Morgunblaðið - 29.07.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.07.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1995 7 FRÉTTIR Viðauki við byggingareglugerð um yfirbyggðar svalir Bannað að hita upp Sædai hjá byggingafulltrúanum í Reykjavík segir að leyfilegt verði að byggja yfir svalir á íjölbýlishúsum að uppfýlltum ákveðnum skilyrðum. Skilyrðin eru m.a. þau að greiðar opnanir séu á svalaskýlum, veggur í gömlu húshliðinni haldist óskertur og bannað verður að hita upp svala- skýlin. Einnig eru ýmis önnur örygg- isatriði í húsinu sem þurfa að vera í lagi. „I sumum tilvikum hafa verið veitt leyfi til þess að byggja yfir svalir, t.d. þar sem tvennar svalir eru, en þá hefur verið leyft að byggja yfír aðrar svalirnar. Líka hefur verið byggt yfir svalir þar sem ekki er skylda að hafa svalir, t.d. nálægt jörð. Einnig hefur verið byggt yfir svalir i óleyfi,“ sagði Magnús. Hann sagði að í framhaldi af reglugerðinni yrði brugðist við óleyfi- legum yfírbyggingum. Búast mætti við að rífa þyrfti slíkar yfirbyggingar eða breyta þeim þannig að þær upp- fylli ákvæði reglugerðarinnar. Stefnt er að því að gefa reglugerð- ina út í næstu viku. Breiða- Ársfundur á Grænlandi STEINGRÍMUR J. Sigfússon al- þingismaður hefur verið kjörinn formaður Islandsdeildar Vestnor- ræna þingmannaráðsins og Árni Johnsen alþingismaður varafor- maður deildarinnar. Fyrir dyrum stendur 11. ársfund- ur ráðsins sem haldinn verður í Qaqortoq í Grænlandi dagana 11.-12. ágúst nk. Eitt meginvið- fangsefni þess fundar verður að ræða framtíðartilhögun samstarfs og samskipta vestnorrænu þjóð- þinganna. Einnig verður rætt um tengsl vestnorrænnar samvinnu við Norðurlandasamstarfið. Mun Geir H. Haarde, forseti Norðurlandaráðs, verða sérstakur gestur á fundinum af því tilefni. VERIÐ er að búa til prentunar reglu- gerð um yfirbyggðar svalir sem við- auka við byggingareglugerð. í reglu- gerðinni eru takmarkanir á heimild- um til að byggja yfir svalir í fjölbýlis- húsum og bannað verður að hita upp svalaskýli. Hugsanlegt er að breyta þurfi yfir- byggðum svölum sem ekki uppfylla skilyrði í reglugerðinni. Reglugerðin var samin af starfs- mönnum byggingafulltrúa Reykja- víkur, Brunamálastofnunar og Slökkviliðsins í Reykjavík. Magnús fjarðareyju RANNVEIG Lára, Jón Einar og Alla Sif heita þessi þessi „sóleyj- arbörn“. Myndin er tekin í Akur- eyjum í Helgafellssveit. ♦ ♦ ♦--- Ólögleg laxanet voru gerð upptæk VEIÐIEFTIRLITSMENN á Norð- urlandi vestra hafa gert 18 net upptæk að undanförnu aðallega á Skagaströnd, og umhverfis Blönduós og Hólmavík. Að sögn Böðvars Sigvaldason- ar, formanns Landssambands veiðifélaga og Veiðifélags Mið- fjarðarár, veiðist mikill lax í þessi net og hafi það komið mönnum í opna skjöldu hversu mikil brögð eru að ólöglegum veiðum af þessu tagi. Að sögn Böðvars voru alls 13 laxar losaðir úr umræddum 18 netum og þeir gerðir upptækir ásamt netunum. „Þetta eru að stórum hluta sil- unganet, en þau hafa verið gerð upptæk af ýmsum ástæðum. Þau hafa t.d. verið með of stóra möskva, verið ranglega eða illa merkt eða að þau hafa verið lögð á skjön við reglugerðir. Þá hefur lögboðinn friðunartími í sumum tilvikum ekki verið virtur. Það hafa alltaf verið nokkur brögð að þessu, en ástæðan fyrir því að þetta er meira nú en stundum áður er trúlega sú að menn verða varir við mikinn lax í sjónum. Hann er að ganga með landinu og þá eru hæg heimatökin,“ sagði Böðvar. Blómaböm á Morgunblaðið/Jón Páll Ásgeirsson Nú er hann þrefaldur! - ALLTAFÁ LAUGAROÖGUM SÖLUKERFIÐ LOKAR KL. 20.20 Er roðin komin að þer?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.