Morgunblaðið - 21.06.1997, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 21.06.1997, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ1997 47 Gary Jóhann Kasparov Hjartarson landi, Júdasín, ísrael, Khuzman, Israel og Adianto, Indónesíu 2.610, 61.-64. Jóhann Hjartar- son, Hracek, Tékklandi, Kozul, Króatíu og Nijboer, Hollandi 2.605, 65.-74. Lalic, Króatíu, Nisipeanu, Rúmeníu, Fedorov, Hvíta-Rúss- landi, Smirin, ísrael, Morovic, Chile, Kaidanov, Bandaríkjunum, Curt Hansen, Danmörku, Ðorfman, Frakklandi, Komarov, Úkraínu og Spasov, Búlgaríu 2.600. íslenski listinn íslendingar á lista FIDE yfir virka skákmenn eru eftirtaldir. Fjöldi reiknaðra skáka frá 1. des. 1996 til 31. maí 1998 eru í sviga fyrir aftan nýju stigin. 1.7.97 - 1.1.98 1. Jóhann Hjartarson 2.605 (44) 2.585 2. Margeir Pétursson 2.555 (9) 2.565 3. Hannes H. Stefánss. 2.545 (31) 2.555 4. Jón L. Árnason 2.535 (0) 2.535 5. Þröstur Þórhalisson 2.510 (41) 2.500 6. Helgi Ólafsson 2.505 (12) 2.500 7. Karl Þorsteins 2.495 (0) 2.495 8. Helgi Áss Grétarss. 2.475 (27) 2470 9. Friðrik Ólafsson 2.460 (0) 2.460 10. Héðinn Steingríms. 2.390 (0) 2.390 11. Björgvin Jónsson 2.380 (0) 2.380 12. Jón Garðar Viðarss. 2.380(27) 2.360 13. Ingvar Ásmundsson 2.365 (0) 2.365 14. Ágúst S. Karlsson 2.335 (0) 2.335 Aðrir íslendingar á listanum eru Gylfi Þórhallsson 2.330, Andri Áss Grétarsson 2.315, Halldór G. Einarsson 2.315, Jón Viktor Gunnarsson 2.315, Bragi Krist- jánsson 2.305, Guðmundur Gísla- son 2.305, Þorsteinn Þorsteinsson 2.305, Haukur Angantýs- son 2.295, Þröstur Árnason __ 2.295, Magnús Örn Úlfars- son 2.290, Benedikt Jónasson 2.285, Arn- ar Þorsteinsson 2.285, Guðmundur Halldórsson 2.275, Rúnar Sigurpálsson 2.275, Davíð Ólafs- son 2.275, Snorri Bergsson 2.275, Bragi Halldórsson 2.270, Sævar Bjarnason 2.265, Hrafn Loftsson 2.250, Áskell Örn Kárason 2.245, Ólafur Kristjánsson 2.245, Arin- björn Gunnarsson 2.240, Tómas Björnsson 2.235, Dan Hansson 2.230, Einar Hjalti Jensson 2.225, Júlíus Friðjónsson 2.225, Björn Freyr Björnsson 2.220, Bragi Þorfinnsson 2.215, Björgvin Víg- lundsson 2.215, Sigurbjörn Björnsson 2.210, Kristján Eð- varðsson 2.210, Sigurður Daði Sigfússon 2.205, Ólafur B. Þórs- son 2.205, Magnús Pálmi Örnólfs- son 2.200, Arnar E. Gunnarsson 2.200, Bergsteinn Einarsson 2.195, Stefán Briem 2U85, Torfi Leósson 2.160, Jón Árni Hall- dórsson 2.160, Erlingur Þor- steinsson 2.160, Heimir Ásgeirs- son 2.140, Davíð Kjartansson 2.130, Stefán Þór Siguijónsson 2.130, Jóhann Ragnarsson 2.115, Björn Þorfinnsson 2.105, Páll Agnar Þórarinsson 2.100, Matt- hías Kjeld 2.100, Einar Kristinn Einarsson 2.085. Rólegt í Nýjagarði í sjöundu umferð á stórmótinu í Novgorod í Rússlandi gerði Ka- sparov jafntefli við Topalov. Kramnik gerði sömuleiðis jafntefli við Barejev, en Nigel Short gerði sér lítið fyrir og vann Gelfand með svörtu. Staðan eftir sjö umferðir: 1. Kasparov 5 v. (14 stig) 2. Kramnik 5 v. (13 stig) 3. Topalov 3‘A v. (9 stig) 4. Barejev 3 v. (7 stig) 5. Short 2'A v., (7 stig) 6. Gelfand 2 v. (5 stig) Það gæti farið svo að úrslitin réðust í síðustu umferð, en þá hefur Kasparov hvítt gegn Kramnik. Við skulum líta á handbragð langtiga- hæsta skákmanns heims og skoða skák frá mótinu i Nýjagarði: Hvítt: Gary Kasparov Svart: Nigel Short Frönsk vörn 1. e4 - e6 2. d4 - d5 3. Rc3 - Bb4 4. e5 - c5 5. a3 - Bxc3+ 6. bxc3 - Dc7 7. Dg4 - f5 8. Dg3 - cxd4 9. cxd4 - Re7 10. Bd2 - 0-0 11. Bd3 - b6 12. Re2 - Ba6 13. Rf4 - Dd7 14. h4 - Bxd3 15. Dxd3 - Rbc6 16. Hh3 - Hac8 17. Hg3 - Hf7 18. h5 - Rd8 19. c3 - Hf8 20. Kfl - Hc4 21. Kgl Rf7 22. a4 - Hfc8 23. Dbl - Rc6 24. Ddl - Re7 (Svarta staðan virðist nokkuð traust, en Kasparov tekst nú að töfra fram stórsókn) 25. h6! - g6 (25. - Rxh6 gekk ekki vegna 26. Rh5 - Rg6 27. Bxh6) 26. Dh5! - Hxa4 (Þetta er hálfgerð örvænting, en hvítur hótaði 27. Dh4 og síðan Df6) 27. Hxa4 - Dxa4 28. Rxe6 - Dc2 29. Dh4 - f4 30. Bxf4 - Rf5 31. Hxg6+! og eftir þessa laglegu hróksfórn gafst Short upp vegna 31. - hxg6 32. h7+ - Kh8 33. Df6+ - Kxh7 34. Dxf7+ - Kh8 35. Dxg6 með óstöðvandi sókn. Það var reyndar einnig hægt að vinna með því að leika 31. Df6! Margeir Pétursson Daði Örn Jónsson Drífa Hjartardóttir við setningu landsþings Kvenfélagasambandsins Morgunblaðið/Bjöm Gíslason UM 150 konur sitja landsþing Kvenfélagasambands Islands, sem sett var í Glerárkirkju á Akureyri í gær. Skipulögð barátta kvenna stendur enn LANDSÞING Kvenfélagasambands Islands var sett í Glerárkirkju á Akureyri í gær en í dag og á morg- un fara fram þingstörf á Fiðlaran- um við Skipagötu. Innan Kvenfé- lagasambandsins starfa 211 kven- félög í dag og eru héraðssamböndin 22. Hátt í tuttugu þúsund konur starfa í kvenfélögum innan KÍ en um 150 konur sitja landsþingið á Akureyri. Drífa Hjartardóttir forseti Kven- félagasambandsins flutti ávarp við setninguna og sagði m.a. að skipu- lögð barátta kvenna fyrir frelsi, réttindum og réttlæti hafi hafist á íslandi fyrir miðja síðustu öld. Hún sagði þessa baráttu standa enn og hafi tekið á sig mismunandi myndir í tímans rás. „Störf kvenna í kven- félögum voru störf brautryðjenda í mörgum framfaramálum, sem ríki og sveitarfélög tóku siðan við.“ Gefa 50 milljónir á ári Drífa sagði íslenskar konur hafa á þessari öld verið frumkvöðla að flestum þeim málum er varða heil- brigðis-, mennta- og menningarmál og lyft grettistaki í söfnun fjár til að hrinda málum í framkvæmd. Hún nefndi söfnun fyrir byggingu Landspítalans, uppbyggingu sjúkrahúsa á landsbyggðinni, leik- skóla, öldrunarheimili, tækjakaup fyrir sjúkrahús, heilsugæslustöðv- ar, skóla, leikskóla og síðast en ekki síst hið mikla starf sem konur hafa innt af hendi í kirkjum lands- ins. Drífa sagði að af skýrslum kvenfélaganna mætti fara nærri að kvenfélögin gefi til samfélagsins um 50 milljónir króna á ári. Árangur í krafti samstöðu „í krafti samstöðunnar og fjöld- ans hefur starfsemi og barátta lið- inna ára skilað árangri sem er ómetanlegur fyrir síðari kynslóðir kvenna og samfélagið allt. Löngun- in til að breyta og bæta stöðu ekki aðeins kvenna, heldur allra íslend- inga hefur verið drifkraftur í störf- um kvenfélaganna. Kvenfélögin hafa enn miklu hlutverki að gegna í íslensku samfélagi, þau vinna að framfaramálum dagsins í dag og eru sífellt að berjast fyrir betri framtíð," sagði Drífa í ræðu sinni. Landsþing Landsbjargar, lands- sambands björgunarsveita FRÁ Landsþingi Landsbjargar sem haldið var á Akureyri. Meira fé verði var- ið til öryggismála sveitarfélaga 4. LANDSÞING, Landsbjargar, landssambands björgunarsveita á Akureyri, var haldið dagana 30.-31. maí. Þingið var sett með ræðu dr. Ólafs Proppé en þar fjallaði hann meðal annars um að nokkur brotlöm væri á því að nægjanlegu fjármagni væri varið til almannavarnanefnda sveitarfélaganna. Eftir setninguna voru fluttir tveir fyrirlestrar, annar um þörfina á að hjálpa en fyrirlesari var Jón Kalm- arsson heimspekingur, síðan kom Ólöf Garðarsdóttir sagnfræðingur með fyrirlestur um Samhjálp í Is- lensku samfélagi á 19. öld. Eftir fyrirlestrana bauð bæjarstjórinn á Ákureyri þingfulltrúum í hádegis- mat. Þingstörf gengu vel en mörg mál voru til afgreiðslu að þessu sinni. Á laugardag var velunnurum og öðrum gestum boðið til létts hádegis- verðar í Galtalæk, húsnæði Flug- björgunarsveitarinnar á Akureyri en um 350 manns þáðu boðið. í fréttatilkynningu kemur fram að helstu niðurstöður þingsins hafi verið sem hér segir: Landsþingið fer þess á leit við Alþingi íslendinga að lögum um Almannavarnir ríkisins verði breytt á þann veg að fulitrúar frá Landsbjörg, Slysavarnafélagi ís- lands og Rauða krossi íslands fái fulla aðild að Almannavarnaráði. Þingið fagnaði skipun nefndar, er hefur það hlutverk að semja frum- varp til laga um réttindi og skyldur björgunarsveitarmanna en þingið væntir mikils af störfum hennar. Þingið leggur til að komið verði á samræmdu kerfi í björgunarað- gerðum og að reglur um leit og björgun á hafmu og við strendur landsins verði samrædmar lands- og svæðisstjórnarkerfi björgunarsveit- anna. Eftirtalddir voru kosnir í stjórn samtakanna: dr. Ólafur Proppé, for- maður, Jón Gunnarsson, varafor- maður, Sigurgeir Guðmundsson, rit- ari, Örn Guðmundsson, gjaldkeri, Friðjón Skúlason, meðstjórnandi, Sólveig Smith, meðstjórnandi og Gunnar Þorgeirsson, meðstjórnandi. í varstjórn voru kosnir: Magnús Við- ar Arnarsson og Kristján Maack. Uthlutun fræði- mannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar ÚTHLUTUNARNEFND fræði- mannsibúðar samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaup- mannahöfn hefur lokið störfum og úthlutað íbúðinni frá 1. september 1997 til 31. ágúst 1998. í úthlutun- arnefndinni eiga sæti Ólafur G. Ein- arsson, forseti Alþingis, Róbert Trausti Árnason, sendiherra íslands í Kaupmannahöfn, og dr. Jakob Yngvason prófessor, tilnefndur af rektor Háskóla íslands. Alls bárust nefndinni 25 umsóknir. Sjö fræðimenn fá afnot af íbúð- inni sem hér segir: Brynhildur G. Flóvenz, til rannsókna í kvennarétti, september 1997. Einar G. Pétursson, til rannsókna á ritum Jóns lærða, apríl og maí 1998. Jón Atli Bene- diktsson, til rannsókna á þróun nýrr- ar gerðar tauganetsreikna, frá miðj- um janúar til marsloka. Margrét Hermanns-Auðardóttir, til að vinna úr niðurstöðum rannsókna á byggð og tímatali við Norður-Atlantshaf, júní og júlí 1998. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, til að afla efnis um dr. Björgu Óaritas Þorláksson, október og nóvember 1997. Torfi H. Tulinius, til rannsókna á Egils sögu og tengslum sögunnar við evr- ópska samtíð hennar, ágúst 1998. Tryggvi Gíslason, til rannsókna á sögu háskóla, frá desember 1997 til miðs janúar 1998. Fræðimannsíbúðin í Kaupmanna- höfn, tengd nafni Jóns Sigurðssonar, er skammt frá Jónshúsi, í Skt. Paulsgade 70. Fræðimaður hefur ennfremur vinnustofu í Jónshúsi. Jónsmessunæturganga Arbæjarsafns FARIÐ verður í Jónsmessunætur- göngu Árbæjarsafns um Elliðaárdal þann 23. júní kl. 22.30. Á göngunni mun fólk fræðast um íslenska þjóð- trú og sögu Elliðaárdalsins, undir leiðsögn Guðrúnar Ágústsdóttur, forseta borgarstjórnar. Lagt verður af stað frá miðasölu safnsins, ókeyp- is þátttaka. Allir velkomnir. Jónsmessunæturganga fyrir er- lenda ferðamenn verður kl. 22 sama kvöld, leiðsögnin fer fram á ensku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.