Morgunblaðið - 29.07.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.07.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1995 21 ERLENT Laundóttir Francois Mitterrands fyrrverandi Frakklandsforseta segir sögu „hinnar fjölskyldunnar“ MAZARINE, 21 árs gömul laun- dóttir Francois Mitterrand fyrr- verandi Frakklandsforseta, hefur stigið fram í sviðsljósið. Ástar- samband móður hennar við forset- ann og ávöxtur þess voru eitt best geymda leyndarmál Mitterr- ands í tæpa tvo áratugi en nú hefur hulunni verið svipt af því. Sjálf sat Mazarine fyrir á forsíðu nýjasta heftis Paris Match en í nóvember varð blaðið fyrst til að upplýsa frönsku þjóðina um dóttur Mitterrands og birta myndir af henni teknar með aðdráttarlinsu. Ástarsamband Mitterrands og móður Mazarine hefur staðið í 21 ár. Allan þann tíma var því haldið leyndu í íbúðum í eigu ríkisins. Valinn hópur fólks vissi af sam- bandinu en þrátt fyrir það birtist ekki stafur um það fyrr en í nóv- ember á síðasta ári er Paris Match rauf þögnina.Þetta var sagan um „hina konuna" en einnig sagan um trúnað Mitterrands við hana og hið nána samband hans við Mazarine í sviðsljósið dótturina sem fæddist er hann var 58 ára. „Þetta er engu að síður falleg saga,“ sagði hann þegar fréttin um Mazarine birtist á síð- asta ári. Og Danielle, hin skiln- ingsríka eiginkona hans sagði: „Þetta er fallegt nafn, Mazarine" og bætti því við að nöfnum Mazar- ine myndi án efa fjölga í kjölfarið. Forréttindi laundóttur Þó að Mazarine hafi nú komið fram opinberlega, heldur móðir hennar sig til hlés, að sögn The Irish Times. Hún heitir Anne Pingeon og er sérfræðingur í 19. aldar list við Museé d’Orsay í París. Hún kynntist Mitterrand, sem þá var leiðtogi stjórnarand- stöðunnar, í þorpinu Latché, þar sem hann á sumarhús. Þegar Mitterrand varð forseti Reuter MAZARINE prýddi forsíðu Paris Match í vikunni, en tímaritið varð fyrst til að birta mynd af Mitterrand- feðginunum. árið 1981 vissu fáir að hann ætti sex ára gamla dóttur fyrir utan hjónaband. í nafni hennar endur- speglast bókmenntaáhugi foreldr- anna, en það er sótt til Mazarine- bókasafnsins í París sem Jules Mazarine, kardináli og forsætis- ráðherra á 17. öld stofnaði. Mazarine ólst upp í Latínu- hverfinu í París á Rue Jacob en síðar fluttu mæðgurnar sig um set til Quai Branly. Hún hitti föð- ur sinn jafnan á miðvikudags- kvöldum og stundum um helgar í Souzy-la-Briche, suður af París. Nokkur sumur dvaldi hún á sveitasetri sem Francois de Gro- ussouvre , náinn vinur og sam- starfsmaður Mitterrands, átti í Allier en hann framdi sjálfsmorð í Elysée-höll fyrir nokkrum árum. Ymis forréttindi fylgdu því að vera dóttir forsetans. Eitt sinn þegar Mazarine var á leið heim frá móðurömmu sinni og afa, týndi hún kettinum sínum á flug- vellinum. Forsetinn fyrirskipaði að vellinum yrði lokað og her lög- reglumanna fínkembdi svæðið í þijár klukkustundir áður en dýrið fannst. í bókmenntanámi Mazarine stundar nám í bók- menntum við hinn virta Ecole Normale Supérieure og heimspeki við Sorbonne. Hún sker sig ekki úr hópi námsmanna að öðru leyti en því að lífverðir fylgja henni hvert fótmál. Ali, unnusti hennar er sonur sendiherra Marokkó í Svíþjóð og stundar nám í París. Mazarine snæðir hádegisverð með föður sínum tvisvar í viku 7. hverfi þar sem hann hefur skrif- stofu. Þar sem hann hefur látið af embætti og hulunni hefur verið svipt af Mazarine, vekja feðginin litla athygli. Kúrdar mót- mæla með- ferð Tyrkja MANFRED Kanther, innanríkis- ráðherra Þýskalands, hvatti Kúrda búsetta i Þýskalandi í gær til þess að veita „pólitískum öfga- mönnum“ ekki stuðning sinn í kjölfar þess að lögregla telur sig hafa heimildir fyrir því að félag- ar í kúrdíska verkamannaflokkn- um (PKK) hafi staðið að eid- sprengjuárásum á tyrknesk fyr- irtæki í landinu undanfarna daga. Starfsemi PKK er bönnuð í Þýskalandi og sagði Kanther að árásirnar undirstrikuðu nauð- syn þess. Á myndinni hjúfrar kúrdísk stúlka sig upp að móður sinni sem er í hungurverkfalli í Berlín ásamt fleira fólki til að mótmæla meðferð tyrkneskra yfirvalda á kúrdíska minnihlutanum. Á fimmtudag lést kona úr hópi verkfallsmanna eftir að hafa ver- ið án matar í átta daga. ®SS@ Reuter Israelar vilja fram- sal Hamas- leiðtoga YITZHAK Rabin, forsætisráðherra ísraels, sagði í gær að ísraelsk yfir- völd hefðu óskað eftir því að Banda- ríkjamenn framseldu pólitískan leiðtoga Hamas-samtakanna, Musa Abu Marzuk, sem handtekinn var á fimmtudag. Rabin lagði á það áherslu að Marzuk yrði framseldur eða að rétt- að yrði yfir honum samkvæmt bandarískum lögum, sem skil- greindu Hamas nú sem hryðju- verkasamtök. Hamas sendu í gær frá sér yfir- lýsingu þar sem þau vara Banda- ríkjamenn við að framselja Marzuk. Segjast þau aldrei hafa ráðist gegn bandarískum hagsmunum. Utiloka sameig- inleg réttindi minnihlutahópa Ósigur í aukakosningum og uppákoma hjá Kenneth Clarke Afall fyrir Major og Ihaldsflokkinn London. Rcuter. BRESKI íhaldsflokkurinn hefur nú aðeins níu sæta meirihluta á þingi eftir ósigurinn í aukakosningum í fyrradag. Var ósigur flokksins að vísu ekki jafn mikill og í ýmsum fyrri aukakosningum en úrslitin eru samt verulegt áfall fyrir John Maj- or, forsætisráðherra Bretlands, sem hafði vonast til, að sigur sinn í leið- togakjörinu og uppstokkun í stjórn- inni myndi blása nýju lífi í flokkinn. Ofan á allt þetta bætist síðan, að Kenneth Clarke fjármálaráðherra hefur neyðst til að hætta við um- deilda áætlun um að skattleggja hlutabréfakaup, þ.e.a.s. þegar menn eiga kost á að kaupa bréf á ákveðnu verði án tillits til markaðsverðs. Úrslitin í Littleborough and Saddleworth voru þau, að frambjóð- andi Fijálslynda demókrataflokksins bar sigur úr býtum með rúmlega 16.000 atkvæðum, frambjóðandi Verkamannaflokksins fékk rúmlega 14.000 en íhaldsflokkinn kusu tæp 10.000 manns. í kosningunum 1992 vann íhaldsflokkurinn kjördæmið og fékk hátt í 24.000 atkvæði. Major viðurkenndi í gær, að úrslitin væru ekki jafn góð og hann hefði vonast til en sagði, að kjarnafylgið hefði hvergi hvikað og það væri góðs viti fyrir framtíðina og næstu almennu kosningar, sem verða ekki síðar en á miðju ári 1997. í skoðanakönnunum er íhalds- flokkurinn um 30 prósentustigum á eftir Verkamannaflokknum og hann hefur ekki sigrað í aukakosningum frá árinu 1989. Hann endurheimti hins vegar mörg kjördæmi í þing- kosningunum 1992. íhaldsflokkurinn, sem hefur verið við stjórnvölinn frá 1979, hefur bak- að sér óvinsældir vegna skattahækk- ana, stefnuleysis og ýmiss konar hneykslismála og ekki bætir úr skyndileg stefnubreyting Clarkes fjármálaráðherra í fyrradag. Þá ákvað hann að hætta við umdeilda skattlagningu á hlutafjárkaupum en hún átti að vera svar við óánægju almennings með mjög há laun for- stjóra og annarra frammámanna í fyrirtækjum. Er þeim oft gefínn kostur á að kaupa hlutabréf á föstu verði og það nýta þeir sér með mikl- um hagnaði þegar gengi bréfanna er hátt. Illa grunduð áætlun Mikil fljótaskrift þótti vera á áætl- un Clarkes en samkvæmt henni átti að skattleggja hagnað af þessum hlutafjárviðskiptum sem hvetjar aðr- ar tekjur. Það kom hins vegar fljót- lega í Ijós, að nýi skatturinn myndi leika um hálfa milljón almennra launþega jafn illa og forstjórana en nokkuð algengt er, að starfsfólki í fyrirtækjum séu bætt upp lág laun með takmörkuðum kauprétti að hlutabréfum. Þessi uppákoma er talin auka enn á þá tilfinningu margi-a, að Ihalds- flokkurinn sé í litlum tengslum við þjóðlífið og ákaflega mislagðar hendur og sumir spá því, að hún geti haft veruleg áhrif á vinsældir Clarkes í embætti. Búkarest. Reuter. FORSÆTISRÁÐHERRAR Rúmen- íu og Slóvakíu gerðu á fimmtudag samkomulag um að auka samvinnu og taka upp sameiginlega stefnu um meðferð ungverskra minnihluta- hópa. Vladimir Meciar, forsætisráðherra Slóvakíu, sagði meðan á tveggja daga heimsókn hans til Rúmeníu stóð að samræður sínar við rúm- enska ráðamenn hefðu snúist um samkomulag, sem Slóvakar gerðu við Ungveija í mars um meðferð ungverska minnihlutans í Slóvakíu. Stórir hópar Ungveija eru í báðum ríkjunum. 600 þúsund manns af ungverskum uppruna búa í Slóvakíu og 1,6 milljónir manna í Rúmeníu. Leiðtogar bæði Slóvakíu og Rúmen- íu líta á réttindi minnihlutans sem rétt einstaklingsins og hafna því að þjóðarbrot sem heild geti notið sér- stakra réttinda af ótta við að slíkt kunni að leiða til krafna um sjálf- stjórnarsvæði, þar sem Ungvetjar eru í meirihluta. „Við höfum fordæmt tilhneigingar til að koma að hugmyndum um sam- eiginleg réttindi minnihluta í sátt- málanum,“ sagði Meciar. Nicolae Vacariou, forsætisráð- herra Rúmeníu, sagði að Rúmenar myndu „aldrei samþykkja sameigin- leg réttindi, svæðisbundna sjálf- stjórn eða sérstöðu minnihlutahópa“. Alheimssamtök Ungveija héldu fund í bænum Debrecen á fimmtu- dag til að mótmæla aðför gegn notk- un ungversku á svæðum, þar sem ungverskir minnihlutahópar búa. Aðeins einn Ungveiji frá Slóvakíu kom fram á fundinum, sem var sjón- varpað beint í Ungveijalandi, og sakaði hann Slóvaka um að reyna að „þurrka út tungu okkar“. Bela Marko, leiðtogi Ungverja í Rúmeníu, sagði að ný rúmensk lög- gjöf um menntamál jafnaðist á við „menningarlegt þjóðarmorð". Traian Chebeleu, talsmaður Ions Iliescus, forseta Rúmeníu, sagði að þessar ásakanir væru „fullkomlega tilhæfulausar“ og miðuðu að því að skaða ímynd Rúmena í útlöndum með blekkingum og lygum. Iliescu sagði að fundurinn í Debrecen æli á „frumstæðum tilfinningum öfga- og þjóðernishyggju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.