Morgunblaðið - 21.06.1997, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.06.1997, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ SKÓLAMÁL GREINARGERÐ 1 Iðnó - sjónarmið listamanna Menntun skal byggja á traustum grunni í VETUR hafa verið kynntar niðurstöður alþjóðlegrar saman- burðarrannsóknar á færni grunn- skólanemenda í stærðfræði og náttúrufræðigreinum og virðist staðan ekki glæsileg. Af viðbrögð- um skólamanna að dæma virðast þær hafa komið þeim í opna skjöldu. Niðurstöðurnar ættu ekki að koma á óvart, því oft hefur verið reynt að vekja athygli á minni kröfum hér en í mörgum öðrum löndum, sérstaklega í stærðfræði. Sökudólgnrinn? Nú þegar niðurstöður liggja fyr- ir, óvefengjanlegar, hefði mátt vænta að hvatt yrði til breytinga í kennsluháttum, en í stað þess hafa talsmenn kennara sagt að ekki megi draga of víðtækar álykt- anir, málið sé of flókið, best sé að fara sér hægt, skoða málin vel frá öllum hliðum, ekki leita að söku- dólg. Viðbrögðin koma að vísu ekki á óvart, þau hafa fram til þessa nægt til að kæfa umræðu um innri mál skóla. Foreldrar liggja undir ámæli vegna áhugaleysis á námi barna sinna. Staðreyndin er samt sú að áhugi foreldra, sem kynnst hafa innri starfi skólans í gegnum nám barna sinna, hefur oft verið með- höndlaður á þann veg að kennslan komi þeim ekki við, kennararnir séu sérfræðingarnir, þeir viti hvar skórinn kreppir og nemendunum sé fyrir bestu. Unglingar vilja hjálp Hvað segja svo unglingarnir sjálfir? Enginn virðist hafa veitt athygli svari þeirra við spurningu fjölmiðlamanns í vetur eftir að nið- urstaða alþjóðakönnunarinnar í stærðfræði hafði verið kynnt. Hóp- ur unglinga var spurður hver þeir teldu að ástæðan væri fyrir þessum lélega árangri í stærðfræði. Þeir sögðu að stærðfræðin væri ekki alltaf auðveld - en þegar maður skilur ekki getur enginn hjálpað manni, svör eins og af því bara hjálpuðu lítið. Svör sem þessi segja ekki aðeins ákveðna sögu um kennsluaðferðir, þau eru ákall um hjálp. Ymsir þættir geta truflað náms- feril bama þannig að námið verður þeim erfíðara þegar komið er í efri bekki grunnskóla. Sem dæmi má nefna örlagaríkan þátt sem ekki hefur mátt ræða, en fella má undir stjórnun og skipulag á kennslu. Það er vandamál sem kemur upp þegar ungar konur taka að sér kennslu bekkjardeilda og fara í barneign- arfrí fljótlega eftir að kennslan er hafín. Þegar svo áhugalitlir, oft utanaðkomandi ihlaupakennarar hafa verið fengnir að til að taka við kennslunni hafa heilar bekkjar- deildir misst af viðunandi kennslu, nánast farið á vergang. Hversu margir foreldrar hafa ekki, í gegn- um árin, gengið á fund skólastjóra og spurt hvers vegna slíkt sé látið viðgangast? Vitanlega er ekkert eðlilegra en að ungar konur eignist börn, en það væri eðlilegra bæði fyrir þær og börnin að þær tækju að sér sérkennslu eða aðstoðar- kennslu, við slíkar aðstæður. Þær leystu með því annað stórt vanda- mál sem skapast þegar mæður ungra bama forfallast frá kennslu vegna veikinda bama sinna, barn- fóstru eða þeirra sjálfra. Tíð forföll kennara geta haft mikil áhrif á námsferil nemenda. Þegar eyður verða í námi, sérstaklega þegar verið er að ná tökum á mikilvægum námsgreinum eins og stærðfræði, hafa margir nemendur aldrei náð að vinna þann missi upp, þó að skaðinn hafí ekki komið fram fyrr en síðar þegar framhaldsnámið verður þeim ofviða. Skólamál eru málefni allra Skólamál og menntun barna og unglinga em ekki aðeins mál skól- anna - þau era málefni allra. For- eldrar vilja gjarnan veita skólanum stuðning, en skólinn verður að vilja stuðninginn. Á milli skóla og for- eldra þarf að ríkja gagnkvæmt traust. Við sem höfum búið í Bandaríkjunum og starfað þar í foreldrafélögum höfum oft dáðst Væri ekki ráð að ræða við unglingana um stærðfræðinámið, spyr Margrét Þorvalds- dóttir og segir svör þeirra í vetur vera ákall um hjálp. að góðri samvinnu og gagnkvæmu trausti á milli foreldra og skóla. Kennarar þar virðast hafa skilið hið sterka afl sem foreldrar eru í baráttu - ekki aðeins fyrir betri skóla heldur einnig bættum kjörum kennara. Þessi góða samvinna þýð- ir samt ekki að þar hafi ekki verið tekist á um skólamál. Umræðan, sem oft fer fram í fjölmiðlum, hef- ur oft verið tilfinningaþrangin en ekki persónuleg, hún hefur verið opin og málefnaleg, fagleg og sjálfsrýnin. Að kunna það sem á að kenna Þegar Bandaríkjamenn fengu sitt fyrsta áfall um stöðu menntun- ar með skýrslunni „Nation at Risk“ - Þjóð í hættu - sem kom út árið 1983, var mikil umræða um stöðu skólans, kennsluhætti og kennara- menntun. Nokkur fylki höfðu gert kröfur til fólks með kennaramennt- un að það tæki hæfnis- og þekking- arpróf þegar sótt væri um kenn- arastöður. Tvö kennarasambönd deildu hart um réttmæti prófanna. Forseti annars þeirra sagði að ekki væri hægt að meta hæfni kennara til að kenna með einu prófi. For- seti hins hélt því aftur á móti fram, að ef kennarar kynnu ekki það sem þeir ættu að kenna ættu þeir ekk- ert erindi í skólastofuna. Umræðan varð jafnvel áhrifameiri eftir að skólastjóri lítils einkaskóla í Or- lando í Flórída - The Hebrew Day School - gerði könnun sem varð landsfræg. Hann valdi af handa- hófí 8 nemendur 12 ára gamla og lagði fyrir þá lestrar- og stærð- fræðiþáttinn úr þessum hæfnis- prófum og stóðust 8 af 8 lestrar- prófið og 7 af 8 stærðfræðiprófið. Aftur á móti stóðst aðeins 1 af hveijum 5 hinna háskólakennara- menntuðu prófin. Þessi óvænta niðurstaða beindi athyglinni að menntun kennara og fagþekkingu. Sökudólgurinn fundinn Umræðan um hæfni og fag- mennsku í kennslu heldur áfram. Nú, 15 áram síðar, hafa Banda- ríkjamenn, samkvæmt þessari síð- ustu alþjóðarannsókn, aðeins náð meðalárangri í náttúrafræðum en eru neðarlega í stærðfræðinni. Umbætur hafa gengið of hægt og era þeir ekki sáttir við stöðuna. En nú telja þeir sig hafa fundið sökudólginn - í kennslustofunni. í nóvemberblaði „Science News“ segir að þrátt fyrir að bandarískir kennarar og foreldrar hafi síðasta áratuginn lagt aukna áherslu á halda nemendum að námi, þeir hafi fengið meiri heimavinnu en nemendur þjóða sem stóðu sig bet- ur, hafi það ekki bætt árangurinn. Þegar í ljós hefur komið að nem- endur í löndum standa sig áber- andi betur eyða jafn miklum tíma fyrir framan sjónvarp og eru skemmri tíma í skóla þótti tíma- bært að kanna betur kennsluna sjálfa. Vísindamenn við Michigan State University sem tóku að sér rann- sóknina segja að munurinn liggi í gæðum kennslunnar. Þeir segja að bandarískir kennarar taki fyrir fleiri efnisþætti en kennarar hinna þjóðanna og að nemendur fái minni tíma til að tileinka sér námsefnið áður en nýtt efni er tekið fyrir. Bandarískir kennarar í stærðfræði og náttúrufræðum fá einnig minni kennsluþjálfun undir handleiðslu reyndari kennara en kennarar landa eins og Japan, Singapore og Ungveijalands, þar sem árangur nemenda var mun betri. Skilningur skilar árangri Kennsluaðferðir sem vora skoð- aðar í gegnum fjölmargar mynd- bandsupptökur sýna að japanskir kennarar hjálpa nemendum á kerf- isbundinn hátt að skilja stærðfræð- ina. Þeir leggja dæmin fyrir nem- endur og leiðbeina þeim síðan við að finna hina réttu aðferð til að leysa dæmið, byggða á því sem lært var í tímanum á undan. Kennsluaðferðir bandarískra kenn- ara reyndust vera gjörólíkar. Þeir kröfðust munnlegra svara frá bekknum, helst öllum í kór, leystu síðan dæmin og settu fyrir ný. Hópur stærðfræðinga, sem var fenginn til að meta uppbyggingu kennslu í stærðfræði, án þess að vita hvaða land þeir voru að meta, gaf 87 prósent bandarískra kennslustunda mjög lága einkunn. Þeir sögðu of marga efnisþætti tekna fyrir og of lítið gert til að auka skilning nemenda. Þetta er mikil gagnrýni, en já- kvæð viðbrögð kennara eru líkleg til að koma á breytingum í kennslu. Talsmaður náttúrufræðikennara segir að bandarískir foreldrar geri meiri kröfur til barna sinna en um miðlungsárangur. Rannsóknirnar leiði í ljós að nauðsynlegt sé að taka fyrir færri efnisþætti en fara í þá af meiri dýpt. Ef hér verður fallist á gera breyt- ingar á kennslu, er nauðsynlegt að kanna kennsluhætti hjá þeim þjóð- um sem náð hafa góðum árangri. Einnig þarf að ræða við unglingana okkar sjálfa og kanna viðhorf þeirra og hvað þeir vildu sjá betur gert í kennslunni til að ná betri tökum á erfiðum námsgreinum. Höfundur er blaðamaður. í FRAMHALDI af greinarskrifum þeirra Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur, borgarstjóra, og Haralds Blöndal, fyrrverandi formanns bygg- ingarnefndar Iðnó, í Morgunblaðinu að undanförnu (4.06 og 14.06) hefur stjórn Bandalags íslenskra lista- manna óskað eftir því að fá birt hér í blaðinu bréf hennar til núverandi bygginganefndar Iðnó þar sem koma fram helstu sjónarmið bandalagsins varðandi framtíðarskipan menning- arstarfsemi í húsinu. Þá eru í þessu bréfí rifjuð upp ýmis þau afskipti, sem listamenn höfðu af þessu máli á fyrstu stigum þess, og minnt á þær tillögur sem bandalagið lagði fram á sínum tíma um það hvernig listamenn hugsuðu sér rekstur lista- miðstöðvar í húsinu. Þetta bréf var sent til formanns bygginganefndar Iðnó, Þórarins Magnússonar, þann 25. mars síðastliðinn (afrit til borg- arstjóra og formanns menningar- málanefndar) eða nokkru eftir að birtist í blöðunum auglýsingar um tilboð í rekstur hússins. Fyrirsögn bréfsins er: Fyrirhuguð menningar- starfsemi í Iðnó. „Stjórn Bandalags ís- lenskra listamanna fagnar áformum borg- aryfirvalda um að ljúka endurbyggingu Iðnó með þeim hætti að hægt sé að hefja þar viðeig- andi menningarstarf- semi á allra næstu miss- erum. íslenskir lista- menn hafa frá upphafi látið sig varðveislu og endurbyggingu þessa húss sig miklu varða og hafa fjölmennustu sam- tök þeirra, þ.e. Bandal. ísl. listamanna, þar ver- ið í fararbroddi. í ljósi þess að nú hefur verið auglýst eftir tilboðum í rekstur hússins vil ég hér í örstuttu máli riíja upp afskipti stjórnar Bandalagsins af því þegar ákveðið var að varðveita Iðnó sem menningarhús og þær hugmyndir sem listamenn lögðu þá til grundvall- ar. Eftir að Leikfélag Reykjavíkur flutti í Borgarleikhúsið og óljóst var orðið til hvers ætti að nýta Iðnó hófust umræður um það meðal nokk- urra listamanna að upplagt væri að gera Iðnó að alhliða listamiðstöð. Inga Bjarnason, leikstjóri, sýndi öðr- um fremur þessu máli áhuga, og að hennar frumkvæði sendi Alþýðuleik- húsið og Tónskáldafélag íslands bréf til menntamálaráðuneytisins og borgaryfirvalda þar sem vakin var athygli á þessari hugmynd. Jafn- framt var skorað á yfirvöld að gera þetta menningarsetur að bústað lif- andi menningar að nýju áður en húsið yrði frekari niðurníðslu að bráð. Þetta var fyrri hluta árs 1991. Þrátt fyrir mikinn þrýsting af hálfu listamanna tókst ekki að koma mál- inu í höfn á þeim tíma, og tel ég að þar hafi átt nokkra sök sú stað- reynd að þáverandi borgarstjóri og þáverandi menntamálaráðherra voru hvor af sínum vængnum í pólitíkinni. Iðnómálið kom til kasta banda- lagsins í byijun nóvember 1991, og sendi þá stjórnin frá sér ályktun um málið til borgarstjóra og mennta- málaráðherra. Þann 1. febrúar 1992 ályktaði Leiklistarþing um málið og um svipað leyti birtist í dagblöðum bréf undirritað af 68 listamönnum þar sem enn einu sinni var vakin athygli á því að Iðnó væri í niðurn- íðslu og að rétt væri að endurreisa húsið og gera það aftur að bústað lifandi menningar. Eins og mörgum ætti að vera minnisstætt þá hleypti það blóði í þessa umræðu að í febrúar 1992 birtist í fjölmiðlum tilboð sem Sveinn Kristdórsson, 'oakari, hafði gert borgarstjórn um að kaupa Iðnó (með hagstæðri fyrirgreiðslu borgaryfir- valda). Hann hugsaði sér húsið und- ir veitingarekstur en jafnframt að í huga listamanna hefur það ætíð verið forsenda að varðveita og endur- byggja Iðnó, segir í bréfí BÍL, að í rekstrinum verði listflutningur og listsköpun í fyrirrúmi. listamenn ættu þar einhvern aðgang með uppákomur í tengslum við veit- ingareksturinn. Með tilboði Sveins fylgdu tillögur Ingimundar Sveins- sonar, arkitekts, að breytingum að húsinu. Tilboð Sveins olli nokkra ír- afári í fjölmiðlum og leiddi það til þess að þetta baráttumál okkar lista- manna komst loks í brennidepil. Meðal annars samþykkti Húsafrið- unarnefnd ríkisins ályktun vegna Iðnó þar sem bent var á að húsið væri friðað vegna listræns og menn- ingarsögulegs gildis. Þann 6. febrúar skrifaði ég fyrir hönd bandalagsins borgarstjóra og menntamálaráð- herra enn eitt bréfið þar sem við ítrekuðum hugmyndir okkar varð- andi rekstur listamiðstöðvar í Iðnó, og í því bréfi óskaði ég fyrir hönd samtakanna eftir_ viðræðum um framtíð hússins. Á fundi sem ég átti með borgarstjóra 18. febrúar (1992) varð að samkomulagi, að stjórn bandalagsins myndi senda borgarstjóra útfærðar tillögur um það hvernig listamenn hugsuðu sér rekstur listamiðstöðvar í Iðnóhúsinu. Stjórn bandalagsins tók til óspilltra málanna og þann 11. mars voru til- lögurnar fullbúnar og sendar beint til borgarstjóra (sjá meðf. afrit). í mínum huga er það engum vafa undirorpið, að það voru einmitt þess- ar tillögur stjórnar bandaiagsins sem höfðu á þeim tíma úrslitaáhrif á afstöðu borgaryfirvalda í þessu máli. Þá skipti einnig miklu máli að lista- menn í okkar röðum settu sig í sam- band við forystumenn þeirra verka- lýðsfélaga sem eiga stærstu hlutina í húsinu, og sannfærðu þá um ágæti þess að gera húsið að nýju að setri lifandi menningar. Af taktískum ástæðum var ákveðið að hafa ekki hátt um þessar tillögur bandalags- ins, hvorki í fjölmiðlum eða annars staðar. Engu að síður birtist um þær frétt í fréttatíma Sjónvarpsins þar sem jafnframt var í fyrsta sinn frá því sagt að til stæði við vígslu nýja ráðhússins þann 14. apríl að lýsa því yfír að borgin myndi endur- byggja Iðnó sem menningarhús og þannig eignast hlut í húsinu. Þetta gekk eftir og var Iðnómálið eins og víðfrægt er aðalefni fyrsta fundar borgarstjórnar í hinum nýju húsa- kynnum. í kjölfarið var svo skipuð byggingarnefnd sem átti að hafa umsjón með endurbyggingu hússins, og framhald málsins er mönnum kunnari en svo að þurfi að rekja hér. í hugum okkar listamanna hefur það ætíð verið forsenda þess að varð- veita og endurbyggja Iðnó að í rekstrinum verði listflutningur og llEIFHEIT z unœen SÍÐUMÚLI 4 - SÍMI 553 8775 HAFNARSTRÆTI 21 - SÍMI 551 3336
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.