Morgunblaðið - 28.09.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.09.1997, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ EYÐIBÝLI DULÚÐIN kringum eyðibýlin heillar mig; hvemig náttúran og tíminn hafa sameinast við að brjóta niður þessar byggingar sem eitt sinn vom reisulegar." Það er Nökkvi Elíasson sem er að út- skýra þetta áhugamál sitt sem felst í því að taka myndir af eyði- býlum víðsvegar um landið, en hér gefur að líta nokkrar mynda hans. í átta ár hefur Nökkvi verið að „safna“ eyðibýlum þegar tími hefur gefist til, en hann er annars menntaður rafeindavirki og starfar við klippingar hjá Stöð 2. Ljósmyndun hefur lengi verið áhugamál og hann segist hafa laðast af hálfhrundum byggingum þar sem honum þóttu þær myndrænar og henta fyrir svarthvíta ljósmyndun. „Það má segja að byggingarnar gefi myndunum þann ljóðræna blæ sem ég sækist eftir.“ Þegar tími gefst til hefur Nökkvi farið í leiðangra; skoðað á korti hvar hugsanlega gætu verið áhugaverðir staðir og rennt síðan á staðinn. „En það er ekki nóg að þar séu eyðibýli, umhverfið og birtan þurfa að vera áhugaverð en svo er ekkd alltaf. Þá kemur líka oft íyrir þegar ég er á ferð um landið, að ég sé yfirgefin býli og þá leggur mað- ur bflnum og tekur fram myndavélina. Það kemur nú æ oftar fyrir að Nökkvi sér hvar búið er að ryðja niður eyðibýlum sem hann hefur myndað. „Þá fýkur venjulega í mig,“ segir hann. „Myndefnið er farið og tækifærið til að taka aðra mynd að eilífu glatað. En tilfinningin er þó blendin, því ég náði þó að mynda húsin áð- ur en þau voru eyðilögð - og fyrir mér verða myndimar dýrðmætari fyrir vikið." í VAÐLAVÍK. Hvernig maður heimsækir eyðibýli á haustmorgni í FÁSKRÚÐSFIRÐI. ÞAÐ Á AÐ skoða eyðibýli á lognkyrrum haust- morgni, þegar vindur sefur á heiðum og tröll blunda í klettum. Á slíkum morgnum skynjar mað- ur söguna sem býr í feysknu timbri, ryðguðu báru- járni og morkinni steypu; maður á að vakna á und- an sólinni, hella uppá kaffi, smyrja ofaní bitaboxið, smeygja sér í þykka peysu, stinga landakorti og sjónauka á sig, fara út, gangsetja bílinn: aka útúr steypunni og hverfa inní kyrrð landsins. Það á ekki að aka alveg að eyðibýlinu, heldur ganga upp heimkeyrsluna sem er kannski horfin undir gras. Húsið getur verið steinsteypt, á tveimur hæðum, og steypan þá víða skellótt, flestar rúður brotnar, hurðin skökk og fúin í falsinu; það er strompur á þakinu en ekkert sjónvarpsloftnet. Ég minnist svona sérstaklega á loftnetið, því fólk er alltaf jafn hissa að sjá svoleiðis fyrirbæri á þaki eyðibýlis. Sjónvarpið er nefnilega nútíminn en það er eins og fólk trúi því ekki, að nútúninn getur líka farið í eyði. Maður á að standa í dyragættinni og segja upphátt: Það held ég nú, og bæta við eftir stundarþögn: Hér sé guð. Þetta gerir maður vegna þess, að það er tryggara að fara með eitthvað þjóðlegt í yfirgefnum húsum. Síðan er best að þreifa fyrir sér með fætinum, kanna burðarþol gólfsins áður en gengið er inn. Og maður á að fara þögull milli herbergja, drepa fingurgómum á veggi, stijúka yf- ir hillur, klappa kolaeldavélinni, heilsa skelfdri mús, halla sér upp að dyrastöfum og að lokum standa við brotna rúðu í stofunni og horfa út. Þeg- ar fótakið er hljóðnað seytlar þögn eyðibýlisins inní þig. Og þá heyrist ekkert nema andardráttur þinn og þetta veika hljóð þegar geislar morgunsólar skera sig á rúðubrotum. Maður lokar augunum og í eitt augnablik er liðinn tími ekki liðinn; húsið lifnar við: Það gengur einhver um gólfið fyrir ofan, karl- maður ræskir sig í næsta herbergi, kaffiilm leggur úr eldhúsinu og barn hlær. Síðan verður allt sem áður og maður stendur við brotna rúðu í húsi, sem áratugum saman hefur staðið óvarið fyrir slætti regnsins og barsmíðum vinda. En þetta furðulega augnablik hefur kennt manni, að þó fólk yfirgefi hús og skilji það varnarlaust eftir, þá er það fullt af minningum. Og minningar lifa í veggjum, glugga- kistum, lifa í braki gólfsins, lifa og hverfa ekki fyrr en húsið hrynur, fyrr en grasið vex yfir rústirnar og allt verður eins og það var í upphafi. En það er langt þangað til að grasið vex yfir steinsteypta og tvflyfta eyðibýlið. Og eftir að hafa skoðað húsið, sest maður uppvið vegg í haustbirt- unni, hellir snarpheitu kaffinu í málið, fær sér brauðsneið með kæfu, fer síðan inná sig og dregur fram vasapela fullan af íslensku brennivíni; lokar augunurn, sýpur á, opnar augun og þá situr hann við hlið manns, bóndinn sem flutti suður fyrir mörgum árum. Auðvitað löngu dáinn en það er alltflagi; maður ók nefnilega útúr gnýi steypunnar og inní kyrrð landsins og sýndi eyðibýlinu þá virð- ingu sem því ber. Og maður situr þarna dágóða stund með dánum bónda og við tölum kannski um þá makalausu töfra sem búa í lognkyrrum haust- morgnum við eyðibýli. Jón Kalman Stefánsson MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1997 B 13

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.