Morgunblaðið - 21.06.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.06.1997, Blaðsíða 26
VIKU LM MORGUNBLAÐIÐ 26 LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 1997 TILBRIGÐI T í SKUNNAR Hrönn Traustadóttir lauk námi í tískufræðum við skólann Istituto Artistico dell’Abbigliamento Marangoni í Mílanó á Italíu með hæstu einkunn í sínum árgangi og var af því tilefni boðið að koma á starfsnámskeið hjá Peclers Paris, þekktu „trend“-fyrirtæki í París. Þórdís Agústsdóttir fékk nánari skýringu á starfsheitinu „tískufræði“ og skoðunum Hrannar á tískustefnum, stjórnun, markaðsfræði og fleiru. ÍIRÖNN Traustadóltir: or viss um að lískan nuiu 1 «*ii"jasl a> moir vísindaathug'iinum og ]>eim uppgöt viinum sein við g'erum um geiminn." ARGIR ungir íslending- ar og þó frekar ungar ís- lenskar stúlkur hafa kom- ið til íslands á undanfömum árum eftir nokkurra ára nám í fatahönnun á erlendri grund. Oft hafa draumar þessa unga fólks um starfsframa í þessum greinum fljótlega orðið að engu þar sem tískuhús á okkar ást- kæru eyju eru ekki mörg og stór og úti í hinum stóra heimi eru hákarl- amir í faginu margir og með beittar tennur. Þegar rætt er um fatahönn- un og fatahönnuði á Islandi í fjöl- miðlum er myndin sem hin almenni lesandi fær oft á einn veg; starf sem byggist á sköpunargleði og stöðug- um innblæstri, fólk sem teiknar og hannar föt, eða fólk sem býr til snið og saumar. Þeir sem hafa hvað oft- ast náð að lifa af menntun sinni hafa einmitt verið þeir síðastnefndu, sníðagerðarmenn (modelistar), þeir sem hanna snið íyrir fatahönnuði eða sauma eftir kúnstarinnar regl- um, eða saumakonur. Hrönn Traustadóttir hefur aðrar hugmyndir um nám í „fatahönnun- arskólum" og telur námið orðið mun víðtækara og hagnýtara. Hún telur mikilvægt að koma því á framfæri að það sem við flest þekkjum til tískuhönnunarskóla er alls ekki rétt heildarmynd fyrir alla þá aðila sem starfa við þetta fag. Starfaði fyrir Bjarh ag Bagamil Hrönn er fædd á haustmánuðum árið 1966 í Reykjavík. Hún á ekki sköpunargleðina langt að sækja, móðir hennar, Fríður Ólafsdóttir, nam fyrst í Kennaraháskólanum með handavinnu sem aðalfag en síð- ar fatahönnun í Þýskalandi. Faðir Hrannar, Trausti Valsson, er út- skrifaður arkitekt frá Þýskalandi en sérhæfði sig síðar í skipulagsfræð- um í San Fransisco og hefur starfað við skipulag hálendisvega á Islandi undanfarin ár. Fríður Ólafsdóttir er orðin þekkt heima fyrir sérþekkingu sína á íslenskum þjóðbúningum og þá sérstaklega á íslenska karl- mannsbúningnum. Hún hefur starf- að sem ráðgjafí bæði hjá Islenskum heimilisiðnaði og Þjóðminjasafninu. „Ég var alltaf harðákveðin í að feta ekki í fótspor mömmu, þegar ég sá hversu erfitt hún átti upp- dráttar í sínu fagi heima, þó að ég hallaðist alltaf til myndrænnar vinnu og skapandi starfa,“ segir Hrönn. „Eftir stúdentspróf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð fór ég til Þýskalands í nám í evrópskri listasögu. Að loknu þriggja ára námi hélt ég heim á leið og starfaði þá á búningadeild Ríldssjónvarps- ins.“ Hrönn fékk mörg skemmtileg og krefjandi verkefni á þessum árum, í tengslum við heimildarmyndir, skemmtiþætti og tónlistarmynd- bönd, meðal annars fýrir söngkon- una Björk og hljómsveit Bogomil Font. Eitt af stærri verkefnunum sem hún komst í var starf við bún- inga- og fórðunardeild fyrir kvik- myndina „Svo á himni sem á jörðu“, leikstýrðri af Rristínu Jóhannes- dóttur. „Eftir þessa mjög svo góðu starfsreynslu dreif ég mig í inn- tökupróf í Marangoni-skólann á Ítalíu", segir Hrönn.“Ég var þá bú- in að sætta mig við að ég myndi að vissu leyti feta í fótspor mömmu eft- ir allt saman! Inntökupróf er þreytt samkvæmt samkomulagi við kenn- ara og eiganda skólans og námið er hægt að hefja hvenær sem er á ár- inu. Skólinn er einkaskóli og frekar dýr, nemendur eru flestir útlend- ingar, fólk kemur frá fimmtíu mis- munandi löndum." Námið var þriggja ára en er orðið fjögurra ára núna. Á fyrsta ári er kennd sníðagerð, saumaskapur og myndskreyting. Hrönn lagði áherslu á myndskreytingu, þar sem það var hennar veika hlið. „Þetta var í fyrsta sinn í mörg ár sem eitthvað heltók mig algerlega, enda hikaði ég við í enda fyrsta námsárs að leggja fyrir mig tísku- myndskreytingu, sem er sérfag inn- an skólans." Nemendur læra að teikna efnisá- ferð nákvæmlega, hvernig efni leggjast á mismunandi hátt, felling- ar miðað við hreyfingar mannslík- amans, áferð, skugga, endurkast og birtu. Tískumyndskreyting er ná- kvæm, nauðsynlegt er að teikningin sé svo raunsæ að hægt sé að sjá hvort efnið sé silki, taft, ull eða prjón. Dominico Dolce og Moscino lærðu í Marangoni og hafa ætíð ráð- ið til sín tískuteiknara úr skólanum sem ráða yfir þessari ákveðnu tækni. Stefnumútun í tíshu Hrönn hætti við þessa braut og ákvað að halda sig við fata- og tískuhönnun þar sem þekking henn- ar i öllu verklegu var þó nokkur og hún vissi að það myndi koma henni til góða. Á öðru ári hanna nemendur svokallaða innskotsfatalínu, viðbót eða stflbrigði við fatalínu sem þegar er til á markaðnum og er þá yfirleitt tekið mið af tískulínum stærri tísku- húsanna og reynt að keppa við þau. Einnig eru kennd almannatengsl í tískuheiminum; hvernig best er að selja og koma á framfæri fram- leiðslu fatahönnuða; Tískuinnkaup, það er hvernig og hvað er hag- kvæmast og nauðsynlegt að kaupa inn þetta árið, hvað verður „inn“? En það sem átti eftir að taka hug Hrannar allan var „trend í tísku“, sem er ekki enn eiginlegt fag heldur fléttast þetta inn í allt námið. „Það mætti kannski útleggja heit- ið á íslensku sem „leitun í tísku“,“ segir Hrönn, „en fræðin fela einnig í sér „tískustefnumótun"; sá er vinn- ur á „trend-skrifstofu“ eða „trend- tímariti" íylgist með því sem er að gerast í tískunni bæði úti á götu og hjá hönnuðum, hver lífsstefna fólks er í dag og hvemig hún hefur áhrif á Að sigra heiminn GYLFI ÁSMUNDSSON SÁLFRÆDINGUR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Hvað er það sem rek- ur menn til að klífa hæstu tinda, hætta lífi sínu og valda fjölskyld- um sínum ómældum áhyggjum? Svar: Ekki fer á milli mála að átt er við hið stórkostlega afrek ís- lenskra fjallgöngumanna að sigr- ast á hæsta fjalli heims, Everest- tindi. Margir hafa spurt í þessa veru áður um þennan tind og aðra. Svörin hafa ekki alltaf þótt skynsamleg, en kannske er trú- verðugasta svarið: „Vegna þess að hann er þama.“ Hann er ögrun við mannlegan mátt og býður upp á manndómsraun, að sigrast á erfiðleikum, komast á toppinn. Dáðir sem þessar virðast stund- um tilgangslitlar, þegar þær ger- ast, en leiða mannkynið oft til framfara, nýrrar hugsunar og nýrra tíma þegar til lengri tíma er litið. Landkönnuðir fyrri tíma voru reknir áfram af sömu hvöt, forvitni, ævintýraþrá, að kanna hið óþekkta, verða fyrstir. Þeir vissu ekki hverjar afleiðingar ferða þeirra mundu verða, en undantekningalítið ruddu þeir brautina fyrir nýrri þróun, oftast til góðs. Kapphlaupið um að kom- ast fyrstur til tunglsins er gott dæmi um kapp mannsins og for- vitni. Tunglferðirnar voru fyrst og fremst metnaðarmál, en þótt þær hafi nú legið niðri um Iangt skeið leiddu þær ekki aðeins til nýrrar og víðari heimsmyndar heldur einnig til stórfelldra tækniframfara. Svo aftur sé vikið að fjallgöng- um eru þær ekki nema stundum hið fyrsta og mesta afrek. En fjöll- in eru engu að síður þama til að sigrast á þeim. Eitt hæsta fjall í svissnesku ölpunum heitir Die Jungfrau (Jómfrúin). Einn kenn- ari minn í menntaskóla hafði gam- Manndóms- raun an af því að segja okkur strákun- um hvað það væri fjallgöngu- mönnum mikið metnaðarmál að komast upp á Jómfrúna. Freud gamli hefði kinkað kolli yfir þess- um upplýsingum. Hann hefði líka haft sínar skýringar á því hvers vegna það er svona spennandi að fara með stöng og renna fyrir lax í fallegum hyl eða fara holu í höggi í golfi. Engum, sem hefur orðið vitni að, dylst sigurgleði og stolt veiðimannsins þegar fyrsti Iaxinn hans liggur á bakkanum eða fogn- uður golfarans þegar kúlan hafnar í holunni. Hvort sem markmiðið með afrekum af þessu tagi er per- sónulegur sigur eða afrek á alþjóð- legan mælikvarða eru þau merld um manndóm og karlmennsku. Málið flæktist dálítið þegar kon- ur fóru almennt að sýna af sér karlmennsku af þessu tagi. Nú eru þær orðnar veiðimenn og íþrótta- hetjur engu minni en karlar og standa þeim fyllilega á sporði í mörgum greinum. Meira að segja hafa konur sigrað Everest. Þótt Freud hafi í fýrstu einkum fjallað um hvatir karla heimfærði hann þær síðar upp á mannlegar hvatir almennt. Hundruð karla, kvenna og jafnvel barna ganga á Esjuna á hverju ári. Verður það tæpast talið til meiri háttar manndóms- rauna og fáum dettur í hug að frumstæðar hvatir liggi þar að baki, en þótt í smáu sé eru þetta persónuleg afrek, sem efla sjálfs- myndina og sjálfstraustið. Að vera einhvers virði, bæði í eigin augum og annarra, að láta eitthvað eftir sig liggja og fá fyrir það viður- kenningu, er eitthvað það eftir- sóknarverðasta í lífinu, hvort sem það er í smáu eða stóru. Það eflir sjálfsmyndina og gefur lífinu gildi. Að vera fyrstur, bestur og mestur eru markmið sem sumum finnst jafnvel þess virði að hætta lífi sínu fyrir. Það þarf því engan að undra þótt afreksmenn leggi allt undir til að komast á toppinn á hæsta fjalli heims, sem líklega er erfiðara og hættulegra fyrir þá en að komast til tunglsins. 0Lesendur Morgunblaðsins geta spurt sálfræðinginn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum d virkum dög- um milli klukkan 10 og 17 í síma 569 1100 og bréfum eða sfmbréf- um merkt: Vikulok, Fax: 569 1222. Ennfremur sfmbréf merkt: Gylfi Ásmundsson, Fax: 560 1720.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.