Morgunblaðið - 29.07.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.07.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1995 9 FRETTIR Hreindýrastofninn er kominn niður fyrir 2.000 dýr Veiðin skorin niður Átak um stöðvun unglingadrykkju Vara við útihátíðum FORSVARSMENN átaksins um stöðvun unglingadrykkju vilja vara foreldra við því að senda ungmenni á útihátíðir um verslunarmannahelgi eftirlitslaust. í frétt frá forsvars- mönnum segir að reynslan hafi sýnt að mikil drykkja fari fram á slíkum hátíðum, þótt bæði meðferð áfengis og neysla sé bönnuð og að ungmenn- un yngri en sextán ára sé óheimill aðgangur nema í fylgd með fullorðn- um. Lögð er áhersla á að mikið sé í húfi og óæskilegt að skapa vettvang sem leiði til drykkju unglinga og neyslu fíkniefna en útisamkomur ýti mikið undir slíkt. „Ástæða er til að vekja athygli á að mörgum stúlkum hefur verið nauðgað á útihátíðum. Ölvun eykur líkur til þess að stúlkur geti orðið fórnarlömb og drengir gerendur. Slík ofbeldisverk varpa skugga yfir líf beggja aðila allt lífið og verður sjaldnast bætt fyrir. Ölvun margfaldar einnig hættu á slysum hvers konar, til dæmis vegna ölvuna- raksturs, sem oft endar með hörm- ungum,“ segir í aðvörun átaks- manna. „Auk þess að virða almennar regl- ur þjóðfélagsins verða allir ábyrgir aðilar þjóðarinnar að taka höndum saman við að stöðva unglingadrykkj- una. Hún er þjóðinni til skammar. Hún er þjóðinni til skaða. Hún leiðir hörmungar yfir börnin okkar og flöl- skyldur þeirra.“ • • Orn Bárður Jónsson nýr fræðslustjóri • BISKUP íslands hefur ráðið séra Örn Bárð Jónsson til að vera fræðslustjóri Þjóðkirkjunnar. Séra Bernharður Guðmundsson sem hef- ur gegnt embætti fræðslustjóra hefur sagt embættinu lausu. Sr. Örn Bárður Jónsson er fæddur á ísafirði 23. nóv- ember 1949, sonur hjónanna Salóme M. Guðmunds- dóttur og Jóns Örnólfs Bárðar- sonar. Hann lauk verslunarprófi frá Verslunarskóla ís- lands árið 1969 og var við nám í endurskoðun frá 1969-1972. Árin 1977-1978 var hann við nám í kristnum fræðum í Eng- landi. Árið 1979 var hann vígður djákni við Grensásskirkju í Reykja- vík og starfaði þar í tæp fimm ár. Hann stundaði nám við Guðfræði- deild Háskóla íslands 1980-1984 og lauk þaðan kandidatsprófi. Árið 1984 var hann vígður prest- ur til aðstoðarguðsþjónustu í Garða- sókn. Árið 1985 var hann kjörinn sóknarprestur í Grindavíkurpresta- kalli ogþjónaði þartil 1990 er hann var kallaður til nýs embættis verkefnisstjóra safnaðaruppbygg- ingar á Biskupsstofu en Þjóðkirkjan hafði þá samþykkt að helga yfir- standandi áratug eflingu safnaðar- starfs. Hann var settur fræðslu- stjóri kirkjunnar 1. september 1994. Sr. Örn Bárður hefur setið í ýmsum nefndum innan kirkjunnar. í júní sl. lauk hann Doctor of Ministry prófi frá Fuller Theo- logical Seminary í Pasadena í Kali- forníu. Ritgerð hans fjallar um efl- ingu safnaðarstarfa og heitir „Discipling a Nation: Parish Renewal Within the Evangelical Lutheran Church of Iceland.“ Eiginkona séra Arnar er Bjarn- fríður Jóhannsdóttir sjúkraliði og eiga þau fimm börn. Forvarnarstarf Stígamóta Nei þýðir nei STÍGAMÓT, samtök kvenna gegn kynferðislegu ofbeldi, ætla að efna til fræðslu- og forvarnará- taks í vikunni fyrir verslunar- mannahelgina. í tilefni þess hafa veggspjöld og fræðslubæklingar verið gefnir út og verður þeim dreift á bensínstöðvar, strætis- vagnabiðstöðvar og aðra brottfar- arstaði ferðalanga. Að sögn Steingerðar Krisljáns- dóttur, starfskonu hjá Stígamót- um, verður styrk sem samtökin fá árlega frá dómsmálaráðuneyt- inu varið að þessu sinni til for- varnar og fræðslustarfs. Undan- farin ár hafa Stígamótakonur starfað á útihátíðum við gæslu, áfallahjálp og aðhlynningu og notað féð frá ráðuneytinu til að standa undir kostnaði. „Okkur finnst auðvitað súrt í brotið að geta ekki boðið upp á þessa þjón- ustu núna en við fáum engar kon- ur til að sinna henni í sjálfboða- vinnu,“ segir Steingerður. Ef forsvarsmenn úti- og fjöl- skylduhátíða óska þess senda Stígamót fulltrúa sinn á hátíðirnar á kostnað mótshaldara. Umsjónar- menn Uxa og Víkurhátiðarinnar hafa farið þessa á leit við samtök- in og er nú þegar búið að ákveða að tvær starfskonur fara á Kirkju- bæjarklaustur. ------» ♦ ♦---- Hirðulausir bátsverjar Björgnnar- sveitir í við- bragðsstöðu SINNULEYSI bátseiganda gagnvart Tilkynningaskyldunni kostaði mikla vinnu ijölda aðila og olli óþarfa ótta hjá ættingjum. Tilkynningaskyldan vill því beina þeim tilmælum til hlut- aðeigandi aðila að sinna sínum skyld- um af samviskusemi. Grennslast hafði verið eftir bátn- um, Sigurbjörgu Helgadóttur KÓ 98, í tæpan sólarhring þegar tilkynning barst til fjarskiptastöðvarinnar í Gufunesi um fimmleytið í fyrradag. Báturinn lagði 'úr höfn frá Ólafsvík á miðvikudag og er talið að hann hafi komið til hafnar í Patreksfirði um kvöldið. Bátsveijar hirtu hvorki um að tilkynna sig út frá Ólafsvik né kvöldskyldu. Mikið umstang Auglýst var eftir bátnum i kjölfar- ið í öllum veðurfregnatímum, svipast var eftir honum á miðunum auk þess sem hann var í stöðugri köllun hjá fjarskiptastöðvum í Gufunesi og á Isafirði. Lögregla og hafnarverðir í Ólafsvík og á Patreksfirði leituðu í höfnum, björgunarsveitir voru í við- bragðsstöðu og unnið var að því að fá flugvél til leitar þegar bátsveijar loks sinntu tilkynningaskyldu sinni. UMHVERFISRÁÐHERRA hefur ákveðið að fengnum tillögum Hrein- dýraráðs og veiðistjóra, að heimila veiði á 291 hreindýri á þessu ári. Heimilt verður að veiða 127 tarfa og 164 kýr auk hreindýrakálfa sem fylgt hafa felldum kúm. Þetta er veruleg fækkun frá árinu 1994 þeg- ar heimilað var að veiða 740 dýr, en þá voru felld alls 622 dýr. Veiðikvótinn í ár er byggður á niðurstöðum talninga sem fram fóru í apríl og júlí síðastliðnum, en sam- kvæmt talningunni var áætlaður heildarfjöldi hreindýra í apríl tæp- lega 1.900 dýr en er nú í júlí áætlað- ur 2.500 dýr. Hreindýrastofninn var í apríl árið 1991 talinn vera 3.100 dýr, en þá var tekin ákvörðun um að fækka hreindýrum niður undir 2.000 dýr. Tilgangurinn með fækkuninni var að reyna að draga úr ágangi hrein- dýra á skógræktarsvæði, draga úr líkum á ofbeit á vetrarslóð hreindýra og halda ágangi á ræktuðu túni í lágmarki, en um leið að halda líf- vænlegum stofni hreindýra sem gefi af sér mikinn arð. Veiðiheimiidir undanfarinna ára hafa tekið mið af þessu og hafa því verið rýmri en ella. Hreindýrastofn- inn hefur af þessum sökum minnkað um 40% á síðustu fjórum árum og er kominn niður fyrir 2.000 dýr að vori. Veiðiheimildir í ár miðast við að stofninn verði í jafnvægi eða í kringum 2.000 dýr. Almennt mega hreindýraveiðar fara fram á tímabilinu 1. ágúst til 15. september. Þó er heifnilt að hefja tarfaveiði 24. júlí þar sem það veld- ur ekki truflun fyrir kýr og kálfa. Veiðar á svæðinu við Snæfell mega hins vegar ekki hefjast fyrr en 15. ágúst vegna þess að óvenjumikil fækkun hreindýra hefur orðið á því svæði. Álitið er að fyrirkomulag veiðanna og tímasetning undanfarin ár hafi valdið óeðlilega mikilli fækk- un hreindýra á þessu svæði. Veiðitíminn við Snæfell er styttur til þess að stuðla að fjölgun dýra á svæðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.