Morgunblaðið - 21.06.1997, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.06.1997, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ það súpur.“ Hún er líka fljót að hverfa af borðum en Gaui hefur skýringu á því: „Ég kem úr fjöl- skyldu sem er fræg fyrir að borða hratt.“ Er austurlenskur matur í uppáhaldi? ,;Já, það er óhætt að segja það. Ég er mjög hrifinn af austurlenskum mat og menningu og hef ferðast talsvert þar um slóðir. Ói/ænt aftnælis- veisla Nú er aðalréttur- inn fram borinn. Kjúklingaréttimir líta dásamlega út og til að kóróna herleg- heitin kemur Bogi Jónsson, eigandi veitingahússins, með heilsteiktan karfa í engifer „í til- efni af afmæli páfa- gauksins míns.“ Að sjálfsögðu era hrís- grjón með. Gaui bið- ur um sojasósu sem er reyndar ekki við- eigandi samkvæmt hefð Tælendinga en Bogi er vanur því og segir skýringuna vera að „íslending- ar hafi lengi aðeins fengið vond hrís- grjón og því vanist að taka allt bragð af með sojasósu." Gaui verður ekki fyrir vonbrigðum með kjúklinginn sem er marineraður í sataymarineringu og grillaður. Eins og hann fullyrti áður er hnetusósan algert sælgæti. Kjúklingur í gulri karrýblöndu er líka mjög góður og bragðmikill. Pað er óhætt að segja að réttirnir bráðni uppi í okkur. Að sjálf- sögðu smökkum við hvort annars rétti og dásömum austurlenskan mat og mat yfirleitt. Það er erfitt að gera upp á milli réttanna en við erum sammála um að fiskurinn bragðist sérstaklega vel: „Hann er æðislegur." Það er auðséð á leikni Gauja með prjónana að hann er á heimavelli þegar austurlensk matargerð er annars vegar. Hann tekur að sér sýnikennslu í beit- ingu prjóna en ég gefst fljótlega upp og gríp til gaffals- ins. Til að beina at- hygli frá slakri frammistöðu með prjónana spyr ég Gauja hvað sé á döfinni annað en leikfimin. „Það er nóg að gera. Ég er að gera myndband við lag með hljóm- sveitinni Súkkat. Svo stefni ég á það að fara að flytja að heiman," Gaui hlær að spumarsvip mín- um, „ég bý nefni- lega á hæðinni fyrir ofan mömmu og því finnst mér ég aldrei hafa flutt að heim- an. En hvað ég geri næsta vetur á eftir að skýrast frekar.“ Við höfum lokið matnum og borðað nægju okkar (og mikið meira en það). En þessu er ekki lokið. Eftir- rétturinn er á leið- inni, djúpsteiktir bananar með ís og rjóma og kaffí með. „Nú erum við farin að sukka," segir Gaui, „ég er í raun- inni að svindla á mataráætluninni. En mikið er þetta gott.“ Það er ekki ofsagt að við stönd- um á blístri. Ég get ekki annað en verið full samúðar með Gauja sem er að fara að kenna eftir hálftíma! „Nú verð ég líka að hefja tímann á því að játa fyrir þrjátíu manns að ég hafi svindlað á reglunum." Heilsteik tur karfi í engifer Nýr karfi ca 1,5 kg Grænmetisolía til steikingar ca. 2,5 I salt 2 tsk. pipar V, tsk. rauð paprika 1/4 skorin í strimla til skreytingar. Sosa Niðurrifinn engiferrót 1 bolli Hvftlaukur 1 matsk. grænmetisolfa 1 matsk. black bean sósa 1 matsk. tamarrins 2 matsk. sykur 2 matsk. pipar 1/4 tsk. salt V2 tsk. vatn 2 bollar sellerf skáskorið 1 stilkur. tómatur 1 stk. skorinn í báta laukur ’/4 púrrulaukur 1/2 skorinn í strimla. sveppir 2 stk. skornir í fjóra parta. Takið karfann og fakið innan úr honum og hreinsið vel, skafið siðan af honum mesta hreistrið og skerið í hann rendur með 2-3 sentimetra millibili og nuddið saltinu og piparnum ofoní. Hondfjotlið korfonn með varúð því það er ouðvelt að stinga sig ú eituruggum hans. Hitið olíunn í stórum potti, eða wok- pönnu ef hún er til staðar, olian þarf að vera mjög heit eða þar til hún fer að rjúka. Setjið karfann varlega ofaní olíuna og lútið fljóta vel yfir, steikið honn í um það bil 10 mínútur. Takið hann síðon úr olíunni og lótið renna vel af honum. Síðan er hann seltur ú fat og sósunni hellt yfir og skreytt með papriku sem er skorin í strimla. Sósa Fyrst er olían sett ó pönnu og hvítlauk- urinn lótinn steikjast þar til hann verður gulllítur, þó er öllu hinu bætt við og lótið krauma í 2-3 minútur. (þú horfir upp, hann bendir, þú horfir niður, hann fellur út. Hann gerir einnig grín) og gliðnun í til- finningatengslum þó kærleikur (þið haldist í hendur) sé fyrir hendi. Trúin virðist þarna hið sterka afl (gulu og hvítu böndin) sem breytir hlutunum þó þú sért vantrúuð á mátt trúarinnar (bönd- in í flækju). Það sem síðan gerist og sem breyta mun afstöðu þinni til þess óþekkta og að æðri öfl geti haft eitthvað með líf þitt að gera, er að þér vitrast framliðnir vensla- menn (maðurinn með appel- sínugula bandið og sjómennirnir í bláu peysunum með leðurhúfurn- ar, þessi föt bera þess merki að framliðnir séu á ferð) sem styðja þig yfir og gegnum erfiða en ósýnilega tálma (hræðsla þín við bryggjur), vatnið vex við bryggj- una (þú) og hverfur (endurfæð- ing), þú finnur sælu og þið gangið saman að húsum fyrir ofan (húsin eru þið) og draumtúlkun endar. Draumar „SXO“ Fyrri draumur „Mig dreymdi fyrir mörgum mánuðum að ég væri stödd heima hjá fyrrverandi vinnuveitanda (hætti fyrir mörgum árum) í her- bergi eða stofu, þar var allt hvítt innanstokks, veggir og húsbúnað- ur. Ég man eftir að hafa séð tvo þriggja arma kertastjaka (hvíta) með kertum í en ekki logandi, ég hugsaði með mér í draumnum að ég hefði nú heldur viljað hafa þá gyllta. Seinni draumur „Fyrir stuttu dreymdi mig að ég væri á einhverju ferðalagi og kom að þorpi þar sem allt var mjög ró- legt og þrifalegt. Svo fannst mér ég vera að horfa á bíla fara framhjá og man ég að einn var blásanseraður. Svo fannst mér eins og ég væri að labba úti á götu, nakin með bara handklæði utan um mig og vera næstum búin að missa það.“ Ráðning Fyrrí draumur Hið liðna (allt hvítt) sækir á þig (fyrrverandi vinnuveitandi) því þú ert ekki sátt við hlutina eins og þeir eru og vildir hafa breytt öðru- vísi (þú vildir hafa kertastjakana gyllta, kertastjakar í þessu sam- hengi tákna hluta af lífi) en þú gerðir. Seinni draumur I þessum draumi ferð þú sálforum um þann hluta (þorpið rólega og þrifalega) af lífi þínu sem þú virðist hafa misst tengsl (blásanseraði bíllinn sem fór framhjá) við en iðr- ar sáran (fyrri draumur). Þetta skapar óöryggi (nakin með hand- klæði) sem þér er meinilla við því þú ert ekki þannig týpa og lýkur nú draumtúlkun. OÞeir lesendur sem viija fá drauma sína birta og ráðna sendi þá með fullu nafni, fæðingordegi og ári ásamt heimilisfangi og dulnefni til birtingar til: Draumstafir Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík. Illvirkjarnir ríða í hlað í einu innskotsskeiðinu f Outlaws. PAGETTÍVESTRAR Sergios Leones sem skutu Clint Eastwood upp á stjömuhimininn þóttu ekki merki- legir á sínum tíma þó vinsælir væru, en með tímanum hafa menn farið að meta þá að verðleikum. Þeim svip- aði í raun mjög til teiknimynda í uppbyggingu og efnistökum og fjöl- mörg minni úr þeim hafa verið mönnum efniviður, nú síðast í tölvu- leiknum Outlaws. LucasArts, fyrirtæki George Lucas, hefur unnið sér orð fyrir leiki sem byggjast á teikni- myndavinnslu, nefni sem dæmi þríleikinn um Apaeyj- una, og oft með kímilegum hætti. Outlaws heitir nýjasta af- urð þeirra Lucasmanna og frá- brugðin fyrri leikjum fyrirtækisins að því leyti að þar er lítið um gam- ansemi, en þess meira um morð og meiðingar. í hreyfimynd sem er einskonar inngangur Outlaws er varpað ljósi á uppruna lögvarðarins og kemur meðal annars fram að hann varð vitni að því er faðir hans var myrtur af illmenni sem komst undan. A meðan hann bregður sér bæjarleið til að kaupa inn koma útsendarar stórbónda og leggja heimilið í rúst, myrða konuna og hverfa braut. Allt er þetta mjög í anda spagettivestra, þagnir notaðar smekklega og hreyfingar og augnatillit þrung- in ógn og ótta. Söguhetjan kemst á sporið og heldur af stað til að leita barnsins og hefna eiginkonunnar. Hefjast hrannvígin Að mestu leyti svipar Outlaws til hefðbundinna skotleikja; leikurinn gengur út á að leita uppi óvini og bana þeim og leysa um leið rað- þrautir sem gefa kost á að komast í næsta borð, en í lok borðsins er hreyfimyndaskeið sem gefur hug- mynd um hvað sé að finna í næsta borði. :Sum borðin eru frekar einföld, Tilbrigði vlð skotleiki eru ýmis og fer fjölgandi. Árni Matthíasson brá sér í vestra að hætti Clints Eastwoods. spennu. Skammbyssan reynist jafnan best, þó hlaupsöguð hagla- byssa sé dágóð í návígi, en bestur er þó riffillinn þegar sjónauki við hann er fundinn, því með því má skjóta óþokkana á færi. Bráðsnjöll hugmynd sem mætti skila sér í aðra leiki. Þegar upp er staðið er Outlaws næstum því góður skotleikur og næstum því góður þrautaleikur, en hefði eflaust orðið bráðgóður ef menn hefðu ekki misst kúrsinn við hönnunina. Þannig er lokaþáttur- inn, þegar stúlkan er frelsuð úr höndum illmennisins og gamlar skuldir gerðar upp, þar sem ekkert þarf annað að gera en fara varlega og drepa alla sem fyrir verða þar til lokafólið fellur í valinn, en í öðrum þarf að grafa sig undir veggi, leita að vélahlutum eða klifra á mjóum syllum. Sem skotleikur er Outlaws ágætlega heppnaður, en vandast málið þegar kemur að þrautunum. Allt of mikill tími fer í að leita að smáatriðum sem varla greinast þó upplausnin sé í botni og sumar þrautinar eru beinlíns bjánalegar. Meira að segja drápin verða þreytandi til lengdar og vopnin sem bætast við eru ekki til að auka á skemmtan eða legastur fyrir það að þar með er leiknum lokið. Outlaws krefst 60 MHz Pentium tölvu hið minnsta, 16 MB innra minnis, tveggja hraða geisladrifs SVGA skjákorts og 16 bita hljóðkorts.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.