Morgunblaðið - 29.07.1995, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 29.07.1995, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐW, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SlMI 569 1100, SÍMBRÉF 560 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Fistölvu stolið frá lögmanni Semur við þjófana LÖGMAÐUR í Reykjavík stendur nú fyrir milligöngu manns með sambönd í undirheimunum í samn- ingaviðræðum við þjófa, sem stálu fistölvu hans með öllum vinnugögn- um, um að tölvunni verði skilað gegn gjaldi. Tölvunni var stolið aðfaranótt þriðjudags þar sem hún var í skjala- tösku í bíl við heimili lögmannsins. Rúða var brotin í bílnum og taskan tekin. Gögn úr töskunni fundust í nálægum garði en tölvan var horfin. Á harða diskinum voru flest vinnugögn lögmannsins, sem ekki átti afrit af þeim. „Sem lögmaður hef ég haft sam- ' ökipti við ýmsa sem tengjast þess- um undirheimum. Eg setti mig í samband við gamlan skjólstæðing sem tók að sér að reyna að hafa uppi á tölvunni," sagði lögmaðurinn í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann sagi að samband væri kom- ið á við þjófana og stæðu yfir við- ræður um hugsanlegt kaupverð. Lögmaðurinn vildi því ekki veita neinar upplýsingar um það hvaða fjárhæð hann væri tilbúinn að greiða fyrir tölvuna. Morgunblaðið/Alfons —-,, Ygai - V . m \:V yw } i -; jjjiifflfgB; Siglingamálastofnun fellst á hugmyndir um takmarkað farsvið Samkomulag um loka- frágang vfldngaskipsins NIÐURSTAÐA liggur fyrir um hvernig lokafrágangi víkingaskips Gunnars Marels Eggertssonar verð- iir háttað. Smíði skipsins verður lok- * ið í samræmi við kröfur Siglinga- málastofnunar varðandi styrkingar, miðað við skert fararleyfi með far- þega eins og Gunnar sótti um. Siglingamálastofnun hefur jafn- framt fallist á tillögu um ítð farleyfi sem er takmarkað við ákveðin svæði, tiltekinn árstíma og fjölda farþega. Stefnt er að því að smíði skipsins ljúki í haust. Sáttur við niðurstöðuna „Ég er sáttur við niðurstöðuna," sagði Gunnar Marel i samtali við Morgunblaðið í gær. „Ég reikna með að byija aftur að smíða af fullum krafti eftir helgi.“ Smíðinni var sleg- . .ifl á frest í sumar meðan ekki var " yóst hveijar lyktir málsins yrðu. Gunnar kvaðst vera þakklátur bæði samgönguráðuneytinu og Siglinga- málastofnun fyrir góðan vilja til að leysa þetta mál. Hann nefndi sér- Morgunblaðið/Ámi Sæberg staklega í því sambandi Benedikt E. Guðmundsson, siglingamála- stjóra, Pál Hjartarson, aðstoðarsigl- ingamálastjóra, og Ólaf Aðalsteins- son, fulltrúa á tæknideild. Gunnar stefnir að því að koma skipinu á flot um miðjan september. Töluverð vinna er eftir við bol skips- ins og ýmsan frágang. Rá og reiði koma frá Noregi. Þar er verið að sauma 130 fermetra segl fyrir skip- ið. íslenska víkingaskipið er eftirlík- ing Gauksstaðaskipsins, en talið mun sterkbyggðara en systurskip þess Gaia. Siglingamálastofnun hefur lýst þvi yfir að hún geti fallist í höfuðatriðum á þau siglingasvæði sem sótt hefur verið um leyfi fýrir og fjölda far- þega, en frá því verður endanlega gengið þegar smíði skipsins er lokið með tilheyrandi búnaði. Skv. heimild- um blaðsins er reiknað með að leyfi fáist til siglinga með 40 farþega og allt að 10 manna áhöfn. Gert er ráð fyrir að haffærisskírteini gildi frá 1. maí til 30. september ár hvert. Tiltekin siglingasvæði í tillögum að fararleyfi er miðað við siglingasvæði með farþega á Sundunum við Reykjavík innan línu frá Keilisnesi í 6 baujuna út af Gróttu og í Dægru við Akrafjall. Einnig innan Hríseyjar á Eyjafirði, milli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar á Austurlandi og innan tveggja mílna frá Heimaey í Vestmannaeyjum. Einnig er stefnt að siglingasvæðum á Breiðafirði og á Vestfjörðum. Möguleikar kannaðir á rekstri skóverksmiðju á Akureyri Svíar vega og meta kosti *~^ULLTRÚAR í atvinnumálanefnd Akureyrarbæjar hafa að undanförnu átt viðræður við aðila í Svíþjóð um að koma upp skóverksmiðju á Akureyri. Áætlanir gera ráð fyrir að um 30 manns starfi við verksmiðjuna til að byija með og stefnt er að því að framleiða um 100 þúsund skópör á ári. Hallgrímur Guðmundsson, forstöðumaður Atvinnu- málaskrifstofu Akureyrarbæjar, segir að málið sé á al- gjöru byrjunarstigi en hann á von á að málið skýrist í næstu viku. Svíarnir búa yfir mikilli reynslu á þessu sviði og eiga stóra og trygga sölusamninga langt fram í tímann. Þeir eru nú að kanna hvort hagkvæmara sé að reka sjálfir skóverksmiðju eða kaupa vöruna af öðr- um. Svíarnir eru að vega og meta kosti þeirra landa sem koma til greina, en það eru auk Islands Eystrasalts- löndin og Svíþjóð. Sýni Svíarnir áhuga á að reisa verk- smiðju á Akureyri verður málið tekið upp í atvinnumála- nefnd og í kjölfarið fara væntanlega formlegar viðræður. ■ Þrjátíu störf.. ./12 Gera það gott á handfærum TRILLU S JÓMENNIRNIR Vöggur Ingvason og Gautur Hansson veiða með handfær- um á Kóna SH. Þeir hafa verið að gera það gott eins og margir trillusjó- menn, því aflabrögð hafa ver- ið góð. Ritan og múkkinn njóta þess líka þegar vel fiskast og þessir kunningjar sjómanna eru sjaldnast langt undan þegar farið er að gera að þeim gula. Grímsey Slitlag á allar götur HAFIST verður handa við að leggja bundið slitlag á alla vegi í Grímsey á næstunni. Á eynni eru nú ein- göngu malarvegir, samtals fjórir kílómetrar. Heildarkostnaður við framkvæmdirnar verður á bilinu 10 til 15 milljónir. Næstu daga verða hefill, valtari og vörubíll fluttir út í Grímsey og auk þess mannskapur til að vinna undirbúningsvinnu. Fyrirtækið Klæðning hf. mun sjá um klæðning- una og flokkur manna verður sendur til eyjarinnar á þess vegum. ■ Bundið slitlag/12 Bjarni fjarlægður úr Höfða INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri hefur látið endur- skoða myndaval í Höfða, móttöku- húsi borgarinnar. Meðal mynda sem hafa verið fjarlægðar er mál- verk af Bjama Benediktssyni, fyrrverandi borgarstjóra og ráð- herra, en þetta málverk sást vel á frægri ljósmynd sem gefin var út eftir leiðtogafund Reagans og Gorbatsjovs haustið 1986. Ingibjörg Sólrún sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær að engin sérstök ástæða væri fyrir því að myndin var tekin niður. „Annað en mér fannst svosem kannski engin ástæða fyrir því að mynd af honum, einum borgar- stjóra, væri þarna uppi á vegg í Höfða og ég veit svo sem ekki hvaða rök voru fyrir því að aðeins væri mynd af Bjarna Ben., sem borgarstjóra, þarna uppi á vegg. En eins og ég segi fannst mér engin sérstök ástæða til að mynd- in yrði áfram og spáði ekkert sér- staklega í hvort hann ætti að vera þarna eða ekki. Myndin var ein- faldlega eitt af því sem fór við endurskoðunina." Ekki Iykilmynd í listasögunni Gunnar Kvaran, forstöðumaður Kjarvalsstaða, segir að markmiðið með breytingunum hafi verið að birta gestum Höfða yfirlit yfír ís- lenska myndlist. Myndin af Bjama hafi fyrst og fremst gildi sem mynd af þessum merka stjóm- málaleiðtoga en sé ekki lykilmynd í íslenskri listasögu. Málverkinu af Bjarna hefur verið komið í geymslu. ■ Umhverfi leiðtoga- fundarins breytt/6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.