Morgunblaðið - 28.09.1997, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.09.1997, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1997 B 9 HÚSMÓÐIRINN bregður sér í smiðjuna til að fínpússa munina sem eiginmaðurinn galdrar fram úr rennistokknum. svona fyrirtæki, sem skapa þessum fámennu stöðum sérstöðu. Eg held að ráðamenn þjóðarinnar geri sér þetta ljóst, að minnsta kosti hafa þeir nógu oft heyrt sérfræðingana hamra á þessu. En þeir sem stjóma heima í héraði, eru ekki eins meðvit- aðir um þetta. Þeir láta sig enn dreyma um álver eða eitthvað slíkt, til að framfleyta fólkinu. En okkur vantar enga „massaatvinnu"; okkur vantar fleiri smáfyrirtæki, jafnvel íyrirtæki, sem aðeins framfleyta einni fjölskyldu. Slíkt gefur þessum litlu samfélögum gildi, ekki stóriðj- an, af henni höfum við nóg hér fyrir austan.“ Nú hváir spyrill, enda fáfróður maður um atvinnulíf austan Elliða- ára. „Jú, hér er stóriðja nánast í hverjum firði, fullyrðir Edda og stendur fast á sínu. Þá er ég að tala um hina íslensku stóriðju, físk- vinnsluna, sem menn hafa jafnan viljað kalla eitthvað annað. Og það vill gleymast, að fiskvinnslan á Austfjörðum heldur uppi Raf- magnsveitu ríkisins, eins þótt menn hafi ekki viljað ræða það opinber- lega.“ Hvernig víkur því við? „Fiskvinnslan hér á Austfjörðum kaupir svo gífurlega mikið rafmagn. Menn verða að athuga, að það er hvergi eins mikið um stóriðjufisk- vinnslu, eins og á Austfjörðum. Nei, af stóriðjunni höfum við nóg. Við þurfum lítil og miðlungsstór fyrir- tæki, sem slá í takt við það líf, sem fólk vill lifa.“ Að gjalda nábýlis við þéttbýlið Nú býrð þú hér á Miðhúsum, þar sem áður var hefðbundinn sauðfjár- búskapur, en ekki Iengur. Hvemig víkur því við? „Því víkur þannig við“, svarar Edda og er mikið niðri fyrir,“ að þegar offramleiðsla kindakjöts keyrði úr hófi, þá var því eindregið beint til fólks, sem gat haft atvinnu af öðru en fjárbúskap, að það snéri sér að öðru og fækkaði sauðfé. Við gátum orðið við þessum óskum, vegna þess, að við vorum svo ná- lægt þéttbýlinu, að þar gátum við stundað vinnu, maðurinn sem tré- smiður og ég sem bókari, með pungapróf úr Verslunarskólanum upp á vasann. Þannig að við skárum smám saman niður féð. Svo kom kvótinn, og þá var ekkert tillit tekið til þess fjárstofns, sem við höfðum haft, þegar mest var. Kvótanum bara skellt á, miðað við þann bú- stofn sem eftir var og framleiðslu- möguleikamir minnkaðir svo ræki- lega, að grundvöllurinn brast undan öllu saman. Þá var ekki annað að gera, en að hætta hefðbundnum bú- skap. Við vorum með sauðfjárbú- skap og ég neita því ekki, að ég sé mikið eftir blessuðum kindunum. Islenska sauðkindin er engin venju- leg skepna. Ekkert dýr hentar bet- ur til aukabúskapar en hún, enda er hún harðgerð með afbrigðum. Ég vandist sauðfé í bernsku. Þegar ég var að alast upp að Eskifirði, voru margir með nokkrar skjátur, sér- staklega gömlu mennimir. Yngri mennimir fóru á vertíð á haustin. Þá vora aðeins konur, börn og gam- almenni eftir. Við krakkamir vorum því í nánari tengslum við gamla fólkið en nú tíðkast og af þeim tengslum skapaðist umgengnin við sauðféð. Heyja aflaði mín fjölskylda svo í landi Baulhúsa á Hólmanesi, sem gengur milli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar. Þaðan var róið með heyið yfír fjörðinn og raunar kind- urnar einnig, því þær gengu þarna í afrétti. Þetta breyttist ekki á Eski- firði, fyi-r en um og upp úr 1960, þá fór nútíma bæjarbragur að færast yfir staðinn. En hvað um það. Fyrst eftir að við hættum sauðfjárbúskap, fóram við út í ferðaþjónustu, en snéram okkur síðar að skógi’ækt. Það er út af fyrir sig ágæt iðja, en ég sakna samt kindanna." En bitnaði landbúnaðarkvótinn þá mest á ykkur, sem næst voruð markaðinum, þ.e.a.s. þéttbýlinu? „Já, það er óhætt að segja það. En verst held ég að þetta hafi kom- ið niður á kúabúskap. Hér í kring- um Egilsstaði era t.d. nær öll kúabú komin niður í nánast ekki neitt. Egilsstaðajörðin stendur ein uppi, að heita má, enda hafa menn þar verið framsýnir og harðir af sér. Við hin höfum lagt niður skottið, bæði kúabændur og sauðfjárbændur. Þetta leiðir svo af sér doða á fleiri sviðum. Þannig má nefna, að bæði í Leginum og ýmsum ám og vötnum á Austurlandi, era miklir veiði- möguleikar. En þeir eru illa nýttir og víða alls ekki.“ Landbúnaðurinn mun rísa aftur Telur þú að bændur muni rétta úr kútnum, þegar kvótakerfi í land- búnaði verður lagt niður eftir tvö ár, eins og nú er rætt um? „Já, ég held að íslenskur land- búnaður hljóti að rísa upp aftur. Ég trúi ekki öðra en yngra fólk í grein- inni sjái einhver tækifæri og mögu- leika, þegar öll þessi miðstýring hættir. Með auknu frelsi mun land- búnaðurinn rísa til fyrri vegs.“ Það er mikil lenska í henni Reykjavík, að bölsótast út í bændur. Finnst þér þeir hafa svarað nóg- samlega fyrir sig? „Nei, og síst þegar einhver rök eru fyrir skömmunum, án þess þær séu þó með öllu réttmætar. En auð- vitað eiga bændur oft skilið að vera skammaðir, s.s. fýrir búfjárbeit á vegum og annað slíkt. En þegar við eram að tala um framleiðsluna sem slíka, þá eru bændur náttúralega fómarlömb þess kerfis, sem komið var á. Og þar höfum við því miður ekki haft nægilegt bein í nefinu til að mótmæla sem skyldi. Ég hef lengi öfundað franska bændur og gjarnan viljað vera í þeirra hópi að slást við Evrópusambandið. Þeir þora að grípa til sinna ráða en láta ekki teyma sig út og suður eins og gert er hér á landi. Það er svo ein- falt mál, að á íslandi láta menn það yfir sig ganga, sem einhverjir byrókratar hripa niður á blað, sama hvaða botnlausa bölvuð vitleysa það er. Það er illa komið fyrir þessari þjóð, ef hún lætur ekki af þessari sauðslegu þolinmæði." Innan og utan kaupstaðar Miðhús eru hér rétt í nágrenni við Egilsstaði; tilheyra þau kaup- staðnum? „Já, jörðin var lögð undir Egils- staðahrepp, þegai- hann var stofn- aður árið 1947, ásamt fimm eða sex öðrum jörðum. Kaupstaðarréttur- inn fékkst svo fjörutíu árum síðar, en það er önnur saga. Hins vegar er það svo, að þegar bæjaryfirvöldum hentar, þá telst það dreifbýli, sem ekki er í bæjarkjarnanum en þétt- býli, þegar sá gállinn er á þeim. Þetta lýsir sér þannig, að við verð- um að haga okkur alveg eins og bændur í næstu sveitum, með alla þá þjónustu sem tíðkast í þéttbýli, en fasteignagjöld og slíkt greiðum við eins og hverjir aðrir þéttbýlisbú- ar. Þannig verðum við sjálf að greiða fyrir vatnslagnir og skólplagnir. Undanfarin þrjú til fjögur ár hefur sorpið þó verið fjar- lægt og fyrir það borgum við vitan- lega 5000 krónur á ári eins og aðrir. Skólpfrárennsli, sem við verðum sjálf að kosta, er mikið vandamál til sveita. En það hefur aldrei mátt ræða það. Ég er ansi hrædd um, að það verði menn þó að gera, þegar farið verður út í stórfellda samein- ingu sveitarfélaga, þannig að dreif- býli og þéttbýli renni saman í stjórnunarlega heild. Ég á eftir að sjá það unga fólk, sem tekur við bú- skap á næstu árum, sætta sig við það, að hafa ekki hreint vatn og hafa skólpið lekandi út við næsta húsvegg, eins og nú er víða raunin, nema þá það sé þess megnugt, að punga út einni eða tveimur milljón- um króna, í stað þess að greiða ár- lega kringum 7000 krónur, eins og fólk gerir í þéttbýlinu. Þetta er nokkuð, sem þið á mölinni hugsið ekki út í. En þetta er stór hluti af vandamálum okkar bænda. Og það er ýmsum vandkvæðum bundið, að þurfa að grafa holur hér og þar um jörðina, til að urða sorp.“ Nokkur vel valin orð um afborganir Ekki trúi ég öðru, en að mannlífið gangi fyrir sig á rólegri nótum hér á Egilstöðum en í Faxaflóaþorpinu, segir spyrill að loknum flutningi þessarar skörulegu ræðu. „Jú, það gengur miklu hægar fyr- ir sig. Þegar menn koma hingað í heimsókn frá Reykjavík, kallast það að koma í afborgun. Afborgunin felst í því, að menn hætta að láta adrenalínið flæða viðstöðulaust í samræmi við þann hraða, sem er í borginni. Það er hverjum manni óhollt að keyra alltaf á fullum dampi, enda gera menn þetta ekki úti á landi. Hér er tónninn í lífs- sonnettunni hægari en fyrir sunnan, enda eru menn ekki íýrir neinum, þótt þeir böðlist ekki áfram eins og naut í flagi.“ Um það, hvernig þingmenn nýtast Ýmsum fyrir sunnan þykir sem þið í hinum dreifbyggðu héuðum landsins, hafið nokkuð þungt vægi, þegar kosið er til Alþingis; hvemig nýtast ykkur þingmennirnir? „Það verður nú oft fátt um svör, þegar stórt er spurt. Fyrir fjóram árum voru íbúar Austurlandskjör- dæmis tæplega 14.000 talsins. Nú erum við rúmlega 11.000. Við getum svo sem ekki ætlast til þess, að þingmennirnir sem slíkir stöðvi þessa þróun. En þeim mætti gjam- an vera Ijósara, hvernig púlsinn slær í þeirra eigin kjördæmi. Ég skal ekki segja um önnur kjördæmi en hér fyrir austan verðum við ekk- ert mikið vör við þingmenn. Að visu er einn þingmanna kjördæmisins ráðherra og það starf útheimtir sinn tíma. Auðvitað ættu menn að segja af sér þingmennsku, þegar þeir taka sæti í ríkisstjóm, enda sinnir einn og sami maðurinn ekki ráð- herradómi og þingmennsku sam- tímis. En því miður er raunin önn- ur. Annars verð ég að segja eins og er, að okkur nýttust gömlu þing- mennirnir miklu betur, heldur en þessir sem nú sitja á þingi. Nú má ekki nefna fyrirgreiðslupólitík, hún er af hinu vonda. Vissulega hefur hún sína vankanta. En alslæm er hún ekki. Nú, það má svo sem segja það, að of mikið misvægi sé í kjör- dæmaskipaninni, hvað varðar vægi atkvæða og sjálfsagt verður þetta aó einhverju leyti leiðrétt innan fárra ára. En menn verða að fara að gera það upp við sig, hvar þeir vilja hafa byggðakjarna og hvers vegna. Þetta eru stórar spumingar, sem við stöndum frammi fyrir, en það fríar okkur ekki undan þeirri ábyrgð, að leita við þeim svara. Það era miklar blikur á lofti á Austfjörð- um. í stóram stíl er fólk að slíta sig upp með rótum og flytjast suður, bæði úr sjávarplássunum og úr sveitunum. Hins vegar er aðra sögu að segja héðan frá Egilsstöðum, hér fjölgar fólki jafnt og þétt.“ Þáð hvarflar að spyrli, hvort Edda hafi aldrei látið sér til hugar koma að demba sér út í pólitík? „Nei,“ svarar hún spurningu þar að lútandi. „Ég er ein þeima sem rekast ekki í hópi. Mér væri um megn, að vera í flokki, þar sem mér væri sagt fyrir verkum. Ég er eins og refurinn; ég fer mínar eigin leið- ir.“ Er þetta almennt viðhorf hér fyr- ir austan? „Já, og fer vaxandi. Þátttaka í stjómmálum er lítil og dregst enn saman. Þetta var ekki svona áður, þá var pólitískur áhugi almennur og þátttaka í starfi flokkanna eftir því lífleg. En nú kjósa menn bara af gömlum vana.“ Af sérvisku varðandi ferðamenn Ég heyri að þig skortir ekki skoð- animar; en eitthvað hlýtm-ðu að gera annað en að viðra þær. „Já, já“, svarar Edda að bragði og lætur sér hvergi bregða. „Við er- um með litla trésmiðju, þar sem við vinnum bæði úr íslenskum viði, að- allega úr Hallormsstað og svo reka- viði. Rekaviðinn fáum við frá vinum og kunningjum, sem búa út með sjó. Auk þess höfum við fengið rekavið frá Langanesi og svona héðan og þaðan. Rekaviður er allt of illa nýtt auðlind. Öllu má nú nafn gefa“, segir Edda, þegar minnst er á verslun þeirra hjóna, Hlyns Halldórssonar tréskurðarmanns og hennar. „Þetta er nú aðallega til að taka mestu um- gengnina af verkstæðinu." Er það satt, að þér sé heldur illa við að versla við erlenda ferða- menn? „Nei, mér er nú kannske ekkert illa við það. En mér leiðast erlendir rútuhópar, fólks sem ekkert veit um Island annað en Gullfoss, Geysi og Mývatn. Ég vil frekar eiga viðskipti við fólk, sem eitthvað veit um landið og hefur áhuga á því mannlífi, sem hlutirnir sem við seljum, spretta úr. Ég hef ekkert gaman af fólki, sem gengur um í leiðslu og hefur engan áhuga á því, sem það er að skoða. Margt af því fólki sem flutt er hing- að til lands í hópum er svoleiðis, því miður. Þetta fólk kemur hingað til Islands til að skoða náttúruna og á bara að halda sig við hana. Það get- ur þá komið seinna til að kynna sér mannlíf og menningu." En hvernig er ásóknin í það sem þið hafið á boðstólum? „Hún hefur alltaf verið næg. Við sinnum aðallega pöntunum og af þeim berst nóg. Vinnan nægir okk- ur báðum og sonur okkar vinnur við þetta á sumrin, annars er hann í skóla. Þetta er því dæmigerð at- vinna fyrir eina fjölskyldu. Og fýrst okkur tekst að lifa af þessu, þá geri ég því skóna, að aðrir gætu það einnig eða einhverjum öðrum smá- atvinnurekstri, sem hentar fólki vel, a.m.k. svona í smærri samfélögum eins og hér á Egilsstöðum. En svo eram við auðvitað líka í skógrækt. Við plöntum hér miklu af íslenskum nytjaviði, aðallega lerki. Það er nú okkar búskapui-, þótt ekki sé hann hefðbundinn. En þetta eru 65 hekrarar, sem við höfum gróðursett í og erum raunar enn að. Það er vissulega framtíð í skógrækt á Is- landi. En í því sambandi verða menn að hugsa til langs tíma. Ég rækta ekki fyrir mig, heldur þá sem á eftir koma. Skógrækt á Islandi er angi af lýðveldishugsjóninni. Arður- inn byrjar ekki að skila sér fýrr en með annarri kynslóð trjáa. Og þá erum við að tala um 80 ár. En þrátt fýrir að hér sé ekki um neinn skyndigróða að ræða, þá hefur orðið bylting í skógrækt á síðustu árum og áratugum, svo margir skógrækt- arbændur hafa bæst í hópinn, segir hún að lokum, þessi skörulega ræktunarkona trjáa og hugmynda austur á Egilsstöðum." Helgarferð til London 9. október frá kr. 27.990 l0heibe<9\ ásé^'b05L Nú höfum við fengið viðbótargistingu í London á frábæru verði í helgarferðina 9. október á Regent Palace hótelinu. Hótel- ið er frábærlega vel staðsett, á Piccadilly Circus, í hjarta London og býður mikla þjónustu. Á Regent Palace eru ekki bað- herbergi á herbergjum heldur á göngum, en herbergin eru fallega innréttuð. Og þú nýtur þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Verö kr. 24.990 Flugsæti til London, fimmtudag til mánudags, með sköttum. Verö kr. 27.990 Verð kr. 27.990 Regent Palace, 4 nætur, 9. okt., 2 í herbergi með morgunmat. HEI MSFERJE )llll * fÍB'— Austurstræti 17, 2. hæö • simi 562 4600 (M)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.