Morgunblaðið - 28.09.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.09.1997, Blaðsíða 18
18 B SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR og sígarettur; Travolta, Roberts, Krabbinn í Ráðgátum, Stone, Pitt og Thomas soga að sér reykinn. Meiri reykur á hvíta tj aldinu Sígarettureykingar eru aftur komnar í tísku á hvíta tjaldinu samkvæmt bandarískri rannsókn segir í grein Amalds Indriðasonar. Kvikmyndastjömumar sjást æ oftar draga ofan í sig reykinn en sjónvarps- stjömumar gera fimm sinnum minna af því og í sjónvarpi em sígarettureykingar gerðar fráhrindandi en í kvikmyndunum em þær aðlaðandi. SAMKVÆMT nýlegri könnun gerðri á vegum Kaliforníuhá- skóla í San Francisco reyktu áberandi kvikmyndapersónur sígarettur í helmingi bíómjmda sem frumsýndar voru á árun- um 1990 til 1995. Á áttunda áratugnum var á sama hátt aðeins reykt í 29 prósentum bandarí- skra bíómynda svo aukningin er umtalsverð. Og sígarettur í bíómyndum eru sífellt að verða meira áberandi. Einn af svömum óvinum reyk- inga í Bandaríkjunum er forsetafrúin, Hillary Clinton, og hún bendir á í blaðaskrifum að 77 prósent bíómynda sem frumsýndar voru á síð- asta ári sýndu reykingar og allar fímm myndim- ar sem útnefndar voru til óskarsverðlauna sem besta myndin. Hún átaldi mjög hvemig bíó- myndir létu reykingar líta út fyrir að vera aðlað- andi og kenndi Hollywood um auknar reykingar ungmenna þrátt fyrir að foreldrar og kennarar reyndu að vara þau við skaðsemi reykinga. Stjörnur á samningi Reykingar unglinga í Bandaríkjunum hafa aukist um 30 til 40 prósent á undanfömum ámm þrátt fyrir umfangsmikið forvamastarf og einn sökudólgurinn og kannski _sá mest áber- andi eru Hollywood-myndimar. Áhrifa þeirra, m.a. á sígarettureykingar ungmenna, gætir að sjálfsögðu víðar en aðeins í Bandaríkjunum. Hollywood-myndir ná um veröld alla og ekki síst hingað upp til íslands þar sem bíósókn er óvíða meiri í heiminum og langmestur hluti myndanna sem sýndur er kemur frá drauma- verksmiðjunni. Þorgrímur Þráinsson, fram- kvæmdastjóri Tóbaksvamanefndar, segir í sam- tali við Morgunblaðið að gerð verði könnun á vegum Landlæknisembættisins í grunn- og framhaldsskólum landsins næsta vor á reyking- um ungmenna en hún er gerð á fjögurra ára fresti. Hann sagði það sína tilfinningu að reyk- ingar ungra íslendinga hefðu aukist um 30 prósent á síðastliðnum tveimur árum. Og banda- rískar bíómyndir spila þar stórt hlutverk. „Við höfum orðið þess vör hvemig reykingar hafa aukist í bíómyndunum og við erum héma með bréf undirritað af Sylvester Stallone þar sem segir að hann fái fímm milljónir dala fyrir að sýna ákveðna tóbakstegund í næstu fimm mynd- um sínum. Stjömumar eru keyptar til þess að reykja og framleiðendumir sömuleiðis til þess að gera reykingar áberandi. Ungmennin dýrka stjörnumar og fræga fóikið og gerir það að sínum fyrirmyndum." Venjulega fylgist Hollywood vel með því sem er að gerast í bandarísku samfélagi og reynir að nýta vinsæl viðhorf og tískustrauma í gróða- myndir sínar og vekur kannski furðu að á sama tíma og reykingafólki er úthýst af opinberum stöðum, veitingahúsum og flugvélum, svo eitt- hvað sé nefnt, og tóbaksfyrirtækin eru í stór- kostlegri vöm vegna skaðsemi reykinga, sé aldr- ei meiri sígarettureyk að finna í Hollywood- myndunum. Kannski er Hollywood-samfélagið að mótmæja á sinn hátt áróðrinum gegn reyk- ingafólki. Áróðurinn getur þannig haft þveröfug áhrif í Hollywood. Hættan er sú að eftir því sem hann verður sterkari og háværari verði sígarettur eftirsóknarverðari; reykingar verða tákn um uppreisn gegn stofnanavaldi og andúð á boðum og bönnum. Það er smart að reykja I bíómyndum en það er líka merki um að þú látir ekki ráðskast með þig. Þú gerir það sem þig lystir. „Það getur vel verið að reykingar í bíómyndum séu merki um ákveðinn uppsteyt," segir Þorgrímur. „Ungt fólk vill verða fullorðið hratt.“ Minna reykt í sjónvarpi Hvert sem litið er hafa kvikmyndastjörnum- ar, líklega einar helstu fyrirmyndir unga fólks- ins, sígarettu á milli varanna eftir því sem segir í stórblaðinu The New York Times, sem nýlega fjallaði um könnun Kalífomíuháskóia. Leonardo DiCaprio í Rómeó og Júlíu, Kurt Russell í Flótt- anum frá Los Angeles, Brad Pitt í „Sleepers", meira að segja Arnold Schwarzenegger í Sönn- um lygum. Kristin Scott-Thomas reykti í Enska sjúklingnum. John Travolta reykir nær undan- tekningarlaust í myndum sínum, jafnvel þegar hann leikur engil eins og í rómantísku gaman- myndinni Mikael. Sharon Stone keðjureykti í „Diabolique“. Mel Gibson kveikir sér í vindling- um í myndinni Þakka ykkur fyrir að reykja, sem byggir á skáldsögu Christopher Buckleys og hæðist að herferðinni gegn reykingum. Popp- söngkonan K.D. Lang, sem ekki reykir, safnaði saman efni um reykingar á geisladisk og kall- aði hann Rettu. Reykingar fá ólíka meðhöndlun eftir því hvort þær fyrirfínnast í bíómyndum, sem dreift er í kvikmyndahús, eða sjónvarpsmyndum og sjón- varpsþáttum segir í The New York Times. Nú um stundir er t.d. mjög illa séð að nota sígarett- ur í rómantískum kringumstæðum og á það einkanlega við um sjónvarp. Reykingar eru fimm sinnum fátíðari í sjónvarpi en kvikmyndum og í sjónvarpi er yfirleitt enginn glamúr tengdur reykingum heldur þvert á móti tengjast þær spillingu, jafnvel óeðli. í sjónvarpsþáttum eins og „Touched by an Angel“ segir leikkonan Della Reese alvarleg í bragði skjólstæðingi sín- um að guð vilji að hann hætti að starfa fyrir tóbaksfyrirtæki og hætti að reykja. Þú skalt ekki reykja er ellefta boðorðið. Fram hefur kom- ið í sjónvarpsumræðum um reykingar vestra að þeir sem betjast gegn þeim lýsi slagnum gegn andstæðingnum, stóru tóbaksfyrirtækjun- um, eins og átökum við djöfulinn. Líklega kemur andúðin á reykingum hvergi betur fram í sjónvarpi en í hinum vinsælu sjón- varpsþáttum Ráðgátum eða „The X-Files“ þar sem FBI-par fæst við hin ótrúlegustu mál þessa heims og annarra. I byijun eins þáttarins er keðjureykingaillmennið Krabbinn (leikarinn heitir William B. Davis) að soga í sig blámann og á milli fóta hans skýst rotta. Hann hendir stubbnum í gólfið og rottan skýst í burtu; í stað rottunnar er kominn sígarettustubbur. Þeir sem reykja í þáttunum eru yfirleitt þijótar og illmenni. Sígarettan er ávísun á voðaverk, fals og svik. Það var í raun ekki Lee Harvey Osw- ald sem myrti John F. Kennedy heldur Krabb- inn og nefnd annarra keðjureykingamanna í skúmaskotum opinberra stoftiana. Þegar Krabb- inn fylgist með handtöku Oswalds í kvikmynda- húsinu eftir forsetamorðið, sem hann sjálfur framdi, kveikir hann sér í sígarettu og verðlaun- ar sig þannig eftir velheppnaða sendiför til Dallas. Svo virðist sem öll illvirki mannanna í Ráðgátum séu ákvörðuð í gegnum bláan sígar- ettureyk. Þegar samsærismennirnir ákveða af- töku eða önnur örlög náungans gera þeir það yfírleitt í þykkum reykjarmekki. Amerískt sjónvarp hefur ekki alltaf verið svo andstætt reykingum. Sígarettan var nánast vörumerki læknisins Kildare, aðalpersónunnar í samnefndum læknaþáttum sem sýndir voru hér á landi í árdaga. Richard Chamberlain fór með aðalhlutverkið og strax í fyrsta þættinum árið 1961 hraðaði hann sér að sígarettusjálf- sala og keypti sér pakka. Skilaboðin voru þau að allir góðir læknar reyktu. Sá sem bauð þér sígarettu sýndi þér hluttekningu í raunum þín- um, samhjálp og vináttu. I hvert sinn sem hinn ágæti læknir Kildare þurfti að taka erfíða ákvörðun kveikti hann sér í sígarettu. Hún hjálp- aði honum að komast að réttri niðurstöðu. Á þeim tíma var viðhorfíð til reykinga auðvitað allt annað. Sígarettuframleiðendur notuðu lækna í auglýsingum, sem töluðu um ágæti reykinga. I bíómyndum dagsins er sígarettan besti vin- ur mannsins. Hún er það eina sem Julia Ro- berts á í lok rómantísku gamanmyndarinnar Brúðkaup besta vinar míns; hún virðist geyma Marlboropakka í bijóstahaldaranum. „Tóbaks- iðnaðurinn hefur svo gríðarlegt fjármagn að þeir geta gert það sem þeir vilja,“ segir Þorgrím- ur, „Tóbaksframleiðendur gera allt til þess að komast inn með vöru sína á sem flestum svið- um. Þeir eru klókir og nota t.d. mikið íþróttavið- burði og næla sér í fórnarlömb sem er unga fólkið. Um leið og þú kaupir fyrirmyndirnar kaupir þú unga fólkið. Það þarf að fræða unga fólkið um þetta og kvikmyndimar verða teknar sérstaklega fyrir í fræðsluátaki Tóbaksvama- nefndar í skólunum ásamt mörgu öðru“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.