Morgunblaðið - 21.06.1997, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 21.06.1997, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 1997 ALDARMINNIIMG MORGUNBLAÐIÐ t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNA ERLINGSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli að morgni föstudagsins 20. júní. Helga Stefánsdóttir, Stella Stefánsdóttir, Guðmundur Stefánsson, Erlingur Stefánsson, Albert Stefánsson, Friðgeir Gunnarsson, Aðalsteinn Þorbergsson, Valborg Björgvinsdóttir, Erla Ottósdóttir, Vigdís Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURBJÖRG JÓNSDÓTTIR, áður til heimilis á Njálsgötu 10a, Reykjavík, sem lést miðvikudaginn 11. júní síðastliðinn, verður jarðsungin frá Grensáskirkju þriðju- daginn 24. júní kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Bamasprtala Hringsins. Fyrir hönd aðstandenda, Edda Guðjónsdóttir, Steinarr Guðjónsson, Elsa Pétursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, AÐALBJARGAR SKÆRINGSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu Reykjavík. Sigurður Sveinsson, Theodóra Sveinsdóttir, Hildur Hermannsdóttir, Haraldur Eggertsson, Erling Hermannsson, Þórlaug Einarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. t Alúðarþakkir til allra, er auðsýndu okkur vináttu og samúð við andlát og útför ást- kærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og systur, ÁSU JÓNS PETERSEN, Njálsgötu 4. Borge Petersen, Ingolf Petersen, Sigrún Petersen, Öm Petersen, Berglind Ólafsdóttir, Gyða Stadil og barnabörn. t Þökkum samúð og vinsemd við andlát og útför ÞÓRU JÓHÖNNU JÓNSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild B-4, Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Fossvogi, og á 4. hæð hjúkrunarheimilisins Eirar í Grafarvogi. Páll H. Jónasson, böm, tengdabörn, barnabörn og barnabamaböm. t X, nnnilegat.þákkirfyrir auðsýnqlasíinúðog;. , vin^jiugi víð andlát.og útföf BJARNHEIÐAR JÓHANNSÐÓTTUR. KRISTINN JÓNASSON ÉG SÉ fyrir mér frænda minn sem stendur út við Sundvörðumar á Eyrar- bakka og fylgist með litlum báti sem kominn er inn fyrir sundið. Skyndilega kemur alda og færir bátinn í kaf en hann kemur ekki upp aftur. Enginn fær neitt að gert. Þarna fórst afi minn, Jónas Einarsson, ásamt sjö mönnum öðr- um með bátnum Sæf- ara. Amma mín, Guðleif Gunnarsdóttir, var orðin ekkja í einni svipan og níu böm þeirra höfðu misst föður sinn, þar á meðal móðurbróðir minn, Einar Kristinn Jónasson, eins og hann hét fullu nafni. Af afa mínum rak aðeins annan fótinn, sem þekkt- ist af stígvéli sem límt hafði verið ofan á. Nú var hann horfínn frá þessu glaðværa heimili, sem sumir kölluðu „hljóðfærahúsið", sem segir nokkra sögu. Kristinn var tæplega þrítugur þegar þetta gerðist (árið 1927) og elstur systkina sinna, en yngsta bam- ið var tíu ára. Jónas, faðir þeirra, hafði verið mikill búmaður og féll aldrei verk úr hendi, að sagt var. Hann gætti þess vel að eiga alltaf nóg af kartöfl- um í hópinn sinn og drýgði áburðinn með því að bera þara í garðinn fyrst- ur allra. Þarann bar hann á bakinu í poka. Þótti það vera í stíl við aðra sérvisku hans, að bera slíkt og þvílíkt í garðinn. En þar sem vel spratt í garðinum, tóku aðrir það upp eftir honum. Á haustin var slátrað hesti, ýsan skorin niður í tunnu og söltuð eins og kjöt og svo var ein kýr í fjósi. Hann var einnig hagur, bæði á járn og tré, hæfileiki sem öll systkinin virtust erfa í ríkum mæli. Öll systkin- in ólust upp í Garðhúsum, þar var grammófónn sem listilega hafði verið smíðað utan um og þægilegt var að trekkja upp. Frá þessari gríðarlegu mublu hljómuðu svo harmónikkuleik- aramir Gellin og Borgström og Comedian Harmonists, svo nokkuð sé nefnt, að ógleymdum Camso. Stundum stóð fólk fyrir utan gluggann í Garðhúsum og hlýddi á. Eins og öll systkinin unni Kristinn tónlist, en hann lærði á orgel hjá Guðmundu Níelsen og var i hljóm- fræðitímum hjá Sigfúsi Einarssyni tónskáldi. I raun og vem snerist allt hans líf um tónlist, þó hann hefði menntun af skomum skammti, miðað við það sem nú gerist. Hann var opinn fyrir öllum nýjungum, fór til Hafnarfjarðar og lærði rafvirkjun, mig minnir að það hafi aðeins tekið tvo mánuði á þeim tíma. Hann tók svo við rafstöðinni á Eyrarbakka, sat þar yfír mótomm langt fram á nótt og vann á daginn við að leggja raf- magn í hús. í kompu inn af vélarsaln- um hafði hann lítið orgelharmóníum og lék á það milli þess að þurfti að smyija vélamar. Eftir föðurmissinn hjálpuðust allir að við að halda heimil- inu saman. „Hafðu ekki áhyggjur," sagði Kristinn við móður sína; „ég skal sjá um ykkur“. Allt gekk sinn vanagang í Garðhúsum sem stundum var nefnt „Skakkur", af því hvað það stóð skakkt við götuna. Reglustikuár- áttan var enn ekki byijuð. Lífið hélt áfram og einn bróðirinn, Gunnar, fór meira að segja í nám til Berlínar upp úr 1928 til þess að læra flugvirkjun. Ég spurði Gunnar eitt sinn að því hvort Eyrbekkingar hefðu ekki orðið gáttaðir á því að hann væri að fara í nám í flugvirkjun í upphafi krepp- unnar. „Það þurfti ekki Éyrbekkinga til»“ var svarið. Tilefni þess að ég hripa þessar fáu línur niður, er það þakklæti sem ég ber tií •Kristins frsehda míns, sem leidfii mig fyrstu sporin í tónlistinni. Éýrsta píanóið sem kom á Eyrar- bakka kam einmitt í Garðhús. Frændi minn kpnndi mér eftir Hofnemann- skólanurri og sagði’-mér daglega til. Þegar kom að Polkanum á fyrstu blaðsíðunym, gekk ég veruiega upp í þqssu jrtla lagi.og klongraáist í gegnúíjR.það'og spifaði síðan af-hjact- ans lýsfc.f.Kom ,þA fMendi minn inn og hafði þá verið að klifra upp í ljósastaur, kaldur og slæptur, slæmur í fótunum, sem hann hafði verið alla tíð frá því hann datt af hestbaki sem drengur. Það fyrsta sem hann sagði var: „Af hveiju ferðu yfir þetta á svona hundavaði?" Mér var öllum lokið, því mér fannst ég vera orðinn feiknarlega flinkur, og var svo nærri farinn að grenja. Nú sýndi Krist- inn mér hvernig vönduð spilamennska ætti að vera og var síðan horfinn. En í gegnum huga minn liðu þau orð í fyrsta og síðasta sinn á ævinni: „Ég vildi að ég hefði aldrei byijað á þessu.“ Hófst ég samt handa við að fara yfír þetta og laga og brátt birtist Kristinn og var nú allur annar. „Já, svona á þetta að vera,“ sagði hann. Kristinn var mjög vandlátur í spilamennsku sinni og var orgelleikur hans fallega bundinn og var fingrasetning'hans öll mjög hag- sýn, eins og annað í lífsmáta hans. Hann hafði líka unun af að spila. Móðurbróðir minn spilaði í Eyrar- bakkakirkju í samfellt rúm 40 ár. Hann hélt heimili með móður sinni sem var mjög trúhneigð kona. Lífíð hér og framhaldslífið var henni næst- um því eitt og hið sama og fléttaðist saman, en afi leit aftur á móti þann- ig á, eftir því sem hún sagði mér, að þegar þessu væri lokið hér, væri öllu lokið, ekki einu sinni það að maður yrði neyddur til að koma aftur í formi einhverrar endurfæðingar. Árið 1948 stóðu nokkrir burtflutt- ir Eyrbekkingar fyrir því stórræði að gefa pípuorgel í kirkjuna á Eyrar- bakka. Nokkru áður tók Kristinn til við það, þá fimmtugur, að undirbúa sig undir komu hins nýja hljóðfæris. Hann var svo stálheppinn að komast í tíma til Sigurðar ísólfssonar í Reykjavík. Með þeim tókst einnig einlæg vinátta, en Sigurður var fá- gætur maður sem allir báru hlýhug til. Vinátta hans og Kristins segir margt og minnir á orðin: „Segðu mér hveijir eru vinir þínir og ég skal segja þér hver þú ert.“ í gegn- um kynni þeirra varð ég heimagang- ur hjá Sigurði og Rósu á námsárum mínum í Reykjavík. Tók ég sérstak- lega eftir því hvað Sigurður umg- ekkst konu sína af mikilli nærgætni og virðingu. í náminu hjá Sigurði þrælaðist Kristinn í gegnum Czerny og Hanon og 45 sónatínur. Síðan tóku við Schneider-æfingar og Finn Viderö-orgelskólinn. Þegar amma dó árið 1953 var það Kristni mikið áfall. Amma hafði löng- um átt erfítt með svefn, vegna verkja í handleggjum og slits af þvi að bera þunga kolapoka í uppskipun og öllu sem fylgdi því að koma upp níu börn- um. Hún tók öllu því sem að höndum bar með einskærri jákvæðni, hlakk- aði ekki til neins og kveið ekki fyrir neinu eins og hún sagði, lífíð var bara eins og það var. Hún trúði á handleiðslu og að vel væri fyrir öllu séð. Kannski hefur fermingarfaðir hennar, sr. Matthías Jochumsson, sem þá var prestur í Odda, sáð þeim frækomum. Einhvemtíma spurði ein- hver ömmu hvort það væri ekki erf- itt að þola allar þessar píanóæfingar í kringum sig, en hún svaraði því eitthvað á þá leið að það væri aðeins erfítt ef við ættum í basli með æfing- arnar. Þá tók hún það mjög inn á sig. Móðir mín hafði einmitt þetta mikla tilfinninganæmi til að bera og gat helst ekki verið við jarðarfarir dn þess að vatna músum, sérstaklega um leið og orgelspilið byijaði. Ég ber mikinn þákkarhug til Krist- ins, og þá’ ekki slst fyrir .það, „að hahn bjargaði eíginlega lífi föður míns, en þá var ég aðeins á öðfu eða þriðja ári. Fáðir minn var, þá' mikið veikur og ékki yarð Við néitL ráðið, svo að senda átti, hann suður,, eins og kallað var, þegar farið var frá Eyrarbakka - tiL Reykjavíkur.- Greip k þá frænka mín í tcfuniana og sagði -við Lúðvík Norðdalj hinn mikilhaefa cf vjr-*' ''íSW'íí lækni: „Þér sjáið að maðurinn er í dauðanum og lifír þetta alls ekki af. Ef þér vitið honum nokkuð til hjálpar þá gerið þér það.“ Þegar hér var komið var allt að vinna og engu að tapa. Var Kristinn sóttur og dælt úr honum blóði, algjörlega að órannsök- uðu hvort það væri sami blóðflokkur. Pabbi hjarði og því næst kómu lyfin sem sótt voru af gangandi manni, Ágústi, bróður Kristins, í blindhríð og ófærð yfir Hellisheiði. Einhvern veginn var það svo með Kristin og pabba, Guðlaug Pálsson kaupmann, að það var eins og þeir næðu ekki saman. Þetta hendir víst oft með lífgjafa, menn vilja ekki vera háðir þeim sem þeir eiga mikið að þakka. Þegar ég leyfði mér að hafa þetta í flimtingum að þeim báðum viðstöddum, hvers vegna þeir kæmu sér ekki saman, og sagði að sennilega væri þetta út af því hvað þeir væru líkir, þá færðist afar skemmtilegt bros yfir andlit beggja. Svo kannski var þetta ekki mjög djújistætt. I kirkjunni skildi Kristinn ýmislegt eftir sig eftir 40 ára starf sitt. Fyrir utan farsælt starf með kirkjukórn- um, þar sem hann naut trausts, vin- áttu og virðingar, smíðaði hann líkan af árabát sem hangir uppi í kirkj- unni. Þá er gömul og sérlega hljóm- falleg kirkjuklukka uppi í turninum og hljóm hennar get ég heyrt hvar sem ég er staddur. Kristinn tók sig til og smíðaði skífu með vísum á, þannig að einnig var hægt að sjá á klukkuna á austurbakkanum. Eftir móðurmissinn var Kristinn einn um nokkurn tíma, en þá kom til hans Þórunn Guðjónsdóttir, mikil fróðleikskona, sem kunni ógrynni af vísum, kvæðum og alls konar þjóðleg- um fróðleik. Studdu þau hvort annað og hún naut uppörvunar hans og hann umhyggju hennar. Kristinn vann hjá sjálfum sér í kjallaranum, smíðaði báta, aska, klukkur og spæni úr homum. Langspil og reislu á ég, sem hann smíðaði. Liðu svo árin og voru þau Tóta í sambúð án þess að gifta sig. Dag nokkum var Kristinn að fara í betri föt og spurði þá Tóta hann: „Hvurt ert þú að fara, Krist- inn?“ „Upp að Fossi," svaraði hann. „Eigum við þá kannski að gifta okk- ur?“ spurði Tóta. „Alveg eins,“ svar- aði þá Kristinn og þar með var það ákveðið (þannig heyrði ég söguna). Kristinn hafði mikinn áhuga á tungumálum og lagði sig eftir ensk- unni með hjálp Lúðvíks Norðdals héraðslæknis. Svo þegar stríðið kom urðu margir af hermönnunum hei- magangar hjá ömmu og honum. Naut Kristinn þess að æfa sig í ensk- unni og bæta við sig á þann hátt. Kristinn gat leikið nokkuð af fingrum fram og átti auðvelt með að „módúlera" inn á g-mollinn og gefa prestinum tóninn. Lenti hann eins og ósjálfrátt alltaf á réttum tóni fyrir prestinn. Einu sinni brást þetta þó og hann gaf séra Árelíusi, sem þá var prestur, allt of háan tón. Kristinn var auðvitað leiður yfir þessu en bætti svo við: „Hann fór það samt.“ Kristinn þráði mjög að spila vel á hljóðfæri, sem hann og gerði, en ef hann heyrði vel spilað, átti hann til að segja, að hann vildi gefa allt sem hann ætti, til þess að geta spilað svona. Enda var það ætíð svo, að um leið og hann kom heim fór hann strax í hljóðfærið. Kristinn lést árið 1973. Af systk- inunum eru nú aðeins þijú eftir á lífi, en það eru þau Gunnar, Jón og Ingveldur. Bræðumir unnu báðir við smíðar þar til fyrir skemmstu þrátt fyrir háan aldur og Inga, sem er yngst, sinnir öllu sínu. Blessuð sé minning góðs drengs sem í dag, 21. júní, hefði orðið 100 ára, ef hann hefði lifað. Amma taldi, að hann hefði verið fæddur á afmælisdegi sín- um, en kirkjubækumar sögðu annað. Frændi minn leiddi mig ekki aðeins inn í heim tónlistarinnar, heldur benti hann raér á margt í náttúrunni, svo sem að'hlusta á fuglasönginn á' kyrr - um surharkvöldum, en hann ér hvefcgi fegurfci en á Eyrarbakka. Kristinn hvflir í kirkjugarðinum iiæst sjógarð- inum, en þar gælir aldan við fjöru- síeininn, og ilfni í garðinum skoppar máríuedan af leiði á leiðil En fyrir okkíir sjem eftir -Hfum er liver dagur - nyr og'fulhir af fyriheitam. Haukwr-Guðlaugsson.i •
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.