Morgunblaðið - 28.09.1997, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.09.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1997 B 15 SAFNIÐ komið út fyrir heiðargirðingu á leið að Valdarásrétt. I göngur á Víðidals- tunguheiði Óvænt fékk þingmaður krata ofan af Akranesi ^ boð um að fara með Húnvetningum í göngur. Þó að nærri fjórir áratugir væru frá síðustu hefð- bundnu smalamennsku Gísla S. Einarssonar stóðst hann ekki boðið. Þí AÐ er ótrúlegt, en gerðist iþó samt, að því var skotið ' að mér hvort ég ætti mögu- leika á og vildi fara í göng- ur, á Víðidalstunguheiði, fyrir Her- mann bónda Sigurðsson í Litlu-Hlíð í Víðidal í V-Húnavatnssýslu. Eftir skamma umhugsun og eftir að líta í starfskrá ákvað ég að slá til og rifja upp kynni mín frá því fyrir 37 árum af því að fara ríðandi í smala- mennsku í tvo sólarhringja frá mið- vikudagsmorgni til fímmtudags- kvölds. Aðfaranótt miðvikudags gisti ég á Hvammstanga hjá mínum elskulegu vinum þeim Sigurvalda Björnssyni og Ólínu (Lóu og Valda) íyrrverandi bændum að Litlu-Ásgeirsá í Víðidal þar sem undirritaður var í sveit frá 1956 1958. Með nesti og gallaður flotvinnu- búningi lagði ég upp frá Hrísum í Víðidal ásamt félögum mínum Jóni ÍMagnússyni frá Hrísum, sem nú er útgerðarmaður dráttarbifreiðar í Rvík, Rúnari bónda í Valdarási og Halldóri Jónssyni frá Kambhól sem er starfsmaður Kristtaks í Búðar- dal. Ákvörðunarstaður var Möngu- hóll enda er þessi hluti gangnanna kallaður að fara á hólinn. Fyrsta spotta ferðarinnar var notuð Toyota-Hilux bifreið Jóns Magnús- sonar fram að Króki, þaðan var fjögurra klst. reið til móts við þá Isem höfðu verið við smalamennsku frá mánudegi. Fögur er heiðin Eftir að hafa dokað við nokkra klukkutíma vegna þoku hófst smöl- un kl. 14 og mættum við um kl. 16.30 Gunnari Þorgeirssyni gangna- stjóra sem setti okkur nýkomnu á göngu. Undirritaður lenti á svo- SMALAHUNDURINN Lappi á leið á hólinn. nefndum Rima og þurfti að ganga yfir mikil fen og mýrlendi í 4_5 klst. Það má segja að það hafí hvarflað að undirrituðum að nú væri verið að ota kratafíflinu á for- aðið en auðvitað var þetta af skyn- semi ákvarðað af gangnastjóra því að þarna er vart unnt að villast, girðing á aði'a hönd og Fitjaá á hina. Seinna komst ég svo að því að gönguleiðum er skipt milli gangna- manna sem unnt er þannig að þarna var einskær jafnaðarmennska að baki sem gott var að sætta sig við. Ótrúlega mikið gras og gróður er á heiðinni, meiri en mig grunaði enda féð feitt og þungt til gangs eft- ir munaðarlíf á heiðinni þar sem birkið og fjalldrapinn grær. Margt hefur breyst Það sem hefur breyst á liðnum árum er allur aðbúnaður gangna- manna. Komnir eru góðir skálar til gistingar og þar til viðbótar má nefna að menn fá heita máltíð á kvöldin og vel útilátinn morgunverð áður en lagt er upp að morgni að LÓA frá Litlu-Ásgeirsá að undirbúa morgunverð VALDI frá Litlu-Ásgeii-sá búinn að upplýsa þing- fyrir hann Gísla sinn. manninn um veðurhorfur, ferðabúnað og smala- mennsku á Víðidalstunguheiði. ÞIN GMAÐURINN í morgun- skímunni, grátt á jörðu og hrolikalt í lofti. auki fá menn það nesti sem þeir kjósa sér til dagsins. Þingmaðurinn þekkti ekki þessa nýbreytni og hafði nesti til þriggja daga svo sem feitan hangiframpart, saltkjöt og kótilettur, brauð og drykk, þar sem honum var ókunnugt um það veislu- fæði sem menn búa við í dag í göng- um úr Víðidal og Fitjárdal. Mið- vikudagurinn hófst með því að Gunnar gangnastjóri bauð góðan dag kl. 5.30 og lagt var upp kl. 6.00. Um nóttina hafði kóinað mjög og hitastig var við frostmark og snjó- slítingur var úr lofti. Því var bæði hrollur í mönnum, hrossum og hundum í morgunsárið. Undirritað- ur dáðist að yfirvegun og skipulags- hæfileikum þessa 30 ára stjórnanda sem raðaði mönnum á göngu þannig að vönustu menn höfðu yfirsýn yfir þá óvanari þannig að menn nýttust að fullu. Rétt er að geta þess að Arnarvatnsheiðin er smöluð allt frá Miðfirði austur á Vatnsdalsafrétt samtímis og myndar smalahópurinn þriggja flokka keðju alla þessa leið þar til komið er að svokallaðri heið- argirðingu. Um er að ræða gífur- lega stórt svæði þar sem smala þarf allt að tuttugu þúsund fjár og lík- lega hátt í þrjú þúsund hrossum. Ofan af heiðinni Þrátt fyrir allhvassan vind, stundum snjó og biturt hagl, gekk mölun vel og komið var að Kambhól þar sem öllum gangnamönnum var boðið í kaffi og veisluhlaðborð af miklum myndarskap. Sá sem þessi orð setur á blað hefur sjaldan verið fegnari heitum sopa, enda kominn með munnherkjur vegna kulda- blásturs. Það er ekki gott fyrir „kratatitt" eins og Toni frá Þorkels- hóli talaði um í upphafi, að geta ekki svarað fyrir sig og sína á slíkum vettvangi sem hér um ræðir. Allt fjársafnið, líklega vel á þriðja þús- und, var síðan komið í Valdarásrétt um kl. 19 án þess að um vandræði væri um að ræða. Að lokum þakkar undirritaður fyrir kynnin af mat- ráðskonum, sænsku Malinunum tveimur, fyrrnefndum félögum og Steinbirni Tryggvasyni í Galtarnesi fyrir hestalánið, Sveinbirni og fjöl- skyldu í Hrísum fyrir bflgeymslu og gestrisni og öllum öðrum fyrir skemmtileg kynni sem enduðu með hinum sígilda söng „Hvað er svo glatt“. Ég vona að það takist að reisa íslenskan sauðfjárbúskap til verðugrar virðingar sem fyrst, lík- lega hefur engin stétt í landinu orð- ið að ganga í gegnum allt að 40% tekjuskerðingu eins og sauðfjár- bændur hafa gert á liðnum áratug. Bestu kveðjur norður! I I J I LISTMUNAUPPBOÐ í KVÖLD KL. 20.30 Á HÓTEL SÖGU KOMDU OG SKOÐAÐU VERKIN í GALLERÍ FOLD, RAUÐARÁRSTÍG, í DAG FRÁ KL. 12.00 TIL 17.00. SELD VERÐA YFIR 100 VERK, ÞAR Á MEÐAL FJÖLMÖRG VERK ELDRI MEISTARANNA Rauðarárstíg Sími 551 0400

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.