Morgunblaðið - 28.09.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.09.1997, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ MEETUS-fossar sem eiga fáa sína líka í veröldinni. A EFTIRLAUNUM UM ASTRALIU á fallna trjáboli sem voru holir að innan. Ég er rúmlega 190 cm á hæð og með því að tylla mér á tær og teygja handleggina eins hátt og ég gat, rétt náði ég frá botni upp í topp á einum slíkum bol. Það er til ágætismynd af mér við þessa iðju sem ég get því miður ekki birt. Dótturdóttir min, sem er illa haldin af unglingaveikinni, rak upp skræk þegar til greina kom að senda mynd- ina með greininni og sagði: „Afi þó, þú ætlar þó ekki að birta þessa mynd í Mogganum, hún er ýkt hall- ærislegi" Og það er víst öruggara að sjá til þess að barnabömin geti látið sjá sig á götu án hauspoka. Tasmaníudjöflar í mannsmynd Við fómm síðan og skoðuðum Port Arthur en þar vom þeir saka- menn sem voru álitnir hættulegastir geymdir. Bresk yfirvöld vom mjög ströng í öryggisgæslunni í þessum fanga- búðum. Yfirmönnum hersveita vom gefin ákveðin fyrirmæli um að þegar fangaverðir vom valdir á þennan stað skyldu mestu hrottarnir valdir og á þeim var víst enginn skortur. Vinátta eða jafnvel kunningsskapur milli fanga og fangavarða var litinn homauga og til þess að koma í veg fyrir slíkt var skipt reglulega um fangaverði. Fjöldi fanganna sem urðu að gista þetta helvíti á jörð var um 12.500. Þegar við gengum um þessar gömlu fangabúðir var sem ill- mennskan lægi ennþá í loftinu. Ég get ímyndað mér að svipað andrúms- loft sé þar og í Dachau og fleiri fangabúðum nasista þó svo að ég hafi aldrei komið þangað. Ég er ekki viss um að ég kæri mig um það eftir þessa reynslu. Fangarnir voru látnir þræla myrkranna á milli og ennþá má sjá árangur erfiðis þeirra. Þeir byggðu til dæmis elstu brú sem er að finna á eyjunum 1823 og er elsta brú sem enn er í notkun í gervallri Ástralíu og einnig elsta vitann. Þetta eru glæsileg mannvirki miðað við þann tíma sem þau voru reist, en glæsi- leikinn fellur í skuggann af þeim þjáningum sem vitað er að gerð þeirra kostaði. Fangabúðimar í Port Arthur voru stofnaðar áríð 1830 og voru reknar í 47 ár eða þar til 1877. Fangarnir þar voru einvörðungu karlkyns. Þetta voru menn sem höfðu framið glæpi á Englandi og ekki látið sér segjast, heldur héldu uppteknum hætti eftir að til Ástralíu var komið. Þetta voru því síbrotamenn síns tíma. Staðurinn var valinn þar sem hann var afskekktur og föngunum var talin trú um að hafið milli eyjar- innar og meginlandsins væri mor- andi í mannætuhákörlum. Einnig voru allar undankomuleiðir, sem voru fáar, varðaðar af grimmum hundum og ekki elskulegri vörðum. Refsingar voru í þyngri kantinum ef einhver fanganna lét það eftir sér að víkja frá þeim ströngu reglum sem þeim voru settar, nánari útlist- anir á þeim verða látnar liggja milli hluta með tilliti til lesenda. Upp úr 1860 fóru fangabúðimar í Port Arthur að láta á sjá. Sumir fanganna höfðu afplánað sinn dóm og yfírgáfu staðinn. Þeir sem eftir voru, vora sjúkir, gamlir og hrein- lega geðbilaðir eða svo uppgefnir að Port Arthur breyttist smám sam- an í hæli fyrir óvinnufæra karlmenn. Gullæðið Fijálsir innflytjendur til Tasmaníu höfðu lengi kvartað yfír fanganý- lendunni. Töldu að fangarnir tækju vinnu frá fólki sem virkilega þyrfti að vinna fyrir sér, en kvartanir þeirra reyndust árangurslausar. Þá fannst gull á eyjunni. Bresk yfírvöld voru ekki lengi að sjá að í síðasta pistlinum úr Astralíureisu sinni segir Eyjólfur Jónsson frá sex daga ferð til Tasman- íu þar sem hann fræddist bæði um einstaka sögu þessarar sérstæðu eyjar o g myrka fortíð hennar og sá ummerki margra ára þrælkunar og harð- ræðis sem fangar í Port Arthur máttu sæta. GARÐARNIR í Tasmaniu eru stolt eyjarbúa og þeirra aðferð til að gleyma myrkri fortíð eyjarinnar. hennar og manngæska sem ég kunni best að meta. Að eignast svona vin þegar maður er ferðalangur í ann- arri heimsálfu er meira virði en orð fá lýst. Þegar ég lagði af stað til Tasman- íu þann 8. febrúar ók hún mér á flugvöllinn og þar sem töf varð á fluginu lagði hún það á sig að bíða með mér og við sátum og drukkum kaffí og spjölluðum, þannig að biðin leið eins og örskot. Tasmanía er engu lík Tasmanía var tengd meginland- inu með eiði þar til fyrir 13.000 árum. Þá braut sjórinn það niður, en eiðið hafí gert það að verkum að ýmsar dýrategundir áttu greiðan aðgang til eyjarinnar og nú lifa þar dýr sem eru útdauð á meginlandinu. Eyjan er 66.000 ferkílómetrar að stærð og þar búa 480.000 manns. Þar af búa 129.000 í höfuðborginni Hobart og 97.000 í borginni Lance- ton. Mikið er um smábæi og sveita- býli og eyjan er mjög fijósöm, þótt fjöllótt sé. Meðalhiti yfír árið er um 20-25° og því mun bærilegra þar en á meginlandinu þar sem hitinn getur orðið yfírþyrmandi yfir há- sumarið. Það verður aldrei mjög kalt á Tasmaníu, en þó geta pollar verið ísilagðir á morgnana í júlí. Það MINNISMERKIÐ um þá sem fjöldamorðinginn drap í fyrra. íbúar Port Arthur sjá til þess að ný blóm eru ávallt við krossinn. telst víst varla til tíðinda á sumum stöðum á íslandi. Landslag eyjarinnar er mjög fjöl- breytt, mikið um fjöll og skóga. Trén geta orðið mjög stór og mikil um sig. Til að mynda rákumst við EFTIR heimkomuna frá Kengúrueyju slakaði ég á í smátíma og na.ut lífs- ins í Adelaide. Ég hef ekki áður getið eins besta vinar sem ég eignaðist í ferð- inni, en það var kona að nafni Mary Pilgrim, sem er næsti nágranni Joe. Hún er fimmti ættliður frá fyrstu fijálsu innflytjendunum og á átta systkini sem öll eru bændur í New South-Wales. Mary skar sig úr systkinahópnum að því leyti að hún og maður hennar, sem nú er látinn, bjuggu í Adelaide og ráku blómlega límósínuleigu. Maiy hefur haldið rekstrinum áfram eftir lát manns síns, en þau voru bamlaus, og reynd- ist mér mjög vel þann tíma sem ég dvaldi í Ástralíu. Hún veitti mér aðgang að faxtæki sínu sem gerði mér kleift að vera í stöðugu sam- bandi við ættingja mína heima á íslandi. Ennfremur sá hún til þess að mér var ekið í límósínum á flug- velli og annað sem ég þurfti að fara og tók á móti mér í glæsikerrunum, það var gaman að ferðast eins og poppstjarna í smátíma, en það urðu samt fagnaðarfundir hjá mér og gamla Saabinum mínum við heim- komuna. Þetta var ferðamáti sem ég hafði vitanlega ekki vanist, en ég verð að játa að það var vinátta Töfrar Tasmaníu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.