Morgunblaðið - 28.09.1997, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.09.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1997 B 19 FALLEGAR bleikjur, veiddar á Ásgarðssvæðinu í Soginu í sumar. Ásókn erlendra veiði- manna eykst stöðugt ÁSÓKN erlendra veiðimanna í ís- lenskar laxveiðiár mun aukast enn frekar næstu sumur, að mati Orra Vigfússonar formanns Norður-Atl- antshafslaxasjóðsins, NASF. Mikil uppsveifla hefur verið í sölu lax- veiðileyfa í íslenskar ár síðustu þijú sumrin og stafar það ekki síst af fjölgun erlendra veiðimanna. „Laxastofnar hafa verið í mikilli lægð síðustu árin, en þó síðustu sumur á íslandi hafi þótt vera í lakari kantinum hefur lægðin hér ekki verið í neinu samræmi við það sem erlendis hefur gerst. Fjölmarg- ir hafa lagt hönd á plóginn ytra við að stöðva rányrkju og byggja upp veiðisvæði sem hafa orðið illa úti. En nú er svo komið að menn eru að gefast upp á því í hrönnum og ísland og Rússland eru raun- verulega einu boðlegu kostirnir sem eftir eru fyrir laxveiðimenn. Ég fínn mikið fyrir auknum áhuga útlendinga, fyrir stuttu gerðist það t.d. sama daginn að ég talaði við talsmenn tveggja stórra veiðihópa sem voru ákveðnir í að sleppa föst- um dögum sínum í Skotlandi og freista þess að kornast að í ein- hverri íslenskri á. Ég heyri það einnig á ýmsum hérlendum veiði- leyfasölum að þeir fínna fyrir auk- inni eftirspurn," sagði Orri nýverið í samtali við blaðið. Með batnandi efnahag hafa innlendir veiðimenn einnig bætt við sig veiðidögum síð- ustu sumur þannig að það stefnir í aukna samkeppni veiðimanna um ámar. Oft er það undanfari þess að veiðileyfí hækka. Sogið í maí? Stangaveiðifélag Reykjavíkur vinnur nú að því að fá heimild til að leyfa silungsveiði á helstu lax- veiðisvæðum Sogsins í maí og framan af júní, eða þar til laxveiði- vertíðin hefst. Bleikjustofn Sogsins hefur vaxið mjög síðustu Jarjú árin og veiði verið afar góð. Olafur K. Ólafsson formaður árnefndar SVFR fyrir Sogið sagði í samtali við blaðið að það væri synd að nýta ekki möguleikana á vorin, sérstaklega þar sem félagið hafí yfír „frábærum húsakosti að ráða“ eins og hann sagði. „Reynsla manna af vorveiði á bleikju á öðrum svæðum í Soginu er sú, að von er á góðri veiði og þama er væn bleikja," sagði Ólafur. Fleiri á veiðum Veiðimenn hafa verið minntir rækilega á það í sumar og haust, að það eru fleiri sem ásælast laxa og sjóbirtinga en þeir sjálfír. Óvenjumargar fregnir hafa borist frá veiðiánum um að stugga hafi þurft við selum. Selir hafa verið drepnir í Hítará, Tungufljóti og Norðurá í sumar og við fleirum hefur verið stuggað, t.d. í Straum- fjarðará og Haffjarðará, auk þess sem víða halda þeir til á heppileg- um veiðistöðum úti fyrir ármynn- um. Þá heyrðist sú fregn fyrir stuttu, að veiðibjöllur, sem sumar hveijar ná fádæma leikni í lax- veiði, hefðu sums staðar verið stór- tækar. T.d. par sem hélt til neðst við Þverá í Borgarfirði. Var sagt að þær hefðu náð allt að 40 löxum í vatnsleysi í fyrra, en verr hefði gengið nú, enda sumarið votviðras- amara. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Kópavogs FIMMTUDAGINN 18. september hófst hausttvímenningur félagsins, 22 pör spiluðu mitchell, þijú spil milli para, tíu umferðir. Kvöldskorin: n-s Guðbjöm Þórðarson - Stefán R. Jónsson 298 Freyja Sveinsdóttir - Sigríður Möller 288 Bemódus Kristinsson - Birgir Jónsson 284 a-v Þrösturlngimarssaon-RagnarJónsson 336 Guðmundur Pálss. - Guðmundur Gunnlaugss. 320 Valdimar Sveinsson - Gunnar B. Kjartansson 309 Fimmtudaginn 25. september var spiluð önnur umferð í hausttvímenn- ingnum. Kvöldskorin: n-s Helgi Víborg - Oddur Jakobsson 336 MuratSerdar-RagnarJónsson _ 293 Trausti Finnbogason - Haraldur Ámason 291 a-v Valdimar Sveinsson - Gunnar B. Kjartansson 306 Bemódus Kristinsson - Georg Sverrisson 303 ArmannJ.Lárusson-JensJensson 295 Staðan eftir tvö kvöld: MuratSerdar-RagnarJónsson 629 Valdimar Sveinsson - Gunnar B. Kjartansson 615 Helgi Víborg - Oddur Jakobsson Félagið vill minna á að barómet- erinn byijar 9. október. Skráning er hjá Hermanni Lárussyni, sími 554-1507 og Sigurði Siguriónssyni, sími 554-0226. Bridsfélag Reykjavíkur Þriðjudaginn 23. september var spilaður einskvölds tölvureiknaður Mitchell tvímenningur með forgefnum spilum. 26 pör spiluðu 13 umferðir með2 spilum á milli para. Meðalskor var 312 og bestum árangri náðu: NV Páll Þór Bergsson - Helgi Hermannsson 372 Kristinn Kristinsson - Runólfur Jónsson 359 Soffía Daníelsdóttir - Óli Bjöm Gunnarsson 348 AV SteinbergRíkarðsson-BjömDúason 398 Guðmundur Baldursson - Sævin Bjamason 383 Jóhann Guðnason - Þórarinn Ólafsson 373 12 pör tóku þátt í verðlaunapott- inum. Fyrstu verðlaun, 4000 kr. fengu þeir Steinberg og Björn og 2. verð- laun, 2000 kr. fóru til Guðmundar og Sævins. Þriðjudagskvöld BR er röð eins- kvölds tvímenninga. Spilamennska byijar kl. 19.30. Keppnisstjóri er Sveinn R. Eiríksson. Frítt er fyrir alla spilara sem eru 20 ára og yngri. Eng- inn spilari heur nýtt sér það til þessa en vonandi verður breyting á því. Miðvikudaginn 24. september var spilað 2. kvöldið í 3ja kvölda Monrad Barómeter BR. Spilaðar voru 7 um- ferðir með spilum á milli para. Efstu pör yfír kvöldið voru: Hjalti Elíassoan - Páll Hjaltason 140 Eyþór Hauksson - Helgi Samúelsson 135 ðm Amþórsson - Guðlaugur R. Jóhannsson 101 Sverrir Kristinsson - Steinberg Ríkarðsson 63 Jón St. Gunnlaugsson - Jón Alfreðsson 61 Steinar Jónsson - Jónas P. Erlingsson 59 Efstu pör eftir 14 umferðir af 21 eru: Örn Amþórsson - Guðlaugur R. Jóhannsson 181 EyþórHauksson-HelgiSamúelsson 140 Oddur Hjaltason - Hrólfur Hjaltason 137 Gísli Steingrimsson - Sverrir Kristinsson 133 Júlíus Siguijónsson - Hrannar Erlingsson 133 Eirikur Hjaltason - Jakob Kristinsson 104 Jón St. Gunnlaugsson - Jón Alfreðsson 90 Hjalti Elíasson - Páll Hjaltason 86 Ásmundur Pálsson - Aðalsteinn Jörgensen 83 Bridsfélaglag Kvenna ÁRSHÁTÍÐ félagsins verður haldin laugardaginn 4. október nk., kl. 11.00 f.h., ef næg þátttaka fæst. Eftir há- degisverð verður spilaður léttur tví- menningur. Við viljum hvetja og bjóða velkomnar allar nýjar konur í hópinn. Tilkynnið þátttöku fyrir 2. okt. í síma 5532968 (Ólína) og 5612112 (Denna). Frá Bridsfélagi Akureyrar Þriðjudaginn 23.9. lauk Sjóvár- Almennra mótinu sem var tveggja kvölda Mitchell-tvímenningur. Þátt tóku 22 pör. Sigurvegarar urðu Páll Pálsson og Þórarinn B. Jónsson eftir góðan endasprett en Skúli Skúlason og Jónas Róbertsson, sem höfðu verið í forystunni lengst af, gáfu eftir í lokin. Lokastaða efstu para var eftirfar- andi: PállPálsson-ÞórarinnB.Jónsson 521 SkúliSkúlason-JónasRóbertsson 499 Jón Sverrisson - Stefán Sveinbjömss. 495 HilmarJakobsson-ÆvarÁrmannss. 494 BA þakkar Sjóvá-Almennum góðan stuðning. Næsta mót er Súlnabergsmótið sem er þriggja kvölda tvímenningur með Butler útreikningi og hefst þriðjudag- inn 30.9. kl. 19.30. Skráning er hjá Antoni keppnisstjóra í síma 461-3497 eða á staðnum (mæting tímanlega). Laugardaginn 27.9. leggja 6 sveitir frá BA land undir fót og etja kappi við Siglfirðinga í árlegri bæjarkeppni. Án efa verður hart barist þó formenn beggja félaganna liggi á liði sínu og feli forystuna í hendur lægra settum. Ingibjörg Hinriksdóttir háls-, nef- og eymalæknir. Hef opnað læknastofu í Lækningu að Lágmúla 5 Tímapantanir í s: 533 3131 kl. 9 -16 virka daga Lækning • Lágmúla 5 • 108 Reykjavík Sími: 533 3131 • Myndsími: 533 3135 (á?)NG- NAMSKEIÐ popp, jazz, blús, rokk, dœgurlög, söngleikir Tena Palmer Nýtt og spennandi söngnámskeið hefst 8.október n.k. parsem farið verður m.a. í; Raddbeitingu, öndun og tœkni, rythmapjálfun, framkomu, míkrafóntækni, stíl og fleira. - Tónleikar verða síðan haldnir í lok námskeiðs. Aðalkennari á námskeiðinu er kanadíska söngkonan Tena Palmer. Innritun og upplýsingar ísíma 587 0715 milli kl. 16:00 og 18:00 Athugið - takmarkaður fjöldi. TotoKpli EácfciB0Icj Hioo

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.