Morgunblaðið - 29.07.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 29.07.1995, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens ElHhH/BŒNTiMA | l/£7£>/4 FIU60EIH5, ^ þÖ.PABBt? 1 ' EF pU BíZTHOöO) , MUN6FA£>0^ / Grettir Tommi og Jenni Ljóska Ferdinand IT SAVS HERE THAT BIRD5 HAVE LAR6ER BRAINS THAN FISH.. THAT SHOULD MAKE VOU FEEL GOOD.. NOU) YOU KNOU) VOU'RE SMARTER THAN A FISH.. I mi HOUU ARE YOU AT THINKING UNDER U)ATER? Það stendur hér að fuglar hafí stærri heila en fískar. Það ætti að gera þig ánægðan. Nú veistu að þú ert snjallari en fískur. Hvemig fínnst þér að hugsa ofan í vatni? BREF HL BLAÐSINS Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Simbréf 569 1329 Fátæklegur kennsluárangur Frá Sveini Krístinssyni: í KENNARAVERKFALLINU í vor fékk undirritaður þá einkennilegu hugmynd í spumarformi, hvað mundi gerast, ef verkfallinu lyki aldrei og kennsla, í svipuðu formi og áður, hæfíst aldrei að nýju? Hvað mundi gerast, ef kennsla legðist niður um gjörvalla jörð.? Flestir yrðu líklega fljótir að svara því til, að svartnætti þekking- arleysis mundi leggjast yfír jörðina, auk þess sem ólíft yrði á atvinnu- leysisbótum vegna ásóknar at- vinnulausra kennara. — Hið síðast- talda gæti eflaust valdið æmum vanda. En um þekkingarleysis- svartnættið langar mig til að fara nokkmm frekari orðum. Mér hefur ávallt skilist, að skil- yrði þess, að maður geti sagt öðram til vegar með sæmilegum árangri, sé að maður viti nokkum veginn sjálfur, hvert stefna ber. En í því sambandi mætti spyija: Er ástand- ið í heimsmálum þannig nú til dags, að telja megi öraggt, að við séum á réttri braut, hvað þekkingu, upp- lýsingaöflun og upplýsingamiðlun varðar? Ófriðarbál loga víða um heim. Tillitsleysi gagnvart náunganum er i algleymingi. Konum, bömum og sjúku fólki er ekki þyrmt. Fólk er brennt til bana, skotið, höggvið í spað eða svelt í hel, gjaman án nnarra saka en „rangs“ þjóðernis. „Þjóðernishreinsun" er tískuorð. Líklega afturgengið tískuorð. Ég man ekki betur en reynt væri að telja manni trú um í gamla daga, að það hefði farið í gröfína með Adolf heitnum Hitler. En nú nota flestir fréttamiðlar þetta orð hikstalaust, rétt eins og þeir væra næsta sáttir við þá hugsun, sem að baki þvi býr, svo sem eins og um væri að ræða fatahreinsun, til dæmis. - Ekki verður séð, að sú menntunarbraut, sem mannkynið nú fetar, dragi úr hneigð manna eða þjóða til að beita drápstækjum gegn náunganum, ef þeim býður svo við að horfa. Drápstækin era líka að verða æ „fullkomnari". Kennarar hafa ekki látið deigan síga við að innprenta nemendum sínum þá tækniþekk- ingu, sem til þess þarf að ná sem bestum árangri með slíkum tækj- um. - Mörg þessi tæki má raunar einnig nota til nytsamlegra verka. En mannkynið stendur einfaldlega ennþá á því menningarstigi, að slík „tvíeggjuð“ tæki i höndum þess era eins og beittur rýtingur eða hlaðin byssa í höndum óvita bams, og þó að sjálfsögðu mun skaðvænlegri, ef rangt er beitt. Ég segi ennþá, því vonina meg- um við helst ekki missa. Von um að á endanum verði sú regla virt um gjörvalla jörð, að eigi skuli kvelja né myrða náungann, hversu fjarskyldur sem hann sýnist vera, jafnvel þótt skipun um slíkt komi frá „hærri stöðum.“ Ég álít að hver einstaklingur sé svo skapaður, að slík réttlætisvit- und sé honum meðfædd. Vandinn sé sá að halda henni óspjallaðri í heimsins volki. - Það er eflaust vel hugsað að láta fulltíða menn veita þeim yngri kerfísbundna fræðslu. En er hugsanlegt, að eitthvað af náttúrlegum, góðum kenndum nemendanna skolist burt í leiðinni? I öllu falli er árangurinn af kennslu- starfí fortíðar ekki uppörvandi, sé á heildina litið. - Kannski ættum við að gefa eftirkomendum okkar kost á að fara á mis við eitthvað af þeirri „þekkingu", sem leitt hef- ur til þess hörmungarástands, sem nú ríkir víða um heim? SVEINN KRISTINSSON, Þórufelli 16, Reykjavík. Breyting á eignaskatt- lagningu bifreiða Frá Fríðriki Sophussyni: ÉG ÞAKKA Jóhanni F. Guð- mundssyni fyrir bréf til mín í Morgunblaðinu þann 26. júlí sl. í bréfínu bendir Jóhann réttilega á að við álagningu eignaskatts sé ekki tekið tillit til afskrifta bifreiða heldur sé ávallt miðað við kaup- verð óháð því hvenær bíllinn er keyptur. Jóhann bendir á að hugsanlegt sé að setja á laggimar nefnd m.a. með aðild formanna Bílgreinasam- bandsins og Félags íslenskra bif- reiðaeigenda til að skoða ágalla núverandi kerfís og leggja fram tillögur til breytinga. Ég hef átt náið og gott samráð við bæði þessi félög og breyting á þessu er einmitt eitt þeirra verk- efna sem sett hafa verið í starfs- áætlun ráðuneytisins. Eins og ég hef rakið áður var reglum um afskriftir bifreiða breytt árið 1979 þannig að þær vora afnumdar en þess í stað var miðað við kaupverð. Ástæðan var sú að á verðbólgutímum væri eðli- legt að sleppa afskriftum og aðlög- un að markaðsverði en nota í stað- inn kaupverð bifreiða sem eigna- skattsstofn. Nú þegar verðbólgu- tímabilið er að baki er rétt að endurskoða þessa reglu. Þess vegna verður á Alþingi lögð fram tillaga til breytingar á fyrirkomulagi við eignaskattlagn- ingu bifreiða. FRIÐRIK SOPHUSSON, fjármálaráðherra. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.