Morgunblaðið - 28.09.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.09.1997, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER1997 MORGUNBLAÐIÐ FOLALDSHRYSSUR standa verr að vígi í girðingum hjá stóðhestum og meiri líkur á að þær komi fyllausar þaðan en hryssurnar sem eru án folalda. nÚOCSRK AFA stóðhestar nátt- úrulegan hæfileika til að skynja hvenær egg- los hefst hjá hryssum? Þessari spumingu og ýmsum fleirum hefur Bjöm Steinbjörnsson dýralæknir velt fyrir sér sumurin ‘95 og ‘96 og méira en það, því hann hefur staðið fyrir frjósemisrannsóknum í samvinnu við erlenda aðila. Þar hefur meðal annars verið fylgst með atferli og hegðun þeirra í stóðlífi. Var Bjöm beðinn að segja frá rannsóknunum og þeim ályktunum sem draga má af þeim. Frjósemi og hegðun stóðhesta hefur verið mikið í umræðunni síðustu árin. Margir telja að frjósemi fari dvínandi í íslenska hrossa- stofninum og hafa áhyggjur af. íslensk hross hafa verið í hópi þeirra frjósömustu í heimin- um. Þessi umræða og ýmislegt fleira varð kveikjan að því að Bjöm réðst í þessar mjög svo áhugaverðu rannsóknir. „Tilgangur rannsóknanna er að skoða stóðlíf hrossa hvað varðar fijósemi og fleira við náttúrulegar aðstæður. Islenski hrossa- stofninn er enn mjög frjósamur og hálfvilltur. Þá er náttúran hér ómenguð. Erlendis hefur verið erfitt að gera langtímarannsóknir hvað þetta varðar vegna þess að þar dimmir yfir nóttina. Hér á landi er sumarnóttin björt og hægt að fylgjast grannt með hrossunum allan sólarhringinn og aðstæður þar af leiðandi ákjósanlegar hér. Með því að skoða þrjá stóðhópa allan sól- arhringinn í ákveðinn tíma eram við að leita svara við spurningum sem ekki hefur tekist að svara á alþjóðagrandvelli. Þá hafa komið upp vandamál í hrossaræktinni hérlendis og því tilvalið að hrinda þessum rannsóknum í framkvæmd," sagði Bjöm þegar hann út- skýrði megin tilgang rannsóknanna. Auk spurningar um þann hæfileika stóð- hestanna að skynja tímasetningu eggloss hjá hryssum sagði hann að skráð hafi verið hversu oft hestarnir fóra á hryssurnar, hvenær á gangmáli hryssnanna þeir höfðu samræði við þær, og hversu lengi hryssumar þýddust stóðhestana. Þá var einnig skoðað hvort hryssan losi eitt egg eða tvö, en þegar það gerðist væri meiri von á að frjóvgun yrði en einnig væri möguleiki á tvífyli, það er að bæði eggin frjóvgist, þegar slíkt gerðist. Þrískipt sólarhringsvakt „Við rannsóknina 1995 var notað ómskoð- unartæki og hryssurnar skoðaðar með því strax eftir að hesturinn fór á þær. Þannig gátum við séð hvort stóðhesturinn færi á hryssuna í nánd við egglos og reiknað út sæðisnýtinguna. Eitt af markmiðunum var að fá upplýsingar um hvemig best sé að hafa hryssuhópa samsetta hjá stóðhestum. Fyrra sumarið, 1995, var fylgst með tömd- um stóðhesti hjá 29 tömdum hryssum í 23 daga en seinna sumarið var um að ræða ótaminn hest í ótömdum hryssum. Síðast liðið sumar var fylgst með ótömdum stóð- hesti hjá 22 ótömdum hryssum í sex vikur. Sá ótamdi var hafður í stóðinu allt árið. I báðum tilvikum var um þrískipta sólar- hringsvakt að ræða og fýlgst með hverju fótmáli stóðhestanna. I seinna tilvikinu var annar stóðhestur í sömu girðingu með annað stóð sem einnig var fylgst lítilega með,“ og sagði Björn að þar hefði ekki STÓÐHESTURINN, stolt stóðsins og hrossaræktandans, er ekki allur þar sem hann er séður. Margar spurningar hafa vaknað um hegðun og atferli stóðhesta og þykir ýmislegt í hegðan þeirra vera að breytast eftir því sem maðurinn hefur meiri afskipti af viðkomu hrossanna. verið um neina árekstra að ræða. „Greini- lega voru mjög ákveðnar samskiptareglur í gildi sem fylgt var eftir í hvívetna. Astæðan fyrir því að skoðaðir voru ólíkt samsettir hópar er sá grunur að ýmis vandkvæði skapist við æxlun hjá hrossum sem mikið eru undir mannahöndum.“ Hreinn sveinn tekinn næst fyrir „I næstu lotu verður fylgst með þriðja hópnum, ungum og óreyndum stóðhesti í hryssuhópi, sem er síðasti hluti rannsókn- arinnar. Þarna er verið að kanna hvort hann sýni viðvaningshátt við hryssurnar eða hvort hann hagi sér svipað og eldri og reyndari hestar. Þar ætti að koma fram hvort um meðfædda eiginleika sé að ræða eða hvort hestar læri kúnstirnar og afli sér reynslu með tíð og tíma. Þannig má áætla þann fjölda sem ungur hestur og óreyndur getur gagnast þannig að honum verði ekki ofgert og tryggt að hryssurnar fyljist. Ég þekki dæmi þess að 25 hryssur voru settar til þriggja vetra fola sem eðli- lega hafði ekki reynslu. Voru menn síðan að furða sig á því af hverju hryssurnar voru geldar. Líklegast er að folinn hafi einfaldlega guggnað, þetta hafi verið of mikið fyrir hann, en þetta er meðal annars það sem við munum skoða í framhaldinu.“ Varðandi hross sem eru mikið undir mannahöndum er það vel þekkt skoðun víða um heim að hross sem eru undir miklu álagi, andlegu og líkamlegu, til dæmis í stífri þjálfun og/eða keppni, gagn- ist verr þegar að æxlun kemur. Þarna er streitan farin að hafa truflandi áhrif. Hryssur geta átt í erfiðleikum með að losa egg undir slíkum ki-ingumstæðum, svo dæmi sé nefnt. Þá er spurning hvort hús- notkun hesta á vorin hafi afgerandi áhrif á afköst þeirra síðar um sumarið að ekki sé nú talað um ef þeir fara í keppni eða sýn- ingar milli gangmála. Niðurstöður úr þess- um rannsóknum benda til að svo sé og styður þar með þessar skoðanú’ manna. Nílján sinnum á eina hryssu „Ef við víkjum að tamda hestinum kom hann þreyttur í girðinguna eftir húsnotk- un. Sýndi hann af þeim sökum ekki mikinn áhuga fyrstu dagana og voru afköstin eftir því. Hann sinnti hryssunum mjög tilvilj- anakennt, fór á hryssurnar ýmist fyrir egglos, meðan á egglosi stóð eða eftir egg- los. Ekki var hægt að merkja að hann skynjaði hvenær hryssurnar losuðu egg og væru þar með frjóar. Einnig tók hann tvær eða þrjár hryssur án þess að þær væru álægja. Þá var breytilegt hversu oft hann fór upp á hverja hryssu. I hópnum voru nokkrar geldhryssur sem hann sýndi mun meiri áhuga en folaldshryssunum. Eina hryssuna tók hann til dæmis nítján sinnum. Ef margar hryssur voru að ganga samtímis valdi hann tvær til þrjár úr en sinnti hinum ekkert. Hafði greini- lega ekki áhuga á fieirum í senn. Eftir að hryssur kasta ganga þær u.þ.b. viku seinna. Erlendis er talið óæskilegt að halda hryssu á þessum tíma þar sem móð- urlífið hefur ekki jafnað sig nægilega vel eftir fæðinguna. Þær festa ekki fang. Mér virðist þetta ekki eiga við hjá okkur. I ótamda stóðinu sem ég fylgdist með í sum- ar festu allar hiyssurnar fang í fyrsta gangmáli eftir köstun utan ein sem gekk upp. Ég hef trú á því að þessi niðurstaða samrýmist reynslu hrossaræktenda. Þegar hryssurnar ganga svo aftur u.þ.b. þremur vikum seinna er mjólkurframleiðsla mest, enda í samræmi við það að folaldið nærist nær eingöngu á móðurmjólkinni þessar fyrstu vikur. Þessi mikla mjólkurfram- leiðsla getur haft áhrif á hormónafram- leiðslu í þá veru að hryssurnar sýna veik- ari einkenni þess að þær séu að ganga og jafnvel að þær sleppi gangmáli. Þetta er þekkt erlendis frá og segir okkur að þess- ar hryssur eru síður þjónustaðar af stóð- hestinum og þeim hættara við að koma geldar úr girðingu. Þetta leiðir svo hugann aftur að tímanum sem stóðhesturinn er hjá hryssunum. í ljósi þessa virðast fjórar vikur vera of knappur tími en öruggara væri að hafa þær sex.“ Kynorka, kyngeta og kynheilbrigði „Ekki má gleyma því að það er ýmislegt fleira sem spilar inn í og getur haft áhrif á það hvort hryssur fái fyl í girðingu hjá stóðhesti. Þar má nefna kynorku stóð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.