Morgunblaðið - 29.07.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.07.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1995 29 MINNIGAR + Guðmundur Ás- geir Erlendsson bóndi og vitavörður var fæddur á Hval- látrum í Rauða- sandshreppi 13. september 1909. Hann lést í Borgar- spítalanum 23. júlí sl. Hann var sonur Ólavíu Ásgeirsdótt- ur og Erlendar Kristjánssonar. Al- systur: Unnur og Kristín. Þær eru báðar á lífi. Hálf- systkini hans eru öll látin. Börn Guð- mundar Ásgeirs og Jónu Jóns- dóttur frá Hvallátrum: Tvíbur- arnir Stella, maki Aðalsteinn Guðmundsson, og Gróa, sem lést í júní sl. Jóna og Guðmundur Ásgeir tóku í fóstur Kristin Guðmundsson, systurson hans. Kona Kristins er Margrét Ingva- dóttir. Útförin fer fram frá Breiða- víkurkirkju í dag og hefst at- höfnin kl. 14. SUMARLÉTTAR öldur gjálfruðu við hvíta fjörusandinn á Látrum og nátt- úran stóð í blóma, daginn sem Ás- geir Erlendsson lagði í þá ferð eina sem hann fékk ekki snúið heim úr aftur. Sannarlega var hann trúr og góður þegn sinnar sveitar, sem fyrir nær 86 árum fæddist á Látrum, byggðinni norðan Látrabjargs; sonur útvegsbóndans Erlendar Kristjáns- sonar sem í huga þeirra eldri var stórlátur höfðingi. Víst má í sumum afkomendum hans finna þessari skoðun rök, en stórlæti erfði Ásgeir ekki. Lítillæti og ljúfmennska voru hans sterkustu einkenni. Sá sem þessar línur setur á blað átti því láni að fagna eftir miðjan fimmta áratuginn að dvelja tvö sumur hjá systur og mági Ásgeirs. Látrar voru þá iðandi af mannlífi, búið á hveijum bæ og hver þúfa slegin. Ekki öftr- uðu rýr landgæði því að bændur öfluðu iífsviðurværis af harðfylgi utan sveitar sem innan. Þegar land- ið þraut tók sjórinn við, Látramenn réru til fiskjar nær sem hlé varð á heyönnum og ýmist söltuðu aflann eða sigldu með hann til Patreksfjarð- ar. Þangað lá svo leið margra til að sækja sjó vetrarlangt á togurum. Yfir fjöll var að fara svo oft þurfti að brjótast í vonsku- veðrum heiman og heim til að fá notið fárra daga í faðmi fjöl- skyldna sinna. Bjarg- ferðir höfðu að miklu leyti lagst niður með hertri sjósókn, þó var sigið eftir eggjum stöku sinnum. Þetta litla sam- félag samanstóð því af harðgeru fólki sem bar- ist hafði fyrir tilveru sinni mann fram af manni. Það reyndi sannarlega á þessa kosti þegar enski togar- inn Doon strandaði undir Látrabjargi, er mér til efs að áhöfn þess skips hefði fundið fyrir annað hetjulundaðra fólk en það sem þeir grilltu í á bjargbrúninni forðum daga. Ásgeir var í þessum hópi, en þó svo ólíkur. Hertur af erfiðri lífs- baráttu, sem þó setti engin merki á hann hið ytra. Hægur og mildur en umfram allt góðlegur. Sorgin hafði þó barið dyra hjá þeim hjónum Jónu og Ásgeiri, Gróa dóttir þeirra var alvarlega veik frá fæðingu, en reyndist sterkari en nokkur þorði að vona. Hún lést fyr- ir fáum vikum eftir langa baráttu við krabbamein. Þegar heilsu Jónu og Ásgeirs tók að hraka sagði Stella dóttir þeirra skilið við allt sitt hér syðra og flutti vestur til að dvelja með þeim og.Gróu. Systurson Ás- geirs, Kristin Guðmundsson, tóku þau hjón að sér 9 mánaða. Hann launaði fóstrið vel og var þeim æ mikil stoð og stytta. Ég kom að Látrum ásamt fjöl- skyldu minni 1979, röskum 30 árum eftir að sumardvöl minni lauk. Jóna kona Ásgeirs var þá á sjúkrahúsi, en hann og dæturnar tóku okkur af þvílíkri elsku og gestrisni að seint gleymist. Þarna kynntumst við manninum að baki karlmennsku- ímyndinni; ljóðelskum, söngvinum, sjó sagna og fróðleiks. Ætla má að fastri búsetu á Látr- um ljúki senn. Síðasti bóndinn fallinn í valinn og vestasta strönd Evrópu mannlaus yfir vetrartímann. Þó vit- inn á Bjargtöngum sjái um sig sjálf- ur frá degi til dags, svo er mann- anna tækni fyrir að þakka, er ólík- legt að nokkur komi í Ásgeirs stað, ef tækniundrið bregst, og skríði á hnjám sér, í ofviðri fram allan Látra- sand og fyrir Brunnanúp, að tendra ljós vitans að nýju. Aðspurður hvern- ig honum hefði dottið í hug að leggja í þessa ferð svaraði hann „Það er allt hægt ef viljinn er nógu mikill." Blessuð sé minning Ásgeirs Er- lendssonar. Högni Jónsson. Elsku afi! Það er svo undarlegt að þurfa að kveðja þig núna í síðasta sinn. Að hugsa til þess að næst þegar ég kem keyrandi upp að Ásgarði standir þú ekki þar fyrir utan til að taka á móti mér. Eða það að við eigum ekki eftir að sitja saman hlið við hlið; þú að fara með vísur fyrir mig og ég að reyna að geta til um hveij- ir höfundarnir væru. Öllum sumrunum sem við eyddum saman á Látrum fyigja hlýjar minn- ingar sem ég mun ávallt varðveita og geyma með sjálfri mér. Á hveiju vori beið ég þess með óþreyju að komast vestur í sveitina til þín. Sumrin liðu fljótt og það var alltaf gott að vera hjá þér. Ég fékk að fara með þér í eftirlitsferðir í vitann og í góðu veðri gengum við saman upp bjargið. Þú vissir svo mikið um umhverfið og söguna og hvar sem við fórum hafðir þú eitthvað að segja mér um staðina og sögu fólksins sem tengdust þeim. Mínar fyrstu minn- ingar tengjast þér. Ég sé fyrir mér hvernig þú gekkst á undan mér hugsandi og með hendur fyrir aftan bak. Ég reyndi að iíkja eftir þér og ganga í sporin þín, en til að ná því varð ég að taka hvert spor með stökki og útkoman varð ekki eins glæsileg og vonir stóðu til. Ég komst aldrei almennilega upp á lagið með það að ganga um túnin hugsandi og íbyggin eins og þér einum var lagið. Á kvöldin gátum við tekið upp á því að stíga nokkur dansspor í stof- unni þegar harmonikkuþátturinn var í útvarpinu. Þar skiptumst við á að miðla af þekkingu okkar, þú reyndir að kenna mér að dansa skottís og ræl og ég myndaðist við að sýna þér það nýjasta sem ég hafði fundið upp á og ákveðið að kalla dans. Elsku afi minn, það er svo ótal- margt sem þú hefur kennt mér í gegnum tíðina og eitt af því var að bera virðingu fyrir öllu lífi á jörð- inni. Þú varst svo blíður og ljúfur við allt og alla og það var ekki hægt annað en að vera í góðu skapi og líða vel nálægt þér. Ég vil þakka þér fyrir allar þær dýrmætu stundir sem við höfum átt saman. Við kveðj- um þig öll með söknuði. Þín Jóna Vigdís. GUÐMUNDUR AS- GEIR ERLENDSSON JAKOBÍNA GUÐRÚN HALLDÓRSDÓTTIR + Jakobína Guð- rún Halldórs- dóttir fæddist í Reykjarvík í Bjarn- arfirði í ' Stranda- sýslu 14. maí árið 1900. Hún lést á hjúkrunarheimil- inu Hlíð á Akureyri 22. júlí síðastliðinn, 95 ára gömul. For- eldrar hennar voru Halldór Jónsson á Svanshóli, sonur Jóns Arngrímsson- ar frá Krossnesi, sem kominn var af Jónasi Jónssyni í Litlu-Arvík, hirðmanni Jörundar hunda- dagakonungs, og Ingibjörgu blindu Guðmundsdóttur prests í Árnesi, og Guðríður Pálsdótt- ir frá Kaldbak, af Pálsætt á Ströndum og Glóaættinni. Móð- ir hennar var Þorbjörg Kristj- ánsdóttir, Kristjánssonar frá Hellissandi, Einarssonar á Kvennahóli í Dalasýslu Einars- sonar, og móðir Þorbjargar var Júliana Jónsdóttir, bónda Ing- ólfsfirði, Helgasonar á Geir- mundarstöðum, Hafliðasonar. Systur Jakobínu, Þórunn og Kristjana, eru báðar látnar. Jakobína giftist 1928 Páli Elíasi Bjarnasyni og bjuggu þau fyrst í steinhúsinu á Drangsnesi, en reistu nýbýli, Mýr- ar, í landi Drangs- ness 1930. Börn þeirra eru fimm talsins: Ingimar, giftur Ástu Bjarna- dóttur, búsettur í Reykjavík, Þor- björg, gift Frí- manni Haukssyni, búsett á Akureyri, Ester, gift Bjarna Jónssyni, búsett á Akureyri, Bjarni, sambýliskona Gyða Steingrímsdóttir, búsett á Mýrum á Drangsnesi, Sólrún, gift Sigmari Ingvars- syni, búsett í Kópavogi. Afkom- endur Jakobínu og Páls Elíasar eru rúmlega 30. Þau stunduðu búskap auk þess sem Páll Elías sótti vinnu sem til féll á Drangs- nesi. Um 1952 fluttu þau að Drangsnesi og dvöldu þar fram yfir 1980, en voru á þessu tíma- bili í nokkur ár á Akureyri. Þegar ellin lagðist yfir fluttu þau á Dvalarheimilið í Skjald- arvík í Eyjafirði og enduðu æviárin á Hlíð. Útför Jakobínu verður gerð frá Drangsneskapellu í dag og verður hún jarðsett við hlið manns síns í Kaldrananes- kirkjugarði. Fram á úfinn ægissal áar sóttu kjark og þor. Út með ströndu inn í dal okkar lágu bemskuspor. Lifi og dafni gróin grund gömul lifi ævintýr. Lifí halur, lifi spmnd, lifi um aldir sveitin hýr. (I.E.) Bernskuspor móður minnar og þeirra sem hún unni, lágu um nyrstu sveitir Strandasýslu. Hún óskaði þess að grundimar greru og byggðin héld- ist um aldir. Hún var mikil hannyrða- kona, prjónaði og heklaði á listrænan hátt. Langömmubörnin sem fengu húfur, peysur eða vettlinga fyrir jól- in, syrgja gömlu konuna og segjast aldrei framar fá fallegt frá langömmu. Hún ólst upp á Svans- hóli hjá móður sinni því foreldrar hennar skildu. Hún var einnig á Kaldrananesi hjá föður sínum og vinnukona á Eyjum hjá Guðjóni og Kolfinnu. Má segja að út fyrir sveit- ina sína færi hún ekki að óþörfu. Móðir mín var lágvaxin kona, létt á fæti, skapgóð að upplagi og spur- ^ ul, sumir flokka það undir forvitni, en þeir sem aldrei spyija neins vita jafnan litið. Afkomendur hennar þakka fyrir samfylgdina og biðja henni allrar guðsblessunar. Þessi fátæklegu orð mín vil ég enda þannig. Þeim lýsti trú, uns lífi sleit, og landsins fomu dyggðir. Þau efndu vel sín æskuheit um æfilangar tryggðir. Þau saman litu hinstu höf og háa veðurklakka, þau saman eina gista gröf. (Stefán frá Hvítadal.) Blessuð sé minning hennar. Ingimar Elíasson. HJÁLMAR GUÐMUNDSSON + Hjálmar Guðmundsson kennari fæddist í Reykja- nesi í Grímsnesi í Árnessýslu, 16. janúar 1915. Hann lést á Landspítalanum 13. júlí sl. Útför Hjálmars fór fram í kyrþey frá Áskirkju 19. júlí. TRYGGÐATRÖLLIÐ Hjálmar Guð- mundsson er horfinn yfir í sælli veröld. Hann kvaddi hægt og hljótt eins og hans var vandi í lífinu. Hjálmar sem ávallt lifði reglu- sömu og heilbrigðu lífi lét verulega á sjá sl. ár en hugurinn dapraðist aldrei og bar hann meira en hálfa leið. Hann var höfðingi og hreysti- menni af gamla skólanum sem keyrði sig áfram við dagleg störf til síðasta dags. Með seiglu og ódrepandi áhuga náði hann að leggja skólanum okkar lið til loka í vor. Nokkrum dögum fyrir andlátið hitti ég hann þar sem hann var við aðdrætti á Laugaveginum. Mér datt í hug að bjóða honum far en gerði það ekki. Hafði gert það nokkru áður en þá bað hann mig blessaða að láta sig út allfjarri heimilinu, læknarnir segðu að hann þyrfti að æfa sig, og þá gerði hann auðvitað, með góðu eða illu, þessi vandaði og samviskusami maður. Hann bjó einn í sinni íbúð til hinstu dægra og íþyngdi sannarlega ekki heilbrigðiskerfinu fyrr en í ítrustu neyð. Það er út af fyrir sig nöturlegt til þess að vita að heil- brigðiskerfið, sem að stærstum hluta er byggt upp af kynslóð Hjálmars, skuli rekið á slíkri horrim að það amast orðið við flestum sjúklingum og mest þeim öldungum sem lengst hafa að því hlúð. Hjálm- ar hefði sannarlega átt það inni hjá samfélaginu að við hann væri dekr- að síðustu vikur lífsins. Hjálmar var ekki allra en mikill vinur vina sinna.' Það fengum við í fjölskyldu minni að reyna. í skólan- um okkar reyndist hann slíkt tryggðatröll að annað eins er fátítt. Ég er að vona að hann hafi líka fundið að við samstarfsfólk hans mátum hann, verkin hans og nær- veru að verðleikum. Á hveijum morgni brást það e.kki að hann stoppaði fyrir framan skrif- stofuna mína og bauð mér ljúflega góðan dag; „góðan dag, yfirkenn- ari“ eins og að hann var vanur að ávarpa forvera minn, góðvin sinn Matthías minn heitinn á sama stað í skólanum okkar. Hann var form- fastur mjög og viðhélt gömlum sið- um. Við röbbuðum síðan eitthvað smálegt og þá var hann kátastur ef ég gat kvabbað eitthvað á honum eða beðið hann að gera skólanum greiða. Tryggðatröll og hjálparhella var hann alla tíð en fyrst og síðast sannur og trúr embættismaður. Slíkir eru ekki á hveiju strái og mættu metast að verðleikum meira en nú er. Ég og mín börn þökkum heiðurs- manni og vini gefandi samfylgd og kennaranum þökkum við starfsfólk Langholtsskóla einstaka ræktar- semi við skólastarfið. í Guðs friði. Elín G. Ólafsdóttir, aðstoðarskólasljóri Lang- holtsskóla í Reylgavík. Kveðja frá íslenskum skátum Hjálmar Guðmundsson var að lífsstarfi kennari og af hugsjón fræðari, ekki síst um íslenska sögu og landið sjálft. Hann varð ungur kennari, en það lýsir honum vel, að hann kynnti sér starfið áður en hann gekk í Kennaraskólann og kenndi einn vetur til að kanna hvort honum líkaði, enda hans vandi að undirbúa af kostgæfni það sem hann tókst á hendur. Hjálmar Guð- mundsson var vandaður maður, fulltrúi þeirrar kynslóðar sem á rætur í fornum lífsháttum og þekkti erfiða tíma. Hann var einnig full- trúi þeirra manna sem vilja vinna verk sín yfirlætislaust, án þess að þau veki sérstaka athygli. Hjálmar Guðmundsson átti lengstan starfs- aldur við Miðbæjarskólann í Reykjavík og síðán Langholtsskóla, en hann var einnig frá upphafi einn kennara og síðar skólastjóri Vinnu- skóla Rekjavíkur. Ungur gekk hann til liðs við skátahreyfmguna, og hafði alla ævi mikinn áhuga á útilifi og ferða- mennsku, en ekki síður stóð honum nærri uppeldisgildi skátastarfsins og hugsjónir um bræðralag og vin- áttu. Hann lét ekki sitt eftir liggja þegar hann komst af unglingsárum og tókst á hendur foringjastörf í Skátafélagi Reykjavíkur varð þar bæði sveitar- og deildarforingi. Hann sinnti skyldum sínum með tniklum ágætum og naut sín vel í hópi ungra skáta. Skátarnir hans þekktu fyrst og fremst hvatningar- orð og gott fordæmi foringjans, sem lagði alúð í starf sitt en var samt fastur fyrir á sinn hægláta hátt. Hjálmar lét sig ekki muna um að sækja öll þau námskeið sem skáta- foringjum buðust á þeim árum og lauk alþjóðlegri Gilwellþjálfun skátaforingja árið 1961. Þegar hann leit svo á að verki væri lokið í skátafélaginu gekk hann til liðs við St. Georgsgildið í Reykjavík, félagsskap eldri skáta og starfaði þar til æviloka. Skátar í Reykjavík eru þakklátir fyrir að hafa notið leiðsagnar mann- kostamanns og eru störf hans í þágu skátahreyfingarinnar þökkuð um leið og ástvinum hans eru færð- ar hugheilar samúðarkveðjur. Stj órn Bandalags islenskra skáta, Stjórn Skátasambands Reykjavíkur, Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem íjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka, og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletr- aður, en ekki í greinunum sjálf- um. Sérfræðingar í blóiiiuskreyrfngiiin við öll (ækilæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 19090

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.