Morgunblaðið - 21.06.1997, Page 60

Morgunblaðið - 21.06.1997, Page 60
60 LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ MYNDBÖND/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP LAUGARDAGSMYNDIR SJONVARPSSTOÐVANNA Sjónvarpið ►21.15 Tveir af bestu leikurum Bandaríkjanna, hvor af sinni kynslóð, þeir Jack Lemmon og Matt- hew Broderick, leika tvo leikhúsleikara, hvorn af sinni kynslóð - sá eldri á niðurleið, sá yngri uppleið - í banda- rísku kapalmyndinni Leikhúslíf (A Life In The Theatre, 1993), sem leikskáldið David Mamet vann upp úr samnefndu leikriti sínu. Vel skrifað, vel leikið. Leikstjóri Gregory Mosher. ★ ★ ★ Sjónvarpið ►22.40 - Sjá umfjöllun hér til hliðar. Stöð 2 ►l5.00 Prúðuleikararnir gerast spæjarar á slóð skartgripaþjófa í London í Prúðuleikararnir leysa vandann (The Great Muppet Caper, 1981). Missnarpir kaflar en yfirleitt fín skemmtun undir stjórn Jims heitins Hensons. ★ ★ 'h Stöð 2^21.00 Hættulegir hugir (Dangerous Minds, 1995) er klisju- kennd útgáfa af kunnuglegu stefi, þar sem er lýsing á nýju kennslukonunni sem kemur inn í róstusaman bekk og snýr honum smám saman á sitt band. Sú fína leikkona Michelle Pfeiffer er afar ósannfærandi í aðalhlutverkinu. Leikstjóri John N. Smith. ★ ★ Stöð 2 ►22.40 Franski leikstjórinn Bertrand Blier gerir yfirleitt heillandi myndir og þótt Einn, tveir, þrír, sól (Un Deux Trois Soleil, 1993) sé ekki ein af hans bestu er hún engu að síð- ur forvitnileg og á köflum áhrifarík lýsing á lífsbaráttu rótlausrar stúlku í fjölbýlishúsahverfi í Suður-Frakk- landi. Marcello Mastroianni er flottur sem fyllibyttan faðir hennar. ★ ★ 'h Stöð 2 ►O .25 A1 Pacino ogekki síð- ur Sean Penn eru í essinu sínu í enn einni glæponastúdíu Brians DePalma, Leið Carlitos (Carlito’s Way, 1993). Ekkert nýtt hér en DePalma sýnir í einstökum atriðum hversu feikilega flinkur hann er í að sviðsetja flóknar hasarsenur. ★ ★ 'h Árni Þórarinsson Robert Altman - óþekkur en agaður, mistækur en meistaralegur. :> i VERSLUN FERDAFOLK5INS UlLáúiJA LAUGARDAG kl. 10-16 SUNNUDAG kl. 13-17 4 MANNA 7.0 KC 10% AFSLATTUR 5MANNA GERÐIR AF TJÖLDUM. HÚ5TJÖLD, KÚLUTJÖLD, BRAGGATJÖLD, A-TJÖLD, JÖKLATJÖLDOG 5AMKOMUTJÖLD ADVENTURE100 mmmm s mani-ia j j m. nroöö ÁÐUR 11.800 'máMA&D SEGLAGERÐIN ÆGIR EYJASLOÐ 7 107 REYKJAVIK Sími 51 I 2200 TRIGANO Altman í essinu sínu TOPPARNIR og öldudalirnir eru jafn áberandi á óvenjulegum ferli Roberts Altman, eins persónulegasta og frjó- asta leikstjóra bandarískrar kvik- myndagerðar. Kvikmynd hans Klippt og skorið (Short Cuts, 1993, Sjón- varpið ►22.40) er áreiðanlega einn öldutoppurinn. Hún kom árið á eftir öðrum toppi, The Player, en í báðum þessum fínu myndum bregður Altman upp breiðu mannlífsmunstri, þar sem hver púsla tengist þeirri næstu og ekkert rekst á annars horn. Klippt og skorið er byggð á átta sögum og einu ljóði eftir Raymond Carver og speglar sambönd fólks af ýmsu tagi, það sem er ólíkt jafnt sem sameiginlegt, og óvænt uppbrot í lífi þess. í fjölskipuð- um og velmönnuðum leikhópnum eru m.a. Tim Robbins, Lily Tomlin, Tom Waits, Mathhew Modine, Frances McDormand, Andie MacDowell, Fred Ward, Lili Taylor, Madeleine Stowe o.fl. o.fl. Og Robert gamli Altman, nú á áttræðisaldri, heldur um alla þræði siyrkri hendi, spinnur sinn sérstaka samtalastíl saman við hnitmiðaðan myndstíl. Skemmtilegt verk meistara hins óhefðbundna í bandarískum kvik- myndum. Sérstök ástæða er til að vekja athygli á heimildamynd um Klippt og skorið og Robert Altman á dagskrá Sjónvarpsins á morgun, sunnudag, kl. 16.15. ★ ★ ★ 'h MYNDBÖND Plága sem ekki verður útrýmt er í raun algjör plága, en þó er hann afskaplega heillandi. Ég man ekki til þess að hafa séð þennan John Leguizamo áður, nema í Rómeó og Júlíu þar sem ég hreifst af honum, þótt hlutverk hans þar væri mun dramatískara en hér. Honum verið líkt við Jim Carrey í þessari mynd. Mér finnst þeir nú ekkert sérlega líkir, þótt báðir séu góðir. Leguizamo er meira gerpi og gerir jafnvel meira grín að sjálf- um sér. I þessari mynd gerir hann mikið grín að hinum ýmsu þjóðar- brotum sem byggja Bandaríki Ameríku, og hlífir þá hvorki sér né öðrum. Þar á hann alveg óborg- anlega spretti. Húmor hans er mjög ýktur og mun sumum þykja hann fara yfir strikið á stundum, þar sem iínan er mjó. Maðurinn er nú einu sinni plága, en það rist- ir þó ekki dýpra en það að allir geti ekki haft gaman af. John Leguizamo hefur ótrúlegt hug- myndaflug og er frábær eftir- herma. Margar aðrar skemmtilegar persónur koma þó einnig til sögunn- ar, og er þá vert að minnast á hina þýsku feðga. Plágan er hröð mynd, manísk að sama punkti og aðal- söguhetjan sjálf. í henni er hvergi dauðan punkt að finna, og er hún því besta skemmtun fyrir fólk með aulahúmor. Hildur Loftsdóttir. Gjdfavaia — inaíar og kafíislell. Heimsfrægir hönnuðir Allir verðllokkar. m.a. Gianni Versace. VERSLUNIN ————— Laugnvegi 52, s. 562 4244. Plágan (The Pest) Gamanmynd ★ ★ ★ Framleiðandi: The Bubble Factory. Leikstjóri: Paul Miller. Handrits- höfundur: David Bar Katz eftir sögu sinni og John Leguizamo. Kvikmyndataka: Roy H. Wagner. Tónlist: Kevin Kiner. Aðalhlutverk: John Leguizamo, Jeffrey Jones og Freddy Rodriguez. 92 mín. Banda- ríkin. Tristar Pictures/Skífanl997. Myndin er öllum leyfð. PESTARIO er smákrimmi sem gerist lifandi skotmark til að eignast 50.000 dali þar sem hann skuldar skosku mafíunni sömu upphæð. Veiðarnar ber- ast um víðan völl, og Pestario bregður sér í allra kvikinda líki til að villa um fyrir veiði- manninum. Pestario er málóður, uppfinningasamur, fljótur að hugsa, seinheppinn, oft misheppn- aður, þreytandi, sníkjudýr, óþol- andi en góðhjartaður þjófur. Hann

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.