Morgunblaðið - 21.06.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.06.1997, Blaðsíða 1
88 SÍÐUR B/C STOFNAÐ 1913 137. TBL. 85. ÁRG. LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Sög-ulegt samkomulag í Bandaríkjunum Tóbaksfram- leiðendur kaupa sér grið Viðurkenna að tóbak sé vanabindandi Washington. Reuter. TÓBAKSFRAMLEIÐENDUR féllust í gær á að greiða 368,5 millj- arða dala, sem svarar til ríflega 26 billjóna ísl. kr., í sjóð sem úr verða greiddar skaðabætur vegna heilsutjóns af völdum reykinga. Þá viðurkenna þeir að tóbak sé vana- bindandi og fallast á að hlíta ströng- um reglugerðum um framleiðslu og markaðssetningu tóbaks. Þess í stað fá framleiðendur tryggingar fyrir því að ekki komi til málssókna á hendur þeim vegna veikinda, sem rakin eru til reykinga. Um er að ræða tímamótasamning og fagnaði Bill Clinton Bandaríkjaforseti hon- um í gær. Kvaðst forsetinn jafnframt myndu skipa nefnd sem fara á ofan í saumana á samningnum áður en hann tekur gildi. Samningurinn er sá umfangsmesti sem gerður hefur verið við framleið- endur en samningaviðræður hafa staðið á milli framleiðenda og dóms- málaráðherra nokkurra ríkja í Bandaríkjunum sl. tvo mánuði. Þær hófust í kjölfar málsóknar dóms- málaráðherra Mississippi, Mike Moore, á hendur tóbaksframleiðend- um, en hann krafði þá endurgreiðslu þess fjár sem varið hefði verið til læknismeðferðar reykingasjúklinga. Geta bannað nikótín Tóbaksframleiðendur munu greiða 26 billjónirnar á næstu 25 ár- um. Þá kveður samkomulagið á um að þeir dragi úr auglýsingum sem beint er til bama og unglinga og sala á tóbaki úr sjálfsölum er bönnuð. Hafi ekki dregið úr tóbaksneyslu barna og unglinga innan nokkurra ára, verða tóbaksframleiðendur sektaðir. Þá er þeim gert að merkja vöru sína með varnaðarorðum um að tóbak sé heilsuspillandi. Einna mesta athygli vekur þó vald Matvæla- og lyfjaeftirlitsins banda- ríska (FDA) er setur reglugerðir um hversu mikið nikótín má vera í tó- baki. Getur það fyrirskipað að dregið verði úr nikótínmagni og getur einnig, að tólf árum liðnum, bannað nikótín ef því sýnist svo. N emtsov býður upp bíla BORÍS Nemtsov, fyrsti aðstoðarforsætisráðherra Rússlands, bauð í gær upp fyrstu erlendu glæsibifreiðina af mörgum, sem eru í eigu hins opinbera. Uppboðið er liður í herferð stjórnvalda fyrir því að kaupa rússneskar vörur og er ætlunin með því að fá háttsetta embættis- og stjórnmálamenn, með góðu eða illu, til að aka rússneskum bifreiðum. Nemtsov, sem var áður borgarstjóri í Nizhní Novgorod, höfuðaðsetri rússneska bílaiðnaðarins, hefur heitið því að draga úr eyðslu hjá hinu opinbera og styrkja rússneskan iðnað. Uppboðið í gær gekk hins vegar treglega, aðeins voru boðnar upp sjö bifreiðar og tvær þeirra seldust ekki. Yilmaz fær umboð til stjórnar- myndunar Bonn. Reuter. ENN dregur úr vinsældum Helmuts Kohls, kanslara Þýska- lands, og nýtur helsti keppinautur hans, úr röðum Sósíaldemókrata (SPD), tvöfalt meira fylgis. Kemur þetta fram í niðurstöðum skoðana- könnunar, sem birt var í gær. Samkvæmt henni nýtur Gerhard Schröder, forsætisráðherra Neðra-Saxlands, stuðnings 60% þýskra kjósenda en Kohl aðeins um 30%. Jafnt og þétt hefur dregið úr vinsældum kanslarans, stuðn- ingur við hann var 42% í maí og 45% í apríl. stæðingar hennar en þjóðirnar eiga í hörðum deilum vegna Kúríl-eyja. Áður en sjálfur fundurinn hófst, áttu aðildarríkin og Rússar fjölda tvíhliða viðræðna. Á fundi Borísar Jeltsíns Rússlandsforseta, og Ryut- aro Hashimoto, forsætisráðherra Japans, sagði forsetinn tímabært að hætta að miða kjamorkuflaugum á Kína, auk Japans, að sögn háttsetts japansks embættismanns. Hann kvað yfirlýsinguna hins vegar hafa verið tvíræða og fulltrúar landanna yrðu að ræða hana frekar. Rússar í Parísarklúbbinn Þetta er í fimmta sinn sem Jeltsín sækir fund sjö helstu iðn- ríkja heims og situr hann alla fundi í Denver, utan fund um efnahags- mál. Jeltsín leggur mikla áherslu á að Rússar fái aðild og kom sú ósk m.a. fram á fundi Jeltsíns og Bills Clintons í Helsinki í vetur, þar sem ákveðið var að auka vægi Rússa á fundinum en engin loforð liggja þó fyrir um fulla aðild. Bandaríkjaforseti og Rússlands- forseti hittust áður en fundurinn hófst formlega, og tilkynnti Jeltsín þar að Rússar hefðu fengið aðild að Parísarklúbbnum svokallaða, sam- tökum lánardrottna á Vesturlönd- um. Vonast Rússar til þess að það geri sér kleift að innheimta skuldir sem þeir eiga útistandandi. Watson látinn laus Hvalveiðaandstæðingurinn Paul Watson, leiðtogi Shea Shepherd- samtakanna, var látinn laus úr fangelsi í Hollandi í gær eftir 80 daga fangavist. Watson var handtekinn að kröfu Norðmanna, sem dæmdu hann í 120 daga fangelsi árið 1994 fyrir skemmdarverk á hvalveiðiskipi. Þar sem Watson hefur nú afplánað tvo þriðju hluta dómsins, munu norsk yfírvöld falla frá kröfu um að fá hann framseldan. Ankara. Reuter SULEYMAN Demirel, forseti Tyrklands, veitti í gær Mesut Yilmaz, formanni Föðurlands- flokksins, umboð til stjómarmynd- unar. Umboðsveitingin bindur ekki einungis enda á þá óvissu sem ríkt hefur í tyrkneskum stjómmálum frá því Necmettin Erbakan, for- sætisráðherra, sagði af sér á mið- vikudag heldur einnig á tveggja mánaða deilur um stöðu íslams í tyrkneskum stjórnmálum. Erbakan, formaður hins ís- lamska Velferðarflokks, leiddi fyrstu íslömsku ríkisstjórn Tyrk- lands og hafði átt í stríði við her- inn, sem er mjög áhrifamikill og veraldlega sinnaður. Hann mælti með því að Tansu Ciller, formaður samstarfsflokks hans, Sannleiks- stígsins, tæki við embættinu. Forsetinn ákvað hins vegar að veita formanni stærsta stjórnar- andstöðuflokksins stjórnarmynd- unaramboð, enda vantreysta marg- ir Ciller eftir að hún gekk til stjórnarsamstarfs með íslömskum flokki. Tveir vinstri flokkar hafa þegar lýst stuðningi við hugsanlega stjórn Yilmaz, en til viðbótar þarf hann stuðning eins hægri flokks og um tíu liðhlaupa úr flokki Cillers. Fundur sjö helstu iðnríkja heims og Rússa hafínn í Denver í Colorado Rússar munu hætta að miða kjarnorkuflaugum á Japan Denver. Reuter. RÚSSAR hétu því í gær að hætta að beina kjamorkuflaugum að Jap- an, í von um að bæta samskipti ríkj- anna fyrir fund sjö helstu iðnríkja heims og Rússa, sem hófst í Denver í Bandaríkjunum í gær. Til að koma til móts við ósk Rússa um að fá fulla aðild að hópnum, ber Denver-fund- urinn yfirskriftina „Fundur ríkj- anna átta“ en skiptar skoðanir era á meðal aðildarríkjanna um ósk Rússa og eru Japanar helstu and- Yinsældir Kohls dvína Reuter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.