Morgunblaðið - 29.07.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.07.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MESSUR LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1995 33 Guðspjall dagsins: Réttlæti faríseanna. (Matt. 5.) ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðni Þ. Guð- mundsson. Sellóleikur: Kristín Lár- usdóttir. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Guðsþjónusta kl. 11.00. Prestur sr. Hjalti Guðmunds- son. Dómkórinn syngur. Organleik- ari Marteinn H. Friðriksson. Eftir messuna verður bænastund á ensku. VIÐEYJARKIRKJA: Messa kl. 14. Prestur sr. Þórir Stephensen, stað- arhaldari. í messunni verður fermd- ur Ingi Rafn Fenger, Pittsburg, Bandaríkjunum, hér til heimilis að Hofsvallagötu 49, 107 Rvík. Dóm- kórinn syngur. Organleikari Mar- teinn H. Friðriksson. Sérstök báts- ferð með kirkjugesti kl. 13.30 úr Sundahöfn. GRENSÁSKIRKJA: Lokað vegna viðhalds og viðgerða. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Sigurður Pálsson. Ræðuefni: Hvar er heilagur andi? Organisti Douglas A. Brotchie. Ensk messa kl. 14. Sr. Örn Bárður Jónsson. Orgeltónleikur kl. 20.30. Roger Sayer, organisti við dómkirkj- una í Rochester, Englandi leikur. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Jón Bjarman. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Messa kl. 11. Prestur sr. Flóki Kristinsson. Org- anisti Þóra V. Guðmundsdóttir. Kaffisopi eftir messu. LAUGARNESKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Orgel- og kórstjórn Reynir Jónasson. Guðmundur Osk- ar Ólafsson. NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Orgel- og kórstjórn Reynir Jónas- son. Guðmundur Óskar Ólafsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Fermd verður Þ^rey Vigfús- dóttir, Unnarbraut 5. Organisti Kristín Jónsdóttir. Prestur sr. Sol- veig Lára Guðmundsdóttir. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðþjónusta kl. 11. Organisti Sigrún Steingríms- dóttir. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Samkoma ungs fólks með hlutverk kl. 20. Gísli Jónasson. DIGRANESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Þorbergur Kristjánsson kveður söfnuð sinn. Boðið verður til kaffidrykkju eftir messu. Sóknar- nefnd. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 20.30. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Hallfríður Ólafs- dóttir leikur á flautu. Organisti Guð- mundur Sigurðsson. Prestarnir. GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Sigurður Helgason guð- fræðinemi prédikar. Organisti Bjarni Þór Jónatansson. Guðsþjón- usta á Elli- og hjúkrunarheimilinu Eir kl. 15.30. Prestarnir. HJALLAKIRKJA: Helgistund kl. 11. Bryndís Malla Elídóttir. KOPAVOGSKIRKJA: Helgi- og bænastund kl. 11 í umsjá sr. Arnar Bárðar Jónssonar. Orgelleikari Örn Falkner. Molakaffi eftir stundina. SELJAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónustunni verður útvarp- að. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar. Kvöldguðsþjónusta kl. 20. Altarisganga. Sigríður Valdimars- dóttir djákni prédikar. Organisti við báðar guðsþjónusturnar Kjartan Sigurjónsson. Þetta verða síðustu guðsþjónusturnar fyrir sumarleyfi starfsfólks kirkjunnar. Sóknarprest- ur. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Há- messa kl. 10.30. Messa kl. 14. Ensk messa kl. 20. Laugardaga messa kl. 14 og ensk messa kl. 20. Aðra rúmhelga daga messur kl. 8 og kl. 18- MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa kl. 11. HJÁLPRÆÐISHERINN: Fagnað- arsamkoma á sunnudag kl. 20 fyrir Olgu Sigþórsdóttur. FÆR. sjómannaheimilið: Sam- koma sunnudag kl. 17. MOSFELLSPRESTAKALL: Guðs- þjónusta kl. 11. Kirkjukór Lágafells- sóknar. Organisti: Guðmundur Sig- urðsson. Prestur Jón Þorsteinsson. GARÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Bragi Friðriksson. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Guösþjónusta kl. 11. Prestur sr. Sigríður Oladótt- ir. Fermdur verður Hörður Jens Guðmundsson. Sigurður Helgi Guð- mundsson. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Þýsk messa kl. 10. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga messa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Messa sunnudaga kl. 8.30. Aðra daga kT. 8. Allir velkomnir. KAÞÓLSKA kapellan, Keflavík: Messa kl. 14. SKÁLHOLTSKIRKJA: Messa kl. 17. Fluttir verða þættir úr tónleikum helgarinnar. Organisti: Hilmar Örn Agnarsson. Sumartónleikar kl. 15 og 17 á laugardag og kl. 15 á sunnu- dag. Sóknarprestur. KELDNAKIRKJA Á Rangárvöllum: Messa laugardaginn 29. júlí kl. 11 árdegis. Biskup íslands, herra Ólaf- ur Skúlason, vísiterar söfnuðinn og prédikar. STÓRÓLFSHVOLSKIRKJA, Hvols- velli: Messa laugardaginn 29. júlí kl. 16.30. Biskup íslands, herra Ól- afur Skúlason, vísiterar söfnuðinn og prédikar. Sóknarprestur. ODDAKIRKJA á Rangárvöllum: Messa 7. sunnudag eftir trínitatis; 30. júlí kl. 13. Biskup íslands herra Ólafur Skúlason, vísiterar söfnuðinn og prédikar. Sóknarprestur. LANDAKIRKJA, Vestmannaeyjum: Messa kl. 11. Prestarnir. Þriðjudag- ur 2. ágúst. Bænahópur Landakirkju kemur saman í heimahúsi á þriðju- dagskvöldum. Aðgangur öllum op- inn. Breytileg staðsetning. Upplýs- ingar á skrifstofu. HALLGRÍMSKIRKJA í Saurbæ: Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Ólafur Jó- hannsson messar ásamt sókn- arpresti. Sr. Jón Einarsson. LEIRÁRKIRKJA: Kvöldmessa kl. 20.30. Sr. Björn Jónsson messar ásamt sóknarpresti. Sr. Jón Einars- son. AKRANESKIRKJA: Fermingarguðs- þjónusta sunnudag kl. 11. Fermdur verður Ólafur Jón Ólafsson, Eini- grund 9, Akranesi. Björn Jónsson. HOLTSKIRKJA: Helgistund í Holts- kirkju í Önundarfirði kl. 14. Kl. 13 er komið saman við kirkjuna og Dagbjört Óskarsdóttir leiðsögu- maður mun rekja þætti úr sögu staðarins. Sr. Gunnar Björnsson. ÞINGVALLAKIRKJA: Messa kl. 14. Prestur Tómas Guðmundsson Hveragerði. Organisti Ingunn Guð- mundsdóttir. Kl. 15.15 eru tónleikar í kirkjunni þar sem Kristín Guð- mundsdóttir, Tristan Cardew og Rúnar M. Vilbergsson leika verk fyrir þverflautur og fagott eftir Ha- ydn og Telemann. - kjarni álsins! ■mmnm ÞJÓÐARBÓKHLAÐAN. Friðriksmótið verður í Þjóðarbókhlöðunni skák Þjóðarbókhlööunni í Reykjavík AFMÆLISMÓT Afmælismót Friðriks Ólafssonar og Skáksambands íslands 2.-17. september. EINSTÆÐUR skákviðburður mun eiga sér stað í Þjóðarbókhlöðunni í september þegar þar fer fram öflugt stórmeistaramót í tilefni af sextugsafmæli Friðriks Ólafsson- ar, fyrsta stórmeistara íslands í skák. Einnig fagnar Skáksamband íslands 70 ára afmæli sínu á ár- inu. Mótið er orðið fullskipað kepp- endum og er sérlega óvenjulegt að því leyti að þeir eru af mörgum kynslóðum. Aldursmunurinn á milli yngsta og elsta keppandans verður hvorki meiri né minni en 59 ár. Mótið verður í 11. styrkleika- flokki FIDE, meðalstig 2.504, og lítur keppendalistinn þannig út: Nafn aldur stig Peter Leko, Ungveijal. 15 2.605 Jóhann Hjartarson 32 2.670 Vassilf Smyslov, Rús. 74 2.565 Margeir Pétursson 35 2.565 Jón L. Ámason 34 2.545 Hannes H. Stefánsson 23 2.520 Bent Larsen, Danmörku 60 2.515 Soffía Polgar, Ungverjal. 20 2.485 Helgi Óiafsson 38 2.470 Friðrik Ólafsson 60 2.465 Svetozar Gligoric, Júgósl. 72 2.455 Helgi Áss Grétarsson 18 2.440 Robert Byme, Bandaríkj. 67 2.435 Þröstur Þórhallsson 26 2.420 í tilefni af afmæli Friðriks var boðið til leiks þeim keppinautum hans sem hvað sterkastir eru enn í dag. v_ Vassilí Smyslov, fyrrum heims- meistari í skák, er ótrúlega sterk- ur, kominn vel á áttræðisaldur. Þeir Bent Larsen, Svetozar Glig- oric og Robert Byrne auk Friðriks sjálfs eru kunn nöfn úr skáksög- unni, en þeir voru allir framarlega í baráttunni um heimsmeistaratit- ilinn á sínum tíma. Þá var mótsnefndin svo heppin að fá til leiks yngsta stórmeistara heims, Ungverjann Peter Leko, sem aðeins er 15 ára gamall. Hann nær lögaldri meðan á Frið- riksmótinu stendur, verður 16 ára hinn 8. september. Leko er yngsti skákmaður sem náð hefur stór- meistaratitli. Fyrri methafar voru Bobby Fischer og Júdit Polgar. Hann kemur hingað til lands í fylgd móður sinnar. Peter Leko var einmitt að ná frábærum ár- angri á stórmóti í Dortmund í Þýskalandi. Hann er stigahæstur keppenda á Friðriksmótinu og sumir spá því að hann eigi eftir að verða heimsmeistari þegar fram líða stundir. í spjalli við Leko kom fram að hann hyggur gott til glóðarinnar að hitta sína þaulreyndu keppinauta, tefla við þá og e.t.v. þiggja af þeim holl ráð fyrir framtíðina. Allir íslensku stórmeistararnir og fylgjast með mótinu. Alltá Internetinu Friðrik Ólafsson Vassilí Smyslov Bent Larsen Peter Leko átta eru á meðal keppenda, nema hvað Guðmundur Siguijónsson, stórmeistari, gat ekki verið með. Guðmundur tekur þó þátt á mótinu með því að skýra skákimar fyrir áhorfendum. í hans stað á kepp- endalistanum kemur Þröstur Þór- hallsson, alþjóðiegur meistari. Sýning á bókum og'munum Jafnframt mótinu verður sýning á munum og bókum úr sögu skák- listarinnar á íslandi. Úr fóram Skáksambandsins verður sýnt ein- vígisborðið sem Fischer og Spasskí tefldu á í einvígi aldarinnar í Laug- ardalshöllinni 1972, bikarinn Copa Argentina sem Ólympíuliðið kom með heim árið 1939 og fleira. Þá verður til sýnis ýmislegt frá ferli Friðriks sjálfs og merkustu skákbækur Landsbókasafnsins verða sýndar. Þær era m.a. úr bókagjpf sem Daníel Willard Fiske færði Islendingum. Margar þeirra era ómetanlegir dýrgripir og aðeins til í örfáum eintökum. Þær elstu era frá fyrri hluta sextándu aldar. Ókeypis aðgangur Þjóðarbókhlaðan er kjörinn staður fyrir skákmótahald. Teflt verður á aðalhæð hússins, rétt við innganginn. Aðgangseyrir að mót- inu verður enginn, enda er það að nokkru haldið á sama tíma dagsins og safnið sjálft er opið. Þar verður hægt að setjast niður og fá sér hressingu um leið og fylgst er með skákskýringum, en í Þjóðarbókhlöðunni er fullkomin veitingaaðstaða. Allir skákáhuga- menn ættu því að grípa tækifærið Þeir sem sem ekki eiga þess kost að komast á stað- inn geta m.a. fylgst með mótinu á Intemetinu. Skákir og úrslit munu birtast þar jafnóðum og þegar er reyndar farið á stað við kynningu á mótinu þar. Skáklistin er orðin samofin netinu, þar er hægt að fylgjast með skák- fréttum og tefla við andstæðinga úti um allan heim. Það kom mjög á óvart hversu margir erlendir notendur komu inn á Intemetsíðu sem sett var upp meðan á Norður- landamótinu stóð í Reykjavík í mars. Strax í næstu viku verður hægt að skoða þar valdar skákir Friðriks Ólafssonar og fá allar upplýsingar um mótið og sýninguna bæði á ensku og ís- lensku. Afmælisrit Skáksambandsins í tilefni af 70 ára afmæli Skák- sambands íslands hefur Þráinn Guðmundsson, fyrrverandi forseti sambandsins, verið fenginn til að rita sögu þess. Það er mjög ýtar- legt verk en ætlunin er að það verði heimild fyrir komandi kyn- slóðir skákmanna. Saga Skáksam- bandsins hefur verið afar storma- söm. Það var löngum á vergangi, en afrekaði það síðan að halda sögulegasta skákeinvígi aldarinn- ar, á milli Fischers og Spasskís, í Reykjavík 1972, svo eitthvað sé nefnt. Þeir sem vilja tryggja sér ritið á afsláttarkjöram og jafnframt fá nafn sitt í ritað í það undir ámaðar- óskum til Skáksambandsins, geta haft samband við skrifstofu SÍ í síma 568 9141, símbréf 568 9116. Skákbókasöfnun í gangi í tilefni afmælanna fer einnig fram skákbókasöfnun. Eigi ein- hveijir skákbækur eða blöð í fórum sínum sem þeir vilja láta frá sér, er tekið við þeim á skrifstofu SÍ. Hún er opin virka daga á milli kl. 10 og 13. Það bitastæðasta verður afhent Landsbókasafninu til varð- veislu, en hitt geymt á bókasafni Skáksambandsins og Skákskólans. Jafnt er tekið við innlendu sem erlendu efni um skák. Margeir Pétursson 1 I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.