Morgunblaðið - 21.06.1997, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 21.06.1997, Blaðsíða 52
LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Síðumúla 13-108 Reykjavík - Sími 588 5108 - GSM 897 3608 - Fax 588 5109 Ný húsgagna- og innréttingaverslun opnuð í Síðumúla í dag, laugardag kl. 14.00. Bjóöum upp á úrval spænskra húsgagna og innréttinga. Opnunartilboð verður fyrst um sinn. Boðið er upp á góðgæti kl. 14.00-16.00. Allir velkomnir. STEINAR WAAGE HÚSGÖGN INNRÉTTINGAR f SKÓVERSLUN \ Barnaklossar 1 PÓSTSENDUM SAMDÆGURS 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR 1 STEINAR WAAGE . STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN # SKÓVERSLUN SÍMI 551 8519 SÍMI 568 9212 ^ Sumartilboð AIR FLIGHT TURBULENCE NIKE götu- og körfuboltaskór. Loftsóli í hæl. Mjúkur phylon miðsóli. Stærðir 38,5,-47,5. Aður kr. 8.990. Stærðir 32-38,5 Nú kr. 6.650. Áður kr. 6.990. Nú kr. 5.990. Upplýsingar um NIKE söluaðila gefur Gula línan 58Q 8000. Óvíst er að auglýstar tegundir séu til á öllum sölustöðum á tíma auglýsingar. - kjarni málsins! I DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Lífeyrissjóðir taki þátt í út- fararkostnaði EFTIRFARANDI barst Velvakanda: „Lífeyrissjóður er sá sjóður er við tryggjum okk- ur á efri árum. Segjum svo að ég dæi áður en réttur minn til sjóðsins kæmi til. Fær eftirlifandi maki þrjá mánuði úr sjóðnum. Nú er ég makalaus og bý hjá dótt- ur minni við bág kjör og ekki hef ég getað sparað til að ganga frá jarðvist minni. Kannski fer svo að bömin mín taki jarðarför með því sem henni fylgir á raðgreiðslum. Nú spyr ég af fávisku minni hvort ekki væri hægt að binda svo um hnútana að með dánarvott- orði fengist eitthvað úr sjóði, annað hvort lán á góðum kjörum eða eitthvað upp í þessa för. Finnst mér það ekki réttlátt að það sem ég hef borgað í lífeyrissjóð fari eingöngu í að greiða upp vanskil annarra. Væri einhver til í að svara mér þessu.“ Birta. Fyrirspurn til gatnamálastjóra ÍBÚI við syðri hluta Laug- arnesvegar hafði samband við Velvakanda og vildi senda fyrirspurn til gatna- málastjóra. I götunni hjá mér hefur ríkt ófremdarástand því í haust voru kantsteinarnir við syðri hluta götunnar brotnir upp og fluttir á Skólavörðuholtið og síðan hefur ekkert verið gert. Brotin standa upp úr og erfitt er að ganga þarna um og þetta skapar mikla slysahættu. Á ekki að fara að gera eitthvað í þessum málum og þá hvenær? Ibúi við Laugarnesveg. Fyrirspurn til yfirvalda VELVAKANDA barst eft- irfarandi: Ég er sjúklingur til margra ára og hef þurft að leita mér lækninga og missti þess vegna vinnu og húsnæði í öðru landi. Finnst mér nóg að hafa lifað allar þessar hörmung- ar sem ég hef upplifað þó ekki sé verið að taka af manni_ venjuieg mannrétt- indi. Ég vil kvarta undan farbanni mínu af landi sem á mig var sett þar sem ég á ekkert sökótt við neinn. Er hægt að taka öll mann- réttindi af fólki með for- ræðissviptingu? Ég þurfti að gjalda fyrir með forræði mínu fyrir mínar skoðanir en hiaut refsingu fyrir. Þar sem að málfrelsi ríkir á íslandi þá tei ég mig þurfa að tjá mig um slíkt. Tel ég mig hafa verið misrétti beittur. Það kannaðist enginn við að standa bak við farbannið þegar upp var staðið. Mér finnst það megi fara niður í saumana á mörgu í þessu þjóðfé- lagi. Með fyrirfram þökk. Jónas Gunnarsson, Vesturgötu 18, Hafnarfirði. Þakkir til ráðherra MIG langar til að þakka Davíð Oddssyni, ráðherra, fyrir einarða afstöðu hans gagnvart þessri síðustu aðför Norðmanna að okkur íslendingum, sömuleiðis Halldóri Ásgrímssyni ráð- herra af sömu ástæðu. Þeir gerðu það af reisn sem verður geymd en ekki gleymd. Stöndum saman Islendingar og 'kaupum ekki olíu af Norðmönnum. Þuríður Sigurðardóttir Kaupum ekki norskar vörur MEÐAN Norðmenn virða ekki íslensku þjóðina og leyfa sér ítrekað að sýna okkur yfirgang og lítils- virðingu látum við ísiensk- ir neytendur norskar vörur liggja eftir í hillum versl- ana. Svava. Tapað/fundið Perluarmband tapaðist TVÖFALT perluarmband tapaðist laugardaginn 7. júní í miðbænum eða á Hótel Sögu. Skilvís finnandi vinsamlega hringi í síma 587-1856. Kvenmannsúr tapaðist GULLÚR með brúnni ól tapaðist líklega við bíla- stæðin við Ikea eða við bensínstöðina við Borgar- tún. Þeir sem hafa orðið varir við úrið eru beðnir að hafa samband í síma 551-6435 eftir kl. 17. Dýrahald Kettlingar óska eftir heimili ÞRÍR kettlingar, fallegir og kassavanir, óska eftir heimili. Uppl. í síma 565-1034. SKAK llmsjön Margcir l’ctursson SVÍINN Ferdinand Hell- ers vann óvæntan yfir- burðasigur á öflugu al- þjóðamóti í Malmö í Sví- þjóð. Hann lagði grunninn strax í þriðju umferð með þessum glæsilega sigri á stigahæsta skákmanni Dana: Hvítt: Hellers (2.585), svart: Curt Hansen (2.605), frönsk vöm, 1. e4 - e6 2. d4 - d5 3. Rc3 - Bb4 4. e5 - c5 5. a3 - Bxc3+ 6. bxc3 - Dc7 7. Rf3 - Re7 8. a4 - h6 9. Bd3 - b6 10. 0-0 - Ba6 11. Bxa6 - Rxa6 12. Dd3 - Rb8 13. Rh4 - Rbc6 14. f4 - 0-0 15. Ba3 - Ra5 16. Hael - Dc6 17. g4 - Dxa4 18. Bcl - cxd4 19. f5 - Hac8 Nú höfum við stöðuna á stöðumyndinni: 20. Bxh6!! (En ekki 20. f6 - Hxc3 21. fxe7 - He8 22. Ddl - Hxe7og svartur hef- ur of góðar bætur fýrir mann) 20. - gxh6 21. f6 - Rec6 22. Dd2 - Kh7 23. Hf5!! (Lykil- leikurinn í fléttunni. Svartur er óveijandi mát. Curt Hansen sýndi þann drengskap að tefla skákina út) 23. - dxc3 24. Dxh6+! - Kxh6 25. Hh5 mát! Úrslit mótsins: 1. Hellers 6 ‘A v. af 9 mögulegum, 2.-6. Jan Timman, Pia Cramling, Vasílí Smyslov, Curt Hansen og Ivan Sokolov 5 v., 7. Rosentalis 4‘A v., 8. Ákesson 4 v., 9. Hellsten 3 'h v., 10. Hector 1'A v. Hellers var efnilegasti skákmaður Svía um árabil, en sneri sér að laganámi og hætti að tefla í nokkur ár. Wm m, w mxm ■#) 9. »t vm • íík m '■im, ^tm, n Wl '///, #T77?/, 1 W" W, « ..Æ; 'Wfli WW iif g*p * m HVÍTUR leikur og vinnur. Ast er... \ i • vegurinn til hamingju. TM Reg. U.S. Pat. Off. — all nghis reserved (c) 1997 Los Angeles Times Syndicate Víkverji skrifar... Nýlega var Víkverji að blaða í vefsíðum á svokölluðu Inter- neti og þá rakst hann á síðu, sem nefnd er „Islandia" og geymir ýmsan fróðleik um ísland og íslendinga. Þessi síða er að mörgu leyti mjög vel gerð og mjög upplýsandi fyrir útlendinga, sem kynnast vilja landi og þjóð, sögu og menningu hennar. Einn hluti síðunnar fjallar um sögu íslands frá fortíð til nútíðar. Fyrsti hluti hennar byijar árið 330 fyrir Krist og þar er skýrt frá land- könnuði að nafni Pytheas sem sigldi frá Marseille í Frakklandi norður í höf. Hann sagði frá eyju nyrzt í Atlantshafi, sem hann kallaði Thule eða Ultima_ Thule. Hugsanlega var þessi eyja Island. Og áfram er haldið í sögunni og landnámsöldin rifjuð upp í stuttu máli. Sagt er frá írsku munkunum, baráttu Haralds hárfagra við að sameina Noreg og afleiðingar henn- ar, er margir flýðu undan harðræði Haralds og settust að á íslandi. Sagt er frá Naddóði, Garðari Sva- varssyni, Flóka Vilgerðarsyni - Hrafna-Flóka og loks Ingólfí Arnar- syni. Allt lætur þetta kunnuglega í eyrum og áfram fíkrar vefsíðan sig eftir ártölum, allt fram til ársins 1995, en það ár er þess getið, að haldið hafí verið heimsmeistaramót í handknattleik á íslandi. Lengra nær sögusíðan ekki. xxx Allt er þetta nú gott og blessað og hin bezta landkynning. En eitt var fremur klaufalegt að því er Víkverja fannst. Þegar komið er fram til ársins 1980 er þess getið að Vigdís Finnbogadóttir hafi verið fyrsta konan, sem hafí verið lýðræð- islega kjörin forseti lýðveldis í heim- inum. En smelli maður á nafn Vig- dísar, er það fyrsta sem menn sjá mynd af núverandi forsetahjónum, Ólafi Ragnari Grímssyni og Guð- rúnu Katrínu Þorbergsdóttur. Þarna þarf greinilega lagfæring- ar við. Auðvitað á aðeins að vera þar mynd af frú Vigdísi. Hins veg- ar ætti að bæta við sem helzta við- burði ársins 1996 kjöri nýs forseta og þar ætti að vera nafn hans sem menn smelltu á og upp kæmi áður- nefnd mynd. Á þeim stað sem smellt er á nafn Vigdísar Finnbogadóttur er að vísu lítil mynd af henni, en hún sést ekki, nema rennt sé neðar á síðuna. Jafnframt fínnst Víkveija að þegar smellt er á núverandi for- seta Islands, þar sem þetta er þó alltjent í sérstökum sögukafla um ísland, að vel mætti birta fleiri myndir af gengnum forsetum Is- lands, einkum og sér í lagi, þar sem yfirskriftin er „Forsetaembættið". xxx essi vefsíða er annars mjög góð og skemmtilegt að blaða í gegnum hana. Hún veitir mönnum miklar og skemmtilegar upplýs- ingar um ísland og þjóðina, sem landið byggir og er einkar gagnleg fyrir útlendinga, sem áhuga hafa á landinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.