Morgunblaðið - 21.06.1997, Page 10

Morgunblaðið - 21.06.1997, Page 10
10 LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ - Aukinn réttur foreldra til fæðingarorlofs HINN 20. maí síðastliðinn tóku gildi breytingar á lögum um fæð- ingarorlof. Helstu breytingar eru þær að fæðingarorlof vegna ættleidds barns yngra en 5 ára lengist í sex mánuði úr fimm. Fæðingarorlof við fjölburafæðingar lengist um 3 mánuði fyrir hvert barn umfram eitt. Þannig fær tvíburamóðir 9 mánaða orlof og þríburamóðir 12 mánuði. Sama regla gildir um for- eldra sem ættleiða fleiri börn en eitt í einu undir fimm ára aldri. Þurfi barn að dvelja á sjúkra- húsi lengur en 7 daga í beinu fram- haldi af fæðingu eru greiðslur í fæðingarorlofi framlengdar sem nemur þeim dagafjölda sem barnið er á sjúkrahúsi fyrir fyrstu heim- komu. Hámarksframlenging orlofs af þessum orsökum er 4 mánuðir. Einnig er nú heimilt að fram- lengja fæðingarorlof um allt að 3 mánuði í stað eins ef barn veikist alvarlega. Ef móðir veikist alvar- lega er gert ráð fyrir að greiðslur geti framlengst um allt að 2 mán- uði. Allar breytingar um framleng- ingu, nema breytingin um leng- ingu fæðingarorlofs vegna töku barna í varanlegt fóstur, eru aftur- virkar og ná til foreldra sem voru með greiðslur í fæðingarorlofi 1. janúar síðastliðinn. Andlát ÞORSTEINN SIGURÐSSON ÞORSTEINN Sigurðs- son frá Melstað, einnig kenndur við Blátind, í Vestmannaeyjum lést á Hraunbúðum, dvalar- heimili aldraðra í Eyj- um 19. júní sl. Þor- steinn fæddist í Vest- mannaeyjum 14. nóv- ember 1913. Foreldrar hans voru Sigrún Jóns- dóttir og Sigurður Her- mannsson. Þorsteinn nam húsasmíði og varð meistari í greininni en fljótlega snerist hugur hans til fiskvinnslu og útgerðar og á þeim vettvangi varð hans aðalævistarf. Þorsteinn var einn og frumkvöðlum og forystu- mönnum í atvinnulífi í Vestmanna- eyjum um áratuga skeið. Hann var einn af stofnendum Fiskiðjunnar og gegndi þar forstjórastarfi um árabil. Þá var hann einnig forstjóri Fiskimjölsverksmiðjunnar í Vest- mannaeyjum og undir hans stjóm varð miki! uppsveifla hjá fyrirtæk- inu og það endurbyggt að mestu. Auk afskipta af útgerð í gegnum Fiskiðjuna rak Þorsteinn eigin út- gerð og voru Ófeigar VE lengst af i hans eigu. Þorsteinn hafði um hríð afskipti af bæjarmálum og sat í bæjarstjórn Vestmannaeyja eitt kjörtímabil fyr- ir Sjálfstæðisflokkinn. Þá sat hann lengi í skólanefnd Stýrimannaskól- ans sem fulltrúi Útvegsbændafé- lags Vestmannaeyja. Þorsteinn gerðist fé- lagi í Akóges skömmu eftir stofnun félagsins og einnig var hann virkur í starfi Rotary- klúbbs Vestmanna- eyja lengi. Þorsteinn var á yngri árum fimur bjargveiðimaður og kleif ásamt félaga sín- um Þrídranga fyrstur manna. Þorsteinn spilaði lengi með Lúðrasveit Vestmannaeyja og söng einnig með Vestmannakórn- um. Síðari ár beindi Þorsteinn kröft- um sínum að umhverfismálum í Eyjum og beitti sér m.a. fyrir merk- ingu örnefna í Vestmannaeyjum. Þorsteinn ólst upp á Melstað í Eyjum en lengst af bjó hann á Blá- tindi, fyrst við Heimagötu en það hús eyðilagðist í eldgosinu 1973 og standa leifar þess út úr hraunkant- inum og hafa verið sýndar ferða- mönnum sem dæmi um eyðilegg- ingarmátt hraunsins. Eftir gosið byggði Þorsteinn hús við Illugagötu sem nefnt var Blátindur. Síðustu æviárin dvaldi Þorsteinn á Hraun- búðum, dvalarheimili aldraðra i Eyjum. Eftirlifandi eiginkona Þorsteins er Anna Jónsdóttir og dætur þeirra tvær eru Stefanía og Sigrún. HijHHIHMKfllB Nýkomnar á söluskrá meðal annarra eigna: Gott verð - bílskúr - frábært útsýni Suðuríbúð 3ja herb. á 1. hæð 83 fm í vesturenda á vinsælum stað við Ugluhóla. Rúmgóðar sólsvalir. Geymsla í kjallara. Bílskúr 21,7 fm. Laus eftir samkomulagi. Eins og ný - útborgun kr. 800 þús. Suðuríbúð 3ja herb. á 3. hæð 82,8 fm á vinsælum stað í Seláshverfi. 40 ára byggingasjóðslán kr. 2,5 millj. Útsýni. Nánar á skrifstofunni. Með góðu vinnuplássi - lækkað verð Stór, sólrík 4ra herb. íb. á 2. hæð við Kirkjuteig, 117,9 fm. Nýtt gler o.fl. Stórar stofur. Góður bílskúr/vinnupláss um 40 fm. Ræktuð lóð. Á góðum kjörum 2ja herb. endurnýjaðar íbúðir m.a. við Kleppsveg og Hjallaveg. Vinsamlegast leitið nánari upplýsinga. Einbýlishús við Hrauntungu, Kóp. Steinhús með góðri íb. á hæð og geymslu og föndurherb. í kjallara. Stór og góður bílskúr. Ræktuð lóð með heitum potti. Vmsæll staður. í nágrenni Hvassaleitisskóla Læknir, nýkominn til landsins, óskar eftir góðu húsnæði (einbýli, raðhús, sérhæð) í nágrenni Hvassaleitisskóla. Miklar og góðar greiðslur fyrir rétta eign. • • • Opið í dag kl. 10-14. Þurfum að útvega íbúðarhúsnæði af flestum ________________________________ stærðum og gerðum. LAUGAVEG118 S. 5521150 - 5521370 ALMENNA FASTEIGNASALAN FRÉTTIR Morgunblaðið/Arnaldur JON Asbjörnsson bauð gestum sínum upp á saltfisk, sem var þeginn með þökkum enda afar ljúffengur. Átak í sölu saltfisks til Katalóníu Unnu ferð til íslands í happdrætti SÍÐASTLIÐNA viku hafa verið stödd hér á landi þrenn hjón frá Barcelona, en þau unnu ferð tii íslands í happdrætti sem íslensk- ir saltfiskútflytjendur efndu til í tengslum við söluátak á íslensk- um saltfiski í Katalóníu. Þetta er fyrsta ferð þeirra til Islands og voru þau afar ánægð með hana. Fyrirtækin sem standa að markaðsátakinu eru Jón As- björnsson hf., Marex ehf., og B. Benediktsson ehf. Auglýsinga- herferðin hófst sl. haust og stendur enn. Bjarni Benediktsson fiskútflytjandi sagði að hún hefði tekist mjög vel. Það væri mikil- vægt að rækta markaðinn í Ka- talóníu, sem væri mikilvægasti saltfiskmarkaður íslendinga og þetta söluátak væri liður í þvi. í tengslum við markaðsátakið var efnt til happdrættis meðal útvatnaranna, þ.e. saltfisksmá- salanna, en þeir leika lykilhlut- verk við sölu á saltfiski á Spáni. Flest þessara fyrirtækja eru fjöl- skyldufyrirtæki og unnu þrenn hjón ferð til íslands. Þau hafa dvalist hér í viku og voru afar ánægð með ferðina. Þau ferðuð- ust um Suðurland og skoðuðu m.a. saltfiskvinnslur í Grindavík og hjá Jóni Ásbjörnssyni í Reykjavík. Þau sögðu að náttúra Islands hefði komið sér á óvart og sögðust hafa heillast af stöð- um eins og Jökulsárlóni, sem væri stórkostlegt náttúrufyrir- bæri. Fjölbreytileiki íslenskrar náttúru væri mikill. Spánverjarnir voru ánægðir með samstarfið við íslendinga. Þeir kváðust fá mikla aðstoð frá heildsöiunum við að selja salt- fiskinn, en það sem skipti megin- máli væru gæði íslenska salt- fisksins. Barcelonabúar legðu mikla áherslu á að fá hvítan há- gæðafisk. Besta hráefnið væri línufiskur. Þeir fengju ekki nægilega mikið af honum og það hefði áhrif á söluna. Sigurður Haraldsson, fram- kvæmdastjóri Marex, sagðist ekki vera undrandi á að heyra þessa umkvörtun. Það væri mikið saltað á Islandi í dag, en vanda- málið væri að fá nægilega gott hráefni fyrir Katalóníumarkað- inn. Þar væru gerðar miklar kröfur um gæðin og islenskir útflytjendur ættu í erfiðleikum með að sinna þessum verðmæta markaði. Byrjunarlaun hjúkrunarfræðinga hærri en hjá læknakandídötum Samanburðurinn gefur ekki rétta mynd FRIÐRIK Sophusson, fjármálaráð- herra, segir samanburð á kjörum hjúkrunarfræðinga og læknakandí- data ekki marktækan þar sem kjaraviðræðum við lækna sé enn ólokið. Fram kom í Morgunblaðinu á þriðjudag, að byijunarlaun lækna- kandídata eru um 11 þúsund krón- um lægri en byrjunarlaun hjúkrun- arfræðinga samkvæmt nýjum kjarasamningi. Friðrik Sophusson segir laun svo- kallaðra „kvennastétta" hjá rikinu hafa hækkað nokkuð umfram önnur laun á undanförnum árum. Nám hjúkrunarfræðinga hafi lengst og til þess sé tekið tillit í launakjörum stéttarinnar. Ráðherra segir það ógerning að bera saman bytjunarlaun ólíkra stétta með þessum hætti þar sem líta beri til samsetningar launanna í heild. „Enn er ósamið við sjúkra- húslækna og því er ekki hægt að gera neinn eðlilegan samanburð á launum hjúkrunarfræðinga og lækna fyrr en samið hefur verið. Viðræður eru hafnar og vonandi kemur til með að nást samkomulag sem allra fyrst,“ segir ráðherra. Hann bendir jafnframt á að séu heildarlaun lækna borin saman við heildarlaun hjúkrunarfræðinga megi gera ráð fyrir að læknarnir hafi talsvert hærri laun, en að sam- setning launanna sé önnur. I I I I I I í ( I I 1 \ [ \ I Sótt um lóð í Reykjanesbæ fyrir búddamusteri Vilja reisa þar stærsta búddamusteri í Evrópu SAMTÖK búddista hafa sótt um byggingarlóð í Reykjanesbæ og hafa þeir farið fram á flýtimeðferð við mat á umsókninni. Umrædd lóð er 5 þúsund fermetrar á homi Reykjanes- brautar og Njarðvíkurvegar og vill söfnuðurinn reisa þar stærsta búdda- musteri í Evrópu. Tómas Boomc- hang, sem skrifaði undir umsóknina, segir að heildarkostnaður við bygg- inguna verði um 100 miiljónir króna. Ellert Eiríksson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir að bæjarstjórnin sé velviljuð umsókninni. í Reykja- nesbæ sé fjöldinn allur af trúfélögum o g búddistar séu þar velkomnir einn- ig. Umsóknin barst síðdegis á mánu- dag og segir Ellert að hún eigi eftir að fá alla faglega umfjöllun. Ekki sé gert ráð fyrir kirkjum eða bygg- ingum undir trúarstarfsemi á um- ræddri lóð samkvæmt skipulagi. Málið þurfi því að fá umfjöllun hjá skipulagsyfirvöldum. 1 umsókninni segir að stefnt sé að því að hefja framkvæmdir við bygginguna í ágúst næstkomandi. Prinsessan leggur hornsteininn Tómas Boomchang sagði að ástæða þess að farið væri fram á flýtimeðferð væri sú að von væri á prinsessunni í Tælandi í ágúst og ætlaði hún að leggja hornstein að I byggingunni. Einnig væri nauðsyn- | legt að ýta málinu úr vör strax því i ef frekari dráttur yrði á því væri hætta á að stórir kostendur í Tæ- landi drægju stuðning sinn til baka og vildu fremur að musterið risi í Noregi. Tómas sagði að full eining væri um að reisa musterið í Reykja- nesbæ innan safnaðarins á íslandi. Ástæðan fyrir því að menn vildu ekki byggja musterið á Akranesi, þar sem söfnuðinum hefði verið út- I hlutað lóð, væri sú að þar væri ekki i tælenskt fólk að finna. Reykjanes- bær væri hins vegar ákjósanlegur fyrir musterið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.