Morgunblaðið - 21.06.1997, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 21.06.1997, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ1997 39 + Helga Karls- dóttir fæddist í Efstadal í Laugar- dal í Arnessýslu 9. júlí 1928. Hún lést á Landspitalanum í Reykjavík 15. júní síðastliðinn. Helga var elst níu barna foreldra sinna, hjónanna Sigþrúðar Guðna- dóttur, f. 8. október 1896, d. 29. apríl 1967, og Karls Jónssonar, f. 1. júlí 1904, d. 4. júní 1979. Þau bjuggu í Efstadal frá 1927 til 1943, en síðan í Gýgjar- hólskoti í Biskupstungum. Árið 1948 giftist Helga Lýð Sæmundssyni, f. 1. júlí 1904, d. 22. júní 1979, og bjuggu þau á Gýgjarhóli í Biskupstungum til 1974. Eftir það stóð Helga fyrir búi með Val syni sínum. Fyrri kona Lýðs var Guðlaug Guðnadóttir, f. 6. desember Helga Karlsdóttir bóndi á Gýgj- arhóli lést eftir langa baráttu við illkynja sjúkdóm að morgni 15. júní. Hún hafði fengið að vera heima í nokkrar vikur og var þakklát fyrir það, en vissi að hverju stefndi núna í júní þegar hún lagðist aftur inn á sjúkrahús og hafnaði því að líf henn- ar yrði lengt með næringu í æð. Hún gekk órög þennan síðasta spöl eins og alla aðra um ævina, þó að lífið ætti ótal unaðsstundir ónotaðar. Tveim dögum áður en hún sofnaði út af þakkaði hún bróðurdóttur sinni boðskort í brúðkaup og sagði hlæj- andi: „Ég býst nú ekki við að kom- ast - nema ég fái að kíkja aðeins hinum megin frá!“ Helga var alnafna yngstu systur- innar í ævintýrunum; þeirrar sem sneri svo kænlega á risann og skess- una en sýndi líka þolgæði, skilning og kærleika og hlaut gæfusamt líf að launum, kóngssoninn og ríkið. Þetta nafn hæfði Helgu mágkonu minni vel, því þolgóð og kærleiks- full var hún. Ung að árum tók hún að sér son og ekkil móðursystur sinnar þegar hún féll frá, og gerði ekki endasleppt við þá feðga, því hún giftist föðurnum, Lýði bónda á Gýgjarhóli, og ól son hans upp sem sinn eigin. Sá sonur sýndi í verki í langri sjúkdómslegu Helgu að hann mat uppeldið við stjúpmóður sína. Það var mannbætandi að horfa á Guðna Lýðsson og Helgu saman. Helga átti alltaf húsrúm handa þeim sem börðu að dyrum á Gýgjar- hóli, og þrátt fyrir látlausan gesta- gang hafði hún einstakt lag á að taka á móti hveijum gesti eins og hún hefði verið að óska þess að ein- mitt hann kæmi í heimsókn á þeirri stundu. Það var vegna þess hvað hún átti óendanlega mikið hjartarúm sem ævinlega var uppbúið rúm ein- hvers staðar á fallegu heimili hennar handa vegamóðu ferðafólki, ekki síð- ur en þeim mörgu sem komu sér- staklega til að hitta hana sjálfa. Hún átti líka bjartsýni, dirfsku og ævintýralöngun sameiginlega með nöfnu sinni í þjóðsögunum. Þó að dagsverki bóndakonu sé seint lokið var hún alltaf fyrst til að stinga upp á flakki og ferðalögum og fór víða um land sér til yndis. Síðast fór hún norður í ísafjarðardjúp fyrir ári og talaði oft um þá dásamlegu heppni að hafa lent í strandi í Djúp- inu svo að hún varð að dvelja um stund á eynni Vigur ásamt ferðafé- lögum sínum. Kjalvegi unni hún sér á parti, eins og algengt er um Tungnamenn, og notaði hvert tæki- færi til að skreppa þangað inn eftir, helst ríðandi. Helga var mikil hesta- kona og tók virkan þátt í hesta- mennsku í sveit sinni. Eftir langan dag yfir bústörfum og gestagangi átti hún til að segja undir miðnætt- ið: „Jæja, nú er ég að hugsa um að bregða mér á bak ...“ og svo var þeyst af stað út í bjarta nóttina. 1898, d. 3. mars 1946, og áttu þau einn son, Guðna húsasmíðameistara í Reykholti í Bisk- upstungum, f. 5. nóvember 1941. Kona hans er Þuríð- ur Sigurðardóttir. Saman eignuðust Helga og Lýður þrjá syni: Örn raf- magnsverkfræðing í Reykjavík, f. 14. maí 1948, Val bónda á Gýgjarhóli, f. 16. júlí 1950, og Ragnar húsasmið í Reykholti í Biskups- tungum, f. 24. nóvember 1952. Kona hans er Erla Káradóttir og börn þeirra fjögur eru: Olaf- ur Lýður, f. 14. mars 1980, Hilmar, f. 17. febrúar 1982, Ingi Rafn, f. 5. janúar 1991, og Ellen Drífa, f. 27. apríl 1993. Útför Helgu fer fram frá Skálholtskirkju í dag, en hún verður jörðuð í Haukadal. Við vorum svo gæfusöm að fá Helgu í heimsókn til okkar þegar við bjuggum um tíma í London. Helga var þá nýorðin sextug og hafði aldrei komið til útlanda fyrr. En henni óaði ekki milljónaborgin. Hvað var hún villugjarnari en Kjöl- ur? Og varla hættulegri útilegu- menn. Þótt hún talaði ekki tungu innfæddra fór hún ósmeyk ferða sinna og heillaði óvæntasta fólk með forvitni sinni og fróðleiksfýsn. Til dæmis var hún allt í einu komin hálf ofan í leirofn í eldhúsi á ind- verskum veitingastað vegna þess að hún varð að fá að vita hvernig þessi bragðmikli tandoori-kjúklingur var matreiddur. Helga var eftirminnileg kona, hláturmild og hlý, með sterka and- litsdrætti og þykkt, þétt hár. Jafnvel þegar holdið var að mestu horfið af líkamanum eftir langa baráttu við sjúkdóminn var andlitið enn ótrúlega óskemmt, hörundið slétt og augun lifandi. Ahugann á fólki og atburð- um missti hún ekki heldur. Hún var óvenjulega gáfuð kona og opin fyrir því sem hún heyrði og las, og það var nautn að ræða við hana um bækur. Hún fylgdist vel með íslensk- um nútímabókmenntum, keypti mik- ið af bókum og hlustaði á bókmenn- talegt og sögulegt efni í útvarpi af lifandi áhuga. Það hefði verið svo gaman að fá að hafa hana lengur hjá okkur, því líf hennar var henni sjálfri uppspretta óendanlegra auðæfa um leið og hún auðgaði allt manniíf í kringum sig. Synir Helgu og sonarbörn hafa misst mikið, ekki síst Valur og Óli, og við sendum þeim öllum okkar hlýjustu samúðarkveðjur. Við Gunn- ar, Sif og Sigga, Beta, Áróra og Vala höfum líka misst mikið með Helgu og söknum hennar sárt. Eina huggunin er minningin um góða, fallega og gáfaða konu sem verður okkur lifandi ljós fram á lífsveginn. Silja Aðalsteinsdóttir. Það er margs að minnast þegar Helga systir er kvödd. Hún var elst okkar systkinanna og bar því alla tíð umhyggju fyrir okkur, sem færð- ist svo yfir á alla sem henni voru nákomnir. Hún fór fljótt að vinna og hafði sérstaklega gaman af að vera með hesta, sem voru mikið notaðir í Ef- stadal þar sem hún sleit barnsskón- um. Hún mun hafa verið fimm ára þegar hún var send eftir hestum niður að Brúará, sem er góðan spöl frá bænum og var þá yfír áveitu- skurð og blauta mýri að fara. Seinna þegar Helga fór að sækja hesta inn með Efstadalsfjalli fékk ég stundum að fara með henni. Óþarfa fyrirhöfn var að bera nema eitt beisli. Stráksi var settur á traustan, óbeislaðan hest og síðan rak Helga hestana hratt heim. Hún gerði strax þá kröfu til þeirra sem með henni voru að þeir stæðu sig. Þegar heim var komið var lagður reiðingur á hestana, þeir trossaðir og farið að reiða heim hey. Innan við fermingu fór Helga gjaman á milli, langan engjaveg með marga hesta í lest, á reiðhesti Gríms frænda okkar, sem var fjörhestur og ekki meðfærilegur öllum þótt fuliorðnir væru. Stundum hafði ég það hlutverk að dóla á eftir, fylgj- ast með og láta Helgu vita ef færi að hallast á hesti. Það voru skemmtilegir dagar. Helga hafði mikla ánægju af hestum og fyrsta kaupið sitt lagði hún í að efna sér góðan reiðhest sem hún naut að fara á bak um helgar og að kvöldi eftir erfiðan vinnudag. Seinna þegar við Helga vorum í tvíbýli á Gýgjarhóli áttum ég og fjölskylda mín margar ánægju- stundir með henni, einkum í ferða- lögum, vorrekstrum og útreiðartúr- um. Vinnugleði hennar var svo mik- il að hún hreif alla með sér og allt var svo skemmtilegt, jafnvel þótt aðstæður væru erfiðar. Það var ekk- ert víl þótt við værum villt með vor- rekstur norðan við Bláfell í niða- þoku. Þokunni hlaut að létta ein- hvemtíma - bara að týna engri kind. Það kom ósjaldan fyrir, þegar við vorum að koma heim úr útreiðartúr síðla kvölds, að við mættum Helgu að leggja af stað í sinn útreiðartúr að loknu dagsverki. Svo lagði ég kannski á fola snemma morguns og mætti Helgu. Hún var þá búin með kvöldreiðtúrinn, hafði iagt sig og var að koma heim úr morgunreiðt- úrnum. Kannski var von á að hryssa kastaði eða að kvíga bæri úti í haga. Það var svo gaman að líta eftir þessu kvölds og morgna. Helga var mikil húsmóðir og allt- af veitandi. Áður en farið var í út- reiðartúr var hún gjarnan búin að undirbúa veitingar þegar heim kæmi. Dreif þá alla inn í mat eða kaffi. Enginn mátti verða útundan jafnvel þótt hann ætti heima á sama hlaði. Þegar við komum ríðandi úr Kópavogi núna fyrstu helgina í júní var Helga orðin það máttfarin að hún komst ekki úr rúminu, en hún tók ekki annað í mál en allir kæmu til sín í mat. Hún var búin að ráð- stafa hvað yrði í matinn og hvernig hann væri eldaður. Allt varð að vera svo gott sem framast var unnt. Þannig hélt Helga sinni gestrisni og skipulagsgáfu fram að því síð- asta. Eftir að hafa verið án fjölmiðla í röska tvo sólarhringa spurði ég Helgu almennra frétta. Það eina markverða var frábær árangur ná- granna okkar í hrossarækt. Þannig hugsaði hún til nágranna og sveit- unga. Það var fyrir öllu að árangur næðist í þvi sem hugur hvers og eins stóð til. Það var gott að eiga Helgu að nágranna á Gýgjarhóli. Þar nutu allir, á báðum bæjum, hennar góðu eiginleika. Ber sérstaklega að þakka þá aðstoð og umhyggju sem við Austurbæjarfólk urðum aðnjótandi á síðustu árum. Megi hennar andi áfram ríkja þó hún hafí nú kvatt okkur og farið yfír á annað tilverustig. Guðni Karlsson. Nú er Helga frænka farin og þær hellast yfír mann allar góðu minn- ingamar sem ég á um hana. Flestar era þær tengdar hestum og búskap, enda er það alveg óijúfanlegur hluti af hennar persónu. Hvar sem Helga fór var hún hrók- ur alls fagnaðar og ánægja hennar af ferðalögum og mannamótum smitaði alls staðar út frá sér þar sem hún kom. Eitt ferðalag, fyrir tveim áram, er mér sérstaklega eftirminnilegt. Þá fóram við með tveimur prestum á bíl norður yfír Kjöl að skila grað- hesti sem hafði verið í láni. Farið hef ég víða, en þetta er eitt það skemmtilegasta ferðalag sem ég hef nokkrum tíma farið í og þá sérstak- lega fyrir óbilandi áhuga Helgu á ömefnum og staðháttum sem gerðu allar sögur um þá staði sem við keyrðum fram hjá ljóslifandi. Helga skemmti sér líka vel og þau voru stór lýsingarorðin yfír það hversu gaman hefði verið hjá okkur. En Helgu fannst líka skemmtilegt að fara til Reykjavíkur og það var ósjaldan sem hún kom þá í heim- sókn til mín á hársnyrtistofuna til að fá sér permanett í leiðinni. Og alveg var það dæmigert að öllum hlutum var verið að redda á sömu stundu. Ekki þótti annað en sjálf- sagt að greiða götu hennar þar sem hún kom, enda lífgaði Helga alls staðar upp á tilveruna, eins litríkur karakter og hún var. Hún var sannkölluð kjamorku- kona og þrátt fyrir erfið veikindi vildi hún nú alltaf fylgjast vel með öllum hlutum og vildi helst alltaf vera að gera eitthvað. Svo var líka síðast þegar ég kvaddi hana í maí sl., þá var hún í eldhúsinu að und- irbúa matinn. Hún spurði mig þá að lokum hvenær ég kæmi aftur í sumar og sagði svo: „Við sjáumst þá.“ Það verður tómlegt að hitta hana ekki aftur úti í Vesturbæ, en minn- ingin um hana á eftir að lifa hjá okkur sem hún snerti með sinni ein- stöku h'fsgleði og ég verð ævinlega þakklát fyrir að hafa átt svona góða frænku. Viktoría Guðnadóttir. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. Hún Helga okkar hefur kvatt þennan heim og við sem eftir lifum minnumst ails þess sem hún kenndi okkur og þökkum fyrir allar góðu stundirnar. Helga var stórbrotin kona sem var allt í senn móðir, húsmóðir, bóndi og ekki síst frábær félagi. Þegar ég hugsa til Helgu koma ótal minningabrot upp í hugann. Að telja upp allt það sem hún gerði fyrir mig og var mér og fjölskyldu minni væri efni í heila bók. Helga giftist ung föðurbróður mínum, Lýði Sæ- mundssyni. Sem barn man ég hve ævintýralegt var að koma á Gýgjar- hól sem þá var í mínum huga af- skekktur bær langt uppi í sveit og hve gestrisni þeirra var mikil. Seinna átti sonur minn því láni að fagna að vera sumarstrákur á Gýgj- arhóli í nokkur sumur hjá Helgu og Val syni hennar. Að þeirri vera býr hann ævilangt því þar var gott at- læti fyrir börn bæði andlega og lík- amlega. Ég minnist til dæmis sum- ardags í heyskap þar sem við vorum í hlöðunni að taka á móti böggum og á milli vagna þegar hlé varð á vinnu var Helga að kenna stráknum vísur og rifja upp ýmislegt úr íslend- ingasögunum. Á milli þess sem hamast var við að raða böggum sagði Helga: „Hvernig var nú aftur þessi vísa, Dómald?" Eða: „Hvernig var það nú aftur með hann Egil... “ Þannig hafði Helga lag á að gera vinnuna að leik og nýta hveija stund til fróðleiks. Helga kom mér á bragðið að njóta þess að sitja góðan hest og skoða stórbrotna náttúru þessa lands. Marga reiðtúrana áttum við saman um söguslóðir f nágrenni Gýgjarhóls eða inni á afrétt. Alltaf var eitthvað nýtt að sjá og sífellt kom nýr fróð- leikur um náttúru og sögu þessa lands af vörum Helgu. Það hefur varla liðið sú helgi yfir sumarið í mörg ár að við færum ekki upp á Gýgjarhól og þá var nú oft glatt á hjalla í eldhúsinu á Hólnum, bæði skrafað margt og sungið. Einnig hefur réttarferðin verið ómissandi þáttur í lífi fjölskyldu minnar og með ólýsanlegri gestrisni og mynd- arskap var tekið á móti öllum á Gýgjarhóli. Þar er lýsandi dæmi um máltækið: „Þar sem er hjartarými er húsrými." Helgu munaði ekki um að fara í réttirnar að morgni, reka féð heim og taka svo á móti fjölda manns í réttarsúpuna að kvöldi. Þessir dagar era okkur sem aðnjót- andi höfum verið ógleymanlegir. Við Trausti og börnin mín minn- umst allra samverastundanna og vináttunnar með þakklæti. Eram þakklát fyrir að hafa fengið að eiga samleið með svo mikilhæfri og stór- HELGA KARLSDÓTTIR brotinni konu sem Helga var og kveðjum hana með virðingu og þökk. Elsku Guðni, Össi, Valli og Raggi, ykkur, tengdadætrum og barnabörnum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi ykkur öll og styrki ykkur á sorgarstundu. Elsku Helga, þú hefur háð hetju- lega baráttu, nú ertu laus frá þján- ingum og kvöl. Megir þú hvíla í friði. Friður Guðs þér fylgi til nýrra heim- kynna. Ólína M. Sveinsdóttir. Þó andlátsfregn Helgu kæmi mér ekki beint á* óvart eftir þá erfiðu sjúkdómsbaráttu sem hún háði af hetjuskap, þá er það nú svo að manni verður alltaf brugðið þegar kærir kunningjar kveðja. Þó öðrum en mér sé lagnara að rekja ævi og störf Helgu Karlsdóttur, þá langar mig í þakklætisskyni fyrir sam- fylgdina að minnast hennar með nokkrum orðum. í gegnum tíðina hefur verið góður kunningsskapur milli Helludals og Gýgjarhólsbæj- anna. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að vera þar þátttakandi. Þeg- ar vinir kveðja þá fer maður að átta sig betur á því hvers virði það er að rækta tengsl við náungann. Þeg- ar ég reyni að fínna orð sem geta lýst svo sterkri persónu sem Helga var, þá kemur margt upp í hugann. Hún hafði mikla útgeislun, það var þessi heillandi kraftur og gleði ásamt reisn, sem fylgdu henni hvar sem hún var og hvert sem hún fór. Hún hafði sterka tilhneigingu til að hlúa vel að náunganum og var lag- ið að láta gott af sér leiða. Hún hafði mikinn áhuga á öllu sem gerð- ist í kringum hana, skildi allt vel og reyndi ævinlega að sjá jákvæðar hliðar á öllu sem fyrir augu hennar bar og ávallt var húmorinn skammt undan. Hún var fróð og bjó yfir góðri frásagnargáfu og átti mikinn sjóð af fleygum orðum og merkum sögum sem hún vísaði gjarnan í. Hún var hreinskilin en sagði sína meiningu í þeim tón að varla hefur nokkrum manni sárnað við hana. Mikil gestrisni og myndarskapur hefur einkennt Gýgjarhólsbæina frá ómunatíð. Helga lagði svo sannar- lega sitt af mörkum til að viðhalda þeirri hefð. Mörg heimili hefur mað- ur heimsótt í gegnum tíðina og með fullri virðingu fyrir þeim öllum þá era þeir bæir vandfundnir sem mér hefur þótt jafngott að sækja heim Gýgjarhól. Þegar maður leggur leið sína þangað þá er það segin saga að maður gleymir sér yfír kræsingum og skemmtilegum um- ræðum, stundin verður alltaf miklu lengri en til stendur, og þaðan hefur maður alltaf farið margs vísari og jákvæðari. Helga var iðin til verka, henni féll sjaldan verk úr hendi. Hennar þáttur í Gýgjarhólsbúinu er stór, fyrst við hlið manns síns Lýðs Sæ- mundssonar, en hann féll frá 1979. Síðan þá hafa þau mæðginin Valur og Helga staðið saman að búskapn- um. Þau voru samhent svo af bar. Þau báru mikla virðingu hvort fyrir öðru og áhuginn fyrir starfinu mik- ill. Það held ég að sé ekki síst grunn- urinn að þeim mikla myndarskap sem einkennir búskapinn að Gýgj- arhóli. Gýgjarhólsbæirnir hafa misst mikið þar sem þær nöfnurnar hafa fallið frá með stuttu millibili. Maður sem hefur þekkt Gýgjarhól þá þijá áratugi sem hann hefur lifað á erf- itt með að trúa því að Helgurnar tvær séu ekki lengur partur af til- verunni á þeim bæjum. En ekki ef- ast ég um að myndarskapur verður þar áfram í hávegum hafður. Ég veit að ég tala fyrir munn margra þegar ég segi að Helga Karlsdóttir skilji eftir sig stórt skarð sem erfítt verður að fylla. Mér var það mikils virði að fá að kynnast þér, kæra Helga, og ég vona að ég eigi eftir að mæta fleiri manneskjum á lífsleiðinni með þína mannkosti. Blessuð veri minning þín. Sonum Helgu, fóstursyni, tengdadætrum, barnabörnum og öðrum aðstandendum sendum við allir hér í Helludal okkar innilegustu samúðarkveðjur. Kristófer Tómasson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.