Morgunblaðið - 21.06.1997, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 21.06.1997, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21.JÚNÍ1997 61 t I ( ( I MYNDBÖND/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP Skammbyssa og þýskur draugur SMÁSAMAN fer að skýrast hvað öldin skilur eftir í var- anlegum efnum nú þegar hún er að lokum komin. Þetta leitar einkum á hugann á þjóðhátíðardög- um þegar nær dregur aldamótum. Svo var um þann þjóðhátíðardag sem var að kveðja. Lýðveldi er hvorki handfang né stóll heldur hugtak, sem þarf að reyna að halda vakandi í bijósti hvers manns eins lengi og unnt er. Það gengur misjafnlega. Segja má að svipmót þjóðhátíðardags birtist fyrst og fremst í ytri búnaði hans, líka í því að fólkið lætur sem það skemmti sér. Þar fer það eftir tískunni hveiju sinni. Miðað við hana í dag verður þjóðhátíðardagurinn svo lítið alþjóð- legur með sitt erlenda plötuspil og „ba, ba, bæ“ í útvarpsstöðvum. Sjónvörpin tvö sýndu þijár ís- lenskar myndir, tvær á Stöð 2 og eina i ríkissjónvarpinu. Ég þori að fullyrða að þær hafi allar verið gerðar með litlum tilkostnaði miðað við það sem tíðkast í þeim efnum. Okkur hefur miðað vel í kvikmynd- um. Þær eru komnar til að vera. Það var þessi öld sem skilaði þeim til tvö hundruð og sextíu þúsund manna þjóðar. Kvikmyndir eru stór- þjóða fyrirbæri að mestu. Eins er það með íslendinga, að ekkert þýð- ir að nefna rétta tölu þeirra við útlendinga. Við gegnum stórþjóðar- hlutverki hér norður í hafinu. Hina síðari áratugi hefur margt farið öðruvísi í menningarlegum efnum en æskilegt getur talist. Myndimar sem sýndar voru á þjóðhátíðardag- inn eru til vitnis um það. Þótt tvær þeirra séu íslenskar í besta máta, er skotið inn í þær atriðum sem verka undarlega á áhorfandann. Kristnihald undir Jökli nýtur orðg- nóttar Halldórs Laxness í ríkum mæli í öllum samtölum, en fólkið er revíukennt, eins og margar per- sónur í því skáldatúni. Svo er um Jón Prímus, Syngmann Goodmann og vaninhyrnda hrútinn. En Halldór verður þó aldrei sakaður um að fara út af landabréfinu. Hins vegar tókst að skekkja kvikmyndina þannig, að allt í einu var komin skammbyssa. í huga mínum stóð hæst að sýningu lokinni, að sýnd hefði verið skammbyssa undir Jökli. Bíódagar eftir Friðrik Þór var um margt sannferðug þjóðlífsmynd frá fimmta tugnum. Sjálfsagt hefði fáum dottið í hug að gera kvikmynd um jafn sjálfsagða hluti. í rauninni var ekkert óvenjulegt við myndina SJÓNVARP Á LAUGARDEGI MYNDBOND SÍÐUSTU VIKU iólin koma (Jingle All the Way)+ k Leyndarmál Roan Inish (The Secret ofRoan Inish)-k k 'h Eigi skal skaða (First Do No Harm)-k ★ ★ Ótti (Fear)-k ★ 'h Jack (Jack)-k k Vondir menn í vígahug (Marshall Law)~k 'h Helgi í sveitinni (A Weekend in the Co- untry)k ★ ★ Köld eru kvennaráð (The First Wives Club)k ★ ★ Ofbeldishefð (Violent Tradition)k k 'h Óvæntir fjölskyldumeðlimir (An Unexpected Family) ★ ★ ★ Flagð undir fögru skinni (Pretty Poison)k 'h Eiginkona efnamanns (The Rich Man ’s Wife)k 'h Djöflaeyjan (Djöflaeyjan)k k k 'h nema draugagangur, sem varð með slíkum ærslum í meðferð Jóns Sig- urbjörnssonar, að sjaldan sjást jafn fyndin tilvik í kvikmynd. Menn geta velt því fyrir sér að hve miklu leyti Bíódagar sé byggð á æskuminning- um Friðriks Þórs. Það skiptir út af fyrir sig ekki máli. En myndin hefur sig yfir hið almenna af því að í henni er ekki verið ------------ að reyna að búa til nýjan heim og í henni er ekki rek- inn áróður eins og lenska er orðin um alla skapaða hluti. Undarlegur var draugurinn ríðandi á jörpum hesti. Þetta var þýskur draugur að ég best veit, en íslenskir draugar voru aldrei svona vel ríðandi; ekki heldur þeir skosku draugar sem sóttu að séra Magnúsi á Tjöm við Svarfaðardalsá. u m síðustu aldamót var fólk smásaman að komast út torfbæjunum. í dag ur gröfum við jarðgöng og reisum hallir. Lýðveldisins minnumst við með blöðrum, pappírsfánum og pylsum. Menn trúðu áður á móra og skottur og Þorgeirsbola. Það var fyrir lýðveldi. Núna er okkur sýndur þýskur draugur til marks um fremd okkar í draugagangi. Svo flutti for- sætisráðherra yfir okkur ágæta ræðu og forsetahjónin komu víða við þennan bjarta þjóðhátíðardag. Allt er þetta fólk okkur til mikils sóma. Það er þeim mun verra þegar ljósvakamiðlar ráða ekki alveg við daginn og flytja okkur „ba, ba, bæ“ til hátíðabrigða. Þá er hið skrifaða orð betra, vegna þess að menn eru feimnari við að setja hvaða þrugl sem er á pappír en varpa því hins vegar eins og hveiju öðru sorpi út í ljósvakann. Indriði G. Þorsteinsson Blómaverslanimar / iCI. L / Ö O loiUL fi CCÍ lci -fagmennska ífy rirrúmi h ÍSLENSK GARÐYRKJA - okkar allra vegna! i l
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.