Morgunblaðið - 21.06.1997, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 21.06.1997, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 1997 23 ERLEIMT Félagar Suu Kyi teknir AÐ minnsta kosti fimm nánir samstarfsmenn búrmísku andófskonunnar Aung San Suu Kyi hafa verið teknir höndum af herstjórninni í landinu. Er þeim gefið að sök að hafa smyglað myndbönd- um með ræðum Suu Kyi til útlanda. Stjórnarandstæðing- ar greindu frá þessu í gær. Að sögn þeirra varð uppnám í Ríkislaga- og regluumbótar- áði landsins (SLORC) þegar þrýstihópar erlendis fengu í hendur og nýtt sér myndband með ræðu Suu Kyi, þar sem hún andmælti þátttöku Búrma í Samtökum ríkja suð- austur Asíu. Sómalir vilja rannsókn LEIÐTOGI Sómala sem bú- settir eru á Ítalíu fór þess á leit í gær við Kofi Annan, framkvæmdastjóra Samein- uðu þjóðanna, að hann hefði forgöngu um rannsókn á meintri þátttöku ítalskra her- manna í pyntingum og nauðg- unum í Sómalíu. Asakanir á hendur ítölskum hermönnum sem tóku þátt í alþjóðlegri aðgerð frá 1992 til 1994 hafa nú þegar leitt til rannsókna af hálfu ítalskra yfirvalda og hafa yfirmenn ítalska heraf- lans sem tók þátt í aðgerðun- um í Sómalíu þegar sagt af sér embættum. Eindrægrii um forseta Indlands VARAFORSETI Indlands, Kocheril Raman Narayanan, hlaut í gær stuðning þriggja helstu stjórnmálafylkinga landsins til embættis forseta. Tryggir þetta sigur hans í kosningum, sem fara fram í næsta mánuði. Forsetaemb- ættinu á Indlandi fylgja lítil, rauveruleg völd, sem flest eru á höndum forsætisráðherr- ans. Brot úr fá- gætri Guten- bergbiblíu BROT úr fágætri Guten- bergbiblíu hafa fundist í skjalasafni kirkjunnar í bæn- um Rendsburg í Norður- Þýskalandi, að því er bæjar- blaðið Schleswig-Holstein- ische Landeszeitung, greindi frá í gær. Fundust brotin fyrir um ári síðan, en það var ekki fyrr en nýlega að sérfræðingar staðfestu að þau væru úr einni af 180 biblíum sem Jóhannes Gutenberg, upphafsmaður prentunar með lausaletri, setti og prentaði í bænum Mainz á árunum 1453-55. Vitað er um 48 aðrar Guten- bergbiblíur sem enn eru til, og að sögn blaðsins er þessi nýfundna biblía „ómetanlegt verk og elsta prentaða bók í [þýska sambandsiandinu] Slésvík-Holtsetalandi." Reuter Mótmæli í Peking LÖGREGLUMENNI Peking ræða við mótmælendur sem tóku sér í gær sæti í miðborginni andspænis höfuðstöðvum kommúnistaflokksins og ríkisstjórnarinn- ar Um 200 manns efndu til setunnar í mótmælaskyni við stefnu stjórnvalda í húsnæðismálum, sem er sögð einkennast af ósanngirni. Flestir mótmælendanna voru miðaldra og aldraðir Pekingbúar. Lögreglumenn hröktu fólkið á brott með valdi. Þetta er í fyrsta skipti sem mótmæli fara fram á þessum stað í miðborg Peking síðan námsmenn kröfðust aukinna lýðrétt- inda í júní 1989, en þau mótmæli leiddu til blóðbaðs á Torgi hins himneska friðar. fimmtu,dag til sunnudags % Loðvíðir. Birki Skógarplöntur í bakka 24 stk. 3 Runnar Frjálst val úr þessum tegundum. Síberíukvistur Japanskvistur Sunnukvistur Snækvistur Bjarkeyjarkvistur Flatsópur Iki Hansarós Birki í pottum 60 - 80 cm 5 §
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.