Morgunblaðið - 21.06.1997, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.06.1997, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ1997 31 AÐSEIMDAR GREINAR SAMKVÆMT gam- alli íslenskri þjóðtrú eiga huldumenn eða álfar ætt sína að rekja til óhreinu barnanna hennar Evu, sem hún blygðaðist sín fyrir að sýna guði á sínum tíma og hann ákvað því að það sem honum væri meinað að sjá skyldi líka vera öðrum ósýni- legt um alla framtíð og þannig urðu huldu- menn og álfar einmitt til. í beinu framhaldi af þessu liggur beinast við að álykta sem svo að við gamlingjarnir séu óhreinu börn ríkisstjórnarinnar eða með öðrum orðum huldumenn eða álfar, sem að hennar dómi væru best geymdir í hólum eða steinum, þar sem ekkert til okkar sæist né heyrðist. En álfar eru gæddir þeirri náttúru að geta gert sig sýnilega mannfólkinu og þar með töldum ráðamönnum, þegar þá lystir eða hentar. Undanfarna mánuði höfum við „álfarnir" verið mjög sýnilegir eða áberandi svo að við höfum naum- ast haft tíma til að halda heim í hólana okkar, enda verið stanslaust í sviðsljósinu, ráðamönnum til mik- illa hrellinga og ama. Háværustu raddirnar eða herskáustu „álfarnir“ fylla hóp þann sem kallar sig AHA, þ.e. Aðgerðahóp aldraðra. Nú kynni ef til vill einhver að spyrja hvert hefði verið markmiðið með stofnun þessa baráttuhóps. Því er fljótsvarað: Til að rétta hlut okkar, krefjast endurskoðunar á jaðar- sköttum, fá leiðréttingu hróplegs ranglætis sem við höfum lengstum Á FÖSTUDAGINN var birtist í Morgunblaðinu grein sem fjallar um lítið kver sem kom út á vegum þjóð- málanefndar þjóðkirkjunnar í maí sl. Það er gott til þess að vita að einhver lesi þau rit sem þjóðkirkjan gefur út, og enn betra að einhver svari þeim og skapi þar með grund- völl fyrir umræðu um málefnin, sem síður en svo eru fullrædd þó að karlar og konur innan þjóðkirkjunn- ar hafi lagt fram álit sitt. Mátti af skrifum greinarhöfundar ráða að honum þættu nokkur atriði í kver- inu óskýr og viljum við því koma eftirfarandi á framfæri. II Fyrst ber að nefna uppbyggingu og eðli ritsins. í því koma saman sex fræðimenn sem starfa innan þjóðkirkjunnar og fjalla um sjálfs- víg út frá sinni reynslu og/eða sínu fræðasviði. Ritið er því ekki hugsað sem e.k. yfirlýsing þjóðkirkjunnar eða bindandi framsetning varðandi þessi mál, heldur er fyrst og fremst verið að varpa ljósi á viðfangsefnið og um leið reynt að hvetja til um- ræðu. Þetta eru því álit margra fræðimanna um eitt og sama efnið. í þessu samhengi skilst uppbygging ritsins. Þannig fjalla Pétur Péturs- son og Siguijón Árni Eyjólfsson (þeir höfundar sem greinarhöfund- ur vitnar mest í) um sjálfsvíg í ljósi kenninganna og gefa yfirlit um við- verið beitt og síðast en ekki síst til að fá ráðamenn til að standa við skuldbindingar sínar og loforð. Til að tala alveg tæpitungu- laust er óhætt að full- yrða að AHA hafi orð- ið til aðallega vegna aðgerðaleysis eða framtaksleysis ann- arra ónefndra sam- taka aldraðra. Við sitj- um ekki aðgerðalaus og þegjandi inni í hól- um okkar eða holum. Við erum órög við að láta í okkur heyra eða réttara sagt að heija svo kröftuglega upp raust okkar að alþjóð megi heyra, enda er ekki því að neita að við komum sumum Við sitjum ekki aðgerð- arlaus og þegjandi inni í hólum okkar eða hol- um, segir Halldór Þor- steinsson, og á þar við Aðgerðahóp aldraðra. huglitlum sálum fyrir sjónir sem vandræðafólk eða nöldurseggir. Okkur er jafnvel brugðið um ókurt- eisi og litía hógværð af ólíklegustu aðilum. í síðasta tölublaði félags- rits eldri borgara eru Páll Gíslason, Margrét H. Sigurðardóttir og Mar- grét Thoroddsen talin vera ötulust í baráttunni fyrir bættum lífskjör- um aldraðra. Að mínum dómi eru þeir Árni Björnsson læknir og Árni Brynjólfsson engu minni baráttu- menn, ef ekki ívið skelleggari en þau sem eru nafngreind í riti okkar. Við í AHA erum talin vera rót- tækt afl, að vísu ekki í venjulegum pólitískum skilningi, hins vegar mun það ekki ofmælt að við séum grasrótin, sem gott eitt vex upp af. Endrum og eins heyrast háðsk- ar úrtöluraddir manna, sem eru svo ánægðir með hlutskipti sitt eða lífs- kjör að þeir kæra sig kollótta um brýnustu réttlætismál, skopast að okkur og líta á baráttu okkar sem vonlaust brölt og tilgangslaust. Þeir mega sigla sinn sjó eða öllu heldur sín örþröngu sund fyrir okk- ur. Við höldum okkar striki og lát- um aldrei, aldrei, aldrei hugfallast né bugast. Heiðra skaltu föður þinn og móður Til forna nutu öldungar mikillar virðingar meðal gamalla menning- arþjóða bæði á Vestur- og Austur- lönum. Grikkir og Rómvetjar áttu t.d. sín öldungaráð sem voru bæði valdamikil og mikils metin. Austur- landabúar eru engir eftirbátar Vesturlandabúa í þessum efnum nema síður sé. Þeir eru jafnvel gagnrýndir fyrir að leyfa valdhöf- um að sitja alltof lengi við stjórnvöl- inn, allt fram á efstu ár eða fram í rauðan dauðann eins og t.d. Maó formann og Deng, sem er nú nýlát- inn hátt á tíræðisaldri. í bók sem heitir „Ár nýsköpunar" eða „Years of Renewal“ eftir fyrrverandi utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna og gefin verður út á næsta ári, fer H.A. Kissinger ákaflega lofsamleg- um orðum um afrek gömlu fjand- manna sinna. Hann hælir t.d. Maó formanni fyrir stjórnvisku og Deng fyrir raunsæi. Að dómi Kissingers háði hár aldur þessara þjóðarleið- toga þeim engan veginn. Hér á landi ríkja hins vegar allt önnur viðhorf til aldrarða. Eftir sjötugt eru þeir dæmdir úr leik, taldir óa- landi og óferjandi og öllum til ama og leiðinda og fimm árum síðar eru þeir meira að segja strikaðir út af póstskrá. Nú væri ef til vill ekki úr vegi að vitna í prýðilega grein eftir Sig- ríði Jóhannesdóttur, sem birtist í Mbl., ekki alls fyrir löngu. Þar ger- ir hún grein fyrir skýrslu forætis- ráðherra um þróun launa og lífs- kjara á íslandi á árunum 1990-96 og getur þess meðal annars að lyfjaverð hafi hækkað langt um- fram almennt verðlag. Orðrétt seg- ir hún á einum stað: „Illgjarnir gætu sem best látið sér koma til hugar að þeir sem standa að því- líkri aðför, (þ.e. óhóflegri verð- hækkun lyfja) hafi aldrei átt for- eldra heldur verið klónaðir (ein- ræktaðir) niðri í Garðastræti." Hvað sem því líður þá er það víst að landsmenn heiðra ekki föður sinn og móður á þessum síðustu og verstu tímum eins og var al- mennur siður hér áður fyrr. Nú vildi ég gjarnan vekja at- hygli á ágætri grein eftir skóla- bróður minn, Harald Ásgeirsson, verkfræðing, sem birtist í Mbl. þann 7. maí. í fyrsta lagi telur hann að fjármálaráðuneytið hafí brotið lög með því að skerða áunn- in lífeyrisréttindi sín. Um þetta mál hefur hann ritað ráðuneytinu þó nokkur bréf og reyndar ekki aðeins hann heldur hefur líka sjálfur um- boðsmaður Alþingis sent frá sér fjögur bréf fyrir hönd skjólstæðings síns til sama ráðuneytis. Ekkert svar, engin viðbrögð, aðeins þrúg- andi þögn. Getur þetta kallast kurt- eisi af hálfu þessara háttsettu emb- ættismanna? í öðru lagi bendir Haraldur Ás- geirsson á þá sláandi staðreynd að fjármálaráðuneytið tilnefni fjóra af átta mönnum í stjórn LSR (þ.e. Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins) að meðtöldum stjórnarformanni, þótt ráðuneytið hafi ekkert eignar- hinsvegar, sem eru einstakar at- hafnir sem maðurinn drýgir og kalla má syndir. Hjálpræðissaga Bibl- íunnar er í raun saga Guðs með mönnum þar sem hann grípur inn í þetta ferli dauðans og kallar allt líf stöðugt fram, viðheldur því og leggur að okkur mönnum að taka þátt í þessu með því að hlúa að líf- inu og þar með náunganum með honum. Kirkjan - kristið fólk - fylgir þessu kalli m.a. með því að betjast gegn öllu því ferli og þeim aðstæðum sem leiða til þeirrar endastöðvar sem sjálfsvíg er. Því hefur kirkjan reynt að bregðast við sjálfsvígum og „for-dæmt“ þau sem slík (þ.e. dæmt þau fyrirfram sem leið úr vanda) af því að þau eru Það er varhugavert að fordæma sjálfsvíg eftir á, segja Pétur Péturs- son og Sigurjón______ Árni Eyjólfsson, en alveg sjálfsagt að vara við því fyrirfram sem leið úr vanda. afneitun á lífinu. Kirkjan fordæmir hinsvegar ekki þau sem fyrirfara sér, hún berst gegn athöfninni en hafnar alls ekki einstaklingnum. Greinarhöfundur bendir réttilega á að samfélagið getur verið grimmt og aðstæður oft mjög slæmar innan þess. Því verður að sjá athöfnina í ljósi umhverfis og einstaklings. Þetta þrennt verður ekki greint í sundur. Líti maður yfir söguna m.t.t. viðhorfa kirkjunnar til sjálfs- víga á hveijum tíma kemur í ljós Umhyggja og ábyrgð gagnvart lífi Pétur Pétursson Sigurjón Árni Eyjólfsson horf kirkjunnar til sjálfsvígs í gegn- um tíðina. Pétur mest í ljósi félags- fræði og siðfræði, en Siguijón Árni í ljósi siðfræði og trúfræði. Þau Árni Pálsson, Jón Bjarman, Pétur Pétursson og Guðrún Eggertsdóttir skoða síðan sjálfsvígið frá sjónar- horni sálgæslunnar. Sigurður Páls- son ávarpar skólayfii’völd í tilefni umræðunnar, en í formála dregur Jakob Ágúst Hjálmarsson, formað- ur þjóðmálanefndar, efnið saman og að því leyti tekur þjóðmálanefnd sem slík undir það sem fram kemur í ritinu. Af þessu má ljóst vera að áherslur eru mismunandi eftir greinum. Þá bendir höfundur greinarinnar í Morgunblaðinu á það guðfræðihugtak sem menn hafa átt í hvað mestum erfiðleikum með í nútímanum, hugtakið „synd“. Áhersla hans er sú að synd er drýgð og hann bindur því syndina við athöfn. Kristinn syndaskilningur gengur aftur á móti út frá því að syndin sé ekki athöfn heldur ástand. Nú mætti spyija: Hvemig er þetta ástand? Að kristnum skilningi er maðurinn (konur sem karlar) skapaður af Guði til að lifa í samfélagi við Guð og náungann (1M 1-2). Manninum ber að rækta þetta líf og ryðja því braut í samfé- lagi sínu við náungann og Guð. Hið svokallaða syndafall (1M 3) felst einmitt í því að maðurinn hafnar þessu samfélagi og þar með Guði sem er uppspretta lífsins og velur um leið dauðann sem þá gegnum- sýrir alla tilveru hans. Kristinn syndaskilningur hafnar því einhliða áherslu á syndina sem athöfn þar sem í slíku tilfelli er einblínt á ein- kennin en ekki sjúkdóminn sjálfan, því ber að greina á milli syndarinn- ar sem ástands mannsins annars vegar og afleiðinga þess ástands Óhreinu böm ríkisstj ómarinnar Halldór Þorsteinsson hald á sjóðnum. Slíkur er yfirgang- ur og frekja þessara háu herra. Er ekki fyrir löngu orðið tímabært að hreinsa til og losa LSR við þessi aðskotadýr og yfírgangsseggi? í þriðja lagi hefur sjóðsstjórnin látið undir höfuð leggjast að ávaxta fé sjóðsins eins og henni bar þó skylda til lögum samkvæmt. Var það ef til vill gert af kurteisi, tillits- semi og nærgætni við sjóðsfélaga? Að lokum þessi athugasemd Haralds Ásgeirssonar: „Af greinar- gerðinni (þ.e. greinargerð form. LSR í Mbl 19.12. 1996, bls 62-64) má ætla að fjármálaráðuneytið hafi komist hjá því að greiða lög- boðin iðgjöld og þá getað notað fjármagn frá sjóðnum án vaxta- byrða“. Ef satt reynist er hér á ferðini ákaflega alvarlegt hneyksl- ismál sem má ekki fyrir nokkurn mun þegja í hel. Við gömlu „álfarnir" erum fyrir löngu komnir á kreik og við munum ekki linna látunum fyrr en við fáum fulltrúa okkar í Lífeyrissjóð starfs- manna ríkisins og við munum líka halda vöku okkar uns fullnaðarsig- ur er unninn í baráttumálum okk- ar. Því fer víðs fjarri að hann sé unninn með þessari smálús, sem okkur var skammtað hér um dag- inn úr „gjafmildri“ hendi ríkisvalds- ins. Nú sakar ekki að geta þess að gömlu gárungarnir hika ekki við að fullyrða að það sé ótvíræður ásetningur okkar ágætu ríkis- stjórnar að gera lífeyrisþegum lífið leitt og reyna að murka líftóruna úr þeim með því m.a. að hækka verð á lyfjum upp úr öllu valdi, láta sjúka og þar meðtalda fársjúka bíða dögum, vikum og mánuðum saman eða með öðrum orðum von úr viti eftir aðhlynningu eða aðgerð og kappkosta þannig að gera „ævi- kvöld“ þeirra eins áhyggjufullt, vonlaust og dapurt og frekast er nokkur kostur. En eitt skulu þessir háu herrar vita að við „álfarnir" verðum ekki til friðs fyrr en við endurheimtum full réttindi okkar, sem hafa verið svo freklega skert. Höfundur er skólastjóri Málaskóla Halldórs. að áherslan hefur um of legið á viljaákvörðun einstaklingsins, en ekki verið tekið nægt tillit til þeirra ytri aðstæðna sem leiða til þess að einhver tekur eigið líf. Rannsóknir hafa leitt það í ljós að langflestir sem grípa til þess örþrifaráðs sem sjálfsvígið er eru haldnir geðrænum kvillum eða þjást af alvarlegu þung- lyndi sem slævir sýn þeirra á þá jákvæðu möguleika sem kunna að finnast í stöðunni. Það er hér sem ábyrgð samfélagsins og kirkjunnar kemur inn í. Þetta er enn ein ábend- ingin um að kirkjan fordæmi þetta fólk alls ekki. Óhætt er að fullyrða að nú á dögum sé sú skoðun al- menn meðal kirkjunnar þjóna að forðast beri alla sleggjudóma í umfjöllun um sjálfsvíg og sálusorg- un sem að því lýtur. III Það er erfitt og þröngt einstigi að feta, að greina á milli þess að vera í andstöðu við sjálfsvíg sem leið út úr vanda og að fordæma ekki þann sem hefur tekið eigið líf, heldur vera til staðar sem sálusorg- ari. Engu að síður er þetta hlut- skipti kirkjunnar þjóna sem hér þurfa að vera mjög varkárir, álíka varkárir og Ódysseifur þegar hann sigldi milli Skyllu og Karybdísar. Það er varhugavert að fordæma sjálfsvíg eftir á en um leið alveg sjálfsagt að vara við því sem leið fyrirfram. Þessi viðvörun á jafnt erindi við þjóðfélagið sem einstakl- inginn og hún er einn helsti rök- stuðningurinn við það að tekin verði upp trúar- og siðfræðikennsla í grunnskólum og framhaldsskólum. Pétur er prófessor í guðfræðivið Háskóla Islands og Sigurjón Árni er héraðsprestur í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.