Morgunblaðið - 29.07.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.07.1995, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ f FRÉTTIR Rússneskir ráðamenn ræða valdbeitingu í Smugunni Segja að samráð verði haft við Norðmenn VLADÍMÍR Korelskíj, sjávarút- vegsráðherra Rússlands, flutti ávarp á úthafsveiðiráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna í New York á miðvikudag. Hann lagði þar þunga áherslu á að greinar 13 og 14 í samkomulagsdrögunum um rétt strandríkja til að stjóma veiðum á hafsvæðum sem að öllu eða nokkru leyti eru umlukin lögsögu þeirra yrðu samþykktar, ella gæti farið svo að málin yrðu leyst með valdi. Fréttamaður norska ríkisút- varpsins, sem ræddi við rússneska sjávarútvegsráðherrann, hafði eft- ir honum að Rússar myndu ef til vill beita valdi í Smugunni. „Svo gæti farið að Rússar tækju íslensk skip í Smugunni ef ráðstefna SÞ um úthafsveiðar fínnur ekki lausn á fískveiðideilunum. Við munum eiga samráð við Norðmenn áður en til slíkra aðgerða verður grip- ið,“ sagði Korelskíj. Káre Eltervaag, talsmaður norska utanríkisráðuneytisins, sagði í samtali við Morgunblaðið að stefna Norðmanna væri sú að tjá sig ekkert um þessi mál fyrr en ráðstefnunni í New York lyki. Hann vísaði því algerlega á bug að rætt hefði verið um samráð við Rússa um töku íslenskra skipa í Smugunni. Heimildarmenn í Noregi benda á að orð Korelskíj um samráð við Norðmenn áður en íslensk skip verði tekin geri hótun hans létt- væga. Ljóst sé að Norðmenn muni aldrei samþykkja slíkar aðgerðir nema þeir telji sig hafa óskoraðan rétt til þeirra samkvæmt alþjóða- samningum. Ekki stefnubreyting Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra sagðist ekki telja að um væri að ræða neina raunverulega stefnubreytingu hjá Rússum. „En ég tel að rússnesk stjórnvöld ættu að ganga til samninga um þessi mál en ekki skýla sér stöðugt á bak við neikvæða afstöðu Norð- manna.“ Ráðherrann sagði að stríðshótanir yrðu málinu ekki til framdráttar. „Það er alkunnugt að þetta vandamál skiptir Rússa afar miklu máli,“ sagði Korelskíj í ávarpi sínu. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn verð ég að segja að verði þessar greinar, með viðeigandi orðalagi, ekki teknar með getum við ekki ímyndað okkur að við samþykkjum samninginn i heild sinni. Að sjálfsögðu væri hægt að leysa deilurnar um verndun veiði- stofna á umræddum hafsvæðum með öðrum aðferðum. Ég á við að strandríki, eitt eða fleiri, grípi einhliða til bráðabirgðaaðgerða og noti herskip verði það nauðsyn- legt. Herra formaður, ég nefni ekki fordæmi fyrir slíku, þau eru mörg og þeir sem hér eru staddir þekkja þau vel.“ Réttur til að fara um borð I grein 14, sem Korelskíj lagði mesta áherslu á, er rætt um rétt ríkis sem á lögsögu er umlykur alþjóðlegt hafsvæði til að fara um borð og kanna hvort veiðiskip á svæðinu noti ólögleg veiðarfæri eða brjóti með öðrum hætti samn- inga um veiðar á úthöfum. Komið hefur til blóðugra átaka vegna fiskveiða á Okhotsk-hafi sem er rússneskt innhaf við Kyrrahaf. Grein 13 fjallar um sömu réttindi á svonefndum hálfluktum svæð- um, sem tvö eða fleiri ríki eiga lögsögu að, eins og í Smugunni. Er Morgunblaðið ræddi við full- trúa rússnesku sendinefndarinar á ráðstefnunni í New York kom fram að þeir teldu Rússa tala máli strandríkja. Góðar horfur væi;u á því að áðurnefndar greinar yrðu samþykktar en engu væri þó hægt að slá föstu um það ennþá. Morgunblaðið/Gústaf Gústafsson SKIPBROTSMAÐURINN á Valborgu kom til Patreksfjarðar um tvö í fyrrinótt. Fórísjóinn er trillan sökk SKIPVERJINN á Valborgu BA- 130, sem sökk 17 sjómílur vestur af Blakki, lenti í sjónum en náði að losa björgunarbátinn í þann mund sem trillan sökk. Að sögn Guðmundar Einarssonar, sem bjargaði honum um borð í Hafliða BA, var maðurinn orðinn kaldur. „Ég var að færa mig til milli veiðisvæða og sá þá neyðarsól á lofti. Ég kallaði strax í talstöðina og spurði hvort fleiri hefðu séð ljós- ið og jók síðan hraðann nær þessu. Það var mjög erfitt að gera sér grein fyrir hvað væri langt í þetta. Þegar ég var búinn að sigla í 10 mínútur kom ég að björgunarbát og við hliðina var sokkinn bátur. Maðurinn var kominn í björgunar- bátinn. Vel gekk að ná honum um borð,“ sagði Guðmundur. Lítill fyrirvari Valborg mun hafa sokkið með litlum fyrirvara. Gúmbáturinn féll á manninn og lenti hann í sjónum. Hann þurfti síðan að bíða í sjónum dálitla stund meðan báturinn var að fljóta upp. Talið er að hann hafi verið í gúmbátnum í um 15 mínút- ur áður en Guðmundur á Hafliða bjargaði honum. Valborg er önnur trillan sem ferst vestur af Blakki á skömmum tíma, en Hilmir BA-48 fórst þar á þriðju- dag. Þá varð einnig mannbjörg. Talið er að ofhleðsla hafí átt þátt í því slysi. Borgarstjóri, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrirskipaði endurskoðun á vali listaverka í Höfða Umhverfi leiðtoga- fundarins breytt HIN heimsfræga mynd sem gefin var út að loknum leiðtogafundinum í október 1986. Málverkið af Bjarna Benediktssyni er á veggnum fyrir aftan þjóðarleiðtogana, en það hefur nú verið fjar- lægt úr Höfða og sett í geymslu. ENDURSKOÐUN fór fram á lista- verkum í Höfða í vor. Gunnar Kvaran, forstöðumaður Kjarvals- staða, segir að markmiðið með breytingunum hafí verið að birta gestum yfirlit yfír íslenska mynd- list. Gestir hafa veitt því athygli að málverk af Bjarna Benediktssyni, fyrrverandi borgarstjóra og ráð- herra, var tekið niður við breyting- una. Málverkið var mitt á milli Reagans og Gorbatsjovs á opin- berri ljósmynd frá fundi leiðtog- anna í Höfða árið 1986. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, segir enga sérstaka ástæðu liggja að baki því af fjarlægja myndina, annað en henni hafi kannski ekki fundist ástæða til að hafa mynd af Bjarna einum borgarstjóra í Höfða. Gunnar Kvaran sagði að lista- verkaeign borgarinnar væri geymd á Kjarvalsstöðum og í hinum ýmsu stofnunum borgarinnar. Listaverk- um væri svo skipt út í stærri stofn- anirnar við og við. „Eftir að borg- aryfírvöld óskuðu eftir að breytt yrði til á veggjum Höfða gerði starfsfólk Kjarvalsstaða tillögu að nýrri upphengingu. Hugmyndin byggðist upp á verkum eftir frum- kvöðla á þorð við Jón Stefánsson, Kjarval, Ásgrím Jónsson og Krist- ínu Jónsdóttur. Síðan eru myndir eftir listamenn frá fjórða áratugn- um eins og Finn Jónsson, Jón Bri- em og Svavar Guðnason og uppi á lofti er sérstakt herbergi með verkum eftir abstrakt listamennina með sérstakri áherslu á Septem hópinn. í langa borðsalnum er svo lítið úrval af verkum eftir íslenska samtímalistamenn. Ég nefni verk eftir Helga Þorgils Friðjónsson, Rúrí, Kristján Guðmundsson og Erró,“ sagði Gunnar. Fyrir höfðu verið í Höfða töluvert mörg verk eftir nokkra frumkvöðla í íslenskri myndlist og nokkur verk Erró. Ekki lykilmynd í listasögunni Nokkur verkanna fengu að vera áfram í Höfða en Gunnar sagði að ekki hefði verið talin ástæða 'til að halda myndinni af Bjarna Benediktssyni. „Okkar forsendur voru hvorki pólitískar eða aðrar en að stilla upp úrvali úr íslenskri listasögu og myndin af Bjarna hefur auðvitað fyrst og fremst gildi sem mynd af þessum merka stjórn- málaleiðtoga en ekki sem lykil- mynd í íslenskri iistasögu," sagði Gunnar. Hann sagði að fram hefði komið - það sjónarmið að friða ætti her- bergið til minningar um leiðtoga- fundinn. „Stóra spurningin er auð- vitað hvort við eigum að frysta herbergið eingöngu vegna fundar- ins eða gera honum skil á annan hátt. Mín persónulega skoðun er að skynsamlegra væri að gera við- burðinum skil í bókarformi, á myndbandi eða með einhveijum hætti, annars staðar í húsinu. Sú hugmynd kom einmitt upp að uppi á lofti yrði sérstakt herbergi inn- réttað til minningar um fundinn," sagði Gunnar. Hann bætti því við að þó fundurinn hefði auðvitað verið merkilegur fyndist sér ekki að hann ætti að vera megininntak- ið í Höfða. Fyrst og síðast væri húsið auðvitað móttökuhús borgar- stjóra og borgaryfirvalda í Reykja- vík. Konumynd eftir Gunnlaug Blöndal hefur verið hengd upp í stað myndarinnar af Bjarna Bene- diktssyni. Ingibjörg Sólrún sagðist hafa látið endurskoða myndavalið því myndirnar hefðu hangið lengi í Höfða og ástæða hefði verið til að breyta aðeins til. „Síðan fannst mér ástæða til að koma verkum yngri listamanna upp á vegg þarna ásamt með eldri meisturum. Því bað ég forstöðumann Kjarvals- staða að koma með tillögur um nýja upphengingu, sem og hann gerði, og þetta er s.s. niðurstaðan. Að vísu er talsvert að verkum núna þarna uppi til bráðabirgða því ýmislegt sem ákveðið hafði verið að hengja upp er núna á yfirlitssýningu úr listaverkasafni borgarinnar á Kjarvalsstöðum," sagði hún. Engin sérstök ástæða til að myndin yrði áfram Ingibjörg Sólrún sagði að í sjálfu sér væri engin sérstök ástæða fyrir því að myndin af Bjarna Benediktssyni var tekin niður. „Annað en að mér fannst svosem kannski engin ástæða fyr- ir því að mynd af honum, einum borgarstjóra, væri þarna uppi á vegg í Höfða og ég veit svo sem ekki hvaða rök voru fyrir því að aðeins væri mynd af Bjarna Ben., sem borgarstjóra, þarna uppi á vegg. En eins og ég segi fannst mér engin sérstök ástæða til að myndin yrði áfram og spáði ekk- ert sérstaklega í hvort hann ætti að vera þarna eða ekki. Myndin var einfaldlega eitt af því sem fór við endurskoðunina.“ Ansi margt úr sér gengið Ingibjörg Sólrún sagði erfitt að halda herberginu þar sem myndin af leiðtogunum var tekin eins og það var árið 1986. „... því Höfði er nú einu sinni móttökuhús borg- arinnar og það kann vel að vera að innan tíðar þurfi að gera því ýmislegt til góða. Ansi margt er þarna orðið úr sér gengið, af hús- gögnum, gardínum, og öðru slíku, og því er ekki hægt að hafa það alltaf eins og það var 1986. En mér finnst ástæða til að vera með litla sýningu um fundinn, jafnvel uppi á efri hæð, og sú hugmynd hefur verið rædd án þess að búið sé að forma það.“ I » I » » I: » » I í i Í V, ♦ c i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.