Morgunblaðið - 21.06.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.06.1997, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Prestastefna sett á þriðjudag Fjallað um réttlæting arkenningn Lúters PRESTASTEFNA verður sett í Ak- ureyrarkirkju næstkomandi þriðju- dag og stendur hún til fimmtudags. Meginefni hennar er réttlætingar- kenning Lúters og sístæð áhrif henn- ar og fjalia fimm guðfræðingar um efnið í erindum. Setningarathöfn prestastefnunn- Utanríkisþj ónustan Einar Bene- diktsson heim frá Washington EINAR Benediktsson sendiherra ís- lands í Washington mun flytja heim til íslands um miðjan ágúst næst- komandi, en ekki hefur verið tekin ákvörðun um framhaldið á hans starfí í utanríkisþjónustunni, að sögn Helga Ágústssonar ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu. Aðspurður segir Helgi að ekki sé búið að ákveða hver taki við sendi- herrastarfínu í Washington. ar hefst klukkan 14 í safnaðarheim- ili Akureyrarkirkju með yfirlitsræðu biskups, herra Ólafs Skúlasonar, en kl. 10.30 er messa í Akureyrarkirkju þar sem séra Örn Friðriksson pró- fastur prédikar og þjónar fyrir alt- ari ásamt fleiri prestum. Fyrsta fyrirlesturinn um réttlæt- ingarkenningu Lúters flytur dr. Ein- ar Sigurbjörnsson klukkan 16 og kl. 17.15 flytur dr. Siguijón Árni Ey- jþlfsson fyrirlestur. Séra Irma Sjöfn Óskarsdóttir, dr. Arnfríður Guð- mundsdóttir og séra Ólafur Oddur Jónsson flytja sína fyrirlestra á mið- vikudag og fara fundir fram í Glerár- kirkju þann dag. Af öðru efni sem tekið verður fyrir á prestastefnu má nefna umfjöllun Hjalta Zophónías- sonar um nýja kirkjulöggjöf og dr. Sigurðar Áma Þórðarsonar um nýjar hugmyndir um þjálfun kandídata. Þá verður flutt skýrsla kirkjueigna- nefndar og að kvöldi miðvikudags er ráðgerður fundur með biskups- kandídötum. Prestastefnu verður slitið kl. 17.30 á fimmtudag í Grund- arkirkju. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Tveir guðfræðingar vígðir til prests BISKUP íslands, herra Ólafur Skúlason, vígði tvo kandidata til prestþjónustu í Dómkirkjunni í Reykjavík sl. sunnudag. Sr. Lilja Kristín Þorsteinsdóttir vígðist til Raufarhafnarprestakalls í Þin- geyjarprófastsdæmi og sr. Hans Markús Hafsteinsson vígðist til Garðaprestakalls í Kjalarnes- prófastsdæmi. Myndin var tekin að vígslu lokinni á sunnudaginn. I efri röð frá vinstri eru vígslu- vottarnir sr. Guðný Hallgríms- dóttir fræðslufulltrúi, sr. Örn Friðriksson prófastur, sr. Bragi Friðriksson, fyrrverandi pró- fastur, sem lýsti vígslu, og sr. Gunnar Kristjánsson prófastur. Lengst til hægri er sr. Jakob Ág. Hjálmarsson dómkirkju- prestur, sem þjónaði fyrir altari ásamt biskupi. í fremri röð eru f.v.: sr. Lilja Kristín Þorsteins- dóttir, hr. Ólafur Skúlason, bisk- up Islands, og sr. Hans Markús Hafsteinsson. Morgunblaðið/Arnaldur Halldórsson BIRKIR Freyr Björgvinsson, 12 ára, er nýbúinn að vígjast í skátana og var að koma á sitt fyrsta skátamót en hann er í skátafélaginu Hólmveijum frá Stykkishólmi. Hér sést hann ásamt þeim Rúnari Birkissyni, Snævari Frey Sigtryggsyni, Arnþóri Pálssyni og Birni Ásgeiri Sumarliðasyni. Stuð á skátamóti í Viðey SKÁTAFÉLAGIÐ Landnemar í Reykjavík heldur sitt árlega Landnemamót í Viðey dagana 19.-22. júní í sól og blíðu. Önnur skátafélög úr Reykjavík eru einnig mætt á svæðið ásamt félögum frá Hveragerði og Stykkishólmi en milli 200-300 skátar eru á mótinu. Þema mótsins er „Út í nótt- ina“ þar sem aðaláhersla er lögð á kvöldskemmtun þar sem meðal annars er boðið upp á karnival með Iínudansi, bryggjuball með harmoníku- leik, kvöldvöku við varðeld, leiki og reiptog. Útilíf í tísku Lárus Óli Þorvaldsson Ijald- búðarstjóri kveðst ánægður með þátttökuna á mótinu og segir að skátastarfið sé á upp- leið en öll starfsemin byggist á því starfi sem eldra fólkið er tilbúið að leggja fram. „Öll æskulýðsstarfsemi er af góð- um toga en ég er þeirrar skoð- unar að ekki sé æskilegt að beina öllum í keppnisíþróttir. Skátastarfið heldur utan um einstaklingana alveg sama hversu samkeppnishæfir þeir eru og reynir að draga fram styrkleika hvers og eins þar sem hann liggur,“ segir hann. Þær Halldóra Hinriksdóttir, FYRSTA Landnemamótið var haldið árið 1959 á Þingvöllum, en síðan þá hefur Viðey oftast orðið fyrir valinu sem mótstaður félagsins. 24 ára, og Hanna Kristín Sig- urðardóttir, 23 ára, taka undir en þær hafa báðar verið í skát- unum frá því að þær voru krakkar og eru meðal þeirra sem vinna við mótið í Viðey. Þær segja að það sé félagskap- urinn og útiveran sem hafi gert það að verkum að þær hafa ílenst í skátunum. „Fyrir þá sem hafa gaman af því að ferðast og vera í útilífi eru skátarnir ódýr lausn. Það er ekki lengur hallærislegt að vera skáti, útilíf er í tísku í dag og það kemur fram í auk- inni aðsókn í skátana,“ segir Halldóra. Rannsókn á barnatönnum gefur vísbendingu um umhverfismengun Mikið magn eitur- efna mælist í íslensk- um bamatönnum RANNSÓKN sem gerð hefur verið á tönnum íslenskra barna sýnir að magn áls og þung- málmanna blýs og kadmíums er um helmingi meira en í tönnum sænskra bama. Rannsókn- um á magni þessara málma í vefjum líkam- ans hefur lítið verið sinnt hérlendis en erlend- ar rannsóknir benda til tengsla milli mikils magns áls og hjá börnum með torlæsi og ofvirkni. Samanburðarrannsókn á fæðuof- næmi sænskra og íslenskra bama bendir til þess að 2% íslenskra bama hafí fæðuof- næmi. Mjólkuróþol er algengast hjá íslenskum bömum en tómatóþol er algengara hjá sænsk- um bömum. Ingólfur Kristjánsson, heimilislæknir, kynnti niðurstöður þessara tveggja rannsókna á þingi norrænna heimilislækna. Báðar voru rannsóknirnar unnar í samvinnu við heilsu- gæsluna og sjúkrahúsið í Linköping í Svíþjóð þar sem Ingólfur starfaði í 7 ár. Fæðuofnæm- isrannsóknin var auk þess unnin á heilsugæsl- unni í Garðarbæ og í Hafnarfírði og á barna- deild Landsspítalans. Rannsóknina á íslensk- um bamatönnum vann Ingólfur með Kristjáni Guðmundssyni, heimilislækni, í tengslum við heilsuvemdarstöðina á Siglufirði og í Mos- fellsbæ auk Tannheilsu-, atvinnu- og um- hverfisdeildar háskólans í Linköping. íslensk börn oftar veik en sænsk Fæðuofnæmiskönnunin var framkvæmd með því að senda út spurningalista til for- eldra um 400 barna við 18 mánaða aldur í Svíþjóð og á íslandi. Spurt var um viðbrögð barna við algengum fæðutegundum. Síðar vom börn með einkenni fæðuofnæmis rann- sökuð nánar. Leiddu rannsóknir i ljós að 3% sænsku bamanna höfðu einhvers konar fæðu- ofnæmi en 2% þeirra íslensku. Ingólfur segir ekki ljóst hvers vegna tómatóþol sé algengara hjá sænskum bömum en mjólkuróþol hjá þeim íslensku, en útbrot vegna tómata séu algeng hjá ungum bömum. Bráðaofnæmi fyrir mjólk sé miklu þekktara en bráðaofnæmi fyrir tóm- ötum. „Það sem kom líka fram í þessari rann- sókn var að ísiensku börnin verða miklu oftar veik en þau sænsku," segir Ingólfur. Eyrna- bólga er tvisvar til þrisvar sinnum algengari hjá íslenskum börnum en sænskum auk þess sem lungnabólga er meir en helmingi algeng- ari. Ingólfur kveðst ekki geta skýrt þennan mun en greinilegt sé að þetta þurfi að skoða nánar. Engin viðurlög við notkun álklóríðs í fæðu Rannsóknin á blýi, kadmíumi og áli í barna- tönnum fór fram í Svíþjóð, á Krít og á ís- landi. Niðurstöður leiddu í ljós að mesta magn- ið af blýi og áli var í tönnum íslensku barn- anna og var það um helmingi meira en í tönn- um sænsku barnanna en tölur voru svipaðar á íslandi og Krít, en þar segir Ingólfur að mengunarvömum hafi lítið verið sinnt fram til þessa. Að sögn Ingólfs eru þessi efni öll þekktir skaðvaldar fyrir frumur. Þungmálm- arnir blý og kadmíum hafi mikið verið rann- sakaðir og eru þau helst tengd útblásturs- mengun og mengun í tengslum við sorphirðu. Á1 hefur fyrst og fremst verið tengt fæðu og engar reglur eru til sem kveða á um hversu mikið magn áls má vera í fæðu. Þannig get- ur upp undir 1,5% af álklórið verið í hvíta- sykri sem er mikið notaður við matvælafram- leiðslu. Tengsl umhverfismengunar við ofvirkni og torlæsi barna Marktækt meira magn af blýi fannst hjá börnum ef móðirin hafði reykt á meðgöngu eða fyrstu tvö æviár barnsins. Tvær breskar rannsóknir sýna að ál i hári og nöglum of- virkra bama og barna með torlæsi er mark- tækt meira en í öðrum bömum, en þetta gæti bent til tengsla umhverfismengunar og þessara tegunda fötlunar. Af þeim 6 stöðum sem rannsóknin fór fram reyndist mest magn mælanlegra eiturefna vera í tönnum barna á Siglufirði. Tölur Svíanna hafa lækkað umtalsvert á síðustu 10-15 áram þar sem mengunarvarnir hafa verið bættar jafnt og þétt. „Þetta ætti að vera umhugsunarefni því við erum ekki að mæla blý, kadmíum og ál í jörðinni heldur erum við að mæla þetta í lifandi vef,“ segir Ingólfur. „Við höfum til þessa ekki verið að sinna rannsóknum sem þessum eins og skyldi."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.