélagið hefur ekki komið nægjanlega að rekstrinum. Ekki er nóg að skreyta sig með því að segja að Hásteinsvöllur sé góður sem og æf- ingasvæðin því aðstaðan fyrir leikmenn og áhorfendur er ekki boðleg. Öll alvöru félög eru farin að tala um mikilvægi yfir- byggðs vallar, en þó hér sé mesti vindur á landinu, erum við að tala um aðstöðu sem flest félög búa við. Samt heyri ég að vilji sé til að breyta þessu og ég trúi því að farið verði á fullt þegar í haust. Ekkert bæjarfélag hefur fengið eins góða auglýsingu og mikla athygli og Vestmannaeyjar vegna árangurs ÍBV í knattspyrnu og bæjarfélagið á að koma meira að þessu en það hefur gert. Við höfum ávallt talið það mikla ábyrgð að reka meistaraflokkinn og ekki viljað bjóða bæjarfélaginu eða íþróttahreyfingunni upp á áhættu í fjármálum en spumingin er hvort bæjarfélagið verði ekld að leggja meira af mörkum, ekki aðeins hvað aðstöðu varðar heldur hreinlega til að við get- um haldið liðinu úti.“ í því sambandi benti hann á að margir leikmenn væru með lausa samninga og þegar væru önnur félög farin að kroppa í þá. „Óhætt er að taka undir orð Bjarna þess efnis að með ólík- indum sé að ákveðnir aðilar, jafnvel þjálfarar og aðrir sem tengjast hreyfingunni, séu á fullu á miðju tímabili að reyna að koma þessum leikmönnum til annarra liða. Ekkert siðferði virðist vera til staðar í þessum málum og þau verður að skoða vel. Ef bestu leikmennirnir fara úr landi verður erfitt að fá fólk á völlinn til að horfa á íslenska knattspyrnu." Stofnun ÍBV-íþróttafélags markaði tímamót í Eyjum og Jó- hannes sagði að sameiningin hefði verið nauðsynleg, rekstur- inn væri mun auðveldari nú en áður. „Við sem höfum staðið á bak við meistaraflokkinn höfum ávallt sagt að hér ætti að vera eitt félag og höfum verið harðir á þeirri skoðun. Nú hefur þetta gerst og rekstur handboltans og knattspyrnunnar er mun auðveldari en ella en rekstur deildanna er aðskilinn. Fé- lagið hefur til dæmis ákveðið að borga allan ferðakostnað lið- anna en þar er um að ræða hátt í 15 milljónir króna á ári.“ Lifiö snýst um fótbolfa OFT ER þungt yfir Vest- mannaeyjum, svört þokan yfir öllu, en einstaklega bjart hefur verið yfir fótboltanum í Eyjum í sumar, létt til á leikdegi eins og um helgina og síðan hefur þokan lagst yfir eins og í liðinni viku. En hún hefur ekki náð að gleypa helsta áhugamálið. „Hér snýst lífið um fótbolta og hvar sem menn koma saman er rætt um gengi liðsins," sagði Jóhannes. „Eyjamenn eru mjög kröfuharðir og eiga að vera það en verða að vera réttlátir í gagnrýninni. Aðsóknin að leikjunum sýnir stuðninginn í verki. I tæplega 4.700 manna bæjarfélagi erum við með um 800 manns að meðaltali á heima- leik sem sannar metnaðinn fyrir því að standa með liðinu. Stuðningsmannahópurinn í Reykjavík er einnig einstakur og hann hefur átt stóran þátt í árangrinum, sem hefur aldrei ver- ið betri á útivelli. Stuðningurinn hefur verið frábær og hann ber að þakka.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.