Morgunblaðið - 21.06.1997, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.06.1997, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ1997 29 AÐSENDAR GREINAR Sjálfstæðismenn bera ábyrgð á árangri Björn Bjarnason UMRÆÐUR um menntamál mega ekki einkennast af ein- földunum eða tillögum um patentlausnir. Þeir sem hæst hrópa slá um sig með þeirri full- yrðingu að töfralausn- in sé aukið fjármagn til menntamála. Sé einblínt á peninga er athyglinni beint frá brýnum úrlausnarefn- um í innra starfi skóla. Menntastefna sem byggist á of litlum kröfum, óljósri markmiðasetningu og skorti á aga skilar til dæmis litlum árangri. Ágúst Einarsson þing- maður jafnaðarmanna (eftir að þingflokkur Þjóðvaka lagði upp laupana) er einn þeirra sem fellur illa í gryiju einföldunar í grein í Morgunblaðinu sl. fimmtudag. Staðfestir hún markleysi málflutn- Framlög til menntamála hafa aukist segir Björn Bjarnason þvert á það sem Agúst Einarsson fullyrðir í grein sinni. ings þingmanna Þjóðvaka, sem nýtur nú einskis stuðnings kjós- enda. Aukið framlag til allra skólastiga Ágúst fullyrðir að Sjálfstæðis- flokkurinn hafi látið menntamál drabbast niður á valdatíma sínum í menntamálaráðuneytinu. Fyrir þessu færir Ágúst engin rök. Hann nefnir ýmsar tölur þar sem borin er saman staðan hér á landi og erlendis. Því miður er staða okkar oft slæm í slíkum samanburði en ef við skoðum þróun hér á landi undir forystu sjálfstæðismanna undanfarin ár er ástæða til meiri bjartsýni. Við slíkar upplýsingar verður að miða viiji menn fella dóm yfir störfum sjálfstæðismanna í menntamálum. Staðreyndin er sú, að auknu fjármagni er varið til menntamála. Líkt og sést á meðfylgjandi mynd nemur aukningin til fræðslu- mála um 2,2 milljörðum frá árinu 1993. Það eru um 400 milljónir á ári að meðaltali og er þá tekinn með kostnaður við grunnskólann. Eini samdrátturinn í útgjöldum til fræðsiumála hefur komið fram í fjárveitingum til Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna. Árið 1992 var lögum um sjóðinn breytt og tekið upp aukið aðhald í lánveitingum hans til að koma í veg fyrir gjald- þrot sjóðsins. Með þeim breyting- um sem nú hafa verið gerðar á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna má hins vegar gera ráð fyrir að útgjöld til hans aukist verulega eða yfir 200 milljónir króna á ári. Framlög tii háskóla hafa farið hækkandi á núverandi kjörtímabili og forsendur fyrir fjölbreyttari starfsemi á háskólastigi hafa verið treystar. Fjárframlög á hvem nem- anda hafa hins vegar lækkað en gera verður ráð fyrir að í einhverj- um tilvikum geti hagkvænmi stærð- arinnar notið sín. Ljóst er að fjár- framlög á hvern nemanda í Há- skóla Islands mega þó ekki lækka frekar. I gagnrýni sinni á það að fáir ljúki hér háskólaprófi setur Ágúst Einarsson ekki fram þá fyrir- vara sem nauðsynlegt er að hafa í huga í umfjöllun um svo viðkvæmt mál. Sveinbörn Bjömsson rektor sagði til dæmis í ræðu sinni við brautskráningu úr Há- skóla íslands að til að fá gleggri mynd af stöðu mála hefði þurft í tölum OECD að greina í milli skemmra náms og náms til al- þjóðlegra prófgráða sem krefjast þriggja ára háskólanáms hið skemmsta. Þá hefðu tölur sýnt að við eram yfir meðaltali um lengra námið en okkur vantar að mestu skemmra námið. Einn- ig þarf að hafa í huga að það sem stundum telst háskólanám erlendis er oft flokkað undir framhaldsskólanám hér á landi. Þá hafa framlög á hvern nem- anda í framhaldsskólum aukist á þessu tímabili. Árið 1993 var fram- lag ríkisins á hvern nemanda 290 þúsund en árið 1997 307 þúsund á verðlagi fjárlaga 1997. Rannsóknir og þróun Ágúst kvartar yfir framlögum til rannsókna og þróunar. Honum verða enn og aftur á þau mistök að nefna ekki hver þróunin hefur verið hér á landi undanfarin ár. Staðreyndin er sú að heildarfram- lög íslendinga til rannsókna og þróunar hafa vaxið úr 1,9 milljarði króna árið 1975 í um 6,9 milljarða króna árið 1995 á verðlagi þessa árs. Þetta átak er meðal annars að skila okkur þeim hagvexti, sem nú má alls staðar sjá merki. Laun kennara hafa hækkað Ágúst sem einnig þefur verið prófessor við Háskóla íslands hef- ur réttmætar áhyggjur af því að laun_ kennara séu ekki nægilega há. Áhyggjur hans eru í samræmi við það sem ég sagði á mennta- þingi sl. haust að því miður virtist menntun ekki vera nægilega mik- ils metin í launaumslaginu. Ágúst gleymir hins vegar að nefna að kennarar hafa nýlega gert kjara- samninga við ríkið sem fela í sér umtalsverðar launahækkanir. For- ystumenn kennarasamtakanna hafa lýst yfir ánægju sinni með þá samninga en þeir fela ekki ein- ungis í sér launahækkanir heldur einnig algjörlega nýtt vinnutíma- kerfi sem á að stuðla að umbótum í skólastarfi. Elna Katrín Jónsdótt- ir formaður HIK hefur sagt, að með samningunum sé dregið skýr- ar fram, að kennarar eigi að gera fleira en kenna og prófa. Nú séu önnur störf kennara vel skilgreind og ljóst að þeir eiga að vinna að skólanámskrá, að innra mati, stefnumótun og fleiru. Þannig hef- ur verið komið verulega til móts við kröfur kennara í launamálum en einnig eru gerðar meiri kröfur til starfa kennara sem stuðla að umbótum í skólakerfmu. Það er í anda nýlegrar skýrslu OECD um ísland þar sem segir að erfitt sé að réttlæta hærri kennaralaun án þess að aukið vinnuframlag komi á móti. Þetta virðisþ hins vegar ekki skipta máli hjá Ágústi. Óhræddir við ábyrð í lok greinar sinnar segir Ágúst Einarsson að draga eigi Sjálf- stæðisflokkinn til ábyrgðar í menntamálum. Aldrei hefur hvarflað að sjálfstæðismönnum að víkjast undan ábyrgð í þessu efni, hvort heldur þeir sinna landsmál- um eða sveitarstjórnarmálum. Þegar litið er til starfsaðstöðu skóla, rannsókna og vísinda má ekki horfa fram hjá mikilvægi þess, að stöðugleiki og síkaukinn hag- vöxtur setur svip á allt efnahagslíf- Framlög til fræðslumála 1993-1997 >4 verðlagi fjárlaga 1997 milljónir króna ir> 05 oo '93 '94 '95 '96 '97 ið. Raunar verður það seint metið til fulls frekar en góð menntun. Óráðsía í ríkisfjármálum er ekki skynsamlegasta leiðin til að treysta forsendur menntunar þjóðarinnar. Sjálfstæðismenn geta verið stoltir af þróun síðustu ára þó að enn megi þeir gera betur. Þeir drukkna ekki í slagorðaflaumi eins og frambjóðendur Þjóðvaka heit- ins, sem skáka svo í því skjóli, að þeir verða aldrei kallaðir til ábyrgð- ar. Menntamál verða snarari þáttur í stjórnmálastarfi en áður og því ber að fagna. Okkur miðar hins vegar lítið áfram á stjórnmálavett- vangi, ef byggt er á röngum for- sendum. Þeir fara villir vega, sem ganga fram í stjórnmálum með það á vörunum, að um stöðugan niður- skurð til menntamála hafi verið að ræða hér undanfarin ár. Slíkir menn hafa hvorki góðan málstað né eru líklegir til að ná árangri. Höfundur er menntamálaráðherra. Mikiá úrvai af fdlegum rúfflfatnaái Stuðningnr við amtsbóka- og héraðsskjalasafn HINN 27. maí sl. samþykkti menningar- málanefnd Akureyrar mikilvæga ályktun. Sammála nefndar- mönnum voru og Ing- ólfur Ármannsson sviðsstjóri menningar- mála, amtsbókavörður og héraðsskjalavörður. Við vitnum til þessarar samþykktar sem m.a. gerir ráð fyrir því að Amtsbókasafnið haldi prentskilum sínum um langa framtíð og staðið verði við marggefin lof- orð um úrbætur á hús- næði safnanna. Við minnum á hátíð- leg loforð bæjarstjórnar Akureyrar um nýbyggingar yfir söfnin. Við minnum á loforð og vanefndir, segja Gísli Jónsson og Sigurður Eggert Davíðsson, og biðjast undan fleiri menningarslysum. Við minnum á furðulegar van- efndir sömu loforða. Við teljum að með því að taka Gísli Jónsson Sigurður Eggert Davíðsson af Amtsbókasafninu prentskilin og flytja þau til háskólans á Akureyri væri skólanum gerður fremur lítill greiði, en safninu óbætanlegt tjón. Við teljum samvinnu milli þessara stofnana sjálfsagða og auðvelda. Við hvetjum stjórnendur Akur- eyrarbæjar og landsfeður til að láta sig ekki henda það slys að vinna Amtsbókasafninu, 170 ára stofnun, sögulegt tjón. Við meira en nógar vanefndir og virðingarleysi hefur safnið þurft að búa um sinn. Við biðjumst undan fleiri menn- ingarslysum í bænum okkar en orð- in eru síðustu árin. Höfundar hafa fengist við kennslu Sækiö sumarið til okkar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.