Morgunblaðið - 21.06.1997, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 21.06.1997, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUIM LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ1997 37 listsköpun höfð í fyrirrúmi og að hvers konar önnur starfsemi verði þar víkjandi. Þetta var líka á sínum tíma það meginsjónarmið sem lá að baki ákvörðun borgaryfirvalda um að endurbyggja húsið. Ekkert hefur formlega komið fram um það, að breytt hafi verið um stefnu hvað þetta varðar, enda hefði af því orðið mikið fjaðrafok og það væntanlega sett listheiminn hér á annan endann. Það hefur hins vegar vakið nokkrar efasemdir um hollustu borgaryfir- valda við þetta sjónarmið hvernig nú er staðið að þessu sem helst mætti kalla „útboð“ í rekstur húss- ins; í fyrsta lagi vekur það furðu okk- ar listamanna, að það skuli vera byggingarnefnd hússins sem auglýs- ir eftir tilboðum í reksturinn og sem væntanlega mun ráða miklu um hvaða boði verði tekið. Við efumst ekki um góðan vilja og ásetning ein- stakra nefndarmanna hvað þetta varðar en við teljum engu að síður að verkefni sem þetta sé langt fyrir utan verksvið venjulegrar bygging- arnefndar. í öðru lagi finnst okkur það ein- kennilegt að í „útboðs“-auglýsing- unni skuli ekki hafa verið sett fram nein lýsing á því hvers eðlis sá rekst- ur skuli vera sem sérstaklega er sóst eftir, og ekkert um það getið að í húsinu skuli reka metnaðarfulla lista- og menningarstarfsemi. í raun er ekki annað að skilja en að þama komi jafnt til greina við alvarlega menningarstarfsemi hvers konar veitingarekstur, tómstunda- og af- þreyingariðnaður og hugsanlega heimilisföndur. Þetta er auðvitað þvert á allar hugmyndir sem hingað til hafa legið til grundvallar endur- byggingu hússins. 1 þeirri frekar lágværu umræðu sem nú hefur farið af stað um það hvers konar menningarhús Iðnó eigi að vera hefur það helst heyrst að borgaryfirvöld vilji alls ekki þurfa að kosta neinu til starfseminnar og beri þeim sem sækjast eftir rekstr- inum að skilja þá staðreynd. í þessu sambandi hefur jafnvel verið talað um að rekstur Iðnó megi ekki verða „baggi" í rekstri borgarapparatsins. Listamenn skilja öllum mönnum bet- ur að vel þurfi að fara með fjár- muni, enda eru þeir vanir því að þurfa að komast af með lítið í því sem þeir taka sér fyrir hendur, og að borgaryfirvöld vilji komast sem ódýrast frá rekstri lista- og menn- ingarmiðstöðvar Iðnó. Við hins veg- ar teljum það óhófs bjartsýni þegar menn trúa því að hægt sé að halda þarna úti öflugri og metnaðarfullri menningarstarfsemi án þess að borgin leggi sjálf neitt annað til hennar en húsið sjálft, og við vörum við því að nú þegar framtíð hússins verður loks ráðin að menn fórni háleitum markmiðum um hlutverk starfseminnar vegna hræðslu við að þurfa að kosta einhveiju til hennar. Óflug menningarstarfsemi sem skerpir skapandi hugsun, kveikir nýjar hugmyndir, ögrar klisjum og vanafestu, og yfirleitt eflir mann til andlegra dáða er meira virði en svo að menn þurfi að sjá ofsjónum yfir þeim litlu fjármunum sem til hennar renna. Að lokum viljum við í stjórn bandalagsins lýsa yfir furðu okkar á því að ekkert skuli hafa verið leit- að til okkar um þetta mál nú þegar mikilvægar ákvarðanir standa fyrir dyrum. Einnig vekur það athygli að menningarmálanefnd borgarinnar skuli að því er virðist ekkert koma nálægt þessu máli. Listamenn, sér- staklega tónlistarfólk og leikhúsli- stafólk, hafa við ótal tækifæri lýst áhuga sínum á því að fá skjól fyrir listsköpun sína innan veggja húss- ins, og hafa í því sambandi til dæm- is tónlistarmenn bent á að ekkert einasta hús í borginni sé til þess sniðið að halda þar tónleika svo við- unandi sé. Stjórn Bandalags ís- lenskra listamanna mun að sjálf- sögðu fylgjast með hvernig fram- haldið ræðst og gera allt sem í valdi samtakanna stendur til þess að við upphafleg markmið um verndun og endurbyggingu Iðnó verði staðið. I því vonumst við til að eiga stuðning byggingarnefndarinnar." HjálmarH. Ragnarsson, forseti. GAMLIR MENN GLEYMA MER FLAUG í hug þessi titill á endurminn- ingum Duff Coopers („Old Men Forget“) þeg- ar ég las greinarkom eftir þann mæta mann, Ólaf Bjömsson, fyrrver- andi prófessor og al- þingismann, í Morgun- blaðinu 13. júní sl. Kveikjan að grein Ól- afs vom blaðaummæli Sigurðar Snævars, hag- fræðings, um hagfræð- inganefndina 1946 sem lagði gmnn að efna- hagspólitík ríkisstjómar Stefáns Jóhanns Stef- ánssonar (1947-1949). Ólafur telur ummæli Sigurðar byggð á misskilningi, sem hann sé þó ekki einn um - og segir: „Nefni ég þar sem dæmi ágæta bók eftir Jakob F. Ásgeirsson, sem út kom fyrir tæpum 10 ámm, þar sem gerð er á skilmerkiiegan hátt grein fýrir skaðlegum áhrifum þess hafta- búskapar, sem þá hafði ríkt í utanríki- sviðskiptum íslendinga allt frá upp- hafí heimskreppunnar miklu er hófst 1929, til ársins 1960, er varanlegs árangurs tók að gæta af aðgerðum hinnar svonefndu viðreisnarstjómar Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks. En hjá Jakobi kemur fram nákvæm- lega sami misskilningur og hjá Sig- urði á hlutverki og starfí hagfræð- inganefndarinnar, þannig að þar sé um að ræða eins konar „vítamínsp- rautu“, sem haftabúskapurinn og framkvæmd hans fær á miðju því 30 ára tímabili sem það fyrirkomulag ríkti hér á landi.“ Ólafur lítur svo á að hagfræðing- arnir hafí einungis verið „tæknilegir ráðunautar" hinnar tólf manna „þjóð- stjómamefndar" sem stjómmála- flokkamir höfðu skipað og að hag- fræðingamir hafi fyrst og fremst haft það verkefni að gera tæknilegar tillögur um framkvæmd á þeim mark- miðum sem tólf manna nefndin hafði sett. Ólafur stendur vissulega vel að vígi í umfjöllun um hagfræðinga- nefndina sakir þekkingar sinnar og reynslu, auk þess sem hann sat sjálf- ur í nefndinni ásamt þeim Gylfa Þ. Gíslasyni, Jónasi H. Haralz og Klem- ensi Tryggvasyni. En Ólafur byggir frásögn sína á minni og hið útgefna álit nefndarinnar segir aðra sögu. Hagfræðingunum var falið af tólf manna nefndinni að semja skýrslu um ástand og horfur í þjóðarbúskapn- um og gera ítarlegar tillögur um stjórn efnahagsmála næstu árin. Til- lögur þeirra ollu miklu fjaðrafoki. Ráðgert hafði verið að fara með þær sem trúnaðarmál, en mjmdin sem hagfræðingamir drógu upp af ástand- inu var svo dökk og tillögur þeirra svo róttækar að efni álitsins tók að kvisast og hlutust af því blaðaskrif. Brugðu hagfræðingamir þá á það ráð að gefa álit sitt út í bókarformi „til þess að hnekkja röngum sögusögnum, sem borist hafa út um efni þess“, eins og þeir sögðu í formála - og sjá vafalaust eftir því tiltæki enn þann dag í dag. Það er rétt hjá Ólafí að hagfræð- ingunum var falið að gera tillögur um leiðir að því markmiði að ljúka nýsköpunarframkvæmdunum. En það híjómar undarlega úr hans munni að ekki hafi verið aðrar leiðir færar að því marki í lok árs 1946 en allsheijar miðstýring. Sannleikurinn er líka sá að Sjálfstæðismenn reiddust mjög þessu nefndaráliti og Ólafur Thors sagði t.d. Gylfa þ. Gíslasyni að þeir hagfræðingamir ættu ekki grænan eyri skilið í þóknun fyrir nefndarstörf- in! Hagfræðingamir létu nefnilega ekki við það sitja að benda á „vænleg- ar leiðir“ til úrbóta, eins og farið var fram á, og rökstyðja síðan af fræði- legri hógværð kosti og galla hverrar leiðar um sig við ríkjandi aðstæður - og auðvelda þannig stjómmálamönn- um að gera upp hug sinn - heldur tóku þeir beinlínis ómakið af stjóm- málamönnunum og útilokuðu í nafni fræða sinna alla úrlausnarleiðir nema eina, leið hafta og áætlunarbúskapar. í áliti hagfræðinganefndarinnar var sýnt fram á að gjald- eyrissjóðir landsins væru í raun tæmdir og að stöðvun á ýmsum nýsköpunarfram- kvæmdum blasti við. „Orsakir þessa ástands," skrifuðu hag- fræðingamir, „má í stuttu máli segja, að séu þær helstar, að ekkert skipulag hafí verið á flárfestingu og engar hömlur á neyslu". Rauði þráðurinn í þeirra tillög- um er síðan að koma allsheijar stjóm á alla fjárfestingu í landinu og takmarka neyslu _ með beinum stjómvaldsaðgerðum. Á 40 blaðsíðum gera hagfræðingamir grein fyrir þeim ráðstöfunum sem þeir telja „æskilegar og nauðsynleg- ar“ og leggja „sérstaka áherslu“ á að tillögumar séu „ein heild“ - „þ.e.a.s. líta verður á hvem einstakan lið tillagnanna í sambandi við alla aðra liði þeirra,“ skrifa þeir. Hagfræðingamir fóm þó ekki dult með að undirrót gjaldeyrisþurrðarinn- ar væri of hátt skráð gengi sem skap- aði óeðlilega eftirspum eftir innflutt- um vamingi. En þótt ráðstafanir þeirra væm í raun ekki annað en dulbúnar gengisfellingar af ýmsu tagi, fundu þeir eiginlegri gengisfell- ingu allt til foráttu. Það átti að við- halda of hátt skráðu gengi með hafta- búskap. Nefndin lagði til að hert væri „tals- vert“ á innflutningshöftunum með þvi að „hætta alveg innflutningi á vissum þarflitlum vörum“, en jafnframt skyldi hækka „stómm tolla á flestum erlendum vömm, sem fara til neyslu innanlands", auk þess sem leggja skyldi „50% skatt á alla gjaldeyris- sölu til annars en vöminnflutnings". Sá skattur var „nauðsjmlegur til að draga úr hóflausum kröfum um gjald- eyri til utanferða" o.s.frv. I sama mund skyldi fara fram allsheijar eignakönnun, sérstakur eignaskattur lagður á „í eitt skipti fyrir öll“, eftir- lit með skattframtölum skyldi „stór- aukið“ og sérstök nefnd skyldi rann- saka fjárflótta úr landi. Þá höfðu nefndarmenn þungar áhyggjur af þeim „gróða, sem löglega og ólög- lega“ hefði „fallið í hlut kaupmanna, iðnrekenda, stórútgerðarmanna og yfirleitt þeirra, sem hafa rekið við- skipti fyrir eigin reikning" á stríðsár- unum. Nefndin hugðist koma á alls- heijar verðstöðvun, en það hafði í för með sér áframhaldandi niðurgreiðslur á landbúnaðarvörum og auknar upp- bætur til bátaútvegsins og ijár til þessa skyldi m.a. afla með því að „margfalda bensínskattinn“, „þre- falda“ skatt á sölu bíómiða og hækka „mikið“ verð á tóbaki og áfengi. Nefndin fjallaði í ítarlegu máli um framkvæmd eignakönnunarinnar og kvað sérstaklega brýnt að „hafa mjög ströng viðurlög við öllum tilraunum til þess að sniðganga settar reglur - jafnvel smávægilegustu“. Til að koma í veg fyrir að eignum væri dreift með málamyndagjöfum skyldi „banna gjafír umfram visst mark um tiltekinn tíma og heimila að telja gjafír, sem gefnar hefðu verið áður, með eignum gefanda, ef þær eru grunsamlegar". Ráðstafanir yrði og að gera „til þess að koma í veg fyrir, að menn keyptu vörur, sem auðvelt væri að leyna, skartgripi, fatnað o.þ.u.l." Þá átti að gera samanburð á skattframtali manna fyrir stríð og skattframtali samkvæmt eignakönnuninni og ef um eignaaukningu væri að ræða skyldi meta, eftir flóknum aðferðum, að hve miklu leyti hún ætti „rót sína að rekja“ til skattsvika. „Nú er auðvitað ekki nóg að tryggja fé innanlands til nauðsynlegra nýsköpunarframkvæmda og íbúðar- bygginga," segir orðrétt í Áliti hag- fræðinganna: „heldur þarf einnig að tryggja þeim mannafla og efni, m.ö.o. að þær geti gengið fyrir öðrum, sem frekar geta beðið. Nefndin telur þess vegna einnig nauðsynlegt, að hið op- inbera taki í sínar hendur stjóm á fjárfestingu í landinu, bæði til þess að það sé tryggt, að sú fjárfesting, Það segir sína sögu að Bjarni Benediktsson sér ekki annað ráð vænna en að leita út fyrir land- steinana eftir skynsam- legri hagfræðiráðgjöf, segir Jakob F. Ásgeirs- son, þegar haftabúskap- ur íslensku hagfræðing- anna hafði siglt í strand enn eina ferðina. sem talin er nauðsynlegust, gangi fyrir, og til þess að ekki sé ráðist í meiri framkvæmdir í einu en hægt er að ljúka á hæfílegum tíma með tilliti til þess mannafla og þess efnis, sem fyrir hendi er, svo að ekki sé hætta á ringulreið á fjárfestingar- og vinnumarkaðinum og óheilbrigðri samkeppni um vinnuaflið, þannig að höfuðatvinnuvegina skorti menn sam- tímis því að óeðlilega margir starfí að framkvæmdum, sem vel geta þolað bið. Fjármálastefna bankanna verður svo að vera í fullkomnu samræmi við heildarstefnuna í fjárfestingarmál- um.“ Vegna ríkjandi „skorts á heildar- yfírsýn og ákveðinni stefnu“ vildu hagfræðingamir að komið yrði á fót sérstakri stofnun, „fjárhagsráði", sem hefði „full yfírráð yfir bæði gjaldeyr- is- og fjárfestingarmálum þjóðarinn- ar, og sé peningamálunum stjómað í samræmi við stefnu hennar“. Efnahagsráðstafanir ríkisstjómar Stefáns Jóhanns Stefánssonar sem tók við völdum 7. febrúar 1947 vom í stærstu atriðum samhljóða tillögum hagfræðinganna - og upphófst tími Fjárhagsráðs, þar sem öll verslun á íslandi var hneppt í svo harðar viðjar að ekki mátti flytja bók til landsins án þess að biðja yfirvöld um leyfi, fólk fékk ekki að fara úr landi án þess að gera yfirvöldum grein fyrir hvemig það ætlaði að framfleyta sér í útlandinu, svartamarkaður grasser- aði, biðraðir og bakdyraverslun, og menn vom dæmdir í háar sektir fyrir að reisa girðingu í leyfisleysi við hús sín. Tillögur hagfræðinganefndarinnar 1946 vom því ekki aðeins „vitamín- sprauta“ fyrir haftabúskapinn, heldur réttlæting fyrir enn víðtækari höft en vom við lýði á kreppuárunum. Við gengisfellinguna 1939 og það sam- komulag sem tókst á næstu árum um skiptingu innflutningsins milli SÍS og einkafyrirtækja, var reynt að snúa af haftabrautinni og í árslok 1940 mátti kalla að 40-45% innflutnings- ins væm á svokölluðum frílista. En heimsstyrjöldin setti strik í reikning- inn og frílistinn var afnuminn að kröfu Breta og margvísleg höft og skömmt- un fylgdu í kjölfarið. í stofnlögum hins allsráðandi Viðskiptaráðs, sem yfírtók hlutverk gjaldeyris- og inn- flutningsnefndar 1942, var kveðið svo á að lögin skyldu úr gildi falla eigi síðar en 6 mánuðum eftir lok ófriðar- ins. Það var því um að ræða vilja meðal stjómmálamanna að hverfa frá haftabúskap kreppuáranna. En sá vilji mátti sín lítils gagnvart ríkjandi tíðaranda, ekki síst eftir að fjórir fæmstu hagfræðingar landsins höfðu lagst svo þungt á haftasveifina. Ábyrgð hagfræðinganna er því mikil, þeirra ráð urðu til þess að hinn svarti tími Fjárhagsráðs gekk í garð. Vissu- lega vom hagfræðingamir líka undir ríkjandi tíðaranda - og það er til vitn- is um hversu magnaður haftaandi var í landinu á þessum ámm, að jafnvel Ólafur Bjömsson, sem einmitt 1946 hafði birt í Morgunblaðinu stytta þýð- ingu sína á Leiðinni til ánauðar eftir Hayek, skuli hafa lagt nafn sitt við Álit hagfræðinganefndarinnar 1946. Það segir jafnframt sína sögu að Bjami Benediktsson sér ekki annað ráð vænna en að leita út fyrir land- steinana eftir skynsamlegri hagfræði- ráðgjöf, þegar haftabúskapur ís- lensku hagfræðinganna hafði siglt í strand enn eina ferðina. Bjarni kemur f því að máli við Benjamín Eiríksson í Washington 1949, en Benjamín hafði gert glögga grein fyrir ógöngum ís- < lensks haftabúskapar á bók 1938, eins og reyndar nokkrir stjómmála- menn höfðu gert áður á þingi, svo sem Magnús Jónsson, dósent úr Sjálf- | stæðisflokki, og Hannes Jðnsson úr | Bændaflokknum. Það kemur fram í ævisögu Ólafs Thors eftir Matthías § Johannessen að formaður Sjálfstæðis- I flokksins hafí á þessum tíma verið t fullur tortryggni gagnvart ráðgjöf § hagfræðinga - og sú tortryggni i spratt ekki af því að hagfræðingamir íslensku hafi einungis verið „tækni- legir ráðunautar“ stjómmálamanna, eins og Ólafur Bjömsson vill vera láta nú. Ólafur gekk síðan í lið með Benja- mín og saman sömdu þeir greinar- gerð sem var forsenda viðreisnartil- raunarinnar 1950 og þremur ámm seinna sendir Ólafur frá sér sína merku bók, Haftastefna eða kjarabót- arstefna. Jónas Haralz og Gylfi Þ. Gíslason snúa á hinn bóginn ekki við blaðinu fyrr en eftir að hafa lagt sitt af mörkum við strandið mikla 1958, ^ en það markaði endanlegt gjaldþrot haftastefnunnar, þótt haftasinnar hafí öðm hvom skotið upp kollinum ' síðar. Þá er það misminni hjá Ólafi að hagfræðinganefndin hafi ekki íhugað . aukna þátttöku ríkisins í innflutnings- versluninni. Hagfræðingamir kváðu innflutningsverslunina „óeðlilega kostnaðarsama" og töldu ekki aðeins „æskilegt", heldur yrði „ekki hjá því komist að breyta nokkuð til um skip- an“ hennar til þess að „koma með öllu í veg fyrir fjárflótta, skattsvik v. og verðlagsbrot". Þeir kváðu þijár leiðir einkum „til úrbóta", en treystu sér ekki að gera upp á milli þeirra. Ein leiðin var að auka hlut samvinnuverslunar þvi að þá myndi „ekki þurfa að óttast til- hneigingu til fjárflótta, skattsvika eða verðlagsbrota", auk þess sem hag- fræðingamir töldu samvinnuverslun leiða til lægri dreifingarkostnaðar. í öðm lagi kom til álita að „lög- gilda aðeins ákveðna tölu innflytjenda í hveijum vömflokki, og skyldu þeir starfa undir nánu eftirliti ríkisins og jafnvel með hlutdeild af þess hálfu“. Þetta átti ekki aðeins að skila auk- inni hagkvæmni, heldur „yrði eftirlit allt með gjaldeyrisnotkun, verðlagn- ingu og skattframtölum mun auðveld- ara en nú“. Þá töldu þeir jafnframt æskilegt að samtök útflytjenda önn- uðust sjálf þann innflutning sem þau þyrftu til framleiðslu sinnar og „gæti ríkisvaldið gert þeim það kleift með leyfisveitingum". í þriðja lagi þótti hagfræðingunum álitlegt að „hið opinbera tæki sjálft innflutninginn allan eða verulegan hluta hans í sínar hendur“. Síðan bæta þeir við, að því er virðist í fullri alvöm: „Að svo miklu leyti sem inn- flutningurinn væri í höndum opin- berrar stofnunar, ætti ekki að vera hætta á neinum tilraunum til þess að sniðganga lög eða reglur í sam- bandi við hann. Þá gætu innkaup öll og orðið í stærstum stíl, og skilyrði ' ættu að vera fyrir hagkvæmum stór- rekstri." Álit hagfræðinganefndarinnar J 1946 er merkileg heimild um villu sem jafnvel harðgreindir menn geta ratað í ef þeir treysta um of á kompás með innbyggða segulskekkju. Við alla ráð- gjöf sérfræðinga ber að huga sérstak- lega að þeim forsendum sem þeir gefa sér. Álit hagfræðinganefndar- innar 1946 og afleiðingar þess, tími Fjárhagsráðs, mun því verða eftirtím- anum þarft víti til vamaðar. Það sýn- ir nauðsyn þess að taka með hæfí- legri tortryggni ráðgjöf sérfræðinga sem trúa blint á mátt fræða sinna - og mikilvægi þess að við búum við stjómmálamenn sem hafa bein í nef- inu til að ganga gegn tillögum sér- fræðinga ef þeim þykir það affara- sælla fyrir þjóðarhag. Höfundur er f sljórnmálafræðingur. Jakob F. Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.